Dagblaðið - 21.08.1978, Page 1

Dagblaðið - 21.08.1978, Page 1
friálst, úháð dagblað RITSTJÓRN SÍÐLMÚLA 12. ALGLÝSINGAR OG AFGRF.IÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐAI.SÍMI 27022. Hrun hjá Kortsnoj — Ásgeir Þ. Árnason skrifar um 13. og 14. einvígisskákina ábls.9 ? \ \ 5 Fyrsta mótorhjólakeppnin: Hann sigraði Fall krónunnar í tíð núverandi stjórnar: Þrefalt dýrari gjaldeyrir - sjá bls. 30 Fyrstu mótorhjólakeppninni á tslandi lauk i gxr við Sandfell á Þrcngslavegi. Hörkukeppni var í flokki stærri hjóla. Einar Sverrisson á Yamaha-hjóli vann nauman sigur. Hér er Einar broshýr með Dagblaðs-bikarinn en Dagblaðið gaf öll verðlaun þessarar fyrstu mótorhjólakeppni hér á landi. — Sjá bls. 14 4. ÁRG. — MÁNUDAGIIR 21. ÁGÚST 1978— 181. TBL. Hörmulegasta slys sumarsins varð í Krossá í Þórsmörk aðfaranótt laugar- dags er þrjú ungmenni fórust i ánni. Voru þau ásamt tveimur er naumlega björguðust á leið í Langadal er áin hreif bilinn i straumkast sitt. Ungmennin sem fórust voru: Smári Kristján Oddsson, 22 ára gamall, Evea Marie Cristina Johanson frá Band- hagen, tæplega tvítug, og Ralph Coby sjóliði í varnarliðinu, tæplega 24 ára. Nánari frásögn er í blaðinu í dag um þetta hörmulega slys. -Sjábls.7 Stjórnarmyndunarviðræðurnar: Samkomulag líklegt um skammtímaaðgerðir — BSRB fái fullan samningsrétt — kaupmáttur haldist út 1979 „Við höfum unnið alla helgina og einkum þá að þvi að skoða nærtæk- asta efnahagsvandann. Um ráðstaf- anir vegna hans virðist vera grundvöll- ur fyrir samstöðu þeirra flokka, sem nú ræðast við,” sagði Svavar Gestsson (AB) i viðtali við DB í morgun. Hann kvað öllum Ijóst að meira þyrfti til. Um það er nú rætt hvaða leiðir menn geta komið sér saman um með tilliti til ráðstafana til lengri tima. „Menn eru farnir að viðurkenna vandann. Viðræðurnar eru ekki eins undir áhrifum kosningaúrslitanna og siðast þegar þessir aðilar ræddu um stjórnarmyndun,” sagði alþýðuflokks- þingmaður i viðtali við DB. „Á þessum viðræðum er talsvert annað yfirbragð,” sagði þessi þingmaður, „enda þótt engin leið sé að segja fyrir um árangurinn i þessari stöðu.” Rætt er um að Bandalag starfs- manna rikis og bæja fái fullan samningsrétt eins og ASÍ hefur. Til þessa hefur samningsréttur BSRB verið takmarkaður, þannig að til dæmis er ekki unnt að segja upp samningum eða stofna til verkfalls þótt veruleg gengisfelling verði á samningstíma eða samningar skertir. Þá er rætt um að kaupmáttur verði óbreyttur út árið 1979 og verði aðeins hækkanir vegna verðbóta til jafns við verðbólguna. t' staöinn ræða flokkarnir að ASÍ-menn fái fram ýms- ar bætur sem barizt hefur verið fyrir i kjarasamningum fyrrum. „Það er mikill þungi lagður í að ríkisstjórn verði mynduð upp úr þess- um viðræðum,” sagði annar þing- maður Alþýðubandalagsins í morgun. í undirnefndum starfa m.a. Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson, (AB), Karl Steinar Guðnason og Kjartan Jóhannsson (A) og þeir Steingrimur Hermannsson og Tómas Árnason (F). Þeir héldu áfram á vinnufundi sem hófst kl. 9 i morgun. Kl. 2 i dag verður svo sameiginlegur fundur flokksfor- manna og undirnefndamanna. Fundir verða i þingflokkum allra flokkanna þriggja klukkan fjögur. -BS/HH. m 'o. Frá slysstaðnum í Krossá. Þarna getui áin ordid mun erRöari yfirferdar, einkum eftir rigningar. DB-mvnd llilmar. Eldtungurn- ar stóðu útum gluggana —íbruna á Vesturgötu -sjábls.6 Þrjú ungmenni biðu bana í Krossá

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.