Dagblaðið - 18.04.1978, Page 27

Dagblaðið - 18.04.1978, Page 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978. 27 I Útvarp Sjónvarp i Útvarpið í kvöld kl. 23.00: Á hljóðbergi SÖNGLEIKUR EFTIR ALEXANDER PÚSKÍN í þættinum Á hljöðbergi i kvöld kl. 23.00 verða flutt • atriði úr söngleiknum Boris Godúnov eftir Alexander Púskin i enskri þýðingu Alfreðs Hayes. Með aðalhlutverkið í þessum söngleik fer Jerome Hines. Púskín er fæddur árið 1799 I Moskvu. Árið 1817 hóf hann að skrifa Ruslan and Ludmila sem er mjög rómantiskt söguljóð 16 köflum og lauk hann þvi árið 1820. Á þessum árum hélt hann sig mjög rikmannlega og virtist ætla að snúa sér frekar að sam- kvæmislifinu en skáldskapnum. En þegar bókin Ode to Liberty kom út þótti Púskin hafa gerzt of róttækur og var rekinn I útlegð til Suður-Rúss- lands. Árið 1820 lagði Púskin upp I ferð til Kákasus ásamt Rayevsky hers- höfðingja sér til heilsubótar. Þar kynntist hann verkum Byrons lá- varðar og þau ásamt hinum dásam- legu Kákasusfjöllum höfðu örvandi áhrif á skáldskaparhæfileika Púskins. Árangur þessa ferðalags varð The Púskin höfundur söngleiksins sem fluttur verður i þættinum Á hljöðbergi i kvöld. Captive of the Caucasus sem hann skrifaði árið 1822. Næstu ár á eftir skrifaði Púskin heilmikið en jafnframt velgengni hans á listabrautinni jukust erfiðleikar hans i einkalífinu. Púskin hóf að lesa gömul, rússnesk Ijóð og annan rússneskan skáldskap. Árið 1825 skrifaði hann Boris Gudunov, sem kom ekki fyrir almenningssjónir fyrr en árið 1831 og þótti það djarfleg tilraun til stælingar á verkum Shake- spears. Árið 1831 giftist hann Natalia Goncharov og hóf að vinna við utan- rikisráðuneytið en þar hafði hann áður unnið sem ungur piltur. Púskin hóf nú ritstörfin að nýju af miklum krafti en 1837 féll hann i einvígi. Árið 1880 var síðan stytta af Púskin reist honum til heiðuis i Tver Barrier í Moskvu. Púskín er talinn eitt stórkostlegasta skáld föðurlands síns og má geta þess að Boris Gudunov og Evgeni Onegin eru kveikja ópera eftir Mussorgsky og Tshaikowsky. Hann var einn af fyrstu skáldsagnahöfundum Rússlands en flest verk hans eftir 1831 eru i óbundnu máli. Flutningur söngleiksins tekur um 45 mínútur. •RK. Lengsta handfang í heimi HEITIR en það er sjálfvirkur opnari fyrir bílskúrshurðir. í stað þess að berjast við hurðina styður þú á hnapp inni í hlýjum bílnum, hurðin opnast sjálfkrafa og kveikir ijós. Þú ekur inn, styður á hnappinn og hurðin iokast. í tækinu er sérstakur rafeindaminnislykill þannig að ekkert annað tæki getur opnað þinn skúr — eða þína vörugeymslu. Það kostar ekkert að kynnast þessari tækni, sláðu á þráðinn — við erum í síma 32030 ★ ★ ★ Ármúla 42 • Árs ábyrgð. • Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta Fyrir: — fjölskylduna — fyrirtæki — fjölbýlishús Frá U.S.A. Þriðjudagur 18. apríl 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 14.30 Jáningar; fyrri þáttur. Umsjón: Þórunn Gestsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar Izumi Tateno og Filharmoniusveitin i Helsinki leika Pianókon- sert eftir Einar Englund; Jorma Panula stjórn- ar. Filharmoníusveitin i Stokkhólmi leikur Serenöðu i F-dúr fyrir stóra hljómsveit op. 31 eftir Wilhelm Stenhainmar: Rafael Kubelik stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 116.15 Veðurfregn- irl. 16.20 Popp. 17.30 Litli barnatiminn. Gisli Ásgeirsson sér um timann. 17.50 Að tafli. Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki.Tilkynningar. 19.35 Um veiðimál. Einar Hannesson fulltrúi talar um veiðilöggjöf og félagslegt starf að veiðimálum. 20.00 Frá tónleikum í Dómkirkjunni 19. feb. sl. Tauno Aikáá leikur á orgel og Matti Tu sela syngur. 20.30 Útvarpssagan: „Nýjar skuldir” eftir Oddnýju Guðmundsdóttur. Kristjana E. Guðmundsdóttir les (2). 