Dagblaðið - 21.08.1978, Page 14

Dagblaðið - 21.08.1978, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDACiUR 21. ÁGÚST 1978. „Dagblaðskeppni” á mótorhjólum: Flogið yfir sandhóla... spymt og spólað... Vel heppnuð hjólreiðakeppni við Sandfell Um 500 manns horfðu á fyrstu motorcross hjólakeppnina hér á landi, sem fram fór vió bandfell viö Þrengslaveg i gær. Var þarna keppt í tveimur stærðarflokkum mótorhjóla. Varð hörkukeppni um fyrsta sætið i stærri flokknum en úrslitin i keppni minni hjóla lágu á borðinu frá byrjun, ef svo má segja. í stærri flokknum voru keppendur niu og luku allir keppni nema einn. Keppt var á þúsund metra braut með alls kyns hólum og beygjum og keppnin þvi engu minni þraut en keppni um sæti. Farnar voru þrjár umferðir, 15 hringir í 1. umferð og 10 hringir í 2. og 3. umferð. Gefnir voru punktar fyrir hverja umferð og punktarnir réðu úrslitum i lokin. Urslit i stærri flokknum, það er hjól með 500 cc vél: 1. Einar Sverrisson á Yamaha 400 2. Pétur Þorgrimsson á Montesa 360 3. Jón Magnússon á Suzuki 370 Minni flokkinn skipuðu piltar á hjólum með 50 cc vélar. Ellefu keppendur voru í þeim flokki og luku niu keppni. F'arnar voru tvær umferðir, 7 hringir i hvorri umferð. Yftrburða- sigurvegari varð Jón Baldursson á dondu SS 50. Annar varð Sveinn Guðmundsson á Casal 50 og i þriðja sæti Tómas Eyjólfsson á Casal 50. Allir keppendur voru búnir samkvæmt ströngustu kröfum, með sérstaka hjálma og hökuhlífar. Þá höfðu þeir axlarhlifar og hnjáhlifar. Kom enda ekkert óhapp fyrir neinn keppenda. Áhorfendur skemmtu sér vel og hlógu oft þá er keppendur féllu i erfiðum þrautum sinum. Dagblaðið gaf verðlaun til þessarar fyrstu vélhjólakeppni, bikar í hvorum flokki og þrjá verðlaunapeninga i hvorum flokki. ASt. Ilér vru þeir F.inar og Pétur á siðasta hring. F.inar hefur náð forskoti sem nægði honum til sigurs. Bílasalan Skeifan Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035 Höfum kaupendur, vantar seljendur að nýlegum b ílum — Laust pláss íbjörtum og rúmgóðum sýningarsal. Sé bíllinn á staðnum o selst hann strax Bílasalan Skeifan Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035 > **>» > Hér eru sigurvegarar í „stærri” flokknum allvigalegir með allarsinar hlifar nema hjálmana. Einar Sverrisson (nr. 14) vann á síðasta hringnum eftir harða keppni við Pétur Þorgrimsson (nr. 4) I þriðja sæti varð Jón Magnússon. Dagblaðsbikarinn var F.inars. Forráðamenn keppninnar kunnu vel til verka og bjuggu til verðlauna- pall úr Coke-kössum úti i auðninni. DB-mvndir Ari. Sigurvegarar í „minni” flokknum. Jón Baldursson vann Dagblaðsbikarinn með yflrburðum. Annar varð Sveinn Guðmundsson (númerslaus) og þriðji Tó'ntas Eyjólfsson. Tveir á öllu útopnuðu i vcgleysunni.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.