Dagblaðið - 18.04.1978, Qupperneq 26
26
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978.
Er kannski ekkert unglingavandamál til? Þessar stúlkur virðast alla vega ekki láta sér leiðast og eru íifsgiaðar og kátar.
Kvikmyndir
Austurbœjarbíó: Dauðagildran kl. 5. 7 og 9. Bönnuð
innan 16 ára.
Bœjarbíó: Rauði sjóræninginn kl. 9.
Gamla bió: Kisulóra kl. S, 7 og 9.
Hafnarbió: Mauraríkið, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Bönnuð
innan 16 ára.
Hafnarfjarflarbió: Imbakassinn kl. 9.
Háskólabíó: The Lost Honour of Katharina Blum kl.
5.7 og 9.
Laugar&sbió: Flugstöðin 77, kl. 9. Bönnuð innan 12
ára. American Graffiti kl. 5,7 og 11.10.
Nýja bió: Taumlaus bræði, kl. 5, 7 og 9. Bönnuö inn-
an 16ára.
Regnboginn: A: Fólkið sem gleymdist, kl. 3, 5, 7, 9
og II. Bönnuð innan 14 ára. B: Fórnarlambið kl.
3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Bönnuö innan 16 ára.
C: Morð mín kæra, kl. 3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10.
D: Óveðursblika, kl. 3.15, 5.15, 7.15,9.15 og 11.15.
Stjömubió: Vindurinn og Ijónið, kl. 5, 7.10 og 9.15.
Bönnuðinnan I4ára.
Tónabíó: Rocky. kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð snnan 12
ára.
Hjallafiskur
Merkið sem vqnn harðfisknum nafn
Fœsthjá: KJÖTMIÐSTÖOINNI
LAUGALÆK
Hjallut hf. - Sölusími 23472
f "" .
Kaffivagninn
Grandagarði
Alls konar veitingar
Opnarsnemma —
Lokarseint
Sjónvarp kl. 20.30: PólitískurbrennidepillíNorður-íshafi
SVALBARÐI
Pólitískur brennidepill í Norður-íshafi
nefnist ssensk heimildamynd um Sval-
barða en þessi mynd er á dagskrá sjón-
varpsins i kvöld kl. 20.30.
Um 58% af Svalbarðaeru undirisog
þeir fimm byggðakjarnar sem eru á eyj-
unum eru án nokkurs vegasambands.
t myndinni er lýst hinni sérstæðu
þjóðréttarstöðu eyjanna en Norðmenn
ráða yfir þeim og einnig hafa Sovétmenn
umsvif þar.
Lengi vel kom mönnum engan veginn
saman um hvaða land ætti að hafa yfir-
ráð yfir Svalbarða. Haldin var ráðstefna
í Noregi um málið árið 1910 og aftur
1912 og 1914, en án árangurs. Árið
1919 lagði Wedel Jarlsberg fast að yfir-
stjórn bandamanna í styrjöldinni aðgefa
yfirstjórn Svalbarða i hendur Norð-
mönnum. Þessi tillaga var samþykkt og
var árið 1920 undirrituð af Bretlandi,
Bandaríkjunum, Frakklandi, -ítaliu,
Japan, Hollandi, Danmörku, Noregi og
Sviþjóð. Skömmu seinna bættust Sovét-
ríkin í hópinn. Árið 1925 tóku þvi Norð-
menn formlega við yfirráðum á eyjun-
um.*
En í síðari heimsstyrjöldinni fór
heldur illa fyrir Svalbarða, því eyjarnar
urðu vettvangur mikilla atburða, sem
leiddu til eyðileggingar sendistöðvar þar
og eyðingar á kola- og oliubirgðum. Þá
var allur mannafli fluttur burtu af staðn-
um.
Myndin er í litum og þýðandi og þulur
er Eiður Guðnason. . rk
ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR
„Hverju er unglinga
vandamálið að
/iVallteitthvaö
gott í matinn
otWcT
<c
r<lvn^
STIGAHLIÐ 45-47 SIMI 35645
Skemmtilega djörf þýzk gamanmynd i
litum.
Íslenzkur texti
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Nafnskírteini
„Þessi þáttur er almennt um unglinga
og vandamál þeirra og er þetta fyrri þátt-
urinn af tveimur,” sagði Þórunn Gests-
dóttir okkur, en hún hefur umsjón með
þættinum Táningar sem er á dagskrá út-
varpsins í dag kl. 14.30.
I þessum fyrri þætti sagðist Þórunn
tala við Sverri Friðþjófsson fram-
kvæmdastióra Fellahellis í Breiðholti.
Einnig spjallar hún við Ómar Einarsson
hjá Æskulýðsráði. Þá tekur Þórunn
unglinga, 14 og 15 ára gamla tali, og
munu þau tala aðallega um afþreyingu
þeirra í fritímum.
Sagði Þórunn þessa unglinga yfirleitt
haldna námsleiða. Þeim finnst alveg
sjálfsagt að reykja, og flestir hafa þeir
haft einhver kynni af víni. Kynlíf virðist.
vera í algleymingi en það virðist vera þó
nokkurt feimnismál að nálgast verjur og
segjast þeir þvi bara taka „sénsa”.
