Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 20
20 Iþróttir íþróttir DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ1978 Iþróttir íþróttir I — KR-Þróttur. Neskaupsstað 4-0 KR-ingar unnu Þrótt frá Ncskaupstaö i 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu á Laugardalsvellinum á laugardag. Stefán Örn Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins á 30. mín. fyrri hálfleiks, 1—0. Á 2. mín. seinni hálfleiks skoraöi Sigurður Pétursson, 2—0 og tuttugu mínútum siðar skoraði Sigurður Indriðason með skalla 3—0. Sverrir Herbertsson skoraði 4 mark KR-inga þegar um það bil 15 mín. voru eftir, eftir góða sendingu frá Vilhelm Frcdriksen. KR-ingar eru því efstir í 2. deild með 7 stig. Þeir hafa leikið 4 leiki, unnið þrjá og gert eitt jafn- tefli. -h. jóns. Bakvörður FH ver á marklinu. Vitaspyrnu, sem Pétur Pétursson skoraði úr fyrir Skagamenn. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Þrenna Matta í fyrsta sigri ÍA í Kaplakrika íslandsmeistarar Akraness unnu FH 7-1 á laugardag Matthias Hallgrimsson, Skaga- maðurínn snjalli, skoraði sina aðra þrennu i 1. deild i sumar þegar tslands- meistarar ÍA kafsigldu FH-inga, 7—1 f Kaplakrika i 1. deild íslandsmótsins á laugardag. Matthias skoraði þrjú mörk gegn Breiðablik upp á Skaga og siðan þrjú gegn FH — hann er nú markhæsti leikmaður 1. deildar með 6 mörk. Matthias hefur sannarlega gert það gott eftir komuna frá Sviþjóð. Mörk hans á laugardag voru ólik. Fyrsta mark sitt skoraði Matti meö skalla. Á 20. minútu fyrri hálfleiks þegar Skagamenn léku undan suðaustan strekkingi, sendi Karl Þórðarson háa sendingu fyrir mark ÍA. Þorvaldur Þórsson og Jón Gunnlaugsson stukku upp saman en knötturinn fór yfir þá og Matti, ávallt á réttum stað, skoraði af stuttu færi — annaðmarklA. Sitt annað mark skoraði Matti á 13. minútu siðari hálfleiks. Guðjón Þórðar- son átti góða sendingu fram á Matta, — varnarmenr FH hefðu átt að ná sendingunni. Matti komst einn á auðan sjó og skoraði af öryggi framhjá Þor- valdi Þórssyni, markverði FH — lék lag- lega á hann og sendi knöttin í net- möskvana. í A komst þá i 4— 1. Þriðja markið skoraði Matti á 30. minútu siðari hálfleiks, jafnframt fallegasta mark leiksins. Hann fékk knöttinn í vítateig FH, hægra megin. Lék skemmtilega á varnarmann FH og sendi knöttinn með þrumuskoti efst i netmöskvana úr þröngri stöðu. Stór- glæsilegt mark — sannkallaður þrumufleygur. FH átti aldrei möguleika gegn létt- leikandi og skemmtilegu liði Skaga- manna. Þegar á 14. mínútu náðu Skaga- menn forustu þegar Jón Alfreðsson skoraði eftir fyrirgjöf Karls Þórðar- sonar. Þá var Ijóst að FH-ingar mundu ekki endurtaka sigur sinn gegn ÍA frá i fyrra i bikarnum. Já, þá þegar var Ijóst að Skagamenn mundu vinna sinn fyrsta sigur á FH i Kaplakrika I 1. deild. Þau þrjú"skipti er félögin hafa háð hildi sina í Kaplakrika hefur FH einu sinni borið hærri hlut, tvívegis markalaust jafntefii. Matthias Hallgrimsson jók siðan forustu ÍA i 2—0 á 20. mínútu. Þrátt fyrir að meistarar ÍA léku gegri suð- austan strekkingsvindi í síðari hálfleik höfðu þeir öll tök á leiknum. Karl Þórðarson skoraði þriðja mark ÍA á 6. I megin. Karl sendi knöttinn með föstu I i liði FH er hafði burði og getu á við minútu síðari hálfieiks. Árni Sveinsson skoti framhjá Þorvaldi, sem raunar hefði Skagamenn, minnkaði muninn i 1—3 átti langa sendingu frá vinstri á Karl þar átt að ráða við skotið. með föstu skoti néðst i markhornið af 20 sem hann var við vitateigshornið hægra | Janus Guðlaugsson — eini maðurinn | metra færi — laglegt mark. En Skaga- i menn ætluðu sér ekki að gefa neitt eftir. Matthías Hallgrimsson kom ÍA aftur þrjú mörk yfir á 13. mínútu. Á 20. mínútu skoraði Jón Áskelsson fimmta mark ÍA. — Pétur Pétursson skoraði síðan sjötta mark ÍA úr vitaspyrnu eftir að vamarmaður hafði stöðvað knöttinn með hendi þegar hann stefndi i net- möskvana eftir skalla Kristins Björns- sonar. Raunar