Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 13
 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNl 1978 13 Dómurí prófmáli námsmanna gegn ríkisvaldinu: Mikilvægur áfangasigur Vilhjálmur ogsveinar hans sakamenn Þann 26. april sl. féll dómur í Bæjar- þingi Reykjavíkur í prófmáli þvi sem námsmenn höfðuðu á hendur Lána- sjóði islenskra námsmanna, mennta- málaráðherra og fjármálaráðherra. Ástæða er til að fagna þessum dómi. Hann er þungt högg á þá lögleysu sem Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra og fulltrúar ríkisvaldsins í stjórn LÍN — „þrifólið” svonefnda (Jón Sigurðsson, Tímanum, Árni Ólafur Lárusson, Skeljungi og Stefán Pálsson, Stofnlánadeild land- búnaðarins) — hafa þar haft I frammi, ekki aðeins hvað varðar þau atriði sem þessi dómur nær til, heldur einnig í ýmsum öðrum. Það er þeim verðugur stimpill að liggja nú undir dómi sem sakamenn. Upphaf málsins Vorið 1976 voru að tilhlutan menntamálaráðherra og gegn hálf- velgjuandstöðu forystumanna nokk- urra námsmannasamtaka sett ný lög um námsaðstoð. Var þar hlutur náms- manna stórlega skertur frá því sem áður var, einkum hvað varðar endur- greiðslur. Námslán voru gerð visitölubundin að fullu — ein allra lána á íslandi — og þar með kastað fyrir róða öllum fögrum ræðum um jafnrétti til náms, jafna efnahagslega aðstöðu allra þegna til náms og menntunar, samfélagslega ábyrgð á menntun og skólagöngu o.s.frv. Sum samtök námsmanna börðust þó af fullri einurð gegn lögunum, einkum námsmenn erlendis, bæði meðan þau voru I frumvarpsformi og eftir að þau urðu að lögum. Meðal annarra náms- manna hefur andstaðan aukist mjög síðustu árin. Prófmál námsmanna við ríkisvaldið mun vafalaust verða til að efla andstöðuna enn meir. Sumarið 1976 var sett ný reglugerð um LlN. Um undirbúning hennar sá þrifól ríkisvaldsins I stjórn LlN. Þrátt fyrir hræsnistal ráðherra um hlýjan hug sinn til verkmenntunar undir- ritaði hann þó reglugerð sem hélt fjölmörgum (flestum?) nemum i verk- legu námi áfram utan við námsaðstoð. Sú skipan ríkir enn. Ýmis önnur atriði eru undarleg I reglugerðinni, m.a. eitt sem námsmenn telja brjóta í bága við- lögin. Skv. lögunum ættu t.d. náms- menn með stúdentspróf að geta fengið námslán óháð þvi í hvaða námi þeir eru en skv. reglugerðinni verða þeir að vera í námi sem krefst stúdentsprófs eöa er á annan hátt viðurkennt sem „lánhæft nám” hjá LÍN. Nýjar út- hlutunarreglur Að lokinni reglugerðarsmiði — sem reyndar var svo illa af hendi leyst að starfsfólk ráðuneytis varð að vinna hana alla upp — hófst þrífólið handa við að semja nýjar úthlutunarreglur. Meginsjónarmið þrifólsins var að nota það versta úr lögunum og reglugerðinni en sneiða fram hjá eða rangtúlka skárri hluta þeirra. Þetta sjónarmið hefur ráðið starfi þeirra hingað til. Er það I samræmi við viðhorf þeirra til námsfólks en það mótast allt af þekkingarskorti á kjörum námsmanna, fordómum og beinum illvilja. Jón Sigurðsson, for- maður sjóðsstjórnar, þurfti t.d. ekki að taka námslán á sínum námsárum — hann hafði önnur ráð. Og Árni Ólafur Lárusson hefur verið svarinn óvinur