Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 10
10 Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkwmdasljón: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krísljánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Péturs- son. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. bkrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir Hallur Simonarson. Aðstoðarfróttastjórar Atli Steinarsson og Ómar VakJimarsson. Handrif Ásgrímur Péls- son. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefénsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, Hallur HaHsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ragnar Lér., Ragnheiður Kristjénsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pélsson. Ljósmyndir: Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður VHhjélmsson, Ragnar Th. Sigurðs* son, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. GjakJkori: Þréinn Þoríeifsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Mér E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, éskriftadeHd, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2000 kr. é ménuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prantun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Órökréttyfirvinnubann Yfirvinnubann Verkamannasam- bandsins, sem á að hefjast eftir nokkra daga, er tilefnislaus blóðtaka fyrir hinn almenna verkamann. Til þess er stofnað af flokkspólitískum orsökum. Gildi þess í kjarabaráttunni sjálfri er ekkert. Þótt forystumenn Verkamannasambandsins vilji að sinni fara með nokkurri gát, þótti þeim rétt að bæta yfir- vinnubanni frá 10. þessa mánaðar við útflutningsstöðv- unina svonefndu. Með því munu hinir lægstlaunuðu missa miklar tekjur í um þrjár vikur af júnímánuði. Víða hafa menn haft allt að þriðjungi launa sinna fyrir yfir- vinnu. Ljóst er, að yfirvinnubannið eykur ekki líkurnar á, að fullar verðbætur á laun verði endurheimtar. Atvinnurek- endur eru ekki til viðtals um slíkt fyrir kosningar. Að sjálfsögðu verður þetta dæmi gert upp eftir kosningarn- ar. Það verður komandi ríkisstjórn, en ekki atvinnurek- endur, sem í reynd mun ráða þessari ferð. Vera má, að nýir meirihlutar í ýmsum sveitarfélögum fari nú að greiða starfsmönnum sveitarfélaganna fullar verðbætur. Sú aðgerð er auðvitað ekki til komin vegna verkfallsaðgerða heldur afleiðing stjórnmálastöðunnar. 'Sama máli gegnir í raun um landið sem heild. í komandi kjarasamningum munu aðilar vinnumark- aðarins í reynd semja við ríkisvaldið. Atvinnurekendur munu gera til þess kröfur um ákveðna fyrirgreiðslu, eigi verðbætur að hækka. Hætt er við, að hækkun verði, þegar á hólminn kemur, að mestu velt út í verðlagið, verði pólitískur grundvöllur fyrir samþykkt hennar. Engu að síður eiga verkalýðsfélögin að standa fast að kröfu um fullar verðbætur. Um þær hafði verið samið, unz ríkisstjórnin lét ganga á samningana með lögum sínum um efnahagsráðstafanir. Ríkisstjórnir allra flokka hafa staðið að skerðingu vísitöluuppbótar, þótt aðferðin nú hafi verið óvenju gróf. Verkalýðshreyfingin á að nota lækifærið, sem nú gefst, til að stöðva slík samningsrof. í eitt skipti fyrir öll. Hún þarf að sýna flokkunum, að þeim muni ekki líðast slíkar aðgerðir í framtíðinni. Þegar staðið verður upp frá kjarasamningum, verða menn að vita, um hvað var samið. Ekki má gleymast, að það eru fleiri en lægstlaunaðir verkamenn, sem krefjast fullra verðbóta í samræmi við kjarasamningana í fyrra. Yfirvinnubann á vegum Verka- mannasambandsins þýðir, að enn einu sinni er hinum lægstlaunuðu beitt fyrir vagn þeirra, sem meira bera úr býtum. Hinir lægstlaunuðu eru látnir sæta minnkun launa. Hinir bíða átekta. Þegar ljóst er, að spurningunni um verðbætur verður ekki svarað fyrr en eftir kosningar og stjórnmálastaðan þá mun ráða svarinu, stuðlar yfirvinnubann ekki að því, að krafa verkafólks nái fram að ganga. Fórnir hinna lægstlaunuðu eru því tilefnislausar. Yfirvinnubannið rýrir afkomu fyrirtækja og þjóðar- ’msins. Þannig gerir það sem slíkt komandi stjórnvöldum erfiðara að gangast fyrir kauphækkunum. Tilgangur forystumanna Verkamannasambandsins er + yrst og fremst sá að halda launþegum „heitum” fram ’Tir kosningar. Yfirvinnubann er því flokkspólitísk ráð- ; töfun. