Dagblaðið - 18.04.1978, Síða 11

Dagblaðið - 18.04.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978. Ákvörðun Betty Ford gæti orðið til hjálpar „Von mín er," sagði dr. Dupont í viðtali við Reuter fréttastofuna, „að ákvörðun Betty Ford auðveldi öðrum konum að gera sér ljós vandamál sín og leita aðstoðar til lausnar þeim.” Betty Ford eiginkona Geralds Ford fv. Bandarikjaforseta er nú sex- tug að aldri. Hún hefur notað lyf að staðaldri um nokkurra ára skeið vegna þess að þrengt hefur að taug i hálsi hennar, auk alvarlegrar liðagigtar. 1 síðustu viku lýsti hún þvi yfir að lyfja- notkun væri orðið alvarlegt vanda- mál og hún væri að reyna að brjóta af sér viðjar ávananeyzlu lyfjanna og áfengisneyzlu. Forsetafrúin fyrrver- andi dvelst því á sjúkrahúsi á Long Beach i Kaliforníu, þarsem hún reynir að vinna bug á vandanum. f Konur neita f remur vandanum en karlar Að sögn dr. Duponts er fremur til- hneiging meðal kvenna en karla að neita því að þær hafi orðið ávana- neyzlu lyfja að bráð og því sækjast þær ekki eftir réttri meðferð til þess að losna við vandann. „Konurnar eru verndaðar innan veggja heimilisins og af fjölskyldunni og því eru minni líkur á þvi að þær horfist hreinskilnislega í augu við vandamálið.” Konur nota tvisvar sinnum meira magn af amfetamíni og öðrum örv- andi lyfjum en karlar og sama gildir einnig um róandi lyf. „Vandamálið er,” sagði Dupont, „að lyfin eru fengin löglega, samkvæmt lyfseðlum og þess- ar lyfjatökur leiða sifellt til stærri skammta.” Á hinn bóginn eru karlmenn mikið líklegri til notkunar ólöglegra lyfja, eiturlyfja eins og maríjúana, heróíns og kókaíns. Vandamál um allan heim Misnotkun löglegra lyfja er ekki sér* bandariskt vandamál. Hið sama á við í Evrópu, Japan og jafnvel i van- þróuðu ríkjunum. í raun vex misnotk- un löglegra lyfja hraðar í þróunarlönd- unum en annars staðar, sérstaklega notkun örvandi lyfja. Dr. Dupont lofaði hreinskilni Betty Ford vegna jsess að hún viðurkenndi vandamál sín. Slíkt væri mikil hjálp. Ekki má gleyma því hve mikiö gagn hún gerði öðrum konum árið 1974, er fjarlægja þurfti annað brjóst hennar vegna krabbameins. Þá fjallaði hún af fullri hreinskilni og einlægni um þau vandamál, sem hún þurfti að fást við og hvernig bregðast ætti við eftir þá aðgerð, sem er mörgum konum ákaf- lega erfið. - „Um nokkum tima hef ég ofnotað lyf," sagði frú Ford í tilkynningu áður en hún fór á sjúkrahúsið. „Slíkt er hættulegt og ég verð að vinna bug á þeim hættulegu afleiðingum, sem slikt hefur i för með sér. Ég hef unnið bug á svo mörgum erfiðleikum fyrr, að óþarfi ætti að vera að burðast með þetta vandamál fyrir lifstíð,” sagði Betty. Ekki kom fram í yfirlýsingu fjöl- skyldunnar, hvaða lyf forsetafrúin -fyrrverandi hafði misnotað, eða hvað varð þess valdandi að ákvörðun var Betty Ford fv. forsetafrú Bandaríkjanna á við vandamál að stríða vegna ofneyzlu lyfja og hefur hún greint hreinskilnislega frá því, likt og þegar hún gekkst undir skurðaðgerð vegna brjóstkrabbameins árið 1974. Með þvi að viðurkenna vanda- málið og leita lausnar hefur hún orðið fjölmörgum til hjálpar. skemmst að minnast Framkvæmda- stofnunarinnar i jxim efnum. Ríkis- umsvifunum fylgja alltof mikil völd til þess að forystan vilji láta slíkt af hendi. Auk