námsfólks siðan hann varð fram- kvæmdastjóri sjóðsins, en það var hann i nokkur ár að loknu prófi I við- skiptadeild Hl og að loknu pólitisku uppeldi I Vöku, útungunarvél ihalds- stúdenta. Meginárásir þrifólsins á kjör náms- fólks.i úthlutunarreglunum voru að ekki skyldi taka tillit til fjöl- skylduaðstæðna fólks við ákvörðun á framfærsluþörf þess. Fram- færslukostnaður er metinn sá hinn sami fyrir einstakling, einstætt for- eldri, giftan barnlausan námsmann . giftan námsmann með eitt barn, tvö börn, o.s.frv. Eins atriðis hvað varðar fjölskylduaðstæður tóku þeir þó tillit til—þeir ákváðu að námsmaður sem býr í foreldrahúsum skuli hafa 40% lægri framfærslukqstnað. Þar var hægt að „taka tillit”. En að taka tillit til framfærslu maka — það fannst þeim hlægilegt, jafnvel þótt maki væri veikur, í námi eða heima til að annast börn. En annars staðar var hægt að „taka tillit”. Sett var ákveðið tekjumark. Sá námsmaður sem hefur tekjur, fær Ixkkað lán sem því nemur. Ákveðið var að hafa tekjumark þetta örlitið hærra fyrir námsfólk með börn — sem í raun er viðurkenning á því að náms- maður með börn hafi meiri þörf fyrir námslán en hrein blinda fyrir því að sé „tillitið” tekið á þennan hátt er verið að halda því fram að þvi fleiri börn sen námsmaður á þeim mun meiri tíma og aðstöðu hafi hann til að vinna meðnámisínul! Námsmenn töldu þetta ákvæði lög- leysu og hafa hvað eftir annað leitað til menntamálaráðherra til að fá leiðréttingu sinna mála. En honum lá á sínum tíma svo mikið á að sletta uridirskrift sinni á plagg flokks- gæðingsins Jóns Sigurðssonar að hann gat ekki virt starfstíma eigin ráðu- neytis. Þótt plaggið bærist honum siðdegis á föstudegi var búið að undir- rita það er ráðuneytið lauk upp dyrum ■ sinum á mánudegi. Námsmenn ákváðu þá að lögsækja þetta fina fólk. Kjarabaráttunefnd sem þá lifði og hét sem samstarfsnefnd skólafélaga framhaldsskóla fékk einn félaga SÍNE til að höfða málið sem prófmál. Fenginn var lögmaður til að sækja málið, Ragnar Aðalsteinsson hrl. Fjármálaráðuneytið fól lögmanni sínum, Gunnlaugi Claessen hdl. að verja máliö. Það kom siðan fyrir dóm í undirrétti eftir alllanga bið. Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari dæmdi i málinu þann 26. april sl„ féllst á dómskröfur námsmanna og hafnaði algjörlega rökstuðningi verjanda. Dómurinn En hvað inniheldur dómurinn? Hvernig ber að túlka hann? Þrifólið er þegar byrjað að rangtúlka hann sér í hag i nokkrum mæli, þótt út úr þeim orðum skíni lafhræðsla við afleiðingar eigin verka. Námsmenn hafa engan hag af þvi að rangtúlka dóminn og reyna að mála hann betri en hann er. Slíkt kynni aðeins að vekja ótimabær- ar vonir og siðan valda vonbrigðum fyrir marga. Dómurinn er ósigur fyrir ríkis- valdið, þvi að hann hafnar beinlinis út- reikningsaðferðum þrifólsins. Klaufa- legar örvæntingarlygar Jóns Sigurðssonar formanns sjóðsins, breyta engu um það: „Er rökstuðningi stefndu í kafla V hér að framan þvi hafnað,” segir í dómnum. Og siðar: „Á rök stefndu um frjálst mat stjórnar verður þvi ekki fallist né að takmarkað fé sjóðsins til opinberrar aðstoðar við námsmenn komi i veg fyrir að stefnandi geti fengið rétt hlutsinn.” Dómurinn hafnar þannig beinlínis þvi áliti þrífólsins að ekki beri að taka tillit til framfærslu barna og maka: „Telja verður ótvirætt að fjölskylda stefnanda taki að minnsta kosti til hans sjálfs, konu hans og barns.” Og siðar: „Verður veiting námslána til stefnanda 1976 og ’77 samkvæmt á- kvörðun stjórnar Lánasjóðs islenzkra námsmanna 15.11.1976 og 25.3. 