Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 23
íbúar Grjótaþorps máluðu skúrinn á sínum tíma og gerðu hinn snyrtilegasta garð
fyrir framan hann.
hefur verið breytt til þess að stuðla að
þessu. Til þess að varðveita heil hverfi
hérlendis þarf bæði skilning eigenda
og almennings. Þá þarf hið opinbera
að beita skipulagslögum til þess að
stuðla að húsvernd og gera mönnum
fjárhagslega kleift að endurbæta
gömul hús og búa í þeim.
Í könnuninni Grjótaþorp 1976 segir
ennfremur: „Sá áhugi á gömlum
húsum sem hefur vaknað hér nú er
ekki eintómt tískufyrirbæri, heldur
samhliða varðveislustefnu I mörgum
löndum og er hluti af stærra
vandamáli nútimans um það hvernig
auðlindum jarðar sé ráðstafað og
hvernig við eigum að búa betur að
okkur sjálfum.”
Bílarnir þrengja
að — gönguhverfi
Dagblaðið gerði sér ferð í Grjóta-
þorpið og ræddi við tvo ibúa þorpsins
um vandamá! líðandi stundarog fram-
tið húsanna. Að Mjóstræti 3 hittum
við fyrir Dominique Pledel, franska
stúlku að uppruna, sem hefur verið
búsett hér lengi, þar af sjö ár i
Mjóstrætinu.
Dominique sagðist kunna vel við sig
í Grjótaþorpinu. Þetta væri eins og að
búa í þorpi úti á landi þar sem allir
þekktu alla og nágrannarnir væru
góðir og hjálpsamir. Hún sagði þó að
það væri mikið öryggisleysi að búa í
húsinu, sérstaklega eftir að eiganda-
skipti urðu nýlega. Dominique er með
lítið barn og sagði hún að enda þótt
eigandi hússins væri ágætur maður
væri viðhaldi hússins litt sinnt og
væru allar vatns- og rafmagnslagnir
lélegar, svo og einangrun. Það væri
erfitt að búa við það að eigandi gæti
hvenær sem honum sýndist rifið
húsið.
Húsið að Mjóstræti 3 er að mörgu
leyti merkilegt. Sigriður Einarsdóttir,
kona Eiríks Magnússonar bókavarðar
í Cambridge, lét reisa húsið 1885 og
nefndi það Vinaminni. Sigríður rak
kvennaskóla þar veturinn 1891—92.
Veturna 1904—6 var þar kvöldskóli
Iðnaðarmannafélagsins, forveri
Iðnskólans í Reykjavík. Skömmu eftir
aldamótin bjó þar Jón Vídalín konsúll
Breta og hélt þar stórveizlur. Árin
1909—15 bjó Ásgrímur Jónsson
málari efst í húsinu og hafði þar
vinnustofu en hélt árlegar vorsýningar
á miðhæðinni. Þá má nefna það að þar
bjó Haraldur Nielsson prófessor og
Jónas Haralz bankastjóri sleit þar
barnsskónum.
Húsið er litið breytt í útliti og hefur
öll bygging þess einkennzt af
glæsibrag og stórhug eins og segir í
áðurnefndri könnun. Nauðsynlegt er
að endurnýja lagnir hússins og bæta
frágang þess.
Að sögn Dcminique hafa íbúar
hússins lagað garðinn í kringum það
og er hann nú orðinn snyrtilegur. Hún
sagði að stöðug vandræði væru vegna
frekju bileigenda sem legðu á hvem
auðan blett í þorpinu og jafnvel inn á
gras. „Það er nauðsynlegt að banna
bílaumferð í þorpinu og gera það að
gönguhverfi," sagði Dominique.
„Stöðva þarf þetta
yfirgengilega
dráp á húsum"
í litlu en snotru húsi að Grjótagötu
12 býr Laufey Jakobsdóttir, formaður
framkvæmdanefndar íbúasamtaka
Grjótaþorps. Laufey sagðist hafa verið
á fundi með Þorkeli Valdimarssyni,
eiganda hinnar umdeildu lóðar á bak
við Fjalaköttinn, þar sem vinnuvélin
hóf aðgerðir fyrr i vikunni. Hún sagði
að Þorkell hefði nú breytt fyrri afstöðu
sinni og væri nú tilbúinn að útvega
torf, mold og blóm til að laga sárin
eftir vinnuvélina. „Og ég vil þakka
honum fyrir þetta, ég er viss um að
hann stendur við sitt. Nú er bara að
gera þetta upp á nýtt eftir að málin
hafa verið rædd.
Það sem vakir fyrir okkur er að gera
þorpið þannig að hástt verði að líta á
það sem einhverja ruslakistu og látið
verði af þvi virðingarleysi sem þessum
húsumersýnt.
Það þarf bara að stoppa þetta yfir-
gengilega dráp á húsum. Þaðer eins og
mennirnir vilji ekkert nema bílastæði
og aftur bílastæði, verzlanir og meira
brask. Það er því miður lítill skilningur
fyrir verndun þessara húsa. En ungt
fólk þarf að vita hvar fortíð þess
liggur.
Við verðum fyrir miklum
vonbrigðum ef ekki koma fram breytt
viðhorf i þessum málum með nýjum
meirihluta í borgarstjórn Reykja-
víkur,” sagði Laufey Jakobsdóttir.
Þess má að lokum geta að nýlega
skrifaði DB um auða lóð á homi
Túngötu og Garðastrætis, sem fyrir-
hugað var að breyta i bilastæði. en
hafði verið notuð sem leiksvæði fyrir
börnin á skóladagheimilinu á
Hallveigarstöðum. Nú mun hins vegar
hætt við áformin um bílastæði og
börnin fá væntanlega að vera þar
áfram. Börnin hafa þvi reynzt
rétthærri en bíllinn og er það vel.
