Dagblaðið - 18.04.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978.
■AUGLÝSING■
STJORNMALA
FLOKKURINN
Hvers vegna
styðurþú
Stjómmála-
flokkinn?
Þormóður Guðlaugsson:
Ég styð Stjórnmálaflokkinn vegna
þess að ég vil fá stjórn, sem þorir. getur
og vill taka á vandamálum þeim sem nú
steðja að þjóðinni, með festu og af al-
vöru, á ég þar ekki sist við verðbólguna
Sigurður Ólason, Kríuhólum 2:
Ég styð að sjálfsögðu Stjórnmálaflokk-
inn, ég hef mætt á fundi hjá þeim og
vildi óska að fleiri kynntu sér skoðanir
þeirra.
Sigurður Þorkelsson, iðnrekandi:
Vegna þess, að ég tel koma þar fram
ákveðna og rétta stefnumörkun í stjórn-
'arskrármálinu þar sem segir að löggjaf-
ar- og framkvæmdavald verði aðskilið.
Ég tel ennfremur, aðeinstaklingurinn
í þjóðfélaginu eigi að fá að njóta sín og
fá að sýna hvað i honum býr. Gömlu
flokkarnir vinna allir markvisst gegn því
með sósialisma og siauknum umsvifum
þess opinbera.
Aðdragandinn að stofnun
Stjórnmdlaflokksins
vikulega yfir stuðningi sínum
við Landsmálasamtökin. Og
eftir því sem dagar liðu, urðu æ
háværari raddir innan samtak-
Þau voru tildrög að stofnun
Stjórnmálaflokksins að í ágúst-
mánuði sl. haust var efnt til
skoðanakönnunar undir heitinu
Landsmálasamtökin Sterk
stjórn. Var því þá jafnframt lýst
yfir að tilgangur og markmið
Landsmálasamtakanna væri:
1.
2.
3.
Að breytastjórnarskrálýðveld
isins íslands, meðal annars á
þann veg að löggjafar- og
framkvæmdarvald verði að-
skilin.
Að gjörbreyta skattafyrir-
komulagi hér á landi og auð-
velda í framkvæmd.
Að leggja á herstöðvar
NATO hér á landi aðstöðu-
gjald, sem varið verði til
vegagerðar, flugvalla
hafnarmannvirkja.
og
Skemm tilegir og
frœðandi kvöldfundir
Stjórnmálaflokkurinn hefur staðið
fyrir skemmtilegum kvöldfundum
undanfarin þriðjudags- og fimmtudags-
kvöld í húsakynnum sínum að Lauga-
vegi 84, 2. hæð. Þar eð áhugi fyrir þess-
um fundum hefur verið mikill, er
ákveðið að halda þeim áfram og verða
þeir auglýstir á „þriðjudagssíðunni” í
Dagblaðinu og sagt frá þeim.
Fundarmenn hafa verið flokksmenn
sem gerðu grein fyrir stefnu flokksins og
svöruðu fyrirspurnum, yfirlýstir stuðn-
ingsmenn sem komu með sínar hug-
myndir og skoðanir og áhugafólk sem
kom til að fræðast. Rætt var um hin
auglýstu stefnumál flokksins og kom I
Ijós að áhuginn er almennastur fyrir að-
stöðugjaldinu á Nato og skilningur
fundarmanna augljós fyrir þvi að ekki sé
réttlætanlegt að varnarliðsmenn á Is-
landi hafi fríðindi umfram islenzka
þegna og að stjórnendum landsins beri
Flokkssjóðurinn
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að enginn stjórnmálaflokkur getur hald-
ið uppi starfsemi, nema að til komi nokk-
urt fjármagn.
Ákjósanlegast er, að slíkur stuðningur
komi frá mörgum í smærri upphæðum
og mun heilbrigðara en stórupphæðir frá
fáum.
Stjórn Stjórnmálaflokksins mælist
eindregið til þess, að sem flestir hinna
mörgu velunnara flokksins láti eitthvað
af hendi rakna, annaðhvort með því að
kaupa happdrættismiðá eða senda
viðráðanlega upphæð með bréfi til
flokksins. Þeir sem ekki vilja láta nafns
sins getið rnega merkja framlög sin, t.d.
meðeinhverjum bókstöfum.
Kvittað verður fyrir fjárframlög á
fimmtu síðu Dagblaðsins næsta
þriðjudag eftir að þau berast.
Stjórnmálaflokkurinn Pósthólf 192,
REYKJAVlK
að gera þar á leiðréttingu hið bráðasta
og þó fyrr hefði verið. Einnig höfðu
fundarmenn orð á því að ekki væri rétt-
lætanlegt að það fé, sem þó kemur frá
herstöðinni í formi óbeinnar greiðslu,
skuli ekki renna til þjóðarinnar í heild
t.d. með vegaframkvæmdum, heldur í
hendur fárra manna, stjómmálamanna í
gömlu flokkunum. En einmitt úr því að
svo er, er eðlilegt að þeir stjórnmála-
menn sem þiggja peningana, vilji hafa
ástandið óbreytt. — Það koma sem sagt
peningar frá herstöðinni í formi
óbeinnar greiðslu, það eru fáir menn
sem fá þessa peninga og nota þá að eigin
geðþótta en þegar almennir þegnar vilja
að þessir peningar séu greiddir opinber-
lega og verði þegnunum til góðs er það
kallað landssala. Flestu má nú nafn gefa
og það alrangt, allt til þess gert að leyna
staðreyndum.
