Dagblaðið - 21.08.1978, Page 33

Dagblaðið - 21.08.1978, Page 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. 33 Listasöfn í Washington Það lætur nærri að síðastliðin ár hafi allt að þvi helmingur þjóðarinnar ferðast til útlanda á hverju ári. 1 sjálfu sér er lítið við það að athuga, en þó er ég hræddur um að fáir geri sér far um að kynnast náið þeim þjóðum sem þeir dveljast með, lifnaðarháttum og listum þeirra og líða eins og svefn- genglar um löndin eða liggja á ströndum. Kannski eiga ferðaskrif- stofur og aðrir opinberir aðilar einhverja sök á þessu þvi allt er gert til að vekja athygli manna á baðströnd- um, bjórkrám og mörkuðum en minna aðhafst til að beina fólki á söfn og lærdómssetur. Nú stendur til að Flug- leiðir fljúgi til borgarinnar Baltimore í Bandarikjunum, en hún er skammt frá Washington og í því tilefni þykir mér Nútimalistasafnið rétt að benda á að sú borg á sér nú nær ævintýralegsöfn. Safnaborgin Til þessa hafa listunnendur eytt kröftum sínum i New York og á söfnunum þeirrar borgar. Þetta er ósköp skiljanlegt þvi þar eru enn stofnanir á við Metropolitan, Museum of Modern Art, Guggenheim safnið og Whitney safnið, hvert öðru merkilegra — auk óteljandi einkasýningarstaða. En nú er svo komið að æ fleiri máls- metandi menn benda á Washington sem safna-borg Bandaríkjanna, jafn- vel veraldar, en endahnúturinn á þeirri þróun virðist vera opnun Nútímadeildar Þjóðlistasafnsins sem teiknað var af hinum rómaða arkitekt I.M. Pei en þar á undan var Hirshhorn safnið opnað árið 1974. Meira um þau síðar. Ekki svo að Washington hafi verið fátæk af söfnum áður. Ferða- langurinn kemst fljótt að þvi að einstaklega auðvelt er að ferðast um borgina og söfnin eru sömuleiðis aðgengileg því þau eru langflest meðfram hinu ilanga Mall, skammt frá Hvíta húsinu í borginni miðri. Þar getur maður gengið á milli, sikksakkað yfir göngusvæði svo vikum skiptir án þess að fá sig fullsaddan. Þau eru öll undir yfirstjórn hinnar svonefndu JSmithsonian nefndar og reglan er sú sama og segir í ritningunni: Leitið og þérmunuðfinna. LHfandi hús Þarna er eitt fullkomnasta náttúru- gripasafn i heimi, Tæknisafnið. Visindasafnið og svo hið glæsilega nýja Loftferðasafn (Air & Space Museum) sem dregur að sér um hálfa milljón manns á ári. Ferðalangurinn er fljótur að komast að því að þarna er hið „passífa” safn endanlega dautt. í staðinn eru komnar einstaklea líflegar stofnanir þar sem gestir eru beinlínis þátttakendur í því sem þeir sjá og fróð- leikur' og skemmtun fara saman. Sýningartækni er öll hreint ótrúleg og sérstaklega háþróuð i Loftferða- safninu þar sem allar hliðar á flugi og geimrannsóknum eru útlistaðar, fólk getur klifrað upp í geimför, flugvélar og rakettur. Og þar er einnig að finna listasafn helgað flugi. En svo við höldum okkur við listasöfn þá er Þjóðlistasafnið (við Mall) eðlilegt upp- haf skoðunarferðar. Það væri fásinna að ætla sér að lýsa því til hlítar því þar er bókstaflega allt að sjá. Það er sama hvar mann ber niður, — Bandaríkja- menn virðast hafa náð sér í lykil- myndir frá hverju tímabili listasög- unnar og hverjum listamanni. ' Ég gleymi ekki því tilfinningalega umróti sem fylgdi þvi að sjá einar 20 Rembrandtmyndir á einum stað. Til að hvíla sig á risasöfnum er upplagt að fara á smærri söfn eins og Phillips safnið (1600—12 21st Street NW). Þetta einkennilega safn var um skeið Hirshhorn safnið. eins konar útungunarstöð fyrir önnur söfn og listamenn í Washington þar eð í því gátu Washingtonbúareinna fyrst skoðað ýmsa frumkvöðla í nútíma- listum. Einkennilegt er það vegna þess að það var upphaflega einkaheimili þeirra Phillips hjóna og er viðhaldið á þann hátt. Myndirnar hanga eðlilega innan um húsgögn og heimilsáhöld og þar sem þau hjón söfnuðu því sem þau kölluðu „áhrifavaldar og nútímalist" má sjá samhangandi eldri meistara eins og El Greco, Goya og Daumier og nútímalistamenn eins og Kokoschka, Braque, Klee, Rouault og de Stael. En stolt þessa safns er frábært samsafn mynda eftir Bonnard, hið stærsta i Bandarikjunum, og ein lykil- mynd Renoirs „Málsverður báts- ferðarfólks” er þar einnig. Alls á Phillips safnið um 2000 verk og sýnir um 10% þeirra í einu. Gjafir einkasafnara Freer safnið (við Mall) er einnig sérstakt safn. Eins og svo mörg banda- rísk söfn er það til komið fyrir tilstilli einkasafnara, Freer að nafni. Áhuga- mál hans var austurlensk list og eru margir kjörgripir frá Kína, Japan og Indlandi þar saman komnir og sjálft er safnið aðlaðandi að innan, svalt og afslappandi. Freer þessi var einnig aðdáandi