þess verður litið samfélag eins og okkar ekki rekið með öðrum hætti en miklum rikisrekstri. Hitt er svo annað, að mestu máli skiptir hvernig með þann rekstur er farið og þá að sjálfsögðu hverjir veita honum forsjá. Um það snúast auðvitað kosningarnar i vor. Inni i þvi dæmi er að sjálfsögðu stjórnin á efnahagsmál- unum. Fjárfestingamál á íslandi eru I því dæmalausa öngþveiti og búin að vera allt þetta kjörtímabil að ekki munu dæmi um annað eins. Ríkisvald- ið er sá aöili sem á að hafa ótviræð völd i þessum efnum og fylgja fram markvissri stefnu en ekki láta það í hendur einstakra hagsmunahópa sem ekki bera þjóðarhag fyrir brjósti heldur persónulegan hagnaö, en þann- ig er einmitt fjárfestingarmálunum stjórnað i dag. Jafnframt því er stöðugt ýtt undir einkaneyslu og sam- neyslan dregin saman. Það mætti ætla, að með annarri samsetningu rikisstjórnar en nú er mætti breyta þessu til batnaðar. Pólitík og peningar Því hefur af mörgum verið haldið fram að ekki skipti máli hvaða flokkar ættu sæti í ríkisstjórn, þeir væru flestir Kjallarinn Kári Arnórsson með sömu úrræðin. Þetta er að þvi leyti rétt, að gengisfellingar hafa verið þau úrræði sem allir hafa gripið til enda sömu embættismenn ráðandi í peningamálum þjóðarinnar um árabil. í annan stað er þess að gæta, að al- þjóðastofnanir ráða mjög miklu nú orðið um aðgerðir í peningamálum. Vilji menn hins vegar líta nánar á stefnu og störf siðustu tveggja stjórna er þar mikill munur. í tíð vinstri stjórnarinnar var fjármagni beitt til verulegrar uppbyggingar úti um land og atvinnuuppbygging tók algerum stakkaskiptum. Þó lenti stjórn- in í meiri utanaðkomandi cfnahags- örðugleikum en nokkur ríkisstjórn hafði lent í síðan á árunum upp úr 1930, nefnilega oliukreppunni. Það er fróðlegt að rifja upp afstöðu stjórnarandstöðunnar þá, þ.e. Morgunblaðsins og Gylfa Þ. Gíslason- ar, sem lagði allan þunga sinn í það að leggjast á sveif með olíukreppunni og eyðileggja íslensk efnahagsmál. Morgunblaðsmenn hafa síðan mátt glima við þann draug, sem þeir þá vöktu upp. Málefnaleg afstaða skipti þá stjórnarandstöðuna engu máli, tak- markið var aðeins eitt, að koma vinstri stjórninni frá. Þar áttu þ>eir samleið eins og áður segir, sjálfstæðismenn sem áttu það á hættu að fjármálalegt veldi þeirra yrði skert sæti vinstri stjórn áfram og Gylfi Þ. Gíslason sem brann af hefndarþorsta. Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur hafa nú farið af stað með mikla hávaðapólitík og auglýsingastarf. Fáa furðar á því með Sjálfstæðisrflokkinn sem til þess hefur mikið fjármagn og er sliku vanur. Hinu furða menn sig meira á að Alþýðuflokkurinn virðist ekkert ætla að gefa þeim fyrrnefndu eftir. Ekki hefur verið gefið upp fyrir hvaða fé þar er spilað, þó menn viti hvaðan Alþýðublaðinu kemur gjaldeyrir. Af fyrri sögu flokksins vita menn að vísu að margir eru þar snjallir sláttumenn en nú hlýtur eitthvað meira að hafa komið til. En það er fleira sem likt er með þeim fyrrum fóstbræðrum. Kosninga- stefna Alþfl. er nánast samhljóða. Allt skal nú sniða að amerískri mynd, aug- lýsingar, lýðskrum og hávaði. Málefnaleg afstaða Einn er sá maður er nú situr á Al- þingi sem hlotið hefur það samdóma álit kjósenda að taka afstöðu eftir mál- efnum og haft hefur þor