Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 15
DAG BLAÐIÐ. FIMMTUDAG UR7. SEPTEMBER 1978. ?SR2SIS3jiÍ 13 íTSfeSííS Eþróttir Iþróttir Iþróttir Wir*!** ekki tókst að nýta það. DB-mynd Bjarnleifur. 11LAUGARDAL ukeppni landsliða í Laugardal ígærkvöld hléinu — islenzka liðið sýndi niun meiri baráttu, nieiri hraða i siðari hálfleik og Ingi Björn kom vel frá sinu hlutverki, kom hraði i kring um hann. Þegar á fyrstu minútu siðari hálfleiks lék Atli Eðvaldsson á varnarmann, inn i vitateig- inn frá hægri og skaut föstu skoti er hafnaði i hliðarnetinu. sennilega hefði hann betur gefið fyrir i teiginn þá. Þetla upphlaup gaf fyrirheit. og hinir tryggu áhorfendur voru þegar með á nótunum. studdu vel við bakið á íslenzku leikmönnunum. Á 27. minútu batt Janus Guðlaugsson enda á göða sóknarlotu. Pétur Pélursson sendi út á Janus, sem skaut úr vitateignum. en Kukla. markvörður pólska liðsins varði. Á 38. mínútu síðari hálfleiks gerðu Pólverjar svo út urn leikinn. Pólverjar náðu knettinum við miðlínu. Masztaler brunaði upp að vitateig. Jóhannes Eðvaldsson var til varnar. en hann rann og féll — og vörnin opnaðist skyndilega. Maztaler sendi góða sendingu i eyðu innfyrir islenzku vörnina og Lato var skyndilega á auðum sjó — hann átti ekki i vandræðum með að konia knettinum framhjá Árna Stefánssyni. úr þröngri stöðu. 0—2. Þar með slökktu Pólverjar siðustu vonarncista islenzka liðsins en Ísland fékk þó bezta marklækifæri leiksins. Atli Eðvaldsson skaut föstu skoti af um 25 metra færi. góðu skoti, sem Kukla hálf- varði. Ingi Björn Albertsson fylgdi vel eftir og hann slóð skyndilega fyrir opnu marki. aðeins Kukla markvörður fyrir framan hann en skot hans var mis- heppnað— Kukla varði. Fyrsti ósigur íslands undir stjórn Youri llitschev og greinilegt að enn er Youri að þreifa fyrir sér — og á við ntörg vandamál að striða. Þó eru Ijósir punktar — Árni Sveinsson bakvörður sýndi ntjög góðan leik. var bezli maður liðsins. Finnur ávallt samherja. ávallt rólegur undir pressu og gegn Pólverjum sýndi Árni á sér nýjar hliðar — hann var mjög (raustur i vörninni og Pólverjar áttu i erfiðíeikum að komast franthjá honuni. Þá var Karl Þórðarson friskur á köflum. eini leikmaðurinn í islenzka liðinu. sem getur einleikið — og Karl á vissulega að gera það, hann hefur hæfileikann til þess. Greinilegt að hon- um eykst sjálfstraust nteð hverjum leik. Guðmundur Þorbjörnsson — vaxandi leikmaður og í siðari hálfleik var hann drjúgur. Hlutverk Péturs Péturssonar er ekki öfundsvert. átti iðulega i höggi við fjóra vamarmenn, en þráll fyrir það var greinilegt að Pólverjar máttu aldrei lita af honum. Litlu munaði i siðari hálf- léik að hann upp á eindæmi næði að brjótast i gegn. en var óheppinn. Vörnin var traust á köfluni en gerði þess á milli mistök. Jóhannes Eðvalds- son stjómaði sem fyrr öllu þar. en ein- hvern veginn náði Búbbi