Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 1
► fijálst,
Júháð
fdagblað
&JW,
í
0
í
0
0
l
0
l
Lögreglaní mörgþúsund kílómetra eltingaleik við grunsamlega Þjóðverja:
GRUNAÐIR UM AÐ
HAFA ÆTLAÐ AÐ
RÆNA FÁLKAHREIÐUR
Tveir af bílum lö)>re!>lunnar komnir til samlegu Þjódverja, sem höfdu allan út- eru scldir víða um heim á geysiháu
aðalstöðvanna í Reykjavík, forugir búnað til að taka egg úr hreiðrum verði, einkum til olíufurstanna i Araba-
mjöfi eftir eltinfialeikinn við hina firun- fálka og flytja þau úr landi. Veiðifálkar löndunum. — DB-mvnd Sveinn Þorm.
4. ÁRG. — MÁNUDAGLR 5. JÚNÍ 1978. - 117. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.— AÐALSÍMI27022.
— baksíða
— b'till drengur meiddist á fæti
Lítill drengur hlaut djúpt svöðusár á
fæti er hann varð fyrir bifreið á tor-
færuaksturskeppni skammt frá Hellu
á laugardaginn. Tildrögin voru þau að
einn keppandinn rnissti vald á bil
sínum og ók inn í áhorfendaskarann
sem stóð allt of nálægt keppnisbraut-
inni. Drengurinn þvældist undir bíln
um og varð undir öðru framhjóli hans.
„Þetta slys er sjálfsagt okkur að
kenna, að því leyti að við réðum
ekkert við áhorfendur," sagði Óskar
Jónsson, einn umsjónarmanna tor-
færukeppninnar. — Það er Flug-
björgunarsveitin á Hellu sem stendur
fyrir keppninni árlega. „Við gerðum
okkur enga grein fyrir því hversu
fólkið yrði ágengt og þrátt fyrir
itrekaðar aðvaranir þrengdi það sér
sifellt nær.”
Nokkrar tafir höfðu orðið á keppn-
inni meðan verið var að reka áhorf-
endur frá akstursbrautinni. Þeir færðu
sig hins vegar alltaf nær aftur og aftur
og á endanum náðu Flugbjörgunar-
sveitarmenn i kaðal til að strengja
meðfram brautinni. Verið var að setja
hann upp er slysið varð.
Keppnin á laugardaginn var sú
fimmta. sem Flugbjörgunarsveitin
gengst fyrir. Aldrei áður hafa orðið
slys i henni. Litli drengurinn var
þegar fluttur i sjúkrahúsið á Selfossi.
þar sem gert var að sárum hans.
Vegna þess aðslysið varð i sandi. svo
og hversu litið loft var I hjólbörðum
jeppans, slapp hann mun betur en
búast hefði mátt við I fyrstu.
ÁT.
Grímumaöur brauzt inn:
Nauðgaði húsmóður, ógnaði
fyrstu hugdu menn að stórslys hefði orðið er jeppinn ók inn í ahorfendaskarann. En þegar betur var að gáð hafði aðeins
einn orðið fyrir bílnum og hann slapp furðulega vel. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson.
Slysá torfæruaksturskeppni:
Ók inn í áhorfendahópinn
Mótmæli Greenpeace-samtakanna:
„Hafa ekki ástæðu
til að óttast
kyrrsetningu hér”
— segirÓlafur Jóhannesson
„Við erum nú ekki með neinar
hernaðaráætlanir uppi varðandi
Greenpeace-togarann," sagði Ólafur
Jóhannesson dómsmálaráðherra i við-
tali við Dagblaðið i morgun. er við
grennsluöumst fyrir um afstöðu yfir-
valda til fyrirhugaöra truflana á veið-
um hvalveiðibáta, sem togaranum er
ætlað að valda. „F.g held lika. að þeir
hafi ekki ástæðu til aðótlast kyrrsctn-
ingu hérlendis. þaðerl eirra lugntynil.
ekki okkar." sagði ráðherra enn-
frcmur.
Greenpeace-menn hafa látið hafa
eftir sér, að þeir vildu ekki leggjast að
bryggju hérlendis af ótta við að verða
kyrrsettir, en sú spurning vaknar
hvort þeir verði ekki einfaldlega teknir
i hafi, ef þeir gerast brotlegir við
íslenzk eða alþjóðalög?
„Við munum fara að öllu varðandi
togarann og mótmælaaðgerðir þessar
með hinni mestu ró og stillingu,” sagði
ráðherra og itrekaði. að ekki hefðu
verið lögð á nein ráð varðandi tógar
ann. ÚP
og rændi peningum
með hníf i
Mjög alvarlegt innbrots- og nauðg-
unarmál er nú i rannsókn hjá Rann-
sóknarlögreglu rikisins. Gerðist það á
laugardagsmorgun, að grímuklæddur
maður brauzt inn um glugga á húsi i
vesturhluta Reykjavikur. Húsráðandi
var nýlega farinn til vinnu en eiginkona
hans. kona á þritugsaldri, heima.
Auk þess sem maðurit.r. stal tölu-
verðu af peningum i ibúðinni gerði hann
atlögu að húsmóðurinni og ógnaði henni
með hnifi. eftir því sem blaðið veit bezt.
Maðurinn réðst að konunni og
nauðgaði henni áour en .hann hvarf á
braut.
Unnið hefur verið að rannsókn þessa
máls um helgina en maðurinn var
ófundinn í morgun. Þó töldu lögreglu-
menn sig vera komna á líklegt spor i
málinu og var búizt við handtöku manns
I morgun sem yfirheyra átti varðahdi
málið. Rannsóknarlögreglan gaf engar
upplýsingar um málið en staðfesti þó
margt af þvi ser-> hér hefur komið fram.
HM íknattspyrnu
— 6 síðurí miðju blaðsins
Leikið á hjörtu
- sjá bls. 12