Dagblaðið - 21.08.1978, Side 21

Dagblaðið - 21.08.1978, Side 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. 21 [ íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Steinar Jóhannsson skorar annad mark sitt og Keflvíkinga a laugardag. DB-mynd emm. Tvö mörk ÍA rétt í lokin — og jafntefli í Keflavík Keflavíkurvöllur, l-deild, ÍBK—ÍA, 2—2(1—OD „Leiknum er ekki lokið fvrr en flautað er af,” segir gamalt knatt- spyrnumáltæki og það sannaðist rækilega í Keflavík á laugardaginn í leik ÍBK við ÍA. Rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Heimamenn með tveggja marka forskot og fimmti sigurinn í röð virtist I höfn, þegar dómarinn Oli Olsen benti á vítapunktinn hjá ÍBK — taldi að knötturinn hefði verið sleginn með hendi innan teigs, af leikmanni ÍBK. Menn greindi mjög á um réttmæti úrskurðarins Staðan í l.deild Úrslit leikja i 1. deild um helgina: Keflavík — Akranes 2-2 ÍBV-KA 6 2 Valur—Breiðablik 4-2 Víkingur—Fram 3-0 FH — Þróttur 0-0 Staðan í l.deild er nú: Valur 16 16 0 0 44-8 32 Akranes 16 13 2 1 47-12 28 Víkingur 16 8 1 7 25—28 17 Keflavík 16 5 4 6 25-23 16 Fram 16 7 2 7 20-25 16 ÍBV 15 6 2 7 23—22 14 Þróttur 15 2 6 7 17-23 10 FH 16 2 6 8 21-33 10 KA 16 3 4 9 14—37 10 Breiðablik 16 2 1 13 15—40 5 Markhæstu leikmenn eru nú: Pétur Pétursson ÍA 19 Ingi Björn Albertsson Val 14 Matthias Hallgrfmsson ÍA 11 Atli Eðvaldsson Val 10 Sigurlás Þorleifsson ÍBV 9 Guðmundur Þorbjörnsson Val 8 Gunnar Örn Kristjánsson Viking 8. Staðan í 2. deild Úrslit leikja i 2. deild um helgina urðu: Reynir — Fylkir 1-0 ísafjörður — Ármann 3-0 Haukar—Þór 1-0 Þróttur—KR 0-2 Völsungur — Austri M Staðan i 2. deild ernú: KR 15 12 2 1 42-4 24 Reynir 17 7 4 6 22-20 18 ísafjörður 15 6 5 4 23—19 17 Þór 15 6 4 5 12—12 16 Austri 15 6 4 5 14-15 16 Haukar 15 5 5 5 17-16 15 Þróttur 15 5 4 6 17-23 14 Fylkir 15 6 1 8 16—18 13 Ármann 15 4 2 9 14—24 10 Völsungur 15 2 3 10 11—36 7 en Pétur Pétursson var ekki í neinum vafa hvert knötturinn átti að fara úr vita- spyrnunni og skoraði örugglega — Þor- stcinn Bjarnason sem stóð sig mjög vel i markinu tók möguleikann en henti sér i öfugt horn, svo knötturinn lenti i net- möskvunum, 2—1. Þar sem rúm mínúta var til Ioka áttu Keflvikingum að vera í lófa lagið. að halda fengnum hlut en ótímabær útaf- spyrna gerði það að verkum að Pétri tókst að koma knettinum öðru sinni i mark ÍBK eftir innkastið, 2—2 — og um leið gaf dómarinn merki um að leiknum væri lokið. Tæpara gat ekki staðið að Skagamenn næðu jafnteflinu og eygja þvi enn vonina um aðgeta varið íslands- meistaratitil sinn, þótt vonin sé veik. Stigin eða stigið sem ÍBK missti i lokin geta orðið þeim dýrkeypt i baráttunni um þriðja sætið, en þeir hafa klifrað upp stigatöfluna mcð miklum hraða undanfarið, allt frá botni og upp i það að geta krækt sér I rétt til að fá leik í Evrópukeppninni. Tvö ljón eru þó á veginum, Fram og Víkingur, sem eru einnig i baráttunni um þriðja sætið. Lið IBK hefur eins og árangurinn sýnir tekið miklum stakkaskiptum að undanförnu og leikur þeirra gegn Akur- nesingum var sá bezti hjá liðinu i sumar. Oft á tíðum brá fyrir góðum samleik og mun léttara er yfir liðinu en áður. Skaga- menn voru aftur á móti þunglamalegir, i ÍBK-búningnum sem jieir þurftu að fá lánaða vegna þess að búningataska þeirra varð eftir upp á Akranesi. Keflvikingar réðu þvi mun meiru um gang fyrri hálfleiks og á 10. mín. séndi Ólafur