Dagblaðið - 18.04.1978, Page 19

Dagblaðið - 18.04.1978, Page 19
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978. 19 GARÐYRKJA ar eru farnar að taka við sér má gefa aukaskammt af garðáburði og aftur eftir að blómgun hefur átt sér stað og berin fara að myndast. Þær renglur sem maður ætlar ekki að nota til fjölgunar og viðhalds stofninum skal klippa af um leið og þær koma. Nýjar plöntur á að taka frá móður- plöntunni þegar þær eru vel rótfestar. Bezt er að prikla eöa rótslá ungar plöntur I verijiireit yfir veturinn. Ef um tiltölulega fáar plöntur er að ræða má grafa jiffy-potta milli raðanna og leiða renglurnar þar yfir og festa með smápriki, virklemmum eða krók, þannnig að nýju plönturnar vaxi beint I pottana. Á þann hátt verða þær ekki fyrir neinu hnjaski við umplöntun. Halda verður jarðarberjabeðunum hreinum framan af sumri. Þegar berin eru hálfvaxin er ágætt að strá heyi, viðarull eða öðru líku á milli plantna til að koma i veg fyrir moldarslettur. Yfir- leitt borgar sig ekki að láta jarðarberja- plöntur verða eldri en tveggja til þriggja ára. Nýju plönturnar á helzt að gróður- setja á stað, þar sem jarðarber hafa ekki verið ræktuð áður. Kryddjurtirnar Kryddjurtir eru eiginlega kapítuli út af fyrir sig. Þó get ég ekki stillt mig um að minnast litillega á þá sem e.t.v. er auðveldast að rækta. Hún þarf nefnilega ekki einu sinni jarðveg til að vaxa í, þótt auðvitað megi sá henni í potta eða í garðinn eins og öðrum matjurtum. Þetta er karsi. Það er nóg að leggja þunnt lag af bómull í undirskál, fylla skálina af vatni og sá fræinu þar í alveg þétt. Það spirar eftir nokkra daga. Þegar fræskurnin er orðin laus má strjúka hana af með hendinni. Þegar plönturnar hafa náð 4—5 cm hæð eru þær tilbúnar til notkunar og er þá klippt ofan af þeim um leið og nota skal. Karsa má nota með hvaða mat sem er, er t.d. góður ofan á brauð, jafnvel ofan á kæfu eða ost. Karsa-skálina má hafa i eldhús- glugganum, þannig að hún sé alltaf tilbúin til notkunar. „Maður getur alltaf á sig blómum bætt..” Veljið fjölæru jurtimar af alúö, þannig veita þær mesta ánægjuna Segja má að fjölærar jurtir séu uppi- staðan í flestum blómagörðum. Það er ekki hægt í stuttu máli að gera grein fyrir þeim tegundafjölda sem liægt er að velja úr, þar sem til erumö.rg hundruð tegundir og afbrigði af sömu ættunum. Fjölærum jurtum er oft miðlað á þann hátt að þær eru gefnar „yfir girð- inguna”. Nágranninn timir ekki að henda lifandi hnausum þegar hann er að grisja hjá sér og gefur granna sinum frekar. Árangurinn verður að það eru oft sömu tegundirnar sem við sjáum í hverj- um garði við götuna. Við og við er nauð- synlegt að auka og bæta úrvalið. Heim- sækið gróðrarstöðvamar að vor- eða sumarlagi og athugið úrvalið og kynnið ykkur hvað er á boðstólum. í'Grasagarðinum i Laugardal í Reykja vik er hægt að sjá sýnishorn af flestum ef ekki öllum jurtum sem lifað geta úti undir beru lofti á íslandi. Það er griðar- lega fróðlegt fyrir garðeigendur að fara þangað í kynnisferðir þegar allt er í blóma. Þá er hægt að skrifa hjá sér nöfn þeirra plantna sem manni finnst henta i eigin garði eða jafnvel taka myndir af þeim til þess að muna betur hvernig plönturnar líta út. Þá má einnig hafa mikið gagn af því að skoða erlenda verð- lista sem oftastnær eru með skrautlegum myndum. Á 17. öldinni þegarEvrópubúatflykks ust tilVcsturheims höl'ðu þeir meðferöis fræ af eftirlætisblómunum sínum. Þótt fjölærar jurtir séu á margan hátt ólíkar eiga þær þó eitt sameiginlegt: Þær blómgast örugglega ár eftir ár. Ekki er þó þar með sagt að það sé nóg að gróðursetja þær og láta þær svo eiga sig. Flestar þarf að verja gegn skaðdýr- um og margar þúrfa eitthvert skjól gegn stormum eða a.m.k. eitthvað til styrktar. Sumar þarf að binda upp og öðrum verður að skýla gegn vetrarkuldum, þó aðallega næðingnum. í Grasagarðinum I Laugardal er hægt að sjá allar tegundir af jurtumsem þrffast hér á landi. Þær eru allar vel merktar. Tilvalið er að leggja leið sina i garðinn i sumar þegar allar jurtir eru í blóma og velja