Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRlL 1978. Erlendar fréttir JÓNAS HARALDSSON REUTER Pulitzerverð- launafhent Bandaríski blaðamaðurinn Henry Kamm vann i gær Puli;zer verðlaunin fyrir fréttir af flóttamönnum í Indókina en verðlaun þessi eru veitt árlega fyrir frábæra alþjóðlega fréttamennsku. Pulitzer verðlaunin, sem nefnd eru eftir bandarískum blaðaútgefanda, Joseph Pulitzer, sem fæddur var í Ung- verjalandi, hafa verið veitt siðan árið 1917 og auk verðlauna fyrir blaða- mennsku eru veitt verðlaun fyrir skriftir og tónlist. Henry Kamm er fimmtiu og þriggja ára blaðamaður og starfa hann við New York Times. Kamm er fæddur í Þýzkalandi. Tveir félagar hans hjá New York Times fengu verðlaun að auki. William Safire fyrir fréttaskýringar eg Walter Kerr fyrir leikhúsgagnrýni. Pulitzer lézt árið 1911 og hafði þá lagt svo fyrir að sjóður yrði stofnaður til styrkja- og verðlaunaafhendingar. Lítill árangur af tillögum Owens og Vance Rhódesíuráðstefnan farin út um þúfur — vegna harðrar andstöðu bráðabirgðastiórnar Rhódesíu Litlar líkur eru nú taldar á því að haldin verði ráðstefna allra viðkomandi aðila um Rhódesíumálið, vegna harðrar andstöðu bráðabirgða- stjórnarinnar í Rhódesíu. Utanrikis- ráðherrar Breta og Bandaríkjamanna, Owen og Vance, lögðu fram sameigin- legar tillögur um ráðstefnu þar sem Rhódesíuskæruliðar fengju einnig að taka þátt i umræðum um framtið Rhó- desíu. En bráðabirgðastjórnin, undir for- sæti Ian Smith, leiðtoga hvíta minnihlutahópsins og með þátttöku Muzorewa biskups, Sithole og Chirau, leiðtogum hófsamari blökkumanna- hópa, tilkynnti utanríkisráðherranum að bráðabirgðasamkomulagið, sem gert var fyrir sex vikum, væri heppi- legasta lausn Rhódesíumálsins. Bráða- birgðastjórnin sat á fundi með utan- ríkisráðherrunum tveimur i fimm stundir í gær og kom þar fram að vænlegast til friðar væri að treysta bráðabirgðastjórninni. Stefnt væri að þvi að koma á meirihlutastjóm blökkumanna, þar sem allir hefðu Leiðtogar bráðabirgðastjórnarinnar í Rhodesiu telja hana beztu lausnina til þess að konia á meirihlutastjórn blökkumanna í Rhódesiu. Frá vinstri, lan Smith forsætisráðherra, Sitholc og Muzorewa biskup. jafnan atkvæðisrétt og blökkumenn tækju siðan við um næstu áramót. í gærkvöldi köstuðu reiðir stuðningsmenn bráðabirgðastjórnar- innar eggjum og tómötum i bil þann sem flutti Vance utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna til flug- vallarsins í Salisbury, en þaðan flaug ráðherrann til London. Með í bil Vance var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrew Young. Samkomulagið sem gert var 3. marz sl. og leiddi lil stofnunar bráða- birgðastjórnarinnar hefur ekki tekið tillit til skæruliða sem undanfarin fimm ár hafa barizt við að steypa stjórn hvita minnihlutans í Rhódesiu. Vængjuð sknmsli Það er engu líkara en hér sé skrímsli eða einhver kynjavera á ferð, sem æðir áfram. Og í rauninni er þetta ekki eitt skrímsli heldur mörg og þau af sömu gerð. Þetta eru Hercules C-130 her- flutningavélar, magamiklar maskinur og nytsamlegar til síns brúks. Myndavélin færir vélarnar nær hver annarri en raunverulegt er og út kemur skemmti- leg „symmetría”. Vélar þessar voru við æfingar í Frankfurt í Þýzkalandi og fóru í loftið hver á fætur annarri. Það er því aðeins gott að engu skrimslinu verði fótaskortur á vellinum. 'i6 HOCNS Yikulega nýir k jólar frá Moons Ný glæsileg ending frá Sergio Rossi Fjölbreitt úrval af öktum jökkum pilsum m mussum blússum og buxum ÞING HOLTSSTRÆTI 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.