Dagblaðið - 18.04.1978, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978.
# %
kwms)
\ IBÍ J
Aðalfundur
Fornbílaklúbbs íslands verður haldinn að
Hótel Esju þriðjudaginn 25. apríl 1978 kl.
20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tillaga til lagabreytinga.
Stjórnin
IJTIMMR
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í
lagningu dreifikerfis í Keflavík, 5. áfanga.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hita-
veitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A Keflavík,
og á verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Álfta-
mýri 9 Reykjavík, gegn 20.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja föstudaginn 28. apríl kl. 14.00.
í HITAVEITA
SUÐ URNESJA
{
A sýningunni kynnum viö:
VÖRULISTANN
okkar en meö því sýnum viö
fleiri hluti en nokkur annar,
auk þess erum við til viðtals og
svörum fyrirspurnum eftir
bestu getu.
Gjörið svo vel að koma við, slappa af og kynnast starf-
seminni.
VERIÐ ÖLL VELKOMIN í
SÝNINGARDEILD OKKAR,
húsi 2, neðri sal.
Vörulistinn er til afgreiðslu ásamt ókeypis happdrættis-
miða, vinningur: sólarlandaferð.
* r
<9 0naus Wfr SlÐUMÚLA 7—9 REYKJAVlK SÍMI 82722
Auto’78:
A llir sýnast eiga
eitthvert erindi
Svo virðist sem bílasýningin Auto ’78
ætli að slá öll fyrri aðsóknarmet hér, því
i gærkvöldi kom þangað 20 þúsundasti
gesturinn, en sýningin hefur aðeins
verið opin síðan á föstudagskvöldið.
Losar greiddur aðgangseyrir því 16 millj-
ónir króna.
Af sýningargestum að dæma virðist
fólk á öllum aldri eiga þangað erindi,
vörubílstjórar að skoða atvinnutæki,
fisksalar að skoða „skutbila”, sendibil-
stjórar að skoða sendibíla, heimilisfeður
að skoða fjölskyldubíla og krakkar að"
skoða öryggið i aftursætunum, svo'eitt-
hvað sé nefnt.
Allt um það, bílar eru orðnir jafnná-
tengdir allri afkomu okkar og hestarnir
voru fyrir aðeins tæpum 100 árum.
■ G.S.
og stúlkur til að leggja atierzlu á jalnréttið með því að hand aðrir til að komast i nána snertingu við gott vélakram...
leika 385 hestafla 27 tonna vörubíla. — DB-myndir Sv. Þorm.
flugvirkjum: Höfum leitað
með logandi Ijósi
— segir talsmaður Vængja en fyrirtækið hefur neyðzt til að
senda vélar utan f skoðanir
„Við höfum bókstaflega reynt allt
til að útvega okkur flugvirkja til
starfa,” sagði Jónas Sigurðsson hjá
Vængjum. Hringdi hann til blaðsins
vegna fréttar sem höfð var eftir frétta-
blaði flugvirkja þar sem greint var frá
þvi að jafnvel væri farið að senda smá-
flugvélarnar utan til skoðana-og við-
gerða.
Vélar Vængja af Twin Otter gerð
hafa verið sendar utan til Englands og
Florida i stórar skoðanir og viðgcrðir
og eru báðar nýkomnar eða á leiðinni
heim til að sinna sumarumferðinni
sem senn hefst.
Jónas kvað Vængi hafa tvo flug-
virkja i vinnu eins og stæði, annar er
islenzkur en hinn bandarískur. Svo
virtist sem flugvirkjaskortur væri en
hann vissi til að um 20 ungir menn
væru að Ijúka flugvirkjanámi erlendis
og vonuðust þeir Vængjamenn til að
fá einhverja úr þeim hópi til liðs við
sig.
Þá kvað Jónas ýmsa annmarka á
stórum skoðunum á vélum félagsins,
t.d. væri viðgerðarskýli naumast til á
Reykjavikurflugvelli fyrir vélar félags-
ins. Þá væru engin tæki til reiðu þegar
gera þarf við flugvélarbolina. Þyrfti þá
að senda meira og minna utan til við-
gerða og mundi það hleypa upp
kostnaði verulega og seinka viðgerð-
um.
Kvaðst Jónas vonast til að Flug-
virkjafélagið gæti orðið félaginu innan
handar um útvegun á góðum flug-
virkjum, að þeim hefði verið leitað
með logandi Ijósi. Mundu Vængir
fagna nýjum liðsmönnum á þessu
sviði.
- JBP