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ1978 A f kvenréttindum í Kínverska >1 Iþýðulýö veldinu — fyrirtækin reka barnaheimili, mötuneyti og _ fatasaumahópa Þegar komið er inn á „Hjóltækja- iðjuverið 7. febrúar” í úthverfi Pekíng- borgar má hvarvetna sjá konur við vinnu. Þær vinna við rennibekki og háa krana eða stjóma rafknúnum kerrum og vörubílum. Sumar eru að sjóða saman skrokka dtsilknúinna járnbrautarlesta. Konur voru engar á þessu vinnusvæði fyrir stofnun flokkurinn hafði verið myndaður fékk hann það sem sitt fyrsta verkefni að yfirfara rennibekk í vélsmiðjunni. En þegar konurnar komu þangað til að losa rennibekkinn reyndi karl- maðurinn sem vann við bekkinn að snúa þeim frá með því að segja: „Vélin mín er í ágætu ásigkomulagi ennþá. Það þarf ekkert að yfirfara hana sem stendur.” Þessar kínversku stúlkur starfa á rannsóknastofu tengdri oliuiðnaðinum og hafa uppgötvað nýjar aðferðirvið oliuhreinsun. Alþýðulýðveldisins Kina árið 1949. Þar voru aðeins ráðnir karlmenn til starfa. Þær fáu konur sem fyrir- fundust þar þá sópuðu verksmiðjugólf eða unnu önnur fyrirlitin störf. N ú eru 23 prósent vinnuaflsins konur svo að hjóltækjaiðjuverið er ekki lengur umráðasvæði karlmanna einna. Svipaða sögu má segja úr öðrum verk- smiðjum og iðjuverum í kínverskum þungaiðnaði. Verkakonur verða ekki fyrir neinni mismunun i iðjuverinu. Verkakonur og verkamenn fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Verkakonur sem skara fram úr i starfi eru metnar og heiðraðar sem „þróaðir” eða „fyrir- myndar” verkamenn og Ijósmyndir af þeim eru sýndar á áberandi hátt meðal mynda af framúrskarandi verka- mönnum við aðalinnganginn að iðjuverinu. Ein þeirra kvenna, sem þannig hafa verið heiðraðar er Sjih Hsíújúng, 42 ára gömul. Hún fann uppnýtt vinnsluferli fyrir framleiðslu á hlutum í skiptidósir fyrir járnbraut- arstjórnvagna sem var tólf sinnum fljótvirkara en hið eldra. í vélsmiðjunni eivinnuflokkur sem i eru eingöngu konur. Þessi _ flokkur hefur verið nefndur „8. marsvinnu- flokkurinn”, til heiðurs alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna. Þær tuttugu og þrjár konur — allar rennismiðir — sem eru í þessum flokki voru út- skrifaðar úr gagnfræða- og tækni- skólum. Þær hafa ekki aðeins framleitt hluti sem eru jafngóðir þeim sem verkakarlarnir hafa unnið, heldur hafa þær einnig innleitt ýmsar nýjungar i hömrunar- og skurðartækni og flokkurinn þar með fengið heiðurs- nafnbótina „þróuð vinnueining”. Saga viðhaldsvinnuflokks eins sem í voru faglærðir kvenvélvirkjarsýnir vel hvernig verkakonur náðu stöðu sinni með meðvituðu starfi. Þessi vinnuflokkur var settur á laggirnar í menningarbyltingunni en meðan á henni stóð var einmitt kenningin um yfirburði karlmannsins tekin til gagn- rýninnar umræðu. Þegar vinnu- Þegar leiðtogi vinnuhópsins, Pén Sjúlan, minntist þessa atviks, sagði hún: „Þessi karlmaður leit niður á konur. Hann trúði þvi ekki að við gætum yfirfarið rennibekkinn al- mennilega.” Þegar framkvæmdastjórn iðjuversins hafði minnt hann á að í kinverskum sósialisma rikti jafnrétti kynja lét hann undan og leyfði konun um að vinna verk sitt. Konurnar fóru þá með vélina inn á verkstæði sitt og gerðu þar sitt besta til að fyrsta viðhaldsverkefnið yrði vel af hendi leyst. Þegar rennibekkurinn hafði aftur verið settur niður á sinn stað í vélsmiðjunni gekk hann óað- fipnanlega. Rennismiðurinn sagði við kvenvélvirkjana: „Næst þegar eitt- hvað fer að gefa sig í vélinni hjá mér, læt ég enga aðra en ykkur vita.” Viðhaldsflokkur kvennanna hefur síðan gert við aragrúa véltækja. í stað þess að vísa þeim á bug eru verka- mennirnir nú ánægðir með að þær geri við vélarnarfyrirþá. Mikill fjöldi kvennanna vinnur al- menn verkamannastörf í iðjuverinu. Fjöldi annarra kvenna skipar ýmsar aðrar stöður innan iðjuversins, á mis- munandi stigum vinnunnar. Sumar eru vélfræðingar, aðrar tæknifræðingar. Margar verkakvennanna eiga börn. Barnaheimili, mötuneyti og fata- saumahópar, sem hjóltækjaiðjuverið rekur, og taka mjög lágt gjald fyrir þjónustu sína, hafa létt af vinnandi mæðrum þyngstu byrði barna- uppeldisins og hluta heimilishaldsins og veitt þeim tækifæri til að stunda pólitiskt og tæknilegt nám í fristund- um sínum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.