Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978. DB á ne ytendamarkaði | Sulta—sulta—sulta—sulta—sulta—sulta—sulta Það Ivfgar upp á matseðilinn að eiga rabarbara í f rystinum Það er orðið dálítið langt siðan við sultuðum rabarbarann i „tilraunaeldhösi” DB, eins og sjá má á dag- setningunni á glðsunum. — Rabarbarasulta getur geymzt i mðrg ár ef þvi er að skipta, en gott er að sulta ekki meira i einu heldur en fjðlskyldan borðar yfir veturínn. Kilóið af rabarbara kostar um 160 kr. i dag og sykurkilóið álika mikið, þannig að heimatilbúin sulta verður alltaf miklu ódýrari en búðarsulta. Haustið er jafnan mikill annatími á heimilunum. Bömin eru að byrja í skólunum, það þarf að kaupa eitt og annað fatakyns á þau. Það tekur sinn tíma ef vel á að vanda til innkaupanna. — Fara verður á milli verzlana til þess að athuga hvar hag- stæðast er að gera innkaupin. Enn sem komið er er Neytendasiða DB ekki orðin svo öflug, að hún geti leiðbeint foreldrum nógu vel í þeim efnum, en vonandi verðurþaðeinhvern tímann. Þau er haustið uppskerutíminn, sláturtíð og ef vill er hægt að vera upptekinn við öll þessi störf þangað til jólaannirnarbyrja. Við höfum aðeins gluggað í hvernig á að frysta algengasta grænmetið sem á boðstólum er og hvernig á að sulta og ganga frá grænmetinu fyrir veturinn. Nú skulum við aðeins 'huga að því hvernig á aðsulta og safta. Lítið f ramboð af berjum á markaðinum Margar fjölskyldur eru duglegar að drifa sig á berjamó með alla fjölskylduna. Aðrir verða að láta sér nægja að kaupa berin ef á að nota þau. Ekki er okkur kunnugt um að fram- boð af berjum sé neitt aðráðienþað getur þó breytzt. 1 Blóntaskálanum hjá Þórði á Sæbóli, sem um árabil hefur verið einn aðalberjasalinn í höfuðborginni, fengum við þær upplýsingar að enn sem komið er hefðu ekki komið nein „villt” ber til sölu hjá þeim. Smávægilegt magn af rifsberjum hefur verið til á Sæbóli, en þau kláruðust um siðustu helgi. Kg af rifsberjum kostaði 850 kr. í Blóma- skálanum þegar þau voru síðast til. — Blómaval hefur stundum verið með bæði villt ber og rifsber, en ekkert hefur verið þar á boðstólum enn sem komið er. Vonandi drifa einhverjir sig í berjamó þannig að við, sem ekki höfum tækifæri til að gera slíkt, getum fengið nokkur klló til að safta og sulta fyrir veturinn. Allir sulta rabarbarann Það er liklega ekki til sú húsmóðir á tslandi sem ekki sultar eitthvað af rabarbara á hverju ári. t rauninni eru tveir sultutimar fyrir rabarbara —’ fyrst i júnimánuði og siðan aftur i september. Margir eru svo lánsamir að eiga nokkra rabarbarahnausa í garðinum, en aðrir verða að kaupa hann. Það borgar sig tvímælalaust, því það lífgar svo sannarlega upp á vetrarmat- seðilinn að eiga „nýjan” rabarbara i frystikistunni til að geta búið til graut, og sultan passar bæði mjög vel með lambakjöti og einnig með hvers konar bakkelsi sem vera skal. Persónulega finnst mér rabarbarasulta passa lang- bezt í t.d. vínartertur og kartöfluvinar- brauð, svo dæmi séu tekin. Auðvitað lifir fjölskyldan veturinn af þótt húsmóðirin standi ekki allan septembermánuð á haus yfir klistruðum suliupottum. Hins vegar er það afar þægileg tilfinning þegar sultan er komin í fallegar krukkur og stendur á búrhillunni og bíður eftir að komast á disk sælkeranna á skammdegiskvöldi þegar vetrarstormar geisa úti fyrir. Rabarbarinn Rabarbara má frysta á mjög einfaldan hátt. Leggirnir eru hreinsaðir og skornir í bita og látnir í plastpoka, einn skammtur í hvern poka. Mjög