Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1978 I Iþróftir iþróttir 17 Iþróttir Iþróttir M isheppnuð vítaspyrna Skota þáttaskil í leiknum við Perú — Möguleikar Skota á núllpunkti eftir tap gegn Perú 1-3 á Laugardag Það virtist stefna í skozkan sigur gegn Perú, þegar Bruce Rioch, fyrirliði Skot- lands, var felldur innan vitateigs á 65. min. i HM-leiknum i Cordoba á laugar- dag. Spænski dómarinn Ericsson benti strax á vitaspyrnupunktinn — og Skotar, sem höfðu verið mun sterkari i síðari hálfleik, höfðu góða möguleika til að ná forustu í leiknum. Don Masson tók vítaspyrnuna en markvörður Perú, Ramnoi Quiroga, gerði sér lltið fyrir. Kastaði sér i hægra hornið og varði frekar lausa spyrnu Masson. Perómenn tvíefldust en Skotar náðu sér ekki á strik eftir vítaspyrnuna. Teofilo Cubillas, frægasti leikmaður Perú, skoraði tvivcgis fyrir lið sitt á 70. og 76. mín. með stórkostlegum þrumufleygum. Þarna var skammt á milli. í stað þess að komast i 2—1 brotnaði skozka liðið og möguleikar þess að komast í milliriðil nánast engir. Skotland byrjaði mjög vel i leiknum. Hafði mikla yfirburði framan af gegn Perú-mönnum, sem virtust ákaflega taugaóstyrkir. Á 14. mín. tókst Joe Jordan að skora eftir að Ramon Quiroga hafði hálfvarið skot frá Bruce Rioch — Staðan íl.deild Úrslit leikja í l.deild: FH— ÍA 1-7 ÍBK —Þróttur 0—0 Fram — KA 1-0 Vikingur — Breiðablik 3-1 ÍBV — Valur frestað Staðani l.deildernú: Akranes 4 3 1 0 14—3 7 Valur 3 3 0 0 10—3 6 Fram 4 3 0 1 7—4 6 Vikingur 4 2 0 2 7—8 4 Þróttur 4 1 2 1 5-6 4 ÍBV 2 1 0 1 3-4 2 ÍBK 4 0 2 2 5—7 2 KA 4 0 2 2 2-4 2 FH 3 0 2 1 3-9 2 Breiðablik 4 0 1 3 3-11 I Staðan í2. deild Úrslit leikja I 2. deild: Austri - - Völsungur 1-0 KR — Þróttur 4-0 Ármann — ísafjörður 2-0 Þór — Haukar 0-2 Staðan i 2. deild er nú: KR 4 3 10 10—0 7 Ármann 3 3 0 0 6—2 6 Austri 4211 3-2 5 Haukar 4121 4—3 4 Reynir 3111 3—3 3 ísafjörður 2 10 1 2—3 2 Fylkir 3 10 2 1—3 2 Þór 3 10 2 1-3 2 Þróttur 4 0 13 4—10 1 Völsungur 2 0 0 2 0—5 0 Einn leikur fer fram í kvöld í 2. dcild — Fylkir og Reynir mætast í Laugardal. og Quiroga virtist þá slakur markvörður, þó annað ætti eftir að koma i Ijós síðar i leiknum. Hann varð hetja liðs síns. En Skotum tókst ekki að nýta þessa góðu byrjun nema i eitt mark og smám saman fóru leikmenn Perú að verða virkari í leiknum. Þá kom i Ijós að sko^þa vörnin stóð ekki fyrir sínu. Bak- verðirnir Kenny og Buchan réðu ekki við hraða útherja Perú — og mark- verðirnir Forsyth og Burns slakir. Hins vegar varði Alan Rough með tilþrifum en tókst þó ekki að koma' i veg fyrir mark framvarðarins Cæsar Cueto tveimur mín. fyrir hálfleik. 