til að fylgja byggingu landsins en nokkurt annað landsvæði, miðað við höfðatölu að Vestmannaeyjum undanskildum. Árið 1974 fer arðsemi fiskvinnslunnar á Suðurnesjum I fyrsta sinn niður fyrir landsmeðaltal. Þá hafði afli á vetrar- vertíð hrapað um helming á nokkrum árum. Aldrei hafa Suðurnes notið sömu fjármagnsfyrirgreiðslu og svo- kölluð „landsbyggð”. Um þverbak keyröi þó með tilkomu „vinstri stjórn- arinnar” og sú stjórn (ef stjórn skyldi kalla) sem nú situr hefur rækilega þrætt sömu slóð. Með skipulögðum aðgerðum hafa veiðar og vinnsla verið flutt frá Suðurnesjum út á „lands- byggðina”, mest til þeirra svæða sem næst liggja slóðum smáþorsks. En þeim hefur láðst að flytja frystihúsin, þau standa hér eftir verkefnalitil. Suðurnesjamenn — Ástralíumenn Eins og áður sagði er mannfjöldi sá sami á Austfjörðum og Suðurnesjum. Fiskveiðar og vinnsla sjávarafla er mun stærri þáttur i atvinnulífi Suður- nesjamanna, samanber hlutfall mann- ára og framleiðslu. 1 ársbyrjun 1977 var vinna orðin stopul i fiskvinnslu á Suðurnesjum, á sama tíma fór vaxandi innflutningur á vinnuafli til lands- byggðarinnar og það sótt allt til Ástra- líu. Því hefði mátt ætla að nú þætti stjórnvöldum nóg að gert. Ekkert lát á svínaríinu 1 ársskýrslu Framkvæmdastofn- unarinnar 1977, töflu 22, kemur fram að Byggðasjóður hefur lánað til fiski- skipa og fiskvinnslustöðva i Austur- landskjördæmi kr. 336.790.000 auk kr. 151.490.000 til annarra fram- kvæmda (s.s. verkstæði fyrir inn- römmun o.fl.). Á Suðurnes þar sem allt var á hraðri leið i kalda kol lánaði sjóðurinn kr. 35.960.000, nær allt til endurbóta á loðnuskipum, ekki eina krónu til fiskvinnslustöðva. Byggða- stefnumönnum finnst nú ef til vill full frekt að „grátkórinn” fari að miða sig við kjördæmi sjálfra „kommissar- anna”, en reyndar þarf ekki að 'fara langt. Því 'í björtu veðri sjáum við Keflvikingar til Akraness, þangað lánaði Byggðasjóður 1977 kr. 31.337.000, en til Keflavíkur kr. 5.560.000, þar af kr. 5 milljónir til þess að gera bát söluhæfan út á land. Áfram getum við haldið. Borgarnes kr. 54.927.000, Gerðahr. (stærsta frystihújið lokað ásamt fleirum) kr. 0. Kjallarinn ÓlafurBjörnsson Ólafsvík kr. 68.027.000, Sandgerði (eitt af þremur frystihúsum lokað) kr. 0. tsafjörður kr. 35.920.000, Njarð- vikurbær (búið að loka fiskvinnslu- stöðvum að mestii) kr. 0. Bildudalur kr. 54.900.000, Vogar (frystihúsið lokað) kr. 0. Blönduós kr. 32.100.000, Hafnir (aðalfrystihús lokað) kr. 0. Ólafsfjörður kr. 111.460.000, Grindavík (aflahæsta verstöðin til skamms tíma) kr. 30.400.000, allt til endurbóta á loðnuskipum. 1 mörgum tilfellum eru tugmilljóna lán til þess sem þeir kalla „fjárhagslega endurskipulagningu”. Þá eru lánaðir milljóna tugir til kaupa á hlutabréfum, væntanlega þegar fyrirtækin skipta um eigendur. Hvenær finnast fimm hundruð milljónirnar? t haust var svo komið að stjórnvöld sáu sér ekki annað fært en þykjast ætla að gera eitthvað fyrir þau frysti- hús, sem dregizt höfðu afturúr í hag- ræðingu, þá væntanlega SV-hornið og Vestmannaeyjar. Blöðin birtu fréttina með stærsta letri: „Fimm hundruð milljónir til frystihúsanna”. Enginn hafði sagt frá tekin um sjúkrahúsvistina en eitthvað gerðist fyrir rúmri viku siðan sem réð því að Ford fv. forseti