ekki að ..dóminera" eins og oft áður. Miðvallar- spiliðer helzti höfuðverkur Youri. — Mikið er lagt á herðar J.u.usar Guðlaugssonar. og þrátt fyrir mikla yfir- ferð þá hefur hann ekkináðað stjórna spili liðsins. Hörður Hilmarsson var og daufur. — mun nteiri snerpa. hreyfan- leiki á Inga Birni. íslenzka liðið verður að ná upp meiri hraða og hreyfanleik. iðulega, sér í lagi i fyrri hálfleik. voru leikmenn sem áhorf- endur, beinlinis stóðu og horfðu á. En pólska liðið er sterkt. mjöþ sterkt. Þjálfari liðsins, Grnoch er að byggja upp nýtt liðeftir HM. Hann hefur þó kjarna úr HM-liðinu. valinn maður á hverjum stað. Leikmenn fundu ávallt samherja með hárnákvæmum sendingum. hraði og snerpa einkenndi leik liðsins. Dómari leiksins var N -írinn T. Perry. -H.Halls. Knattspyrnudeild Skallagríms Borgarnesi óskar eftir þjálfara frá og með 1. jan 1979. Uppl. gefur Garðar Halldórsson í síma 93-7200 frá kl. 9—18. Slakur dagur íslendinga! íslenzka sveitin náði ekki að sýna sitt rétta andlit á Norðurlandamótindu i golfi sem háð er i Kalmar í Sviþjóð. Sviar hafa örugga forystu á 385 höggum, næstir koma Norðmenn á 396 cg Danir eru i þriðja sæti á 397 höggum. ísléndingar eru 1 fjórða sæti á 406, 15 höggum á undan Finnum. Það er þvf nokkuð Ijóst að islenzku strákarnir þurfa að leika mjög vel i dag ÍSAL-KEPPNIN — hjá GR um helgina 9. og 10. september fer fram hin árlega ÍSAL keppni i golfi á Grafarholts- velli. Keppt verður I m.fi. 1. fl. II. fl. (af hvitum teigum) og 111. fl. karla (af rauðum teigum) án forgjafar og einum flokki kvenna m/forgjöf. Keppt er um farandgripi gefnum af ISAL. Að þessu sinni hefur ÍSAL iátið gera sérlega glæsileg eignarverðlaun sem eru hand- málað postulín sem Kolfinna Ketils- dóttir, Reyðarfirði, hefur gert. Keppnin er 36 holur, leiknar kverða 18 holur hvorn dag. Ræst verður út kl. 10.00— 14.00 laugardaginn 9. sept. Þátttaka tilkynnist i sima 84735. Kappleikjanefnd G.R. hvetur sem flesta til að taka þátt I þessu síðasta stórmóti sumarsins á Grafarholtsvelli. þó ekki væri nema til að halda fjórða sætinu og svo einnig til að komast I úrslitakeppni einstaklinga en i hana komast 32 beztu en ekki 16 eins og sagt var i blaðinu i gær. Völlurinn var mjög blautur og rok allan tfmann meðan leikið var og háði það greinilega keppendum þvi bezta skor var 74 sem er ekkert sérstakt, það átti Svíinn Bjöm Svedin. Óskar lék bezt Islendinganna á 78 höggum, lék rólega og yfirvegað og lenti aldrei i neinum vandræðum. Björgvin og Geir léku báðir á 80. Björgvin lék mjög vel en fékk „sprengju” á tveim holum eða þrjú högg yfir par hvora holu. Ragnar lék á 82 sem er frekar lélegt miðað við getu hans. Hannes var á 86 og Sigurður á 90 höggum og geta þeir tveir mikið betur. íslendingar og Finnar nota tækifærið og heyja landskeppni sin á milli, punktakeppni, og hafa íslendingar betur, 13 punktar gegn 8. I einstaklingskeppninni er Óskar I 14. til 19. sæti, Björgvin og Geir í 27.