Dagblaðið - 21.08.1978, Page 11

Dagblaðið - 21.08.1978, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. 11 Prag ágúst’68: Þessu er lokið þegar þið heyrið þjóðsönginn sagði þulurinn í útvarpinu i Prag Klukkan rúmlega hálfátta hinn 21. ágúst árið 1968 tilkynnti þulurinn í út- varpinu i Prag að þegar þjóðsöngur landsins yrði leikinn mætti fólk vita að öllu væri lokið. Nokkrum andartökum síðar hljómaði hann og tékkneskir hlust- endur vissu þá að sovézka innrásar- liðið hafði náð öllum völdum í landinu. Fram að þeim tíma var útvarpið i Prag miðpunktur baráttu tékknesku þjóðarinnar gegn herjum Varsjár- bandalagsins sem ruðzt höfðu inn í landið um klukkan ellefu kvöldið áður. Um leið og sovézkar hersveitir umkringdu útvarpshúsið og stöðvuðu sendingar þess skömmu siðar kveiktu reiðir borgarbúar í skriðdreka þeirra sem stóð á götunni fyrir utan. Á sama tíma hertóku sovézkar hersveitir brýrnar yfir Vltavaá, sem skiptir borginni. Sovézkar þotur flugu lágt inn yfir borgina til lendingar á Ruzyneflugvelli. Hann hafði verið hertekinn af sovézkum hermönnum sem komið höfðu til Tékkóslóvakíu sem ferðamenn. Fyrir utan nokkra bardaga í Pragog öðrum stærri borgum var lítil mót- staða gegn hinni skyndilegu innrás Varsjárbandalagsrikjanna. Helzt var það að íbúar i Prag og annars staðar í Tékkóslóvakíu sneru við vegvísum eða huldu götuskilti innrásarhernum til bölvunar. Innrásin var svo skjótlega framkvæmd að sumir hermannanna sögðust ekki hafa hugmynd um hvar þeir væru staddir. Einn þeirra sagði fréttamanni að hann hefði talið sig vera við æfingu í Berlín. Engin merki sér leng- ur útbótanna í frjáls- ræðisátt Núna, að tíu árum liðum, sér þess engin merki að unnið hafi verið að minnkun ríkiseftirlits með fólki, efna- hagslífinu, ferðalögum erlendis og fjöl- miðlun. Allar úrbætur til að auka frelsið í stjórnmálum, trúmálum og menningu eru löngu horfnar og af- numdar. í stað þeirra úrbóta hefur stjórn Tékkóslóvakiu tekið upp ein- hverja eindregnustu stuðningslinu sem þekkist við stjórnina í Moskvu. Hefur þetta gerzt undir leiðsögn núverandi forseta landsins sem tók við af Dubcek sem flokksformaður níu mánuðum eftir innrás Varsjárbanda- lagsríkjanna. Þvi fer þó fjarri að núverandi vald- hafar í Prag ætli að sleppa þvi að ræða um innrásina. Fjölmiðlarnir, sem nú eru algjörlega undir stjórn yfirvalda, hafa rætt atburði innrásarinnar árið 1968 af miklu kappi. Hafa bæði birzt greinar og sjónvarpsþættir. Innrásin aðeins að- stoð sem Tékkar Sovézku hermennirnir voru ráðvilltir og taugaóstyrkir. Flestir þeirra höfðu ekki hugmynd um hvers vegna þeir voru komnir til Tékkóslóvakiu. „Við vorum við æfingar, við erum hér til að stöðva innrás Vestur-Þjóðverja, leið- togar ykkar báðu okkur um aðstoð,” svöruðu þeir spurningum tékkneskra ungmenna. Strax eftir fyrstu vik- una voru margir sovézkir hermenn sendir heim en aðrir komu i þeirra stað. Þeir höfðu orðið fyrir áhrifum frá fólkinu i landinu og var ekki lengur treystandi. Einn hermannanna réð sér bana þegar hann gerði sér grein fyrir í hvaða erindagjörðum hann var staddur í Tékkóslóvakiu. óskuðu eftir Samkvæmt þessum þáttum og greinum var innrásin þáttur í sam- eiginlegum vörnum og aðeins aðstoð Varsjárbandalagsrikjanna við eitt vinarikja sinna. Er sagt að herir þeirra hafi aðeins komið til Tékkóslóvakíu vegna óska þarlendra stjórnvalda. Hafi þetta verið gert til að koma i veg fyrir að máttlaus ríkisstjórn Dubceks i Prag félli fyrir kapitalistum heima fyr ir, sem notið hafi stuðnings og verið undir áhrifum vestrænna flugumanna. sjárbandalagsríkin fimm, sem siðar sendu herlið inn í Tékkóslóvakiu. langort bréf til stjórnvalda í Prag. Þar sagði að þau fordæmdu þróun mála i Tékkóslóvakiu, sögðu hana stór- hættulega og á engan hátt samboðna kommúnísku ríki. 1 bréfinu sagði að alþýða landa þeirra myndi aldrei fyrir- gefa leiðtogum sínum ef þeir létu slikt viðgangast án afskipta eða athuga- semda. Forustumenn Sovétríkjanna, Austur-Þýakalands, Póllands, Búlg- aríu og Ungverjalands stóðu að þessu bréfi. Innrásin kom Dubcek og félögum hans mjög á óvart Þrátt fyrir þetta virðist svo sem innrásin