Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 05.06.1978, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNt 1978 r*7! Frakkargera breytingar Frakkar munu gcra þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum við Ítaliu, þegar þeir leika við Argendnu á þriðjudag. Vörn Frakka var slök gegn ítölum og þar verða breytingarnar. Patrick Battiston kemur f vörnina i stað Quedc- loupe eða Gerard Hanvion, sem meiddist á ncfi gegn Itölum. Þá kemnr Domi- nique Batheney á ný i liðið en hann gat ekki leikið fyrsta leikinn vegna meiðsla. í sóknina kemur Rocheteau í stað Christian Dalger. Haukarunnu á Akureyri Haukar i Hafnarfirði hlutu tvö dýrmæt stig I 2. deild gegn Þór á Akur- eyri á laugardag. Sigruðu með 2—0 og það voru bakverðir liðsins, sem skoruðu mörkin. Fyrst Daniel Gunnarsson á 14. min. eftir hornspyrnu og síðan Vignir Þórhailsson á 20 min. með hörkuskoti af rúmlega 30 metra færi. Ekki var þetta beint sanngjarn sigur. Þór átti meira i leiknum og fékk góð færi í báðum hálfieikjum en inn vildi knöttur- inn ekki hinum akureyrsku áhorfendum til hrellingar. Þrisvar björguðu Haukar á marklinu i leiknum og eitt sinn átti Þór stangarskot. St. A. Keegan til Barcelona Enski landsliðsmaðurinn hjá Ham- burger SV, Kevin Keegan, ságði f sjón- varpi i Lundúnum i gær, að Barcelona væri að reyna að fá hann til sin i stað Johan Crijuff. Hann sagði að kaupverð- ið væri „vitlaust”, tvær milljónir sterl- ingspunda — eða um 950 milljónir is- lenzkra króna. „Þó mér finnist ég eiga ýmislegt ógert i Þýzkalandi mun ég ekki segja nei við tilboði Barcelona ef Ham- burger SV samþykkir. Ef af kaupum verður er Kecgan „dýrasti” knatt- spyrnumaður heims. Hamborg keypti hann frá Liverpool fyrir 500 þús. pund. Elding laust golfmenn Sex golfmenn sem voru að leika golf í Lundúnum voru keyrðir i snarhasti á sjúkrahús í gær, þegar þeir urðu fyrir eldingu. Þeir fengu taugaáfall og minni háttar brunasár. Fyrir nokkrum árum lczt einn kunnasti knattspyrnumaður Skotlands, John White, Tottenham, á golfvelli, þegar eldingu laust niður í hann. Heimsmet jafnað Marita Koch, A-Þýzkalandi, jafnaði heimsmet sitt i 200 m hlaupi í Karl- Marx-Stadt í gær. Hljóp á 22.06 sck. Á laugardag náði Marlies Ölsncr bezta heimstimanum i 100 m í ár 11.11 á sama stað. Henry Rono, Kcnya, hljóp 3000 m hindrunarhlaup á 8:12.4 min. í Eugenc Oregon i gær. Sjö sek. lakara en heims- metið, sem hann setti á dögunum. Mike Tully reyndi við nýtt heimsmet í stangar- stökki 5.73 m en tókst ekki. Steve Scott, USA, náði bezta heimstimanum í 1500 m. Hljóp á 3.37.6 mín. og Peter Lamashon, Kenýa, hljóp 800 m á 1:45.7 mín. Á móti í Varsjá náði Grasyna Rabsztynof, Póllandi, bezta heimstíman- um í 100 m grindahlaupi kvenna. Hljóp á 12.61 sek. 2/10 úr sek. frá heimsmetinu. Thomas Sjöberg rennir sér milli tveggja Brasilfumanna og skorar sfðan mark Svia i leiknum við Brasiliumenn. Áhorfendur fóru að streyma snemma á hinn nýja, fagra leikvöll í Mendoza og tveimur klukkustundum áður en leikurinn hófst var pakkað fyrir aftan baeði mörkin. Það fór vel um áhorfendur • i heitri háustsólinni. Liðin voru þannig skipuð. Holland. Jongbloed, Suurbier, Rijsbergen, Krol, Willy van der Kerkhof, Janssen, Neesk- ens, Rene van der Kerkhof, Rep og Rensenbrink. íran. Hedjazi, Eskandarian, Abdollahi, Nazari, Nayebagha, Kazerani, Parvin, fyrirliði, Ghasempoor, Sadeghi, Jahani og Faraki. Dómari Archundia frá Mexikó. Það tók hollenzka liðið 40 min. að brjóta niður hina sterku vörn Iran, sem oft lék mjög ólöglega — og loksins, þeg- ar skorað var, kom markið úr víta- spyrnu, Hollendingar réðu lögum og lofum á vellinum, en þó var markvörður íran, Nasser Hadjazi, varla i vand- ræðum. Hann greip vel inn i. Kaldur og öruggur hirti hann knöttinn eftir send- ingar fyrir markið frá kantinum — úr horn- og aukaspyrnum, og varði auk þess nokkur skot, sem á markið komu. Johan Neeskens var felldur innan víta- teigs en aðeins var dæmd óbein auka- spyrna — og hann varð að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla um tíma. Tæklingar írana urðu dýrar og á 40. min. braut Nasrollah Abdolahi á Rene van der Kerkhof, bezta manni Hollands, auk Rensenbrink — og vinstri fótar víta- spyrnu Rensenbrink réð Hedjazi ekkert við. Tvívegis áður hafði markvörðurinn varið mjög vel frá Rensenbrink. Iran átti varla upphlaup i fyrri hálfleik. Hinn 38 ára Jan Jongbloed. elzti leikmaðurinn á HM. hafði lítið sem ekkert að gera allan leikinn. í siðari hálfleiknum höfðu leikmenn Hollands öll völd og léku þá eins og á HM 1974, þegar þeir voru það liðið, sem hreyf áhorfendur mest. Á 62. mín. „Þetta var ekkí nógu mikill marka- munur gegn iiói eins og íran en hinn gljúpi völlur gerði okkur erfitt fyrir hvað hraðann snerti i leikstil okkar. Eg er viss um, að við getum bætt leik okkar sam- kvæmt getu mótherjanna,” sagði Ernst Hnappel, þjálfari hollenzka silfurliðsins frá 1974 eftir að það hafði sigrað íran 3—0 í Mendoza á iaugardagskvöld. Robby Rensenbrink, leikmaðurinn snjalli frá belgíska liðinu Anderlccht, skoraði öll mörk llollands. Tvö úr vita- spyrnum. Þetta er fyrsta þrenna Rcnsenbrik í ár og í fyrsta skipti, sem hann hefur skorað tvö mörk úr víta- spyrnum í þrennu. „Við getum betur,” sagði þjálfari ' íran, Heshmat Mohegerani og kvartaði undan að síðara vítið skyldi dæmt.____________________ skoraði Rensenbrink annað mark liðsins með skalla eftir fyrirgjöf Rene van der Kerkhof á stöngina fjær. Á 78. min. brauzt Johnny Rep i gegn en varfelldur innan vítateigs. Rensenbrink skoraði af öryggi — en fleiri urðu mörk Hollendinga ekki í leiknum, þrátt fyrir mikla pressu. Nanninga lék í stað Rene van der Kerkhof síðustu 27 mín. leiksins. ^humrriel |3 fótboltaskór í miklu úr- vali, númer 33—45 jafnt á unga sem aldna. Fást í öllum helztt’ snort- »oruverzlunui>; íu:-.ns. RENSENBRINK SK0RAM ÞRJÚ MÖRK GEGN ÍRAN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.