Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 21
21 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNl 1978 « íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Blikarnir nú einir á botni 1. deildar Víkingur sigraði Breiðablik 3-1 í Laugardal í gærkvöld. Breiðablik hefur þvf tapað 3 leikjum í röð og er í neðsta sæti 1. deildar Staða Brciðabliks á botni 1. deildar er nú að verða alvarleg. Breiðablik beið lægri hlut gegn Víking i Laugardal í gærkvöld, 3-1. Brciðablik er þvt eitt yfir- gefið á botni 1. deildar með aðeins eitt stig að loknum fjórum leikjum. Víkingur hins vegar lagaði stöðu sína verulega i 1. deild — yfirgaf hóp fimm liða með 2 stig og þokaði sér að hlið Þróttar i fjórða til fimmta sæti 1. deildar með fjögur stig. Hinn kornungi Arnór Guðjohnsen skoraði tvívegis og sökkti Breiðabliki. Leikur Víkings og Breiðabliks i Laugar- dal fór að mestu fram á miðju vallarins, var þófkenndur. Þó brá fyrir laglegum samleiksköflum hjá báðum liðum. Víkingar höfðu yfir í leikhléi, 1-0. Gunnar örn Kristjánsson skoraði með þrumufleyg af 20 metra færi, neðst í markhornið. Laglegt mark hjá Gunnari — og Sveinn Skúlason átti ekki mögu- leikaáað verja. Víkingar komust síðan í 2-0 á 21. mín- útu síðari hálfleiks. Jóhann Torfason fékk knöttinn við miðlinu — gaf áfram á Arnór Guðjohnsen þar sem hann var við miðlínu. Arnór hljóp af sér varnar- menn Breiðabliks — lék laglega á Svein Skúlason og renndi knettinum I netið, 2- 0. Gott mark hjá hinum unga miðherja — geysifljótur og útsjónarsamur. Aðeins fjóruni minútum siðar minnk- uðu Blikarnir muninn i 2-1 — há sending var gefin fyrir Víkingsmarkið. Diðrik Ólafsson hugðist slá knöttinn frá en fataðist —virtist, sem einn vamar- manna Vikings hafi orðið fyrir honum. Knötturinn féll fyrir fætur Jóns Orra Guðmundssonar, sem skoraði af stuttu færi. M Arnór Guðjohnsen, Vikingurinn snjalli, sendir knöttinn óverjandi i mark Blik- anna. — DB-mynd Hörður. En Blikarnir náðu ekki að skapa sér tækifæri það sem eftir var. Skyndisóknir Víkinga voru mun hættulegri og á 45. minútu juku Víkingar muninn i 3-1. Arnór Guðjohnsen brauzt upp vinstri vænginn. Skaut föstu skoti, sem Sveinn Skúlason hálfvarði. Knötturinn féll fyrir fætur Óskars Tómassonar sem skaut úr þröngri aðstöðu. Knötturinn féll fyrir fætur Arnórs eftir nokkurt þóf og hann skoraði af stuttu færi, 3-1. Breiðablik hefur því tapað þremur leikjum í röð. Eftir jafntefli gegn KA I fyrsta leik liðsins hafa fylgt í kjölfarið ósigrar gegn Islandsmeisturum ÍA, Fram og nú gegn Víking. Þó mátti merkja batamerki á liðinu gegn Víking. Mun meiri barátta og festa var i leik liðsins. En engu að síður er staða Blik- anna mjög alvarleg. Sóknin máttlítil, miðjan veik. Varnarmenn Blikanna áttu i erfiðleikum með að hemja Arnór Guð- johnsen, hraði hans setti Blikana nokkr- um sinnum i vandræði. Þá hefur mark- varzla Blikanna verið höfuðverkur. Sveinn Skúlason verður á engan hátt sakaður um mörkin er Víkingur skoraði. Hann var þó heppinn þegar hann i fyrri hálfleik missti knöttinn klaufalega frá sér — en hamingjudisirnar brostu við honum, knötturinn hafnaði í stöng. Það hefur lengi fylgt, að lið í fallbaráttu hafa lukkuna ekki með sér. Þannig átti Bene- dikt Guðmundsson hörkuskot í þverslá Víkingsmarksins þegar staðan var 1-0. Breiðablik vermir nú neðsta sætið — og staðan vissulega alvarleg en það býr mikið i liði Blikanna. Með samhug og baráttu hlýtur Breiðablik að þoka sér uppþrep l.deildar. Hið sama gilti um Víking eins og Breiðablik að ósigur hefði þýtt eitt af neðstu sætunum. Vikingar höfðu tapað tveimur leikjum i röð og sigurinn þvi kærkominn. Mun meiri barátta og sant- vinna betri en gegn Þrótti. er Vikingur tapaði 2-0. Af og til brá fyrir laglegum samleiksköflum en þess á milli datt spil álveg niður. Víkingsliðið er traust en skortir illa mann til að stjórna leik liðsins. Leikinn dæmdi Rafn Hjaltalin — slakur dóniari og var alls ekki sannl'ær andi I dómgæzlu sinni. II Halls ií, á mánudög- gardögum, 16 Islenska Sjónvarpið sýnir í jú um, miðvikudöguitr&og á lat leiki frá HM í Argentínu í lit. í tilefni af þessu, seljum við H varpstæki, með 150 þúÉ ir. C þús. á mánuðArgentina '78 Vilberg& Þorsteinn Laugavegi 80 sími10259 ^hitachi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.