einfalt. Sultan er einnig mjög einföld í gerð. Gömul aðferð er að nota 1 kg af sykri á móti 1 kg af rabarbara en það er óþarflega mikill sykur. Það er alveg nóg að láta 750 gr af sykri á móti einu kg. af rabarbara. Þá er betra að láta atamon eða betamon út í en þaðeru rotvarnarefni. Sumir sjóða rabarbarasultu i marga klukkutíma, en það er alveg nóg að sjóða hana í I 1/2 klst eða 2. Fer það þó svolitið eftir hve safarikur rabar- barinn er. Má prófa hvort sultan sé orðin nógu þykk með þvi að taka smávegis sultu á undirskál og kæla í ísskápnum. Ekki er gott að sultan sé alltof þykk, því hún þykknar þegar hún geymist. Eins finnst okkur i „tilraunaeld- húsi” DB gott að krydda rabarbara- sultu með vanillu, annaðhvort dropum eða skafa innan úr stöngum (stengurnar eru þá einnig látnar sjóða með). Berjasaft 61. berjasaft 2 1/2 kg sykur 3 matsk. betamon 1 matsk. vinsýra Berin eru hreinsuð mjög vel ef berjapressa er ekki fyrir hendi. Þá verður að hakka þau og sia síðan saftina. Hins vegar þarf ekki að hreinsa allt lauf i burtu ef berin eru pressuð i berjapressu. Saftin er látin í pott, sykurinn út I og hrært vel í, síðan er betamonið og vínsýran látin út i. Flöskurnar eru skolaðar með betamon, saftin látin á og flöskunum lokað. — Þetta er hrásaft, sem heldur næringarefnum sinum óskertum. Ef nota á saftina til drykkjar má blanda hana til helminga með vatni. Berjasaft má nota í staðinn fyrir hvaða ávaxtasafa sem vera skal. Þá má að sjálfsögðu nota saftina í sósur, út á grauta og í grauta. Þá er saftin blönduð með vatni eftir smekk. Við vitum ekki hve margir lítrar af saft koma úr hverju berjakg en reikna má með rúml. 400 gr af sykri á móti hverjum lítraafsaft. Hægt að sulta f leira en ber og rabarbara Að sjálfsögðu er hægt að sulta og safta fleiri ávexti en þá sem vaxa „villtir” hér á landi, eins og epli, appelsínur, perur, plómur o.s.frv. Jafnan eru gómsætar og freistandi uppskriftir i erlendum blöðum á þessum árstima af alls kyns kræsingum. En við megum ekki gleyma að útlendingarnir höfða til ávaxta sem vaxa i görðum heima- manna og liggja jafnvel undir skemmdum ef ekki er hirt um að ganga frá þeim fyrir veturinn. Við löguðum fimm mismunandi tegundir af nýjum og spennandi upp- skriftum i „tilraunaeldhúsi” DB. Það voru Napóleons appelsínur, tómata- og agúrkusalat, kryddaðar plómur, sultaðar perur og kryddaður laukur. — Við segjum frá þessu á Neytenda- síðunni á morgun. — Uppskriftir af alls kyns gómsætum ávaxtaréttum er gott að eiga í bakhöndinni, ef maður rekst á ávextina á niðursettu verði. Perur eru oft lækkaðar i verði þegar þær eru orðnar mjög mikið þroskaðar, en þá henta þær einmitt bezt til þess að vera sultaðar. t n c Nú eru aftur liðin mánaðamót og viljum við hvetja lesendur til þess að fylla út seðilinr —»senda okkur við fyrsta tækifæri. Til þess að geta verið með þurfum við að fá se«, i fyrir 15. september. 1 gær íti lesa um fyrstu innkaup húsmóðurinnar á Egilsstöðum, sem fékk mánaðaruuekt fyrir sex manna fjölskyldu! Ef ykkur vantar veggspjald má fá það sent með þvl að hafa samband við okkur á DB. ...... ...-...... ■ ■■■>• Upplýsingaseöill tíl samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldió? Vinsamlegast afhendió þennan svarseöil um leið og þér greiðiö áskrift næst. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaður í ágústmánuði 1978 Matur og hreinlætisvörur kr. __________________ Annaö kr.__________________ Alls kr. _ m VIKM Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.