1 síðari hálfleiknum náði Skotland hins vegar góðum tökum á leiknum vegna góðs framvarðaleiks Masson og Rioch. Hins vegar var Joe Jordan eini maðurinn, sem eitthvað kvað að í fram- línunni. „Kenny Dalglish sást varla i leiknum — og Willie Johnstone náðu sér ekki á strik, enda fékk hann úr litlu að vinna,” ságði Dennis Law i BBC. Og svo kom að atvikinu, sem öllu breytti — vítaspyrnan, þegar Rioch var felldur og Ulf Ericson benti strax á víta- spyrnupunktinn. „Þetta virðist harður dómur — Rioch hafði misst af knettinum,” sagði Peter Jones hjá BBC. En markvörðurinn varði skot Masson i horn — og eftir það breyttist leikur Perú mjög til hins betra. Liðið lék snilldarlega lokakaflann. , Með stuttum, hnitmiðuðum samleik tættu þeir skozku vörnina í sig. Á 70. min. var Cubillas, stjarna Perú á HM i Mexikó 1970, með knöttinn nokkru utan vitateigs. Enginn varnarmaður hljóp gegn honum og Cubillas spynti á markið. Þrumufleygur hans næstum reif netmöskvana. „Hvílikt mark — ó hvílíkt mark,” hrópaði Peter Jones — og nú var staðan dökk fyrir Skota. Þjálfarinn Ally McLeod kippti þeim Masson og Rioch, sem höfðu verið hvað beztir i skozka liðinu, út af, og setti Archie Gemmill og Lou Macari i þeirra stað. Greinilegt. að Rioch varallt annaðen ánægður. Það bætti ekki leik Skota. Á 76. min. braut Kennedy á Oblitas við vitateiginn. Þar munaði feti að Perú fengi viti — en aukaspyrnan reyndist vel. Einn fram- herjanna hljóp yfir knöttinn og á eftir fylgdi Cubillas. Hörkuskot og knötturinn lá í netinu þó svo Rough tækist að koma fingurgómunum á hann. Perú hafði sigraö — og oft sýnt þann snilldarleik, sem liðin i Suður-Ameriku eru þekkt fyrir. Eftir leikinn sagði Dennis Law, bezti leikmaður, sem Skotar hafa átt. „Við eigum engan möguleika á að komast i milliriðil. Ég get ekki séð að við sigrum Holland. Perú lék mjög vel. Leikmenn liðsins geta leikið stuttan samleik með slikum hraða og það er erfiðast að sameina i knattspyrnu. Eina leiðin til að stöðva Perúmennina er að láta þá hlaupa gegn þér — eins og Brasilía gerði gegn Englandi á Wembley. Það er eina leiðin. Við byggjum á langsendingum á Bretlandi og þær eru ekki nógu góðar í bezta klassa heimsins. Martin Buchaner einn bezti miðvörður á Englandi en hann er ekki bakvörður. Það er staða fyrir sérfræðing og Skotland hafði engan til að taka stöðu Willie Donachie," sagði Law — en Donachie var i leikbanni. „Perú er nú svo gott sem komið í milliriðil,” sagði þjálfari liðsins, Marcos Calderon. „Við höfum stúderað mjög lið skota og við vissum að þeir eiga góðu liði á aðskipa. Við styrktum vörn okkar, þar sem hættan var mest, þvi aðrir leikmenn Skota eru alltaf að leita að höfði Joe Jordan, miðherja liðsins. Þetta var sigur suður-ameriskrar leikni á kraftinum. Það er ekkert nýtt — leiknustu leik- mennirnir eru i Suður-Ameriku. Bezta dæmið er Pele, sá mesti í heimi, sagði Calderon. Gífurlegur fögnuður var i Lima, höfuðborg Perú, eftir leikinn og liðinu barst heillaskeyti frá Bermudez forseta. 