Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 7
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ1978 7 ÓttaztaðSkúli eitri Atlantshafið: „Ég undirritaður votta hér með að eldisfiskur sá og hrogn þau sem vottorð þetta nær yfir erú að því að ég bezt veit laus við smitandi sjúkdóma, þar á meðal eftirtalda sjúkdóma (Síðan fylgir upptalning latneskra heita fimm sjúkdóma).” Þannig hefst heilbrigðisvottorð undir- ritað af Páli A. Pálssyni yfirdýralækni, sem Skúli á Laxalóni dró úr fórum sín- um í gær. Vottorðið var skrifað á ensku en lá fyrir í þýðingu löggilds skjala- þýðanda. Þar segir ennfremur: „Vottorð þetta grundvallast á reglulegum ytri og innri athugunum sem gerðar hafa verið af stjórnskipuðum dýralækni og hefur hann einnig haft eftirlit með vali og innpökkun á fiski og Stangast tvö vottorð sama embættismanns algerlega á? „Þannig eru gögnin í ofsóknarstnöinu gegn mér” segirSkúli á Laxalóni hrognum’.’ Vottorðinu lýkur siðan á þessum orðum: „Nýrnasjúkdómur af völdum sýkla hefur ekki fundizt í regn- bogasilungsstofninum í þessari eldisstöð.” Þetta vottorð er dagsett 9. mai 1978. Annað skjal dró Skúli fram. Var það afrit af svarbréfi yfirdýralæknis til Más Elíssonar fiskimálastjóra. Er svarbréfið dagsett 21. febrúar 1978 og hljóðar svo: „Ég hefi lagt bréf yðar frá 18. fm„ um eldi a regnbogasilungi i sjó fyrir fisk- sjúkdómanefnd. Að athuguðu máli telur nefndin sér ekki fært að mæla með því að regnboga- silungur sé fluttur úr eldisstöðinni að Laxalóni að svo stöddu. Ástæðan er sú að verið er að kanna hvort regnbogasilungurinn kunni að hafa sýkzt af smitandi nýrnaveiki, en svo hagaði til I stöðunni að smit hefði getað borizt frá veikum fiski I tjarnir, þar sem regnbogasilungur var geymdur.” Leikmönnum finnast þessar yfir- lýsingar yfirdýralæknis alvarlega stang- ast á hvor við aðra og verið sé annars vegar að gefa út vottorð um algert heilbrigði en hins vegar um hugsanlegan sjúkdóm. „Þetta eru dæmi um gögnin i ofsóknarstriðinu gegn mér,” segir Skúli á Laxalóni. „Þeir halda líklega núna að ég ætli mér að eitra Atlantshafið með regnbogasilungsrækt í sjó. Þó hefur vatnið hér í stöðinni runnið út í Grafar- vog og Elliðavog í 30 ár án þess að for- pesta nokkuð.” Frá laxaslátruninni á Laxalóni í síðustu viku. DB-mynd Ragnar Th. Sig. VORBLÓT Gísli og Haildór náðu ótrúlegustu blæbrigðum laglinu og hljóðfalls á tónleikunum igær. Peterson og Pedersen áttu fyrstu lotuna á listahátið, slógu öllu við sem hér hafði áður heyrst af jassmúsík. Þeir voru stórkostlegir. Nr. 2 voru heldur ekki neitt slor, tveir alkunnir svingarar i klassíska dúmum, Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson, en þeir léku á tvö pianó í Þjóðleikhúsinu i gær. Á efnisskránni voru tvö öndvegis- verk 20stu aldar, Vorblót Stravinskys og Sónata fyrir tvö píanö og ásláttar- hljóðfæri eftir Bartók. Er mér til efs að islenzkir einleikarar hafi lagt i það magnaðra. Vorblótið þekkir maður auðvitað út og inn i frumgerðinni, hljómsveitarbúningnum, enda er það líklega frægasta hljómsveitarverk sem um getur siðan Beethoven hætti. En útgáfan fyrir tvö píanó hefur ekki verið á markaðnum neitt að ráði siðan á árunum eftir fyrra strið. Þá fór hún eins og eldur um sinu um alla Evrópu, og eru til um það mörg og hástemmd orð í æskuminningum gamalla manna. Þarna heyrði maður hana í fyrsta sinn, og það var spennandi frá upphafi til enda. Þeir Gisli og Halldór náðu fram ótrúlegustu blæbrigðum laglinu og hljóðfalls og gáfu heilli sinfóníuhljómsveit litið eftir i fjölbreytni og stígandi. Var þetta sér- staklega glæsilegt i síðasta, og jafn- framt erfiðasta kaflanum, fórnar- dansinum, sem var leikinn af sterkum átakavilja og formfestu. Í sónötu Bartóks nutu þeir félagar aðstoðar tveggja ásláttarleikara, Reynis Sigurðssonar og Odds Björns- sonar, sem kláruðu sitt með mikilli prýði. Er útaf fyrir sig mikið fagnaðar- efni að heyra hvað ásláttarhljóðfæra- leikur hefur tekið miklum framförum hér á landi, en flutningur þessa verks hefði varle verið mögulegur fyrir svona tiu árum. -LÞ. Geðveikur maður á f lækingi: ÁTTIHVERGIHÖFÐI SÍNU AÐ HALLA Helga á Engi, fyrir ofan Reykjavik, varð fyrir viku vör við að einhver sniglaðist í kringum hús hennar og hafði farið þar inn i hlöðu, tekið kar- töflur, soðið og étið. 1 fyrrakvöld náði hún manni þessum og bauð upp á betri kost en tómar kartöflur. Kom þá i Ijós að maðurinn var veikur á geði og var á flækingi en átti hvergi höfði sinu að halla.Var maðurinn utan af landi. Árbæjarlögreglan sótti hann i gær- morgun til Helgu, því vissara þótti að koma honum undir læknishendur. Maðurinn gerði enga tilraun til að gera Helgu mein en eitthvað hafði hannbrotiðafmunum.' -DS. Kófdrukknir hestamenn á Selfossi Á Selfossi þurfti lögreglan að hafa talsverð afskipti af hestamönnum núna um helgina. Voru þetta menn af Stór-Reykjavíkursvæðinu sem voru að flytja hesta sina i haga. Var hegðun þeirra sumra lítt hestamönnum til sóma þvi þeir voru mjög drukknir og vissu varla hvar þeir voru hvað þá annað. Mikil slysahætta stafar af reið drukkinna manna um hraðbrautirnar við Selfoss og á götum þar og neyddist því lögreglan til þess að taka suma mennina í sína vörzlu. •DS. STRCTI &USTUR- ennþá betri þjói Verið velkomin á nyia staðinn! vfílJQFBUUG MUKNÞS FERÐASKRIFSTOFAN VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI26900 fmvmwm

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.