Dagblaðið - 18.04.1978, Page 28

Dagblaðið - 18.04.1978, Page 28
RAFLÍNA TIL ÞRIGGJA HÓLSFJALLABÆJA KOSTAR 74 MILUÓNIR Áætlun gerð um kostnað en ákvörðun ekki tekin um f ramkvæmd frfálst, óháð dagbh . n.rx nm á />nn 10 i nnii i t\no ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 FundurD-listans um heilbrigðismál: Heilbrigðisvísindi ogfyrirbyggjandi aðgerðirþarfað efla til muna Kostnaðaráætlun varðandi rafvæð- ingu þriggja bæja á Hólsfjöllum, þ.e. Grimsstaða, Hólssels og Nýjahóls, hefur nú verið endurreiknuð til verð- lags í ár. Liggur nú fyrir að rafmagns- lína til bæjanna kostar á að gizka 74 milljónir króna. * Nýi sjálfstæðislistinn íKópavogi: Klofnings- listinn endan- lega birtur Annar ' listi Sjálfstæðismanna I Kópavogi hefur nú endanlega verið . birtur, en áður hefur verið greint frá hugsanlegri uppstillingu listans hér I blaðinu. Listi þessi klofnaði frá „móðurskipinu” á dögunum, þegar stillt var upp og tillit ekki fyllilega tekið til úr- slita prófkjörs sem fram hafði farið. Fyrstu ellefu á lista Sjálfstæðismanna i Kópavogi eru: 1. Guðni Stefánsson járnsmiður, 2. Egg- ert Steinsen verkfræðingur, 3. Kristinn Skæringsson skógarvörður 4. Grétar Norðfjörð lögregluflokksstjóri, 5. Guðrún Ólafsdóttir flugfreyja, og sjónvarpsþula, 6. Þorvaldur Lúðviksson lögmaður, 7. Þór Erling Jónsson verktaki, 8. Frosti Sigurjónsson læknir, 9. Bergljót Böðvarsdóttir húsmóðir, 10. Þorvarður Áki Eiríksson iðnrekandi, 11. Sturlaugur Þorsteinsson nemi. JBP FundurD-listans um húsnæðismál: Ungtfólk verði í eldri hverfunum Tuttugu og fjórir voru mættir á fundi sjálfstæðismanna um húsnæðismál I Valhöll I gærkvöldi. Á fundinum lögðu flestir áherzlu á, að ungu fólki yrði í stór- vaxandi mæli gefinn kostur á að eignast íbúðir í gömlu hverfunum. Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi, sem skipar 5. sæti D-listans sagði að nú fengju aðeins öryrkjar og ellilífeyrisþeg- ar lán til endurbyggingar á eldri húsnæði. Unga fólkinu væri ýtt út i að byrja frá.grunni, en hið eldra sæti eftir í eldri hverfunum. Þvi fylgdi mikill kostnaður bæði fyrir einstaklinga og borgina. S.tórhækka þyrfti lán til kaupa á eldra húsnæði og gefa kost á góðum lán- um til endurnýjunar. Leiguíbúðir ætti helzt ekki að byggja i viðbót nema fyrir aldraða. Gunnar S. Björnsson, formaður Meistarasambands byggingarmanna, dró I efa, að aukin lán til kaupa á eldra húsnæði þýddu annað en að seljendur mundu lána minni hluta kaupverðs. Fundarmenn voru áhugasamir um aukinn stuðning til að ungt fólk gæti setzt að i eldri hverfunum. Þriðji fram- sögumaðurinn, Hilmar Guðlaugsson, sem skipar II. sæti D-listans, lagði einnig áherzlu á jafnvægi í byggð borg- atinnár. -HH. Kristján Jónsson forstjóri Raf- magnsveitna ríkisins sagði i viðtali við DB að svokölluð Hólsfjallanefnd hefði í fyrra beðið.Rarik að áætla kostnað á raflínu til Hólsfjallabæjanna. Ekkert hefði síðan orðið úr framkvæmdum og enn væru þær ekki á verkefnaskrá. Áætlanadeild Rarik hefði hins vegar nýverið umreiknað áætlunargerðina til núverandi verðlags. í áætluninni er gert ráð fyrir raf- magnslinu frá Reykjahlíð við Mývatn en sú vegalegnd er 39 km. Síðan héldi línan áfram til Hólssels en sá spotti væri 7,4 km og loks áfram til Nýja- hóls, aðra sjö kilómetra. Um