bandariska málarans Whistler og keypti í safn sitt hið fræga „Páfuglsherbergi” hans frá Englandi, eitt meistaraverk skreytistílsins svonefnda (Art Nouveau). Mér skilst að safnið eigi úr 15.000 gripum að moða. Það ber ekki mikið á Corcoran safninu (17th & New York Ave. NW) nálægt Hvíta húsinu, en það sérhæfir sig í bandarískri list og þar má oft sjá ágætar farandsýningar. En það sem beint hefur athygli áhugafólks um nútímalist sérstaklega að Washington í seinni tíð eru þau söfn sem ég gat um áðan, Hirshhorn og Nútíma safnið. Hið fyrmefnda er byggt á gjöf eins safnara, hins maka- lausa Joseph Hirshhorn en hann gaf um 6000 verk og er sagt að hann eigi annað eins heima hjá sér. Innblásin græðgi Er þetta stærsta safn nútímalistar í borginni. Á bak við söfnunarástríðu Hirshhorns var einfaldlega það sem menn hafa nefnt „innblásin græðgi" og hann var frægur fyrir að kaupa upp heilar einkasýningar. Byggingin sjálf er enn umdeild og minnir helst á fall- byssuvirki, hringlaga og heldur frá- hrindandi en heldur hefur gagnrýnin á hana þverrað með timanum þar sem það hefur sýnt sig að húsið er t.d. afar vel fallið til sýninga á skúlptúr. Allir gluggar snúa að porti í miðjunni og er skúlptúr raðað meðfram þeim allt í kring auk þess sem sérstakur „garður” fyrir stærri verk er við bygginguna. í safni Hirshhorns eru ýmsar gloppur en gamli maðurinn bætti þær upp með miklu magni eftir nokkra listamenn. Þarna eru t.d. 55 verk eftir Henry Moore og 40verk eftir de Kooning, svo eitthvað sé nefnt. En mesta ánægju hefur maður af því að skoða skúlptúr safnsins, sem er einstaklega fjöl- breyttur og yfirgripsmikill. Lof og prís Hafi gagnrýni á byggingu Hirsh- horns verið óvægin hafa menn hins vegar lofað og prisað Nútímalistasafn I.M. Peis sem tímamótabyggingu og vill undirritaður taka undir það hrós. Byggingin sjálf fellur vel inn i umhverfi sitt, hinn klassiska stíl Washington borgar, og er jafnframt mjög farsæl lausn á ýmsum vanda- málum sem fylgja listasöfnum. 1 fyrsta lagi fékk Pei til umráða svæði handan götunnar við Þjóðlistasafnið, — stórt. opið svæði, en með trapízulagi sem löngum hefur verið erfitt viðfangs. Pei leysti þennan vanda með því að skipta svæðinu i tvo samtengda þríhyrninga og þau form leggur hann síðan til grundvallar í byggingunni allri með til- brigðum sem leiða áhorfandann eðli- lega um allt húsið en koma honum þó sífellt á óvart sakir hugvitsemi og fyrirhyggju. Salir eru með margs konar lagi, litlir og heimilislegir, stórir og hátíðlegir, — alls staðar aðgengi- legir og virðast henta alls konar lista- verkum. Listaverkaeign safnsins er gríðarleg þótt ekki jafnist hún enn á við Hirshhorn og hefur þegar verið lagður grundvöllur að merkum sýningum í því sem eflaust eiga eftir að vekja heimsathygli. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON tJ Nýkomiö! Amerísk gœðavara frá VanityFair UNDIRKJÓLAR Stœrðirfrá 38—46 Litir: Hvítt og hpiop Verð kr. 4.500.- PÓSTSENDUM FATA- DEILDIN Aðalstræti 9 Miðbæjarmarkaður- inn. Sími 13577. Barattuaðgerðir 21. ágúst Útifundur verður að Bemhöftstorfu Safnast verður saman kl. 16.30. Ávörp, söngur o.fl. til kl. 17.15. Siðan verður farið á útifund 21. ágúst hreyfingarmnar Samtaka herstöðvaandstæðinga við sovéska sendiráðið. Hann hefst kl. 17.30. 21. ágúst- hreyfingin lýsir yfir stuðningi við þann fund og hvetur félaga sina og stuðningsmenn til að taka þátt i honum. Baráttufundur verður í Lindarbæ og hefst kl. 20.00. A dagskrá er m.a.: 1. Setningarávarp formanns hreyfingarinnar. 2. Stutt ræöa um Tékkósióvakíu 3. //ÁGÚST' 68“ sungið af Sönghóp hreyfingarinnar. 4. Einsöngur Péturs Guðlaugssonar á nýju Ijóði um baráttu Tékka og Slóvaka. Pétur leikur sjálfur undir. Lagið er eftir hann. 5. Einar Bragi, skáld, les úr Ijóðaþýðingum sínum. 6. Sigurður Jón ólafsson, iðnverkamaður, flytur ávarp. 7. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, flytur ávarp. 8. Sigurður Skúlason stjórnar upplestri. 9. Ávarp um stríðshættuna. 10. Félagi í Kópavogshópi Samtaka herstöðvaandstæðinga f lytur ávarp. 11. Samsöngur. 12. Dans verður stiginn til kl. 0.30 við undirleik TRIÓ '72. Kynnir dagskrár verður Briet Héðinsdóttir, leikari. Stefnugrundvöllur aðgerða 21. ágústshreyfingar: Sovétríkin burt frá Tékkóslóvakíu! Styðjum frelsisbaráttu Tékka og Slóvaka! Gegn stríðsundirbúningi risaveldanna — Bandaríkjanna og Sovétríkjanna! Gegn allri heimsvaldastefnu— Island úr NATÓ — herinn burt! 21. ÁGÚST-HREYFINGIN 21. ágúst hreyfingarimtar Sig. Skúl. i

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.