Eitt kvöldið var nær eingöngu rætt
um stjórnarskrárbreytinguna, sem er eitt
höfuðbaráttumál Stjórnmálaflokksins.
Kom þá greinilega í Ijós að áhuginn fyrir
breytingunni er mikill, en ekki skildu all-
ir hvað um er að ræða þvi augljóst er að
fólk veit ekki alltaf hvernig ríkjandi
ástand er i þingmálum, dómsmálum og
framkvæmdamálum þjóðarinnar. Um
þau atriði þarf aukna fræðslu, og væri
ákjósanlegt að þingmenn tækju sig sam-
an og uppfræddu þjóðina um vinnu-
brögð sin, hvernig þingsköpum er hátt-
að, hvernig mál eru unnin á þinginu og
hvernig öll framkvæmd fer fram. Einnig
þarf fólk fræðslu um það hvernig Al-
þingi Islendinga er uppbyggt og hver sé
hinn raunverulegi eðlismunur á lög-
gjafar- og framkvæmdavaldi.
Á næstu kvöldfundum verður rætt
um skattalagabreytinguna, sem er þriðja
höfuðbaráttumál Stjórnmálaflokksins.
Ef dæma má af fyrri kvöldfundum verða
umræðurnar án efa fræðandi og
skemmtilegar.
Kvöldfundir
að Laugavegi 84 2. hæð hvern þriðjudag og fimmtudag kl.
20.30. Æskilegt er að fólk tilkynni komu sína tímanlega á
skrifstofu flokksins í síma 14300.
Ekki var við stofnun nefndar
skoðanakönnunar búist við, að
þar væri á ferðinni upphaf nýs
stjórnmálaflokks, heldur miklu
frekarliuð á sanv.okin sem vísi
að þrýstihópi, sem líklegur væri
til að verða þess megnugur, að
korna á framfæri og hrinda í
framkvæmd ýmsum aðkallandi
og þýðingarmiklum þjóðfélags-
málum.
anna um, að stofnaður yrði nýr
stjórnmálaflokkur. Fljótlega
upp úr sl. áramótum var það
skref svo stigið til fulls, og 15.
janúar var Stjórnmálaflokkur-
inn stofnaður.
Formaður Stjórnmálaflokksins Ólafur
E. Einarsson.
Þess er þó skemmst að minn-.
ast að undirtektir urðu svo al-
mennar og afgerandi, þrátt fyrir
mjög takmarkaða auglýsinga-
starfsemi, að hópar manna lýstu
Með birtingu þessarar þriðju-
dagssíðu Stjórnmálaflokksins
má segja að tímamót skapist í
hinni stuttu sögu hans, þvi með
henni hefst kynningarstarfsemi
flokksins, stjórnmálabarátta og
undirbúningur að framboðum í
komandi alþingiskosningum.
Ólafur E. Einarsson
Sti6rnarsltrár*
511 rtingcr
brey1— ,,.i
^lztabarátt-"13"0
Stjórnmálaflokkurinn leggur til að eftirtaldar breyt-
ingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins íslands:
11. Að aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald.
2. Að taka upp nýja kjördæmaskipan, sem miði að því að jafna
rétt þegnanna til áhrifa á val þingmanna, jafnframt því að
stefnt sé að persónubundnum kosningum.
3. Að Alþingi starfi í einni málstofu og þingmönum verði fækk-
að.
4. Að þjóðkjörinn forseti verði meira en sameiningartákn
þjóðarinnar, eins og það er nú orðað. Hann verði höfuð ríkis-
stjórnarinnar og taki þar með virkan þátt í stjórn landsins.
Hann velji ráðherra og leggi ráðherralistann fyrir Alþingi.
5. Að ráðherrar starfi á ábyrgð forseta og að hann hafi vald til
að víkja ráðherra úr embætti og skipa nýja, ef þess er álitin
þörf.
6. Að kjörtímabil forseta verði 4 ár.
7. Að valfrelsi skuli ríkja innan sýslna og bæjarfél. varðandi
embætti, þ.e. kosið verði um sýslumanns- og bæjarfógeta-
embætti skv. reglugerð, sem um það yrði si it. Kjörtí nahil
þeirra verði 4 ár.
8. Að forseti, meirihluti Alþingis eða 20% atkvæöisbærra
manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það liggur ljóst fyrir, að í þessum málaflokki er
ákvæðið um aðskilnað löggjafar- og framkvæmda-
valds höfuðatriðið og raunar sú stjórnlagabreyting,
sem allir aðrir þættir þessa málaflokks byggjast á. Vel
má vera, að ná mætti settu marki eftir öðrum leiðum
en hér hafa verið nefndar, en höfuðtilgangur þessarar
lagabreytingar er að sjálfsögðu sá, að stuðla að heil-
brigðri og sterkri forystu í stjórn landsins.
STERK STJðRN