bar óvenjulitið á Pétri, markakónginum frá í fyrra. Hann var þó óheppinn að skora ekki annað mark — lék stórvel á tvo varnarmenn FH, brunaði inni teiginn og skaut föstu skoti. Knötturinn stefndi I netmöskvana — en fór í Matthías Hallgrimsson af hendi hans og i netið. Ágætur dómari leiksins, |Magnús Pétursson dæmdi markið af. Sjöunda mark ÍA skoraði síðan Matthi- aseins ogáður var lýst. Stórsigur meistaranna — en mótstaða FH var litil, hreinlega yfirspilaðir. Skagamenn höfðu yfirburði á öllum sviðum — sterkari, fijótari, leikskipulag liðsins fastmótað. Það sem er ef til vill merkilegast að Skagamenn hafa ekki áður sigrað FH i Kaplakrika i I. deild. Hins vegar hafa Skagamenn áður unnið 7-1 — sigur á FH 1975 uppi á Skaga er FH var í fyrsta sinn í I. deild. HHalls Enn hafa Ármenningar ekki tapað stigi í 2. deildinni — Sigruðu ísfirðinga á Laugardalsvelli í gær 2-0 Ármann vann lið Ísfirðinga I 2. deild Íslandsmótsins i knattspyrnu á efri grasvellinum i Laugardal I gær, 2—0. Hafa Ármenningar leikið þrjá leiki i deildinni og unnið alla oft eru þvi með 6 stig. KR-ingar eru efstir með 7 stig eftir 4 leiki. Ármenningar skoruðu fyrsta mark sitt úr víti. Tildrög marksins voru með þeim hætti að markvörður ísfirðinga, Hreiðar Sigtryggsson, brá Einari Guðna- syni, Ármanni, inni í vitateig. Þráinn Ásmundsson tók vítið, og skoraði örugglega, 1—OfyrirÁrmann. Aðeins þetta eina mark var skorað i hálfleiknum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja liða. Gunnar Pétur úr liði tsfirðinga átti góðan skalla að marki Ármenninga. en markmaður Ármanns, Finnbjörn Hermannsson. tók knöttinn tryggilega i sina vörzlu. Ármenningar mættu mun ákveðnari til leiks i seinni hálfleik en i þeim fyrri. Annað mark leiksins var ekki skorað fyrr en á 36. min. leiksins er Einar Guðnason lék á markmann ísfirðinga, Hreiðar Sigryggsson skoraði 2—0 fyrir Ármann. Fátt er hægt að segja um lið ts- firðinga. Þeir voru mun slakari en menn bjuggust við enda eru þeir ekki vanir grasvelli heima á Isafirði og gekk þeim illa að standa á hálum vellinum. Einn ts- firðinganna, Ómar Torfason, fékk að sjá gula spjaldið. Skammarlegt var að sjá hve völlurinn var illa merktur. Mættu starfsmenn vallarins merkja hann mun betur. Var völlurinn merktur með daufgulu eða það sem merkt var. Það þarf alveg eins að hugsa vel um strákana sem spila i 2. deildeinsogþásem spila i l.deild. Á þennan leik mættu 112 manns. Aðgangseyrir var því tæplega áttatiu þúsund krónur, ef reiknað er með að allir þessir áhorfendur hafi verið fullorðnir. Þá á eftir að greiða gjöld til vallarsins og til ýmissa sjóða. Þar ofan á bætist ferðakostnaður dómara, gjald til dómarafélagsins. Þar vegur ferðakostnaður dómara þungt, sem kom Barizt um boltann í leik Armanns og ÍBÍ. DB-mynd Hörður. alla leið frá Akureyri i þetta skipti. Ekki er þvi hægt að segja að pyngja iþrótta- félaganna þyngist verulega að þessu sinni, fremur en svo oft endranær. Dómari þessa leiks var Sævar Frimannsson og dæmdi hann leikinn vel. -h. jóns. Stórsigur UMFN Ill dcild Njarðvikurvöllur, UMFN—Stefnir, 6—1 (4—0) Njarðvikingar, undir stjórn Hólmberts Friðjónssonar, bjóða upp á grasvöll I 111-deildin ni, i heimaleikjum UMFN — hreint ekki amalegt. Þcir kunnu sýnilega að meta slíkar aðstæður, sigruðu mótherja sína vestan af fjörðum, Stefni, með 6—1 í gær. Fvrsta markið skoraði Stefán Jónsson um miðjan fyrri hálfleik. Þar mcð voru heimamenn komnir á bragðiö og Ómar Hafsteinsson skoraði tvö mörk fyrir leikhlé en Haukur Jóhannsson eitt. Haukur lét samt ekki þar við sitja. Bætti við tveimur undir leikslok eftir að Kjartan Ólafsson hafði komið knettinum í netið fyrir Stefni þeg- ar staöan var 4—0. Stefnismenn voru fremur þungir á grasinu, en LMFN-liði létt og leikandi. Ekki er því ósennilegtaðliðið nái lengra í 11l-deildinni en undanfarin ár. Ennfjögur KR-mörk Í2. deild

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.