hætti við fyrir- lestraferð og flýtti sér heim til konu sinnar. Ford fv. forseti sagði að ofneyzla lyfjanna stæði ekki I sambandi við krabbamein það sem hrjáði konu hans, sem hann sagði að hefði verið læknað. Lyfin eru oft ekki lausn heldur orsök vandamála Bandarikjamenn eyða milljörðum dollara árlega í róandi lyf eins og vali- um, svefnpillur, t.d. seconal og am- fetamín, t.d. dexedrine. Langmest er notað af róandi lyfjum og i könnun hefur komið í ljós að a.m.k. sextíu milljónir Bandarikjamanna hafa notrð róandi lyf einu sinni, þar af þrjá- tíu milljónir á síðasta ári. Tuttugu milljónir Bandaríkjamanna hafa notað svefnlyf a.m.k. einu sinni, þar af níu milljónirásiðasta ári. Sársauki og kvíði eru helztu ástæður þess að fólk notar þessi lyf en konur nota oft örvandi lyf eins og am- fetamin til að draga úr matarlyst og grenna sig, að sögn dr. Duponts. Venjulega verður lyfjanotkunin æ rík- ari þáttur I lifi konunnar ef hún gætir sín ekki því betur og lyfið leysir þá engin vandamál, heldur veldur þeim. Oft leiðir misnotkun lyfjanna til slysa eða upplausnar fjölskyldna. Erfitt er að bera saman misnotkun löglegra lyfja við notkun eiturlyfja, en dr. Dupont hefur þó áætlað að eins margir deyi af völdum svefnlyfja eins og af neyzlu heróíns, eða um fimm þúsund mannsáári. fram málum sem honum hefur sýnst horfa til heilla hver svo sem væri flytj- andi þeirra. Á þennan mann er meira hlustað en aðra og álit hans er mikils metið. Hann hefur sneitt hjá þvi að versla með sannfæringu sína fyrir bitl- inga eða atkvæði. Hans baráttuaðferð- ir eru með allt öðrum hætti en lýst var hér I kaflanum á undan, stuðnings- menn hans vita hvað þeir eru að kjósa. Þessi maður er Magnús Torfi Ólafs- son. Allir þeir sem gera sér grein fyrir þeim mikla vanda sem framundan er I íslensku þjóðlífi Ijúka upp einum munni um að Magnús megi ekki hverfa af þingi. En orðin ein eru ekki nóg, athafnir verða að fylgja. Það verður að tryggja kjör Magnúsar Torfa. Það skiptir sköpum í islenskum þjóðmálum hversu marga hans lika við kjósum til forystu. Ég vil biðja kjósendur að taka vel eftir framgöngu Magnúsar í komandi kosningabaráttu og vita hvort þar sé eigi að finna þá traustu forystu sem við þurfum á að halda til að komast út úr óstjórn efna- hagsmálanna. Kári Arnórsson skólastjóri. svipaðri upphæð sem fór til Austfjarðr. einna, á árinu. Skemmst er frá að segja að þessar milljónir hafa enn ekki fund- izt og þótt þær fyndust yrði notagildi þeirra aðeins hluti af þvi sem orðið hefði í haust, slík er óstjórnin í fjár- málum þjóðarinnar. \ Dáðlausir þingmenn, mælirinn fullur Það fer ekki hjá þvi aö þeir sem fara með umboð okkar á Alþingi eiga stóra sök á hvemig komið er í undirstöðuat- vinnuvegi okkar Suðurnesjamanna. Skýrsla Framkvæmdastofnunar ber glöggt vitni um hvernig þeir hafa staðið í (staðinu fyrir umbj-iðendur sína. Hér hefur aðeins verið lýst einu ári, en þessu likt hefur ger,” árum sam- an. Nú líður að kosningum, ekki bólar á að Suöurnesin verði sérstakt kjör- dæmi, þótt öll sanngirni mæli með því. Áfram er okkur að mestu boðið upp á sömu menn til að fara með mál okkar á Alþingi. A nokkur von á að þeim fari fram? Ólafur Björnsson útgerðarmaður, Keflavík.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.