1977 því dæmd ógild gagnvart stefnanda og ber að endurskoða lána- úthlutanir þessar og veita stefnanda viðbótarlán, þar sem tillit sé tekið til þess að stefnandi var kvæntur og maki hans hafði litlar tekjur...” Hvað varðar tillit til barna tekur dómarinn ekki skýra afstöðu. Hann viðurkennir að tillit sé tekið til barna við ákvörðun lánsupphæðar (við ákvörðun tekjumarks): „Lögmaður stefnanda hefur i málflutningi sínum lýst yfir að útreikningum og töflum framkvæmdastjórans ( i LfN — aths. GS) sé ekki andmælt á nokkurn hátt og viðurkennt sé af stefnanda hálfu að tekið hafi verið tillit til fjölskyldu- stærðar stefnanda að þessu leyti með þvi að miða umframtekjur hans við 25% hærri upphæð en ella.” Hins vegar tekur dómurinn enga afstöðu til útreikningsaðferðar þrifólsins varðandi börn, hvorki með né móti. En eins og áður er nefnt hafnar dómurinn öllum rökstuðningi þrífólsins. En hann segir ekkert um hvað skuli koma i staðinn — og það er eðlilegt. Ástæðuna fyrir þessum mála- lokum tel ég vera þá að svo vilji til að viðkomandi námsmaður naut tekjumarks-reglunnar, þar eð tekjur hans voru á bilinu milli tekjumarks einstaklings og tekjumarks ein- staklings með 1 bam. Hefði hann haft nokkru lægri tekjur, þ.e. undir tekju- markinu, hefði framfærsla barnsins engin áhrif haft — beint eða óbeint — á námslán hans. Afstaða dómsins til sliks tilviks kemur ekki beinlínis fram, en þó má af ýmsu ráða, að hann hefði dæmt slikt tilvik andstætt lögunum. Þetta má marka t.d. af þvi að dómurinn , tekur tekjumarksreglur maka námsmanns ekki með i dóms- 'mat sitt og eru þó reglurnar um það byggðar á sömu aðferðum. Hvað tillit til barna áhrærir er dómurinn því óskýr, fljótandi ogófull- nægjandi, og ber námsmönnum því tvimælalaust að áfrýja honum til Hæstaréttar. Gera verður kröfu um að Hæstiréttur taki grundvallarafstöðu til þess hvort taka beri tillit til barna allra námsmanna sem börn eiga og sækja um lán, eða aðeins sumra — þ.e.a.s. hvort það sé „eðlilegt tillit” til fjölskyldustærðar að meta framfærslu- kostnað hærri ef um börn er að ræða (ómótmælanlegur raunveruleiki) — eða að tekið sé óbeint tillit til barna jvegar ákveðið er hvort og hversu mikið skuli dragast frá lánum náms- manna vegna tekna. En við getum engu treyst um dóm Hæstaréttar. Lögin eru ekki gerð fyrir okkur, heldur gegn okkur, og þótt dómsvaldinu fipist ejnstaka sinnum ef lögbrotin eru of augljós liggur þó ljóst fyrir hvert meginhlutverk j>ess er: nefnilega að verja hagsmuni ríkjandi afla þjóðfélagsins. Framhaldið Auk þess sem málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar verða námsntenn nú að gera skýrar og greinilegar kröfur