Júlíusson knöttinn fyrir mark lA. Jón Þorbjörnsson markvörður náði ekki til knattarins en þá kom Steinar Jóhannsson á fullri ferð — tók undir sig stökk og sveif eins og dýfingarmaður og skallaði knöttinn i markið — glæsilega gert, 1 —0. Þótt Gísli Torfason gæti ekki leikið eftir hlé vegna meiðsla létu heimamenn engan bilbug á sér finna. Sóttu fast framan af og úr einni lotunni tókst Ómari Ingvarssyni að skalla knöttinn til Steinars Jóhannssonar, sem sýndi á sér gamlar og góðar hliðar, smaug fram hjá tveimur varnarmönnum og síðan Jóni markverði og sendi knöttinn í netið, 2— 0. Þegar hér var komið sögu sá Kirby þjálfari í A að eitthvað varð að reyna að skerpa sókn Skagamanna — tók Jón Gunnlaugsson varnarmann út af en setti Matthias Hallgrímsson i bar- dagann. Að vísu féll Matthíasekki inn í leik liðsins, en hann skapaði þó nokkurt rót i vörn ÍBK, og kann þvi að hafa átt sinn þátt í að Skagamönnum tókst að jafna metin. Miðað við gang leiksins og tækifæri hefði ÍBK átt að ganga með sigur af hólmi og víst er að Akurnesing- ar verða að taka sig heldur betur saman í andlitinu ætli þeir að vinna langþráðan bikarsigur um næstu helgi. -emm. Skoruðu eftir 34 sekúndur Sandgerðisvöllur, II. deild, Reynir — Fylkir, 1-0 (1- 0) Það tók Reynismenn ekki nema 34 sekúndur að koma knettinum í netið hjá Fylkispiltunum. Pétur Sveinsson var þar að verki eftir innkast og var framlag hans i leiknum mikið fyrir Reyni en Pétur gat ekki leikið nema skamma stund vegna lasleika. Fylkismenn létu samt ekki bugast við mótlætið heldur sóttu linnulitið svo til allan hálfleikinn en fundu knettinum aldrei leið i markið. þótt stundum skylli hurð nærri hælum. Sandgerðingar tóku á sig rögg i scinni hálfleiknum og voru nærri þvi að bæta marki við, en herzlumuninn skorti. Með sigrinum hafa þeir seilzt upp i annað sæti i deildinni — en komast sennilega ekki nema með annan fótinn á I. deildar þröskuldinn. Þeir eiga eftir að keppa við I er við að eitthvert þeirra komist yfir sigurvegara 2. deildar, KR-inga, en Reyniaðstigatölu. önnur lið eiga eftir fleiri leiki, svo hætt | -cmm KR meistari í 2. deild KR vann sigur á Norðfirði, sigraði Þrótt 2-0 i 2. deild íslandsmótsins á laugardag. Það var heppnissigur, Þrótt- arar hefðu verðskuldað að minnsta kosti annað stigið — i raun hefði sigur Þróttar i erið sanngjarn. Þróttarar sóttu mjög í fyrri hálfleik — nánast aðeins eitt lið á vellinum. Þegar á 5. mínútu komst Björgúlfur Halldórsson inn fyrir vörn KR en Magnús Guð- mundsson bjargaði af tám hans. Skömmu síðar skall knötturinn i sam- skeytum marks KR og Guðmundur Ingvason, fyrrum KR-ingur, átti gott skot en Magnús Guðmundsson varði glæsilega. Staðan i leikhléi var 0-0 — KR-ingar voru heppnir að vera ekki undir. Leikur- inn jafnaðist í siðari hálfleik. Á 20. minútu náði Haukur Ottesen forustu fyrir KR með góðu skoti frá vítateig og skömmu síðar bættu KR-ingar við öðru marki. Stefán örn Sigurðsson var þá að verki, 0-2 — úrslitin ráðin og KR hélt með bæði stigin heim. Með sigrinum hefur KR tryggt sér sigur I 2. deild i ár.VS „Maður getur ekki verið feitur og verið dansari samtimis, það er alveg áreiðanlegt. Og þar sem ég er að læra að semja dansa, þá er dansinn stór hluti dagsverks mins. Mótdansarar mfnir, sem þurftu að lyfta mér.næstum 75 kg á þyngd, voru að gefast upp á áreynslunni. Maður hefði nú getað haldið, að allar þessar æf- ingar myndu halda