Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978. Erlendar fréttir REUTER Fiat ráðgerir innrás á Bandaríkja- markað ítölsku Fiatbílaverksmiðjumar munu kynna nýjan Fiatbíl á Bandarikja- markaði næsta ár. Þessi kynning er hluti mikillar áætlunar Fiatverksmiðjanna að auka mjög sölu sína á heimsmarkaði. Nýi billinn er framhjóladrifinn bill. sem kynntur var á Ítalíu i júni sl. undir nafninu Ritmo. Hann er mjög likur hinum vinsæla Volkswagen Golf. Claudio Ferrari forstjóri Fiat í Banda- ríkjunum sagði að hinn nýi Fiat yrði settur Golf, Ford Fiesta. Dodge Omini og Plymouth Horizon til höfuðs. Verðið verður svipað og á Golf i Bandarikjun- um eða um 5000 dollarar, eða um 1.5 milljón islenzkra króna. HIN DULAR- FULLA HER- MANNAVEIKI KOMIN — kom áður upp í Fíladelfíu 1976 Hinnar dularfullu veiki „hermanna- veiki" hefur aftur orðið vart i New York. Árið 1976 veiktust margir þing- fulltrúar á þingi fyrrverandi bandariskra hermanna i Fíladelfiu. Alls létust þá 29 manns. Veiki þessi þykir likjast lungna- bólgu. Hinn 25. ágúst sl. lézt 31 árs maður úr þessari dularfullu veiki. en hann hafði þá dvalið i hálfan mánuð á sjúkrahúsi. Tveir bræður hans voru einnig lagðir inn á sjúkrahúsið. en þeir eru nú á bata- vegi, og fá að fara af sjúkrahúsinu bráðlega. Þá lézt og maður á fimmtugsaldri eftir 10 daga sjúkrahússvist og er talið að hann hafi orðið „hermannaveikinni" að bráð. Þessir menn. sem nú hafa fengið að kenna á þessunt dularfulla sjúkdómi. hafa allir unnið á svipuðum stað í Manhattan i New York. Heilbrigðisyfirvöld i New York rannsaka nú þessi tilfelli hins litt kunna sjúkdóms. EINN AF MORDINGJUM SCHLEYERS SKOTINN — Lögregla skaut hryð juverkamanninn Willy Peter Stoll á veitingahúsi V-þýzka lögreglan skaut Willy Peter Stoll 28 ára gamlan borgar- skæruliða til bana i gær. Stoll var margeftirlýstur af lögreglunni og grunaður um þátttöku í þremur morðum á síðasta ári. Hann var skotinn á kinversku veitingahúsi i Dusseldorf. nálægt járnbrautarstöð- inni í gær. Lögreglan hafði fengið upplýsingar um það að Stoll og e.t.v. fleiri hryðjuverkamenn væru á veitingahúsinu. Er lögreglan kom á staðinn og bað hann um skilriki, dró hann upp skammbyssu, en lögreglan var fyrri til og skaut hann þegar til bana. líu, kröfðust frelsis til handa leiðtogum Baader Meinhof hópsins. Eftir að v- þýzkar leiftursveitir gerðu áhlaup á vélina í Mogadishu og björguðu gísl- unum fundust leiðtogar Baader Mein- hof hópsins, Andreas Baader og Gudrun Enslin, látin í klefum sinum í Stammheim fangelsinu i Stuttgart, þar sem þau afplánuðu lífstiðarfang- elsi. Lik Schleyers fannst næsta dag í farangursgeymslu bíls í Mulhouse i Frakklandi, skammt frá landamærum V-Þýzkalands. Stoll var einn þriggja skæruliða, sem eftirlýstir voru fyrir morð. Hin eru Christian Klar og Adel- heid Schulz. Lögreglan tók mynd af þeim þremur er þau fóru um borð í þyrlu skammt frá Heildelberg fyrir mánuði. En þau höfðu breytt útliti sínu svo, að lögreglan þekkti þau ekki er filmurnar voru framkallaðar. Er hið sanna kom síðar í Ijós hafði lögreglan misst af þeim. Lögreglan neitaði i gær orðrómi sem gekk í Dusseldorf, að annar skæruliði hefði verið handtekinn eftir aðStoll varskotinn. Lögreglan