Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 25
25 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ1978 Hin frábæra leikkona Madeline Kahn lék hina einu sönnu ást Sigi Hilmes. GENE WILDER „Hann leikur jafn eölilega og fuglinn flýgur,” sagði Mel Brooks eitt sinn um Gene Wilder. Kvikmyndaframleiðandinn Richard Roth spurði eitt sinn vin sinn og leikarann Gene Wilder hvort hann hefði nokkurn tíma hugsað um grín- mynd með Sherlock Holmes. Þá var Gene Wilder önnum kafinn við leik sinn í myndinni Young Frankenstein, sem sýnd hefur verið hér við mjög góða aðsókn. Hann svaraði: „Einu sinni i viku undanfarið ár.” En hann var dálítið hræddur um að fólk al- mennt bæri of mikla virðingu fyrir Holmes til þess að hann þyrði að gera grín að honum. Viku siðar borðuðu þessir ágætu menn saman. Talið barst aftur að Holms og Roth spurði Wilder aftur hvort hann hefði nokkuð hugsað um leynilögreglumanninn nýlega. „Nei,” svaraði Wilder, „en ég hef hugsað töluvert um hinn ofboðslega afbrýðisama yngri bróður hans, Siger- son.” Árangurinn er hin frábæra mynd um yngri bróður Sherlock Holmes, The Adventure Of Sherlock Holmes Smarter Brother, sem einnig hefur verið sýnd hér við frábærar undir- tektir. Gene Wilder stjórnaði kvik- myndinni sjálfur og lék einnig aðal- hlutverkið, bróður Holmes, Sigi. Marty Feldman, úteygði brezki gamanleikarinn, lék skrifstofumann hjá Scotland Yard sem gengur i lið með Sigi Holmes. Madeline Kahn leikur Jenny, sem er söngkona og sú eina og sanna i augum Sigis. Wilder fæddist fyrir rúmlega fjörutiu 'árum og er sonur manns nokkurs sem hafði þann starfa að framleiða litlar bjórflöskur. Hann var aðeins þrettán ára þegar áhugi hans á leiklist kviknaði fyrst fyrir alvöru. Aðeins fimmtán ára endursamdi hann leikritið Death Of A Salesmen eða Sölumaður deyr og flutti það ásamt félögum sinum á kvenfélagsfundum og i skólanum. A næstu árum hikaði hann ekki við að leikstýra og setja á svið nokkur leikrit í skólum þeim sem hann gekk í og þótti standa sig með af- brigðum vel. Fyrsta stóra hlutverk hans opinber- lega var í leikritinu Roots eftir Arnold Weskler. Góðar undirtektir áhorfenda urðu til þess að næsta hlutverk hans var á Broadway. Þar fékk hann einnig frábæra dóma og Mel Brooks fékk augastaðá piltinum. Gene Wilder var nú orðinn vel þekktur leikari og honum bauðst nú hvert hlutverkið á fætur öðru. Hann lék i Death Of A Salesman, sem hann hafði sjálfur fært á ,svið á sínum yngri árum. Hann lék einnig í Bonnie and Clyde, Start the Revolution Without Me og fyrsta mynd hans hjá Mel Brooks var The Producers, en I henni fór hann með hlutverk Leo Bloom. Þessi siðastnefnda mynd var sýnd í sjónvarpinu hér ekki alls fyrir löngu og fjallaði um leikstjóra sem fær Leo (Wilder) i lið með sér. Þeir setja á svið leikrit í þeim tilgangi að tapa á því en í stað þess að tapa, verður leikritið gífurlega vinsælt, enda gert óspart grín aðHitlerog veldihans! Gene Wilder hélt áfram að leika i hverri grínmyndinni á fætur annarri og Mel Brooks lét þau orð falla um hann að hann léki jafn eðlilega og fugl flygi. Sem leikstjóri hefur Gene Wilder einnig verið mjög vinsæll. Hann leiðbeinir leikurum sinum frekaren að skipa þeim fyrir verkum. Hann segist hjálpa þeim bezt með því að kyssa þá á kinnina, halda i hendur þeirra og hjálpa þeim í persónulegum vand- ræðum með þvi að tala við þá. Með kvikmyndinni um yngri bróður Sherlock Hilmes hefur Gene Wilder loks náð takmarki sínu sem grínmyndahöfundur. Og hann segir: „Góð grinmynd er ekki aðeins mynd full af grini, heldur einpig frábærlega vel leikin mynd.” u The Adventures Of Sherlock Holmes Smarter Brother er fyrsta myndin sem Gene Wilder leikstýröi. Fjölbrautaskólinn Breiðholti Athygli skal vakin á því að auglýstar hafa verið kennarastöður við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, og er umsóknarfrestur til 15. júní næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og skrifstofu skólans. Einkum er um að ræða kennarastöður í raun- greinum, svo og við kennsludeildir verknáms, það er að segja málmiðnadeild, rafiðnadeild og tréiðnadeild. Þá vantar kennara í viðskipta- greinum, félagsgreinum, tónmenntum, íþrótt- um, mynd- og handmenntun. Skólameistari verður til viðtals í skólanum við Austurberg fyrir væntanlega umsækjendur frá mánudegi 5. júní til fimmtudags 8. júni kl. 9— 12 alla dagana og kl. 15—18 (kl. 3—6) mið- vikudaginn 7. júní og fimmtudaginn 8. júní. Skólameistari. Landsins mesta úrval af bifhjólahjálmum, teðurjökkum, uppháum leðurhönzkum og stormjökkum. KEPPNISHJÁLMUR Kr. 21.800.- Heimsmeistarar og frægir ökumenn eins og Hikki M ikkoga, Takazun i Katayama, Steve Baker, Mick Grantogfl. veija Verð á hjáimum frá kr. 7.800 til 21.800. Aiiar stærðir og aiiir litir. Póstsendum hvert á iand sem er. KARL H. KOOPER, VERZLUN Hamratúni 1, Mosfeiissveit Sími91-66216.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.