ákvarðanatöku varðandi málið hafði Kristján ekkert heyrt en kvaðst ætla að ef til kæmi yrði það fjárveit- ingarnefnd sem gerði tillögu til Al- þingis um fjárveitingu til verksins. ASt. Þéttbýlið ýtir stöðugt meira á gamla festi Ijósmvndarinn á filmu suöur i sveitbæi, sem á örfáum árum lenda inni Kópavogi í góða verðinu í gærdag. í miðri byggð, en voru áður afskekktir Hrossin kunnu ekki síður en mann- á sina visu. Þessa sveitastemmningu fólkið að meta góða veðrið. Og svo var húsfreyjan svo almennileg að rétta þeim aukabita um nónleytið. Já, það er ekki amalegt að vera til i þessari blíðu. STEFNAN í DAGVISTUNARMÁLUM „FULLKOMIN” EF MARKA MÁ FUNDARSÓKN „Stefnan er kannski fullkomin og þarf ekki að ræða hana nánar,” sagði Elín Pálmadóttir borgarfulltrúi, einn ræðumanna á fundi Sjálfstæðisflokksins um dagvistun barna í Sjálfstæðishúsinu i gærkvöld. Auk framsögumannanna þriggja voru fimm fundarmenn mættir á fundinn, þar af tveir úr Njarðvik og blaðamaður DB. Hafði fundarsókn sitt að segja um stemmninguna á fundinum. Markús örn Antonsson, borgarfulltrúi og for- maður félagsmálaráðs borgarinnar, tók fyrstur til máls og gerði i upphafi grein fyrir þeirri stefnu sem ríkt hefði undan- farin ár og hefði nýlega verið mótuð á ný af sjálfstæðismeirihlutanum i borgar- stjórn. „Það er stefnan,” sagði Markús örn. „að hraða uppbyggingu dagvistunar- stofnana og auka þjónustuna við borgarana á þessu sviði.” Hann kvað það stefnu flokksins að svonefndir „for- gangshópar”, þ.e. einstæðir foreldrar, námsmenn og fólk með erfiðar fjölskylduaðstæður nytu fyrst þessarar þjónustu. Með jafnari uppbyggingu en verið hefði væri hægt að tæma mörg hundruð manna biðlista á kjörtima- bilinu, sem senn fer í hönd. „í heild lrefur þessi málaflokkur verið á eftir áætlun á því kjörtimabili sem er að liða en þó hefur nokkur fjörkippur komið í hann sl. tvö ár og talsverð aukning á dagvistunarplássum er fyrirsjáanleg i ár og á næsta ári,” sagði Markús. Hann kvað um 42% állra barna á forskólaaldri nú hafa aðgang að dagvistunarstofn- unum, stærsti hlutinn á heimilum, sem rekin væru af borginni. Elin Pálmadóttir benti á að um 1970 þegar hún fór fyrst að hafa afskipti af þessum málum, hefðu aðeins um 14% barna á forskólaaldri notið rýmis á dag- vistunarstofnunum, þannig að augljós- lega hefði talsvert áunnizt í þessum efn- um. Hún varpaði fram nokkrum hug- myndum um nýbreytni — eins og til dæmis hvort ekki væri tímabært að ræða þá hugdettu að börn færu að sækja skóla 5 ára gömul I stað sex ára nú. Það myndi rýmka nokkuð til á dagvistunar- stofnunum. Björn Björnsson prófessor vék að nokkuð annarri hlið þessari mála og rakti þá veikingu fjölskyldunnar sem kjarna samfélagsins, erorðið hefði siðan Reykjavík breyttist i borgarsamfélag. Varaði Björn við of miklu „stofnanaupp eldi” barna og taldi fulla ástæðu til að taka upp „nýtt pólitískt slagorð — vernd fjölskyldunnar”. Það mætti þó ekki vera innantómt slagorð heldur yrðu að fylgja því raunhæfar aðgerðir. Sveik út rúm 700 þúsund með viðbótarnúllum á ávísanir Nítján ára gamall maður sem lögreglan þekkir ekki af afbrotum áður hefur orðið uppvís að stórtækum fölsun- um á upphæðum tveggja ávísana. Kærur frá tveimur bönkum bárust um falsið og leiddu til handtöku og játningar unga