Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978. Jrfálsi, óháð dagblað Útgafandk DagblaðUftif. \ Framkvmmdastjód: Sveinn R. Éyjðtfsson. RitstJÓH: Jónas fCrtsqanssoiy- Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfultrób Haukur HalgaSon. Skrifstofustjóri rftstjómar. Jóhannss RaykdaL íþróttir Halur Sknonarson. Aöstoð -rfréttastjórar Atfl Stainursson og ómar Valdimarsson. Handrít: Ásgrimur Páisson. Blaðamenn: Anna Bjamasón, As^eir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, Halur Halsson, Heigi Pétursson, Jón^s Haraldsson, Ólafur Qeirsson, JÓIafur Jónssor^ Ragnar Lár., Rognheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsfon. Ljósmyndir Ari KristkiÁon Ami Pál Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörðtir VHhjálmsson^ Ragnar Th. Siguéðsson, Svainn Þormóðssdln. Skrifstofustjórk'Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. Haldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeðd, auglýslngar ogskrifstófur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línuri. Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 100 kr. ointakið. Setning og umbrot Dagbleöið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hlmir hf. Siðumúla 12. Prentun Áfygkur hf. SkeHunnl 10. Einokun eflist Mikil var stemmningin á stofnfundi /5 Arnarflugs, þegar áhugamenn komu saman til að leysa hið dauðvona Air Viking af hólmi og leggja hlutafé af. mörkum til að hamla með réttu eða röngu gegn ofurvaldi Flugleiða Arnarflug átti af veikum mætti að reyna að veita Flugleiðum samkeppni í leiguflugi, íslenzkum sólar- landaförum tif hagsbóta. Stofnendur töldu það vera náttúrulögmál, að samkeppni lækki verð á vöru og þjónustu. Það er líka náttúrulögmál. Örlögin verða hins vegar seint reiknuð út. Hugsjóna- mennirnir sjá nú skyndilega, að Flugleiðir hafa í kyrrþey eignazt meirihluta í samkeppnisfélaginu og að framlag hluthafanna verður framvegis notað í þágu Flugleiða. Samkeppni í leiguflugi til útlanda hefur verið brotin á bak aftur. Náttúrulögmál samkeppninnar segir okkur, að fyrr eða síðar muni það leiða til hærra verðs á leiguflugi, hversu siðugir menn sem standa að því. Menn hljóta að hafa áhyggjur af þessu skrefi í átt til einokunar, þótt þeir hafi að öðru leyti ekkert út á Flug- leiðir að setja. í öllum vestrænum ríkjum eru í gildi ströng lög, sem hamla gegn hringamyndun af þessu tagi. Hér á landi er málið sérstaklega alvarlegt vegna hinna nánu hlutafjártengsla Flugleiða og Eimskipafélags íslands og vegna beinnar aðildar ríkisvaldsins að þessum risum íslenzkra samgangna. Líta má á fyrirtækin tvö sem laustengdan hring, studdan velvilja ríkisvaldsins, og nú síðast með þátttöku SÍS. Þessi fyrirtæki spanna ekki aðeins yfir meginþorra samgangna íslendinga í lofti og á legi. Einnig eru innan hringsins nokkur hótel, bUaleiga, ryðvarnarstöð, flugfélög úti í heimi og skrifborðsskúffufyrirtæki í öðrum heims- álfum. Þetta er ekki bara ríki í ríkinu, heldur ríki utan ríkisins. Hvarf Arnarflugs í faðm hringsins minnir töluvert á tilraun til sölu Hafskips í hendur Eimskipafélagsins fyrir nokkrum árum. Þar var einnig um að ræða samkeppnis- fyrirtæki, sem menn höfðu lagt fé í til að hamla gegn ofurvaldi Eimskipafélagsins á vörusamgöngum við út- lönd. Þar vöknuðu menn upp við þann vonda draum, að verið var að selja litla fyrirtækið stóra samkeppnisaðilan- um, á þeim forsendum, að Hafskip væri illa statt. Með snarráeði var komið í veg fyrir söluna. Síðan hefur Hafskip verið starfrækt, án þess að illspár hafi rætzt. Og með því að halda uppi samkeppni við Eimskipafélagið á Hafskip þátt í að halda niðri verði á vöruflutningum til íslands og frá, samkvæmt fyrrnefndu náttúrulögmáli. Samgöngur