þyngdinni I skefjum, er það ekki? En öll sú orka, sem maður notar, krefst mikils matar og ég borðaði einmitt alla röngu fæöuna. Brauð, súkkulaði, sætindi — ég þarfnast þessa, var ég vön að telja mér sjálfri trú um. En linumar þörfnuðust þessa ekki og ég var að verða eins og klpmpur i laginu. Ég fór i heimskulega megrunarkúra, en mér fannst ég verða máttvana af þeim, og ég gat ekki dansaö almennilega. Þá varð ég að taka aftur upp gömlu, slæmu matarvenjurnar mínar og viðbótarkilóin voru fljót aö koma. Þetta var vltahringur, sem ég gat ekki komifct út úr. Fyrr en ég uppgötvaði Ayds. Það sem mig furðaði — og mér er sama, þó að ég viðurkenni, að ég hafi verið hissa — var það, að ég gat farið i megrunarkúr og verið samt sem áður full lifsorku. Ég býst við þvi, að það sé vegna vitaminanna og steinefnanna i Ayds. Alla vega þá hjálpaði Ayds mér við að halda mig að hitaeiningasnauðu fæði (mér!), þyngdin minnk- aði og mér leið stórkostlega. Ég hefði aldrei trúað, að ég gæti stundað strangar likamsæfingar, verið í megrunarkúr, létzt og liðið dásamlega samtimis. Var ég ekki heppin að uppgötva Ayds”. Eftir Anabel Helmore, eins og hUn sagði Anne Isaacs það. Hvernig Ayds hefur áhrif. Visindamenn halda þvi fram, að það sé hluti heilans, sem hjálpi þér til að hafa hemil á matarlystinni. Það á rætur sinaraðrekja til magnsglukosasykurs i blóðinu, sem likaminn notar sem orkugjafa. Þannig, að þegar magn glugkosans minnkar, byrjar þU að finna til svengdar og þetta á sér venjulega stað stuttu fyrir næstu máltið. En ef þU tekur 1 Ayd (eöa tvær) meðheitum drykk (sem hjálpar lik- amanum að vinna fljótar úr þeim) um það bil tuttugu minútum fyrir máltið, eykst glukosinn i blóöinu og þú finnur ekki til löngunar til að borða mikið. Með Ayds boröar þú minna, af þvi að þig langar i minna. Einn kassi Ayds inniheldur eins mánaðar skammt. Hvers vegna þú þarfnast Ayds- óháö þvi hver þyngd þin er. Ayds innihalda engin lyf, né eru þær til uppfyllingar. Þær innihalda vitamin og steinefni — mjög mikilvæg til þess að vernda þá, sem eru að megra sig og eru ekki vissir um að þeir fái næg vitamin, þegar þeir borða mjög hitaeiningarsnauða fæðu. Einnig finnst mörgu fólki erfitt að halda sig að skynsamlegu fæði. Ayds hjálpar þeim einmitt við það. Þær hjálpa þér við að endurhæfa matarlystina og halda þyngd þinni eftir það I skefjum — vandamál, sem er það sama, hvort sem þig langar til að missa 2 kg eða 20 kg. Þú missir liklega nokkur kiló tiltölulega fljótlega, en endurhæfing m.atar- lystarinnar tekur alltaf nokkurn tima. Byrjið Ayds kúrinn á morgun og eftir mánuð gœtir þú orðið nokkrum kílóum léttari. „Æfingar gótu ekki haldið þyngd minni í skefjum fyrr en ég uppgvötaði Ayds" Anabel fyrir Ayds: 74 kg, 90 68 95, stærð 14. Anabel eftir Ayds: 64 kg 85 61 85, stærð 10 NB: Efþúert alltof þung(ur), skaltu ráðfæra þig við lækni þinn, áður en þú byrjar i megr- unarkUr. Þaö er ekki mælt með Ayds kUrnum fyrir'fólk, sem þjáist af offitu vegna efna- skiptasjúkdóma. Sérhver Ayd inniheldur 25 hitaeiningar i mola og sérhver únsa er bætt meö: A vitamini 850 I.U., B1 vitamini (Thiamine hydrochloride) 0.425 mg, B2 vita- min (Ribofiavin) 0.425 mg. Nicotinic acid (Niacin) 6,49 mg, Calcium 216,5 mg. Fosfór 107.6 mg. Járn 5.41 mg. Ayds fœst í flest öllum lyfjabúðum um land allt. Mánaðar megrunarkúr í hverjum kassa.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.