1 lokin ságði Calderson. „Við unnum leikinn, þegar Quiroga varði vita- spymuna". Liðin voru þannig skipuð. Perú, Quiroga, Diaz, Chumpitaz, Manzo, Duarte, Velasquez, Cueto (Rojas 83), Cubillas, Munante, La Rosa (Sotil 60 mín.), Oblitas, Skotland, Rough Kennedy, Forsyth. Burns, Buchan, Masson (Marcari 70 min.), Hartford, Rioch (Gemmiil 70 min.). Dalglish, Jordan og Johnstone. ’Timinn var búinn segir Clive Thomas dómari frá Wales við Brasillumenn eftir að þeir höfðu sent knöttinn I mark Svia í lokin. Mark ekki dæmt. Við hlið Thomas er fyrirliði Brasiliu, Revilino. Fyrirhúsið — fyrirgarðinn Móthellur I veggi — kringum beð — í gang- stíga — í stéttir o.fl. Mótsteinar i vegghleðslur — undir blóm — i bókahillur o.fl. Holsteinar í veggi og skrauthleðslur. Brotsteinar i skrauthleðslur o.fl. Milliveggjaplötur Vikursandur I blómabeðin Seyðishólarauðamól í gangstíga Pússningarsandur — steypu- sandur Sement — semplast Léttblendi — sökklaþóttir Saumur — lykkjur Staðan í HM-riðlunum Eftir fyrstu umferðina á HM i Argentinu er staðan þannig i riðlunum. l.riðil! Argentína ítalia Frakkland Ungverjaland 1 1 0 0 2—12 1 1 0 0 2—1 2 10 0 11—20 10011—20 Næstu leikir 6. júní. Ítalia-Ungverja- land í Mar del Plata (timi 5.45) og Argentina-Frakkland í Buenos Aires (11.15). 2. riðill Túnis Pólland V-Þýzkaland Mexikó I 1 0 0 3—1 2 10 10 0—0 1 10 10 0—0 1 10 0 1 1—3 0 Næstu leikir 6. júní. Pólland-Túnis i Rosario (8.45) og Mexikó-Vestur- Þýzkaland i Cordoba (8.45). 3. riðill Austurríki 1 1 0 0 2—1 2 Brasilía 10 10 1 — 11 Svíþjóð 10 10 1 — 11 Spánn 10 0 1 1—2 0 Næstu leikir 7. júní. Austurríki- Svíþjóð i Buenos Aires (5.45) og Spánn- Brasilia í Mar del Plata (5.45). 4. riðill Holland 1 1 0 0 3—0 2 Perú 110 0 3—1 2 Skotland 10 0 1 I—3 0 íran 10 0 1 0—3 0 Næstu leikir 7. júni. Skotland-íran i Cordoba (8.45) og Holland-Perú í Mcndoza(8.45). Múmet — múrmottur Glerullereinangrun Steinullereinangrun Plasteinangmn Gluggaplast — plastdúkur Málningarvömr — litablöndun Smévömr fyrir byggingar Flisar úti og inni — Ifm Fúgusement — smáverkfærí Þakpappi — þaksaumur Gólfplötur — þilplötur. IIIJÓN LOFTSSONHF Hringbraut121@10E00 Allar ferðirað fyllast! Sólarferð tilfimm landa lO.ágúst biðlisti Costadelsol 16. júní örfá sæti 22. júní örfá sæti 7. júlí laus sæti 12. júlí örfá sæti 28. júlí örfá sæti 3. ágúst örfá sæti 4. ágúst biðlisti 11. ágúst biðlisti 18. ágúst örfá sæti 24. ágúst örfá saeti 25. ágúst laus sæti 1. sept. biðlisti 8. sept. örfá sæti 15. sept. laus sæti 22. sept. laus sæti 29. sept. laus sæti 13. sept. laus sæti Septemberdagar á Italíu 31.ágúst 9sæti laus Júgósiávia 6. júní biðlisti 27. júní biðlisti 18. júlí biðlisti 2. ágúst biðlisti 10. ágúst biðlisti 22. ágúst biðlisti 31. ágúst biðlisti 12. sept. laus sæti 20. sept. laus sæti Rinarlðnd og Mosel 13. júlí laussæti Reynið okkar viðurkenndu þjónustu í almennum ferðum og sér ferðum fyrir hópa ogeinstaklinga. Sérferðir eru okkar sérgrein. 'TSamvinnu- feróir AUSTURSTRÆT112 SÍMI 27077 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 28899

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.