Lítið segjast þeir hafa að sækja á Hall-
ærisplanið, þar hafa þeir ekkert að gera
néma hanga. Sama er að segja um Tóna-
bæ. Sá staður virðist lítið sem ekki
spennandi i þeirra augum. Mest er varið
í „partí” i heimahúsum, því þar geta þau
haft vín um hönd og er þá ekkert verið
að drekka neitt léttvínssull, heldur
hreinan klára og brennivín.
Þó bar unglingunum saman um að
starfsemin i Fellahelli væri mjög góð.
Þar er opið hús á þriðjudögum og virðist
það mjög vel sótt. Um helgar sækja þau
hins vegar frekar i heimahúsin heldur en
i Fellahelli.
1 öðrum þætti mun Þórunn fjalla um
þá æskulýðsstarfsemi sem fram fer í Bú-
stöðum og mun hún þá m.a. ræða við
Hermann Ragnar Stefánsson en hann er
potturinn og pannan í starfseminni þar.
Sagði Hermann að krakkarnir sæktu
mikið til sin í Bústaði eftir hádegi til þess
að spila borðtennis, hlusta á plötur og
rabba saman. Er þetta einmitt sá tími
sem enginn virðist heima á heimilum
unglinganna. Mamma og pabbi bæði úti
að vinna og er þvi álitamál hvort hægt er
að skella allri skuld á unglingana. Þaðer
ef til vill ekki alveg út i hött að sökin geti
einmitt einnig legið hjá foreldrum þegar
böm þeirra leita út á við aðeins til þess
að þurfa ekki að vera ein heima á dag-
inn.
Bústaðir opna kl. 2 á daginn og á
föstudagskvöldum eru þar diskótek og á
þriðjudagskvöldum opið hús. Á
kvöldvökunum sem þar eru haldnar eru
krakkarnir látnir gera eitthvað sjálfir.
Þeir eru ekki mataðir á einhverju sem
þeim hundleiðist.
Þá mun Þórunn einnig ræða við Pjetur
Maack framkvæmdastjóra Tónabæjar í
síðari þætti sínum.
- RK
Útvarp
Sjónvarp
Útvarpið í dag kl. 14.30: Táningar
STUNDIN OKKAR
Regnboginn — salur A.
Fólkið som gleymdist (The people that time for-
got). Bandarísk kvikmynd. Leikstjórí Kevin
Connor.
Mefl aflalhlutverk fara: Patrick Wayno,
Doug McClure og Sarah Douglas
Fin mynd á þrjú sýningar fyrir börn,
(hún er reyndar bönnuð börnum innan
14 ára).
Nokkrum árum eftir aldamótin sið-
ustu átti að hafa rekið á land mann að
nafni Boven Tyler (Doug McClure), á
áður óþekktri eyju. „Caprone", sem á
bjuggu steinaldarfólk og fornaldardýr.
Hann átti að hafa sent frá sér flösku-
skeyti, sem þremur árum síðar fannst
við strendur Skotlands.
Æskuvinur Tylers, Ben McBride (Pat-
rick Wayne sonur Johns Wayne), er
sannfærður um sannleiksgildi bréfsins
og getur komið ritstjóra stórblaðs eins í
London á þá skoðun að þarna sé um
stórfrétl að ræða og samþykkir hann að
kosta leiðangur til að finna Tyler.
Með McBride I leiðangri þessum er
einn af Ijósmyndurum blaðsins, Charly
(Sarah Douglas), sem á að vera hörku-
kvendi, enda frið sýnum, enskur nátt-
úrufræðingur að nafni Norfolk, ágætur
maður miðað við hina og ekki má
gleyma bandariska herflugmanninum
Hogan.scm leikinn er af Shanc Rimnier.
en hann ætlar að selflytja leiðangurinn
af skipinu sem þau komu með að
eyjunni. i land. þvi að hún cr umlukt
snævi þökum háum þverhniptum
kleltum
Mynd þessi er að minu mati frámuna-
lega illa leikin; náttúrufræðingnum
(Thorley Walters) og flugmanninum
iShanc Rimmer) tókst að gera hana-
þolanlega á köflum. Einnig má minnast
á Ajor (Diana Gillespie), sem tókst að
/2
Kvik
myndir
GuðjónH. Pálsson
skila sinu hlutverki ágætlega sem stcin-
aldarbúi.
Fornaldardýrin eru mjög óraunveru-
leg eins og sjá má á þvi að flugeðlurnar
blaka ekki vængjunum, en það málti þó
greina á milli flugvélarinnar og þeirra.
Umhverfið sem myndin er tekin i er
mjög fallegt og er eitt af þvi fáa sem
horfandi er á, cinnig er hún að minu
mati ágætlega tekin og vel klippt.
Ef þú lesandi góður hefur ekkert við
timann að gera nema að láta þér leiðast,
þá er þessi mynd ágæt til þess.
Guðjón H. Pálsson.
Simi 11476