—31. og Ragnar í 35.-37. sæti. Þó þetta sé ekki eins góður árangur og búizt var við er þetta bezti árangur íslands á Norðurlandamóti til þessa en i dag er að duga eða drepast. HBK A myndinni sjást eignarverðlaunin ásamt einum af fimm af farandbikurum sem keppt verður um f ísal-keppninni hjá GR um helgina. Iþróttafatnaður Merkjum og setjum auglýsingar á iþróttabúninga. Magnafsláttur til félaga, skóla o| starfshópa. PÓSt- sendum Dikoíiiifi /f. Sportvöruverslun Hafnarstræti 16 simi 24520 Öster sigraði Örebro Öster heldur sinu striki I Allsvenskan — hefur tveggja stiga forustu eftir 3—1 sigur gegn Örebro i Vaxjö I gærkvöld. Teitur Þórðarson skoraði ekki fyrir Öster, sem sýndi góðan leik, og blöð f Sviþjóð spá nú Öster meistaratitli en Malmö hefur ekki vegnað vel eftir HM en þar átti liðið marga leikmenn. í vor var Öster ekki spáð þeirra vel- gengni er félagið nú nýtur, ungir leik- menn komu inn i liðið. Malmö er nú i öðru sæti á eftir Öster. Sviss sigraði USA2-0 Sviss sigraði Bandarikin 2—0 i vináttulandsleik þjóðanna i Lucerne i gærkvöld. Svisslendingar höfðu mikla yfirburði á glerhálum vellinum f Lucerne eftir miklar rigningar. Aðeins stífur varnarieikur og heppni komu f veg fyrir mörg mörk Sviss. Ruidi Elsener skoraði fyrir Sviss á 12. mfnútu og Marc Schnyder bætti við öðru marki á 81. mfnútu. Svisslendingar eru með íslend- ingum i 4. riðli Evrópukeppni landsliða. íþrótfir HALLUR HALLSSON Forusta Ajax íHollandi Ajax hefur unnið fjóra fyrstu leiki sina í 1. deiidinni i Hollandi, og markatalan er 17-5. Ajax sigraði I gærkvöld nýliða PEC Zwolle 3—0 á útivclli. Meistarar PSV Eindhoven sigruðu Go Ahead frá Deventer 1—0 f Eindhoven. Feyenoord sigraði FC Haag 2—0, og AZ ’67 sigraði Arnhem 4—3. NEC frá Nijmeg- en gerði jafntefli við Volendam, 0—0 á útivelli. Staða efstu liða er nú: Ajax 4 4 0 0 17- -5 8 PSV 4 3 1 0 10- -2 7 Roda 4 3 I 0 8- -0 7 Twente 4 1 3 0 5- -2 5 NEC 4 1 3 0 4—1 5 Hreinn þriðji íHelsinki Hreinn Halldórsson varð þriðji á Alþjóðlegu frjálsfþróttamóti i Helsinki i gærkvöld. Hreinn varpaði kúlunni 19.66. Sigurvegari varð Finninn Reijo Sthal- berg. Hann varpaði kúlunni 20.41. Annar varði heimsmethafinn I kringlu- kasti A-Þjóðverjinn Wolfgang Schmidt, varpaði 19.81. A-Þjóðverjinn Wolfgang Hanisch sigraði i spjótkasti, kastaði 88.70. Sigur- vegari í 1500 m hlaupi varð norska hlaupadrottningin Grete Weitz, hljóp á 4:11.2. í þrístökkinu sigraði Stefan von Gerich, stökk 16.06. Martti Vainio sigraði i 5000 metra hlaupi á 13:28.0. í kringlukasti sigraði Wolfgang Schmidt, heimsmethafinn, kastaði 67.36. Markku Tuokko kastaði 64.92. Knut Hjeltnes þriðji, 60.34. Rúmeninn Paul Copu sigraði í 3000 metra hindrunarhlaupi á 8:31.0 og i stangarstökkinu sigraði Arto Bryggare á 14.07.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.