Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 36
Alls óvíst um verkfall á Suðurnesjum: „ÞETTA VERKFALL GÆTISTAÐIÐ LENGI” sagði Guðmundur J. Guðmundsson í morgun „Það verður engin skyndilausn úi úr þessu. Þetta verkfall gæti staðið lengi,” sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. formaður Verkamanna-. sambandsins, í morgun. „Verkfallið nær til allra höfuð framleiðslu- og út- flutningshafna landsins, að Vestfjörð- um og Suðurnesjum undanskildum.” Útskipunarverkfall hófst á Seyðis- firði í nótt. Á morgun byrjar verkfallið á Vopnafirði og svo á hverjum stað af öðrum. Aðfaranótt hins 13. i Reykja- vík. Guðmundur sagði að Suðurnesja- menn tvístigju enn. Fundur hófst i morgun i 10 manna nefnd Alþýðu- sambandsins. Þar mun Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Keflavikur og nágrennis, reyna að fá víðtækari sam- stöðu um verkfallið, þannig að Verka- mannasambandið stæði ekki eitt að því. Guðmundur taldi að fremur ólik- legt væri að önnur félög kæmu inn i myndina. Er þá alls óvist að út- skipunarbann verði boðað á Suður- nesjum fyrst um sinn. HH. „VERÐUM AÐ SÆTTA OKKUR VIÐ ÞESSAR AÐGERÐIR” — segir formaður Sjómannasambandsins um útflutningsbannið „Mér er engin launung á þvi, að ég var ekki algerlega sáttur við þessar aðgerðir,” sgði Óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambands Íslands um útflutningsbannið, þegar DB ræddi við hann í gær. „En þessar að- gerðir hafa orðið ofan á og þá er ekki um annað að gera en að sætta sig við þær.” Hann sagði að aðgerðirnar kæmu dálitið illa við sjómannastéttina. Stjórn Sjómannafélags Reykja- vikur hefur mótmælt aðgerðunum og krafizt þess af Sjómannasambandinu að það mótmæli við Alþjóðasamband flutningaverkamanná tilraunum Verkamannasambands Íslands til að beita sér fyrir löndunarbanni erlendis, ef íslenzk skip sigla með afla til að komast undan útflutningsbanninu hér heima. Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur kallar slikar aðgerðir hliðstæðar kúgunaraðgerðum i landhelgisdeilum. Óskar sagði að krafa Sjómannafélags Reykjavikur yrði rædd á stjórnarfundi Sjómannasambandsins næstkom'andi föstudag. HH Prófkjör sjálfstæðismanna íMiðneshreppi: Talningu ekki lokið Talning á úrslitum úr pófkjöri sjálf- stæðisnianna i Miðneshreppi hófst ekki i gærkvökli eins og ráð hafði verið fyrir gert. Góða veðrið gerði það að verkum. að menn vildu heldur vera úti við og var' því ákveðið að fresta talningunni þar til í kvöld. Kosningu lauk samt í gær. Próf- kjörið er bindandi í þrjú efstu sæti Sjálf- stæðisflokksins fyrir hreppsnefndar- kosningarnar. DS. Salóme efstípróf- kjöri sjálfstæðis- mannaíMos- felissveit Prófkjör sjálfstæðismanna í Mosfells- sveit fór fram um helgina. 