mannsins. Sjötta apríl var gefin út 420 króna ávisun á eyðublað frá Útvegsbankanum og var hún innleyst sama dag I lðnaðar- bankanum i Hafnarfirði. Þá hafði upphæðinni verið breytt í 426 þúsund krónur. Sami leikurinn hafði verið leikinn 15. marz sl. en þá var innleyst í Útvegs- bankanum i Kópavogi ávísun sem var útgefin af Sjóvá og var upphaflega 326 krónur að upphæð. Er ávisunin var innleyst var upphæðin orðin að 326 þúsund krónum og með þá upphæð fór sá inn er innleysti ávisunina úr bankan- um. Ungi maðurinn sveik sem sagt út hálft áttunda hundrað þúsund. Átti hann um 200 þúsund krónur eftir er hann fannst. -ASt. „Reykjavíkurborg hefur gegnt forystuhlutverki i heilbrigðismálum,” sagði Úlfar Þórðarson læknir á borgar- málafundi sjálfstæðismanna um heilbrigðismál i gærkvöldi. Hann stýrði umræðum. Frummælendur voru Páll Gíslason yfirlæknir, formaður heilbrigðismálaráðs Reykjavikur, Margrét Einarsdóttir varaborgarfulltrúi, og Skúli Johnsen borgarlæknir. Páll Gislason ræddi rekstur sjúkra- stofnana borgarinnar á kjörtímabilinu, sem nú er senn á enda. Meðal annars ræddi hann Borgarspítalann. Umsóknir um aðstoð slysavarðstofunnar voru um 50 þúsund af öllu höfuðborgarsvæðinu á sl. ári. Páll vék að starfsemi Grensásdeild- arinnar, Háfnarbúða, Arnarholts og Hvítabandshússins. Ný þjónustudeild við Borgarsjúkrahúsið var gerð tilbúin undir tréverk um sl. áramót. Framhald á þeirri byggingu er ákveðin og er ráðgert að henni ljúki árið 1980. „Þá þarf þegar að vera búið að hanna enn nýja álmu,” sagði Páll, „og byggingunni að verða lokið 1984—85.” Páll kom víða við i ræðu sinni, sem og Margrét Einarsdóttir. „Fyrirbyggjandi starf mun skila sér bczt fyrir þjóðina," sagði Margrét. „Heilsuvernd er sá þáttur, sem varðar mestu í allri umræðu um heilbrigðismál,” sagði Skúli Johnsen borgarlæknir. Hann minnti á vaxandi hlutverk heilbrigðisvisinda. Þau fjalla um það hvernig halda á heilbrigði i stað þess að lækna sjúka. Hann benti á nauðsyn bættra lifnaðarhátta og í því sambandi á hlutverk fjölmiðla sem hér væru minna rækt en viða annars staðar. Fundurinn var fámennur en þó urðu nokkrar umræður um ýmis efni þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu og siðan svaraðfyrirspurnum. -BS. Þefvís peninga- þjófurhandtekinn Kaupið 2’ Maður sem rannsóknarlögreglan hefur lengi leitað að, fannst fyrir helgina norður í landi. Kom I ljósað leit að hon- um var ekki ástæðulaus, því hann viðurkenndi fimm innbrot i íbúðir ásamt mismunandi stórum ránum sem hann hafði framið á tímabilinu frá 17. til 22. marz. Fyrst I röðinni varðinnbrot mannsins i íbúð við Reynimel. Þar stal hann bankabók með 95 þúsnd krónum sem hann náði út úr banka, og einnig 20 dollurum og nokkrum pundum. í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði stal maðurinn 100 dollurum og 20—30 sterlingspund- um. Næst lá leið hans í fjölbýlishús við Eskihlíð, þar sem hann komst yfir 150 þúsund krónur. Lokaferð hans í tvö hús við Efstaland bar minnstan árangur. Á öðrum staðnum stal hann tölvuúri en smádóti á hinum staðnum. öllum fjármunum hafði maðurinn eytt er til hans náðist og tölvuúrinu hafði hann, að eigin sögn, hent. -ASt. BANKASTRÆTI 8 27^ t t i i i i i i i i t t i i i i i á

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.