Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978. 2 r fiOiiA HUSIÐ LAUGAVEGI 178 . simi 86780 Landspitalamaður skrifar: Kærar þakkir til DB fyrir að vekja athygli á þeirri ósvinnu sem opna sundlaugargryfjan við norðurhlið Landspítalans er. En ég er ekki sam- mála þeim sem vilja láta moka ofan i hana og þar við sitja. Þarna á auðvitað að koma sundlaug fyrir endurhæf- ingardeild Landspitalans, eins og margsinnis hefur verið lofað. Hvernig væri að nýi heilbrigðisráð- herrann okkar, Magnús H. Magnús- son, beitti sér í þessu máli. Ef hann kæmi því í kring að nú strax yrði hafizt handa við byggingu sundlaugar- innar er ég viss um, að það yrði honum til gæfu á ráðherraferli. Fréttin I DB sl. mánudag. Þar kom fram að menn vilja láta moka ofan I grunninn við norðurhlið Landspítalans. En auðvitað væri ákjósanlegast að sundlaug yrði byggð. VÉFRÉn — Hvað átti Ellert við? „Hafþór” skrifar: l Morgunblaðinu sk sunnudag girtist grein eftir Ellert Schram alþingismann og segir þar orðrétt: „Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hafinn yfir gagnrýni. Honum tókst ekki með sannfærandi hætti að stjórna landinu á síðasta kjörtimabili. Fyrir það hlaut hann sinn dóm i siðustu kosningum. Brestir hafa komið í Ijós i innviðum flokksins. Hann hefur haft of mikla tilhneigingu til að berast af leið frá sinni upphaflegu stefnu (leturbr. min). En Sjálfstæðisflokknum er að því leyti vorkunn að hann hefur viljað taka tillit til hagsmuna hinna ólíku stétta og hann hefur goldið þess, að taka ekki einhiiða undir kröfur háværra stétta- hópa (leturbr. min), Sjálfstæðis- flokkurinn hefur viljað varð varðveita kaupmátt launa án þess að frjáls at- vinnurekstur riðaði til falls.” URISUbl Ég hefi allt frá síðustu kosningum tekið þátt i mörgurn fundum, hvar rætt hefur verið hreinskilnislega um niðurstöður þeirra, lesið skriflegar skoðanir manna þar á, og haft mínar eigin skoðanir sem ég hef deilt með öðrum og hlustað á þá á móti. Þrátt fyrir öll þessi skoðanaskipti verð ég að viðurkenna vangetu mina til að skilja hvað formaður Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna I Reykjavik er að fara með þessum orðurn sínum. Ef hann á við í fyrri undirstrikun minni að grundvallarkenning sjálfstæðis- stefnunnar „stétt með stétt", sem fyrst og fremst gerði mig að sjálfstæðis- manni, hafi of oft „horfið fyrir horn”, þá skil ég þau orð Ellerts. En á þeim orðum hans sem ég siðar strika undir er sjálfsagt fleirum en mér nokkur for- vitni að fá betri skýringu á, sérstaklega þó i Ijósi þeirra staðreynda sem hafa Ellert B. Schram, alþingismaóur. Götuskór með hrá- aúmmísólum Póstsendum Kr. 12.860. Laugavegi 69 simi ib8bU M lóbæjarmarkadi — simi 19494 • • Okukennsla Kennslubifreiðin er Toyota Cressida ’78 ogannað ekki Geir P. Þormar ökuk*nnari Sknar 19896 og 21772 (sSmsvarfl. komið fram i fréttum frá verðlags- stjóra siðustu daga. I þessu sania Morgunblaði segir i frétt á baksiðu: Það er fráleit fullyrðing hjá Verzlunarráði Íslands, segir viðskiptaráðherra, að stjórn- völdum sé kunnugt unt að innkaups- verð vissra vörutegunda sé hækkað erlendis vegna álagningarreglna hér heima”. Og nýjustu fréttir herma að verðlagsstjóri hefur ekki liaft hug- mynd um sjálfsafgreiðslu þessa há- væra stéttahóps. Átti Ellert við þennan hóp? Raddðr lesenda Ekki moka ofanígrunninn Byggjum sundlaug á LANDSPÍTALALÓD

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.