þær sem passa í eigin garð. Eins og bent er á i greininni getur hæglega komið upp sú staða að maður falli fyrir freistingunni hjá plöntusalanum og kaupi jurtir sem enginn veit hvar á að setja niður. DB-mynd Bjarnleifur. Siðast en ekki sizt skal gæta þess að jurtirnar vaxi ekki úr sér. Þegar hnausinn stækkar kemur að þvi að ræt- urnar sem eru inni i miðju ná ekki í nær- ingu. Þá myndast hið þekkta fyrirbæri aö eyða kemur i miðjan hnausinn. Mið- parturinn deyr hrejnlega af næringar- skorti. Athugull garðræktandi lætur þetta auðvitað ekki koma fyrir, heldur er búinn að gera viðeigandi ráðstafanir löngu áður. — Það verður' að skipta hnausru um. Bezt er að grafa hann alveg upp og láta nýja mold og áburð í holuna, velja síðan hæfilegan bita, fjórðungur af hnausnum er nóg í flestum tilfellum. Skera verður skemmdu og veiku hluta jurtarinnar frá og gróðursetja siðan á ný. Það fer eftir vaxtareiginleikum hinna ýmsu tegunda hve stór hluti jurtarinnar er notaður aftur. Þær jurtir sem vaxa hægt þarf ekki að kljúfa eins smátt og fljótvaxnari tegundir. Þegar verið er að koma upp beði með fjölærum blóntum er ágætt ráð að rissa garðinn upp á blað. Skrifa siðan niður hverja tegund sem hugmyndin er að rækta og gera sér grein fyrir vexti þeirra, hæð, breidd, lit og blómgunartíma. Þá verður að kynna sér hvaða tegundir þarf að verja gegn frosti. Þá verður að athuga hvers konar jarðveg hinar ýmsu teg- undir þurfa og hvaða kröfur gera þarf til áburðar, raka o.s.frv. Auk þess er nauðsynlegt að kynna sér hvaða tegundir þurfa uppbindingu þvi s það er of seint að fara að huga að því þegar hauststormarnir hafa brotið ridd- arasporann og dalímnar. Hérlendis geta hauststormar átt það til að koma á miðju sumri. Fjölærum blómjurtunt er hægt að koma fyrir svo að segja hvar sem er í garðinum. Þær eru til I öllum stærðum og gerðum, allt frá nokkrum sentimetr- um á hæð og upp i 2.—3 metra. Smá- vaxnar tegundir fara vel í steinhæðum og grjóthleðslum eða i jöðrum nteðfram beðum og gangstéttum og ennfremur sem botngróður milli hávaxnari jurta. Stórvaxnar tegundir fara bezt sem bakgrunnur eða tengiliður milli irjágróð- urs og blómabeðs eða jafnvel scm stak- stæðar plöntur annaðhvort í grasflöt eða i horni upp við'hús. Það er sjaldan góð lausn að nota slíkan gróður sem vindbrot við. húshorn. Þar er oftast of hvasst og jurtin vill brotna þrátt fyrir uppbindingu. Að minnsta kosti sviðnar hún I rokinu. „Maður getur alltaf á sig blómum bætt svaraði hún Tóta litla tindilfætt.” Þetta má til sanns vegar færa en bezt er samt að fara með gát þegar komið er í gróðrarstöð eða til kunningja sem nýbú- inn er að grisja hjá sér. Bezta aðferðin er að ganga um garð- inn áður en lagt er upp I leiðangur. At- hugið hvað er rúm fyrir og hvaða teg- undir myndu fara bezt. Ákveðið tegund- irnar og staðinn fyrir nýja blómið áður en farið er af stað. Gerið ekki eins og Tóta litla! En flestum er líklega þannig farið. Leggja af stað með pappakassa eða gamlan bala i gróðrarstöðina. Þetta er fallegt, þetta ætla ég að fá, og þetta, — og þetta... Og þegar heim kemur verður það þrautin þyngri að koma þessu öllu vel og haganlega fyrir. Auk þess eru plönturn- ar dýrar, þannig að gera má ráð fyrir fiskmáltíð allan næsta mánuð! Margir litlir safnhaugar i staðinn fyrir einn stóran Um daginn sögðum við frá hvernig búa má til safnhaug I garðinum og safna þangað öllu garðruslinu. 1 dönsku blaði rákumst við á litla klausu þar sem kona nokkur segist ekki hafa einn stóran safn- haug heldur marga litla og þá i blóma- beðunum sjálfum. Þangað safnar hún öllu sem til fellur í garðinum. Ruslið verður síðan að prýðisgóðri gróðurmold ásvona hálfu ári. Snoturlega skipulagður garður, með litlu brúðuhúsi eða verkfsrageymslu. Þessi garður er við gamalthús f Miðstræti. Hann er skemmtilega hannaður meira fyrir augað en beinlinis að hann sé hentugur til þess að dvelja i. Takið eftir steinbeðinu sem er lengst til vinstri á myndinni. Það blasir við úr gluggum hússins. ,

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.