á Guðmundur Ssmundsson hendur stjórn LlN og rikis''aldinu með stuðning í dómi undirréttar og I framhaldi af honum. Hæst ber þar kröfuna um að þrífólið segi af sér þeg- ar í stað eða verði vikið frá störfum, a.m.k. þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm. Þetta er aðeins krafa um að rikisvaldið haldi sig að siðaðra manna háttum. Ég tel að sóma sins vegna og hagsmuna geti námsmannasamtökin ekki sætt sig við að fulltrúar náms- manna sitji með þessum lögbrjótum í stjórn sjóðsins og beri þvi að draga þá út úr stjórninni meðan þrífólið vermir stóla þar. Þá ber og að gera þá sjálf- sögðu kröfu til sjóðsstjórnar og ráðherra að úthlutunarreglum LÍN verði þegar breytt til samræmis við dóminn og kröfur námsmanna. í öðrum löndum hefði menntamála- ráðherra séð sóma sinnm í að segja af sér við svipaðan skell. En líklega er til litils að setja fram kröfuna um að Vilhjálmur frá Brekku snúi sér að búskapnum alfarið og láti mennta- málin I friði. Slikt tíðkast ekki hér- lendis meðal gegnrotinnar sam- tryggingar borgaralegra stjórnmála- manna. Loks tel ég hafið yfir allan vafa að námsmönnum beri að notfæra sér þennan aukna byr í seglin til að vekja athygli á og berjast fyrir öðrum meginkröfum sinum, þ.e. afnámi vísitölubindingarinnar, námslánum sem nægi til framfærslu og jöfnum rétti allra framhaldsskólanema til námslána. Með þennan aukna styrk að baki og með því að feta leið einarðrar og harðskeyttrar fjöldabaráttu gegn svikulu og í mörgum tilvikum löglausu ríkisvaldi ráðandi afla er hægt að ná miklumárangri. Guömundur Sæmundsson fulltrúi Sambands islenskra námsmanna erlendis i stjórn lánasjóðsins júní 1976— Jan. 1978. Kosningadagskráin: Ósvífni útvarpsráðs Oft hefur þótt pottur brotinn hvað varðar hlutleysi. ríkisfjölmiðlanna hljóðvarps og sjónvarps. Ýmis gagn- rýni jafnt frá hægri sem vinstri hefur komið fram á hlutdræga frétta- mennsku, og viðkvæmar sálir hafa fengið gæsahúð vegna skoðana ein- stakra umsjónarmanna dagskrárþátta. Hér hefur þó fyrst og fremst verið um að ræða einstaklingsbundin „hlut- leysisbrot” ef hægt er að kalla þessi at- vik þvi nafni. Nú virðist hlutdrægnin hins vegar vera orðin stefnuskráratriði hjá útvarpsráði, og b*'r þar fyrst að nefna er útvarpsráð lét hætta lestri á forustugreinum þriggja mánaðarblaða sem höfðu verið lesnar upp með for- ustugreinum landsmálablaðanna. Skoðanir þær sem fram komu í við- komandi blöðum (Neista, Stéttabarátt- unni og Nýrri dagsbrún) virðast hafa komið svo illa við taugarnar á meiri- hluta útvarpsráðs að hlutleysisreglurn- ar voru brotnar kinnroðalaust. Full- trúar stjórnarandstöðunnar reyndu í þessu niáii að malda i móinn en allt kom fyrirekki. En ákvörðun útvarpsráðs um sjón- varpsdagskrána fyrir kosningar sló þó allt út i ósvífni. Ákveðið var að hver framboðslisti fengi 7 mínútna grunn- tíma en síðan aukinn tima fyrir hvert kjördæmi sem hann býður fram í. Þetta lítur svo sem nógu lýðræðislega út en þegar að er gáð kemur annað í Ijós. Þessi regla er eingöngu sett til höfuðs þeim listum sem standa utan við hina hefðbundnu þingflokka og flokkseigendafélög