21.00 Kvöldvaka:a. Einsöngur: Einar Kristjáns- son syngur fslenzk lög. Fritz Weisshappel leikur á pianó. b. Þrjár mæðgur Steinþór Þórðarson á Hala greinir frá forustuám i fjár- stofni föður sins. c. Tileinkun. Elin Guðjóns- dóttir les nokkur hinna Ijóðrænni kvæða Þor- steins Erlingssonar. d. Stefnir landfræðileg þekking einkum f suður? Guömund- ur Þorsteinsson frá Lundi flytur þáttinn. e. Sjóvarnargarðurinn á Eyrarbakka. Pétur Pétursson les frásögn Sigurðar Guðjónssonar frá Litlu Háeyri. f. Kórsöngur: Karlakór Akureyrar syngur nokkur alþýðulög. Söng- stjóri: Jón Hlöðver Áskelsson. PianóleiKari: Sólveig Jónsdóttir. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Harmonikulög. Allan og Lars Eriksson leika. 23.00 Á hljóðbergi. Atriði úr söngleiknum „Boris Godúnov" eftir Alexander Púskin í enskri þýðingu Alfreds Hayes. Með titilhlut- verkið fer Jerome Hines. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. apríl 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og ÍO.IO. Morgunleikfími kl. 7.15. og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.l, 9.00. og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Garðar Þorsteinsson flytur ritningarorð og bæn. Morgunstund barnanna kl. 9.I5: Margrét örnólfsdóttir les þýðingu sina á sög- unni ..Gúró” eftir Ann Cath-Vestly (3). Til- kynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. „Leyndarmál Lárusar” kl. 10.25: Séra Jónas Gislason lektor les þriðja hluta þýðingar sinnar á umfjöllun um kristna trú eftir Oskar Skarsaune Kirkjutónlist kl. 10.45. Morguntónleikar kl II.00: Artliur Bloom. Howard Howard. Fred Sherry. Jeffrey Levine og Mary Louise Boehm leika Kvintett i a-moll op. 8I fyrir klarinettu. horn. selló. bassa og pianó eftir Freiedrich Kalkbrenner. Felicja Blumental og Nýja Kammersveitin i Prag leika Pianókonsert í C<iúr eftir Muzio Clementi: Alberto Zedda stj. d ^ Sjónvarp Þriðjudagur 18. apríl 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Pólitfskur hrennidepill í Norður-íshafí (L). Sænsk heimildamynd um Svalbarða. þar sem cru fímm byggðakjarnar án vegasambands. Lýst er hinni sérstæðu þjóðréttarlegu stöðu eyjunnar. sem Norðmenn ráða. og umsvifum Sovétmanna þar. Þýðandi og þulur Eiöur Guðnason. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö). 2l.l0 Sjónhending (L). Erlendar myndir og mál- 1 efni. UmsjónarmaðurSonja Diego. 21.30 Serpico (L). Bandariskur sakamálamynda flokkur. í skugga dauðans. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.20 fþróttir (L). Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 22.50 Dagskrárlok. Offsetprentari óskast Óskum eftir að ráða prentara á offsetprentvél frá og með 1. maí. Uppl. gefur yfirverkstjóri. Prentsmiðjan Hilmir Síðumúla 12. Auglýsing um áburðarverð 1978 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtalinna áburðartegunda er ákveðið þannig fyrir árið 1978: Við skipshlið á ýmsum höfnum um- Kjarni 33% N kr. 49.000 Magni 1 26% N kr. 40.300 Magni 2 20 N kr. 35.000 Græðir 1 14—18—18 kr. 59.800 Græðir 2 23—11—11 kr. 55.700 Græðir 3 20—14—14 kr. 56.700 Græðir 4 23—14—9 kr. 58.200 Græðir4 23—14—9 + 2 kr. 59.800 Græðir 5 17-17—17 kr. 57.600 Græðir 6 20—10—10 + 14 kr. 54.800 Græðir 7 20—12—8 + 14 kr. 56.000 N.P. 26—14 kr. 57.400 N.P. 23—23 kr. 64.260 Þrífosfat 45% PzOs kr. 50.000 Kalíklorid 60% KzO kr. 34.700 Kalísulfat 50% KzO kr. 42.900 Afgreitt á bila á Gufunesi 49.900 41.200 35.900 60.700 56.600 57.600 59.100 60.700 58.500 55.700 56.900 58.300 65.100 50.900 35.600 43.800 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið í ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og af- hendingargjald er hins vegar innifalið í ofan- greindu verði fyrir áburð sem afgreiddur er á bíla í Gufunesi. Áburðarverksmiðja ríkisins

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.