setti þegar upp miklar vegatálmanir i nágrenni veitinga- hússins og við borgarmörkin. til þess að kanna hvort einhverjir hefðu verið i fylgd meðStoll. Talið er að Stoll hafi tekið þátt i þremur morðum með öðrum skæru- liðum á síðasta ári, morði dómarans Siegfried Buback, bankastjórans Jiirgen Ponto og mannráni og morði Hanns-Martin Schleyer, v-þýzks iðju- hölds. Yfirvöld höfðu heitið hverjum þeim er veitt gæti upplýsingar sem leiddu til handtöku Stolls 50 þúsunda mörkum eða nær 8 milljónum króna. Stoll var bókhaldari og skattaráðgjafi áður en hann gekk i flokk borgar- skæruliða. Hanns-Martin Schleyer var rænt á götu í Köln í september fyrir ári og fjórir lífverðir hans drepnir. Ræningjar hans og síðar flugræningj- ar. sem rændu v-þýzkri Lufthansa vél. Willy Peter Stoll er m.a. talinn hata átt patt I morot Hanns iviartin Schleyers, en I farangursgeymslu þessa bíls fannst Ifk sem snúið var til Mogadishu i Sóma Schleyers. ^ - Keppnismenn á þessum 25 kajökum mynduðu þessa fallegu stjörnu er stund gafst á milli stríða á keppnismóti i Ungverjalandi nýlega. EKKITVEIR SKOTMENN — segir John Connally er f yrstur vitnaði í Kennedy-réttarhöldunum John Connally fv. rikisstjóri i Texas var fyrsta vitnið. sem leitt var fyrir bandarísku þingnefndina i gær. en þingnefndin rannsakar nú morðið á Kennedy forseta fyrir 15 árum. Connally neitaði þeirri tilgátu að um tvo skotmenn hefði verið að ræða. Connally rikisstjóri særðist alvar- lega í skotárásinni í Dallas hinn 22. nóvember 1963. en hann sat við hlið forsetans i bilnum. Hann bar vitni um það i gær, að byssukúlumar hefðu komið úr skólabókasafninu, en það var einmitt þar sem Warren nefndin sem rannsakaði málið á sinum tínia taldi að Lee Harvey Oswald hefði verið er hann skaut á forsetann. Oswald var siðan myrtur daginn eftir af næturklúbbaeigandanum Jack Ruby. John Connaliy og kona hans Nellie skýrðu frá skotárásinni á áhrifamikinn og tilfinninganæman hátt i gær. Þau eru fyrstu vitnin. sem rannsóknardeild fulltrúadeildar Bandarikjaþings kallar fyrir vegna þessa máls. Nefndin reynir að komast að þvi hvort morðið var samsæri eða aðeins verk eins manns. 1 dag verða kallaðir fyrir nefndina læknamir sem krufu lik forsetans og verður krufningar- skýrslan rædd. Vitnisburður Connallys studdi hinn umdeilda úrskurð Warrennefndar- innar. sem sagði að skotin hefðu komið aftan að bílnum en ekki að framan. Surnir halda þvi fram að skot hafi einnig komið frá grasflöt framan við forsetabílinn sem bendi til þess að skotmennirnir hafi verið tveir. Það fékk greinilega nokkuð á áhorf- endur er sýndar voru litteiknimyndir af skotárásinni. Er Connally var að lýsa skotárásinni sagði hann m.a. „Mér fannst ég heyra riffilskot og óttaðist þegar morðárás.” Hann sagði að önnur kúlan hefði hitt hann þegar hann hefði snúið sér að forsctanum. „Afl kúlunnar þrýsti mér niður og er ég leit niður sá ég að ég var löðrandi i blóði. Ég vissi þegar að ég var illa p særður.” Eftir að hann varð fyrir skotinu sagðist hann hafa séð blóð og heila- slettur úr forsetanum um allan bil. „í bílnum voru hlutar úr heila forsetans á stærð við litla fingur manns,” sagði Connally.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.