603 kusu, auðir seðlar voru þrir og þrír ógildir. Á kjörskrá voru 1282 og kosningaþátt- taka þvi 47%. Við siðustu hreppsnefnd- arkosningar fengu sjálfstæðismenn 307 atkvæði og fjóra menn kosna. Prófkjörið er bindandi fyrir þrjú efstu sætin. Salóme Þorkelsdóttir fékk 491 at- kvæði eða 81,4% Jón M. Guðmundsson fékk 427 atkvæði eða 70.8% ogBern- harð Linn fékk 390 atkvæði eða 64,8%. Næstu þrir menn voru Magnús Sig- steinsson með 295 atkvæði eða 48,9%, örn Kjærnested með 230 atkvæði eða 38,1% og Hilmar Sigurðsson með 221 atkvæði, eða 36,7%. A.St. Hvflík blíða! Veðrið hefur oft verið með eindxmum gott að undanförnu, — en dagurinn i gær var þó sá bezti um langt tímabil, enda notfærði fólk sér það til hins ítrasta. Snjór er enn nálægt byggðum og skíðalöndin eru i bezta lagi við Revkja- vík en þar voru þúsundir manna í gær- dag. Talsverð næturfrost hafa þó verið síðustu næturnar og tefur það citthvað fyrir gróðri. Þessi mynd var tekin á Kjalarnesi þar sem krakkar voru vel búnir í eilitlum snjó, sem nú er ugglaust horfinn að mestu eða öllu. Áður en langt líður verða börnin búin að fá sér léttari klæðnað. — DB-mynd R.Th.Sig. Mikilumferð austanfjalls Sól og bliða var austanfjalls i gær eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var mikil umferð en óhappa- laus. Algengt er að fólk aki til Hveragerðis og snúi þar við, einnig fer margt á Selfoss. Fólk er bara að njóta veðurblíð- unnar og fá sér ferskt loft i lungun, sagði Selfosslögreglan. A.Bj. Barn kveikti í stofusófanum Á öðrum timánum á laugardaginn var slökkviliðið kvatt að Furugrund 52 i Kópavogi. Var þar eldur i sófa og nær- liggjandi hlutum. Tókst fljótlega að slökkva og varð tjón ekki tilfinnanlegt. Það var litið barn sem kveikt hafði þennan eld i sófanum. Náði barnið í eldspýtnastokk með fyrrgreindum afleiðingum. Eldspýtur á glámbekk geta því haft alvarlegar afleiðingar. ASt. Faldi þýfið f skónum sín- um þar sem það fannst! Kona nokkur varð fyrir því óláni að veski hennar var stolið á balli á Akranesi á föstudagskvöld. 1 veskinu voru 30 þúsund krónur. Eftir að konan varð vör við veskisstuldinn tilkynnti hún um hann og var farið að leita að veskinu. Það fannst tómt inni á salerni og skömmu siðar fundust peningarnir. Þjófurinn hafði troðið þeim i~skóna sína þar sem þeir fundust. Konan varð að vonum glöð yfir að tapa ekki af þessum aurum sínum. Báðir aðilar eru heimamenn á Skaga. A.Bj, Sjálfstæðismenn klofnir í Kópavogi — „Lýðræðissinnaðir” sjálfstæðismenn með lista í bæjarstjórnarkosningunum Sjálfstæðisflokknum hefur ekki verið klofningsgjarnt til þessa. 1 Kópavogi hafa flokksmenn klofnað i - tvær fylkingar og bjóða fram til bæjarstjórnar í tvennu lagi. „Við teljum að ólýðræðislegum vinnubrögðum hafi verið beitt í sam- bandi við úrslit prófkjörsins, þegar t.d. Guðni Stefánsson, sem varð annar við prófkjörið, var settur niður í 5. sæti á listanum,” sagði Þór Erling Jónsson, einn aðstandenda listans í morgun. Þór Erling sendi skeyti til flokksins fyrir helgi ásamt Guðna Stefánssyni og Frosta Sigurjónssyni og kváðust þeir ekki mundu verða með á lista flokksins. Listi lýðræðissinnaðra sjálfstæðis- manna í Kópavogi verður þannig skipaður: 1. Guðni Stefánsson járnsmiður, 2. Eggert Steinsen verkfræðingur, 3. Kristinn Skæringsson verkfræðingur, 4. Grétar Norðfjörð