þeirra og hafa ekki tök á eða vilja til að bjóða fram í öllum kjördæmum. Einnig eru þessir flokkar útilokaðir frá öllum öðrum umræðum í sjónvarpinu með því að binda þær við alþingismenn eða flokksformenn. Um þessar aðgerðir ríkti fullkomin samstaða milli stjórnar og stjórnar- andstöðu. Allar skoðanir og athuga- semdir, sem ekki falla í hinn hefð- bundna ramma þingflokkanna og flokkseigendafélaganna, skyldu útilok- aðar. Ekki er nóg með að hér sé frek- lega brotið á þeim flokkum sem verða fyrir barðinu á þessum endemis regl- um heldur er hér um að ræða hreina móðgun við kjósendur. Með þessu móti er komið I veg fyrir að fólk geti kynnt sér málflutning þessara flokka og vegið þá og metið. Það er til lítils að tala um frjálsar kosningar þegar t.d. 3 af 8 listum sem bjóða fram í Reykja- vik fá ekki tækifæri til að láta kjós- endur heyra i sér. Þetta er þvi alvar- legra ef tekið er tillit til þess að þeir listar sem ekki hafa menn á þingi standa mun verr að vígi hvað varðar blaðakost. T.d. gefur Fylkingin út mánaðarblað, KFI lítið vikublað og Stjórnmálaflokkurinn er svo að- þrengdur að hann verður að kaupa auglýsingar i blöðunum til að koma málflutningi sínum á framfæri. En af- staða hinna hefðbundnu flokka er skýr: „Við einir vitum” og aðrar skoðanir eru óæskilegar og skulu kæfðar i fæðingu. Enginn furðaði sig á því að „lýð- ræðisflokkarnir” skyldu gera allt sem í þeirra valdi stóð til að hefta málfrelsið en að Alþýðubandalagið skyldi vera með i þessu vekur furðu. Það er nú nefnilega svo að Alþýðubandalagið og áður Sósíalistaflokkurinn urðu oft fyrir barðinu á svipuðum reglum og þeir eru nú sjálfir að setja, og það var oft undir hælinn lagt hvort flokkurinn kom skoðunum sfnum á framfæri við kjósendur. Einmitt þess vegna hefur Alþýðubandalagið oft stillt sér upp sem málsvara þeirra sem orðið hafa fyrir ritskoðun eða einhvers konar of- sóknum og banni i rikisfjölmiðlunum, en nú stendur það í heilögu bandalagi við hina „lýðræðisflokkaná” i þeim til- gangi að útiloka annan málflutning en sinn eigin úr fjölmiðlunum. Alþýðu- bandalagið veit sem er að tveir af þeim listum, sem fram komu í Reykjavik, koma til með að beina spjótum sinum að verulegu leyti gegn Alþýðubanda- laginu, og að málflutningur þess mun verða undir smásjá. Alþýðubandalags- forustan veit upp á sig sök fyrir ýmiss konar klúður innan verkalýðshreyf- ingarinnar og hefur takmarkaðan áhuga á að láta stilla sér upp gagnvart verkum sinum þar. Alþýðubandalagið er þvi jafn áhugasamt um að útiloka þessa hópa frá umræðum og Sjálf- fc\ Kjallarinn Guðmundur J. Guðmundsson stæðisflokkurinn er hræddur við Stjórnmálaflokkinn og aronskuna. Al- þýðubandalagsmenn hafa jafnvel gengið svo langt í hatursáróðri ogskit- kasti út i þessa hópa að einn af flokks- hundum þess öskraði á opinberum fundi fyrir nokkru, er einn frambjóð- andi R-listans var að reifa þessi mál: „Já, og það ætti að loka kjaftinum á þér endanlega." Stalín er kannski ekki hér en aðferðir hans eru vissulega i fullu gildi. Guómundur J. Guðmundsson nemi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.