hafi komið Alexdander Dubcek og félögum hans algjörlega á óvart. Sat hann á -fundi forustu miðstjórnar Kommúnistaflokksins er forsætisráðherrann, Oldrich Cernik, birtist skyndilega og tilkynnti að herir Varsjárbandalagsins hefðu farið inn yfir landamærin. Snemma um nóttina hafði herliðið umkringt byggingu kommúnistaflokksins og Dubcek var ásamt félögum sinum drifinn upp í flugvél sem hélt þegar til Moskvu. Þar var þeim haldið í fjóra daga á meðan þeir unnu að svokölluðu samkomulagi þar sem innrásin var réttlætt og kölluð. lögleg. Einnig voru þar lagðar höfuðlínurnar i að koma Tékkóslóvakiu inn á Moskvulínuna aftur. Nærri hálf milljón rekin úr f lokknum eða missti atvinnuna Samkvæmt því fékk Dubcek að halda embætti sínu sem flokksleiðtogi þar til í apríl I969en þá vék hann fyrir Husak sem enn er við völd. Á næstu tveim árum eftir innrásina var nærri hálf milljón manna annaðhvort rekin úr kommúnistaflokknum tékkneska eða missti atvinnu sína fyrir starfsemi á hinum átta mánaða valdatima Dubceks. Hafði þetta að sögn kunnugra gífurlega alvarleg áhrif á efnahagslíf Tékkóslóvakiu á næstu árum. Strangari reglur í menningunni en þó slakað á með árun- um Á menningarsviðinu gilda mun strangari reglur en i þíðunni fyrir '1968. Hins vegar ber þess að geta að nokkur frjálsræðisandi virðist vera innan tékkneskrar kvikmyndalistar. Hafa tékkneskar kvikmyndir vakið athygli á Vesturlöndum og eru vinsælar heima fyrir. Popptónlist er enn háð meiri takmörkunum en árið 1968, þó stöðugt sé slakað á hvað hana varðar. Yfirvöld láta hljómplötu- markað sem haldinn er reglulega á hverjum sunnudagsmorgni afskip'ta- lausan. Þar eru dæmi um að ein hljómplata seljist fyrir allt að fjörutíu þúsund krónur. Alexander Dubcek var í raun ekki leiötogi Tékkóslóvakiu nema í átta mánuði. En það voru líka timar sem lengi munu i minnum hafðir. Mikil óánægja með stefnu Tékka hjá ráðamönnum í Moskvu Sannleikurinn var lika sá að ráðamenn í Moskvu létc óánægju sina með hina frjálslyndu stefnu Dubceks óspart i Ijósi. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, sakaði hin frjálslyndu öfl í Prag um að nota sams konar meðul til að valda glundroða og skoðanabræður þeirra hefðu gert í Ungverjalandi árið 1956 og ieiddi þar til uppreisnar. Þá uppreisn bældi sovézkt herlið niður með harðri hendi eins og mönnum er i fersku minni. Greinin i Pravda birtist hinn 11. júlí og viku seinna sendu Var- Gustav Husak tók við forystunni i Tékkóslóvakiu að kröfu Sovétmanna. Hann reyndist lika dyggur liðsamaður hernámsveldisins. Prag ágúst’68:, Samúö Islendinga öll með Tékkum Viðbrögð íslenzkra fjölmiðla við innrásinni í Tékkóslóvakíu voru á eina lund. Þeir fordæmdu hana allir einarðlega og hvöttu til samstöðu með þjóðum Tékkóslóvakiu. Morgunblaðið varð fyrst islenzku dagblaðanna til að skýra frá tíðindunum. önnur blöð voru þegar farin í prentun þegar fréttir bárust. Og Morgunblaðið jók enn forskot sitt í fréttaflutningi af innrásinni með því aðgéfa út síðdegisblað, einkum helgað viðburðum austur frá. Leiðari Mbl. síðdegis bar yfir- skriftina: „Kommúnisminn sýnir sitt rétta andlit." Þar er aðgerðum kommúnista likt við framferði nasista í heimsstyrjöldinni. „Sviksemin, hræsnin og yfirdrepsskapurinn er hinn sami,”segir i leiðaranum. Þjóðviljinn greindi frá þvi 22. ágúst að kommúnista- og sósialistaflokkar VestVrlanda hefðu fordæmt innrásina og Einar Olgeirsson sagði i viðtali við blaðið. „Hernám Tékkóslóvakiu á sér enga stoð í hugsjónum sósialismans ” Hinn 22. ágúst voru haldnir tveir útifundir í Reykjavik til að mótmæla innrásinni. Fyrri fundurinn var haldinn siðdegis á vegum ungra sjálf- stæðismanna. Síðari fundurinn á vegum Alþýðubandalagsins og Æskulýðsfylkingarinnar. Þá var m.a. gengið að sendiráðum Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu. „Nokkrar rúður voru brotnar í sendiráði Rússa,” segir i dagblöðunum frá þessum tíma. Segja má að samúð íslendinga hafi verið óskipt með Tékkum og Slóvökum og varla heyrðist sú röddJ sem tók málstaðárásaraðila. sovéthersinc 'ío/>«on / v!gfoli •'JtW.k, T»k|

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.