flokksstjóri, 5. Þor- varður Lúðvíksson lögfræðingur, 6. Þór Erling Jónsson verktaki, 7. Frosti Sigur- jónsson læknir, 8. Þorvarður Áki Eiríks- son iðnrekandi, 9. Bergljót Böðvars- dóttir húsmóðir, 10, Sturlaugur, Þor- steinsson nemi, 11. Helgi Hallvarðsson skipherra. í síðasta sæti listans er Kjartan J. Jóhannsson héraðslæknir, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins. I gangi er blaðaútgáfa á vegum hins nýja lista, svo og annar undirbúningur fyrir kosningarnar. JBP frfálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 10. APRÍL 1978. Prófkjör sjálfstæðismanna íEyjum: Gjörbylting álistanum Gjörbylting varð á lista sjálfstæðis- manna í Eyjum til baejarstjórnar- koíninga við prófkjörið nú um helgina og skipa nýir menn öll efstu sætin nema . eitt, Sigurður Jónsson varð i 2. sæti. en hann var bæjjrfulltrúi. Sá háttur var hafður á að sá í efsta sæti fékk 5 stig, sá næsti 4 og svo koll af kolli niður i eitt, þar sem verið var að skapa 5 manna lista. Flokkurinn hefur nú 4 fulltrúa i bæjarstjórn. # Arnar Sigurmundsson framkvæmda- stjóri hlaut efsta sætið með 1780 stig, Sigurður Jónsson yfirkennari 1564, Gísli GeirGuðlaugsson vélvirki !333,Georg Þór Kristjánsson verkstjóri 986 og Sigurgeir Ólafsson stýrimaður 920 stig. Þetta eru niðurstöðutölur frum- talningar. Þrátt fyrir mikla vinnu i Eyjum mega sjálfstæðismenn vel við una kjör- sóknina þar sém á niuiida hundrað manns kusu, en flokkurinn fékk innan við þúsund atkvæði í síðustu bæjar- stjórnarkósningum. G.S. Úrslitískoðana- könnun A-listans íBorgarnesi í skoðanakönnun A-listans í Borgar- -nesi, sem fram fór um helgina, kusu 79 manns, en i siðustu sveitarstjórnar- kosningum fékk A-listinn 1 lOatkvæði. Úrslit urðu þau að-Sveinn Hálfdánar- son hreppsnefndarfulltrúi fékk 59 at- kvæði í 1. sætið, Ingigerður Jónsdóttir nemi fékk 30 atkvæði í I. og 2. sæti. Ágúst Guðmundsson múrarameistari fékk 33 atkvæði i L, 2. ‘og. 3. sæti. Eyjólfur T. Geirsson framkvæmdastjóri fékk 44 atkvæði i L, 2„ 3. og 4. sæti og Sæunn Jónsdóttir fékk 43 atkvæði i I., 2., 3„ 4. og 5. sætið. A.Bj. Prófkjör sjálfstæðismanna íHveragerði: Friðgéirdatt niðurí6. sæti í pröfkjöri fyrir hreppsnefndar; kosningar hjá Sjálfstæðisflokknúm i Hveragerði um helgina varð Hafsteinn Kristinsson i efsta sæ.ti eins óg i síðustu kosningum. Næstur honum kom Helgi Þorsteinsson, þriðji varð Ólafur Óskars- son, fjórði Ævar Axelsson og fimmti Aðalsteinn Steindórsson. Kosningin varð bindandi fyrir þessa 5 menn vegna þátttöku. Í síðustu kosningum varð Hafsteinn eins og áður sagði i fyrsta sæti, Þá varð Hans'Christiansen annar, en hann gaf ekki kost á sér núna, og Friðgeir Kristjánsson þriðji, en hann lenti i sjötta sæti núna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt þessa þrjá menn í hreppsnefnd. Á kjörskrá voru 675 manns. 213 kusu. Í siðustu kosningum fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 247 atkvæði í Hvera- gerði en 78 i prófkjörinu fyrir þær. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.