Dagblaðið - 05.06.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ1978
5
Frá torfæruaksturskeppninni við Hellu:
Sigraöi annaö áriö í röö
Margir áttu i stökustu vandræðum við
fyrstu þraut keppninnar, að komast yfir
gryfju fulla af hjóibörðum. Þar gilti sama
lögmálið og i öðrum greinum torfæru-
aksturs: beztu ökumennirnir komust
yfir.
— leiðinlegt veður og óhöpp settu svip sinn á keppnina
Rok og rigning settu svip sinn á
torfæruaksturskeppni Flugbjörgunar-
sveitarinnar á Hellu, sem fór fram í
fimmta skiptið á laugardaginn. Um tíma
gerði meira að segja haglél og var þá
ekki laust við að furðusvipur kæmi á
suma áhorfendur sem í sakleysi sinu
héldu að sumarið væri komið.
Sigurvegari i keppninni var Benedikt
Eyjólfsson. Hann hlaut 1200 stig af jafn-
mörgum mögulegum. Benedikt sigraði
einnig í sömu keppni i fyrra. Þorsteinn
Guðjónsson varð í öðru sæti og hlaut
890 stig. Þriðji varð Gunnar Svein-
björnsson með 790 stig og tiu stigum
neðar varð fjórði maðurinn,
Gunnlaugur Bjarnason. Allir fjórir efstu
óku Willys jeppum.
Alls hófu þrettán bílar keppnina sem
fór fram í sandhólum skammt austan
við Hellu. Einn heltist úr lestinni er
keppnin var hálfnuð. Aðstandendur
hennar höfðu ákveðið að miða þátt-
tökuna við tíu bíla en umsóknir fóru
langt fram úr þvi sem búizt hafði verið
við.
„Við ætlum i framtiðinni að gera
mun meiri kröfur til keppendanna en
hingað til,” sagði Óskar Jónsson, einn
umsjónarmanna keppninnar, sem Dag -
blaðið ræddi við. „Hér áður fyrr vorum
við alltaf tilbúnir með nokkra bíla frá
félagsmönnum Flugbjörgunarsveit-
arinnar ef þátttaka yrði ekki nægileg.
Nú voru keppendur hins vegar of margir
og við gátum ekki leyft þeim að gera
nema eina tilraun við hverja þraut í stað
tveggja áður.”
Segja má að óheppnin hafi elt Flug-
björgunarsveitarmenn á laugardaginn.
Auk óveðursins, sem spillti mjög fyrir
keppninni, varð óhapp á þriðju braut
keppninnar. Þá missti ökumaður eins
bilsins vald á tæki sinu og ók inn í hóp
áhorfenda. Þar fór þó allt betur en
horfðist í fyrstu. Ungur drengur
slasaðist þó og var fluttur á sjúkrahúsið
á Selfossi. Frá þessu slysi er sagt á
öðrum stað í blaðinu.
Eftir slysið var hætt við keppni á braut
þrjú. En siðar var að beiðni
keppendanna einnig hætt við loka-
þrautina. Að sögn Óskars Jónssonar var
ekki fallizt á að þrautin yrði felld niður
fyrr en allir ökumennirnir voru orðnir
sammála um að þeir treystu sér ekki í
i'hana.
Talsvert áberandi var hversu vel
ökumenn eru farnir að búa bíla sína út
til torfæruaksturs. Allir eru þeir nú
komnir með veltigrindur og skilyrði var
sett um að þeir þyrftu að hafa bilbelti og
öryggishjálma.
Áhorfendur að torfæruaksturs-
keppninni voru á þriðja þúsund talsins,
þegar mest var. Hins vegar flúði fólk í
stórum hópum þegar rigningarskúrir og
él gengu yfir. Dálitið ölvun var á
svæðinu en þó ekki mjög áberandi.
Auk flugbjörgunarsveitarinnar á
Hellu gengst Björgunarsveitin Stakkur i
Keflavík fyrir árlegri torfæruaksturs-
keppni. Sú keppni fer fram á Suður-
nesjum seinni hluta sumars.
-ÁT-
Sigurvegarí keppninnar, Benedikt Eyjólfsson, rennb- sér af staö I dekkjahrúguna. Eftirtektarveröir eru hjólbarðarnir undir
Willy’s jeppa hans, sem eru verulega breiðari en gengur og gerist. — Benedikt sigraði í keppninni með tólf hundruð stigum
af jafn mörgum mögulegum.
Sunna býöuralitþaö bezta sem til er á Grikklandi
Hægt er að skipta Grikklandsvöl milli þessara staða og upplifa þetta allt í einni og sömu
Grikklandsferðinni.
AÞENUSTRENDUR
RHODOS
SKEMMTISIGLING
1 11 111
Glifada, eftirsóttasti tízkubað-
strandarbærinn.
öll Sunnuhótel og ibúflir mefl einkasundlaug og sólbaðs-
görðum. Fjölbreytt skemmtana- og vertingahúsalff.
Glifada baflstrandarbærinn er Hka dvalarstaður Onassis-
fjölskyldunnar og annarra þeirra sem kunna afl velja sér
beztu dvalarstaðina i Grikklandi.
VOULIAGMENI
Fyrir þó sem vilja dvelja ó afskekktum stað fjarri veitinga-
húsum og skemmtistöðum. Þar býður Sunna upp ó hótel
vifl sjólfa baðströndina og afl sjólfsögðu mefl góðri sund-
laug og sólbaðsaflstöðu.
Vouliagmeni er tilvalinn staður fyrir þó sem kjósa kyrrð og
rólegheit i sumarleyfinu.
— blómaeyjan fagra
Góðar baflstrendur, hótel og ibúflir, fjölbreytt skemmtana-
Kf. islenzkur fararstjóri Sunnu ó Rhodos sér um fjölbreyttar
skemmti- og skoðunarferflir, m.a. yfir sundið til Tyrklands.
Rhodos er tollf rjóls eyja þar sem fólk getur gert góð kaup.
Blómaeyjan Rhodos hefur lengi verið ein vinsælasta sól-
skinsparadis frænda okkar ó Norðurlöndum, enda er um
helmingur allra ferðamanna þar Norfluriandabúar.
með 1700 lesta, fljótandi
ævintýraborg
á Miðjarðarhafinu.
Ævintýrið sem alla dreymir uml
Viflkomustaflir: Rhodos — Krit — Korfú — Júgóslavia —
Feneyjar — Aþena.
DAGFLUG Á ÞRIÐJUDÖGUM:
Þegar fullbókafl suma flugdaga og afleins örfó sœti laus
flesta hinna.
Brottfarardagar: 27. júni — 18. júli — 1. —8. — 15. — 22 og 29.
ógúst, 5 — 12. og 19. sept.
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆH10, SÍMI29322