eru íslendingum svo mikilvægar, að við höfum ekki efni á að fela þær að verulegu leyti í hendur eins hrings, þótt innlendur sé. Við þurfum a.m.k. þrjá öfluga og sjálfstæða aðila að flugsamgöngum og jafn- marga í kaupskipaútgerð. Sameining Flugfélagsins og Loftleiða á sínum tíma, var hættulegt skref, stigið að undirlagi ríkisvaldsins og undir aðhaldi þess. Sú sameining tengdi þessi stóru flug- félög, Eimskipafélagið og ríkisvaldið í laustengdan hring. Gleyping Arnarflugs ætti að vekja þjóðina til vitundar um, að hringamyndun á þessu sviði íiefur gengið allt of langt hér á landi. Forstjórar hringsins geta nú vitnað lauslega í orð fyrrum forstjóra General Motors og sagt: „Það sem er gott fyrir Flugleiðir og Eimskip, er gott fyrir íslenzka ríkið”! Hjónaskilnaðir í Sovétríkjunum [— helztu ástæður þeirra eru taldar veikur fjárhags- grundvöllur ungra hjóna og misrétti við heimilisstörf Taliö er að helzta ástæða hjónaskilnaða i Sovétrikjunum sé veikur fjárhagsgrund- völlur ungra hjóna og misrétti hvað varðar heimilisstörf, þar sem þau störf lenda að mestu á konunni. í 53. grein stjórnarskrár Sovétrikj- anna segir svo: „Hjúskapur byggist á sjálfviljugu samþykki konu og manns”. Það táknar, að ekki er hægt að neyða neinn til að vera áfram í hjónabandi, sem hann ekki óskar eftir sjálfur. En þráttt fyrir frjálsa skilnaðarlöggjöf er mikil umhyggja borin fyrir fjölskyldunni. Ráðstafanir til fjölskylduvemdar eru margvíslegar. Dómstólum er t.d. lögð sú skylda á herðar að gera ráðstafanir til að sætta hjón. Hjóna- bandi er ekki slitið nema dómstóll hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að „áframhaldandi sambúð hjónanna sé ekki möguleg.” Til þess að gera okkur nánari grein fyrir félagslegri þýðingu skilnaðar þarf að vita eitthvað um aðstæður viðkomandi fjölskyldu. Ein slik félags- leg könnun fór fram í höfuðborg Hvíta Rússlands, Mínsk. Þeir sem spurðir voru voru ýmist almennir verkamenn og verkakonur eða tæknimenntaðir sérfræðingar — alls um 1600 manns. Þau áttu að velja þá lýsingu sem þeim fannst eiga bezt við sína fjölskyldu. 1. Við erum tengd nánum böndum, berum umhyggju hvert fyrir öðru og líður vel saman. 2. Okkur líður ekki alltaf vel saman, en það er eitthvað sem tengir okkur, einhvers konar umhyggja og gagnkvæmur stuðningur. 3. í okkar fjölskyldu hugsa allir fyrst og fremst um sjálfan sig. 72,4% aðspurðra völdu fyrsta svarið, 22,8% annað svarið og 4,8% það þriðja. Þar eð þessi niðurstaða er býsna nálægt meðaltali má segja að samhentar fjölskyldur séu i meiri hluta. En það er ekki nóg að kanna hlut- fallið milli misheppnaðra og velheppn- aðra hjónabanda heldur var einnig athugað hvert hlutfallið væri milli fjölda hjónavigslna og hjónaskilnaða. Árið 1976 var þetta hlutfall einn hjónaskilnaður á móti 3 hjóna- vígslum. En í stórborgum eins og t.d. Mínsk var hlutfallið svolítið öðru visi. Á móti 100 hjónavígslum komu 39 hjónaskilnaðir Rétt er að geta þess að þótt þetta sé hátt hlutfall er það engan veginn I hámarki. Á sama ári voru I Svíþjóð 60 hjónaskilnaðir á móti 100 hjónavigslum og i Bandarikjunum 44 skilnaðir á móti lOOhjónavigslum. Vitaskuld er fráskildum konum og körlum heimilt að giftast aftur. En þetta gerist ekki nærri alltaf. Þess vegna minnir hjónaskilnaður nokkuð á hinn tvihöfða Janus. Annars vegar hækkar hlutfall velheppnaðra hjóna- banda en hins vegar rekumst við æ oftar á þær óæskilegu afleiðingar sem fylRÍa upplausn fiölskvldunnar. 1 upphafi skyldi endirinn skoða. í Sovétrikjunum er einn hjónaskilnaður á móti þremur hjónaböndum árlega. Í Svfþjóð eru 60 hjónaskilnaðir á hver 100 hjónabönd og i Bandarfkjunum 44

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.