JH.
Tökum að okkur
klæðningar á
Range Rover
Mikið úrval af
áklæðum.
Húsmunir
á homi Hverfísgötu og Vita-
stigs.
Fasteignir
á Suðurnesjum:
KEFLAVÍK
Tvær 2ja herb. fbúflir í smíflum
sérinngangur, 75 ferm. Skilað fullkláruðum að utan,
máluðum, einangruðum, með miðstöðvarlögn. Verð kr.
6,8 millj.
Tvœr 4ra herb. fbúðir í smfðum,
um 100 ferm. Sérinngangur, bilskúr. Skilað
fullkláruðum að utan, máluðum, einangruðum með
miðstöðvarlögn. Verð 10.8 millj.
3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi
1 sérflokki með bilskúr. Verð kr. 8—8,5 millj., útb. 4—
4,5 millj.
2 herb. nýleg 60 f erm fbúð.
Verð 8—8,5 mill., útborgun 4,5—5 millj.
Góð sérhæð, 100 ferm,
stór bílskúr. Verð 14— 15 millj.
4 herb. íbúð í fjölbýlishúsi,
115 ferm. Verð 9 millj., útborgun 4,5 millj.
3 herb. í tvíbýli
á góðum stað, ca 75 ferm, stór bílskúr fylgir. Verð 10,5—
11 millj., útborgun 6 milij.
3 herb. í tvíbýli
á góðum stað, um 80 ferm. Verð 8—8,5 millj., útborgun
6,5* millj.
3ja herb. endaíbúð í fjölbýlishúsi.
Vel við haldið. Verð kr. 8,5—9 millj., útb. 4—4,5 millj.
3ja herb. íbúð í þríbýlishúsi
á mjög góðum stað. Bilskúrsréttur. Verð kr. 11,5— 12
millj., útb. 6 millj.
Raðhús á tveimur haaðum með bffskúr.
NýekJhúsinnrétting. Verðkr. 14 millj., útb. 7,5 millj.
4ra herb. íbúð,
115 ferm. í fjórbýlishúsi með bílskúr. Verð kr. 14—15
millj., útb. 7,5—8 millj.
4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi,
115 ferm. Verðkr. 12 millj., útb. 7 millj.
Einbýlishús, 110 fm,
bílskúr ca 30 fm. Góð eign á góðum stað. Verð 19—20
millj. Útb. lOm.
Sérhæð á mjög góðum stað,
I25 fm með 80 fm bílskúr. Nýir gluggar og ný
miðstöðvarlögn. Verð 17 milli.
3ja herb. íbúð
í tvibýli á góðum stað. Verð 7—7,5 millj., útb. 3,5 m.
Góð sérhæð, 115 fm
með42fm bílskúr. Snyrtilegeign. Verð 15—16 millj.
GARÐURINN
Stórt einhýlishús
160 fm nteð tvöföldum bílskúr, 55 fm. Ekki fultklárað.
Verðkr. 14—15 millj., útb. samk.
Sökklar að einbýlishúsi,
uppfylltir. Verð kr. 2—2,5 millj. Teikn á skrifst.
GRINDAVÍK
Einbýiishús, 134 fm
með tvöföldum bílskúr. Verð kr. 18—20 millj., útb. 10
millj.
Eldrá einbýlishús,
60 ferm úr timbri með járnklæðningu. Stækkunar-
möguleikar. Verð kr. 5,5 millj., útb. 2,5—2,8 millj.
Sérhæð, um 130 fm með bílskúr
ágóðumstað. Verð 10—11 millj. Útb. 5,5 millj.
VOGAR
Einbýlishús, 120 fm,
bílskúr, 30 fm. Einnig til sölu samhliða bátur og báta-
skýli viðsjógegn tilboði. Verð 15—16 millj. Útb. 7,5—8
millj., skipti á íbúð í Reykjavík koma til greina.
Nýtt einbýlishús, ófullklárað,
um 100 ferm með góðum bílskúr. Verð 8—8,5 millj.
SANDGERÐI
Fokhelt einbýlishús
sem þarf ekki að pússa að utan. Gler í gluggum. Gott
verð, kr. 5,5 millj., útb. samk.
Fokhelt einbýlishús,
steypt loft og gólfplata, sökklar undir bílskúr. Verð
6,5—7 millj., útb. samk.
Lítið einbýlishús
með nýjum gluggum og útihurðum. Verð kr. 7 millj.,
útb. 3—3,5 millj.
Einbýiishús, 110 ferm,
steinsteypt og hlaðið. Verð kr. 9—9,5 millj., útb. 4—4,5
millj.
ÝMISLEGT
Höfum til sölu sumarbústaði í smíðum, 2ja til 3ja
mánaða afgreiðslufrestur. Mjöggott verð.
Iðnaðarhúsnæði
fullklárað, verð 60—65 millj.
180 ferm iðnaðarhúsnæði
til söíu ásamt verzlunarhúsnæði við Hringbraut, stækkun
möguleg.
Vantar raðhús á góðum stað, skipti
á einbýlishúsi möguleg.
Ath. Höfum fjársterkan aðila með 16
millj. í útborgun. á góðu einbýlishúsi.
Margs konar íbúðaskipti f yrir hendi.
Opið 6 daga vikunnar frá kl. 1—6. Myndir af öllum fast-
eignum á skrifstofunni. Höfum fjársterka kaupendurað
einbýlishúsum og raðhúsum.
EIGNAMIÐLUN
mmm suðurnesja
.HAFNARGÖTU 57 — KEFLAVfK — SfMI 3848 -
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNl 1978
Laufey Jakobsdóttir, Grjótagötu 12.
Mjóstræti 3, Vinaminni, sem reist var árið 1885.