Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 26
26 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978. Urnttinn Spennandi. djörf og athyglisverð ný cnsk litmynd nteð Sarah Douglas og Julian Glover. Leikstjóri: Gerry O’Hara. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýndkl. 3, 5, 7, 9 og 11. .... salur i---------------- CHARROI PRESLEY Bönnuð börnum. islenzkur texti. Endursýnd kl. 3.05. 5.05, 7.05. 9.05 og 11.05 ’Salur Tígrishákarlinn Afar spennandi og viðburðarik ný ensk mexikönsk litmynd. Susan George, HugoStiglitz. Leikstjóri: Rene Cardona. Íslenzkur texti Bönnuðinnan 14 á ra. Sýndkl. 3.10,5.10.7.10.9.10og 11.10. ■ salur P—............. Valkyrjurnar litntynd. íslenzkurtexti. Bönnuðinnan I4ára. Endursýnd kl. 3.15, 5.15. 7.15, 9.15 og 11.15. ÞJÓDLEIKHÖSID Sala aðgangskorta er hafin. Frumsýningarkort eru tilbúin til afhendingar. Miftasala 13.15-20 simi 11200. Þjóöleikhúsift Flótti Lógans Slmi 11475, Stórfengleg og spennandi ný bandarisk framtiðarmynd. íslenzkur texti. Michael York Peter Ustinov. Bönnuðinnan I2ára. Sýnd kl. 5, 7.l0og 9.I5. <S HAFNARBÍO I Sjálfsmorðs- flugsveitin Afar spennandi og viðburðahröð ný japönsk Cinemascope litmynd um fífl- djarfa flugkappa í síðasta stríði. Aðalleikarar. Hiroshi Fujijoka, Tetsuro Tamba. Islenzkur texti. Bönnuð börnum Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. AUSTURBÆJARBÍÓ: Amerikurallið, sýnd kl. 5. 7 og 9. BÆJARBÍÓ: í naulsmerkinu. kl. 9. GAMI.A BÍÓ: Flóici Logans með Michael York og Peter Ustinov. kl. 5.7.10og 9.15. H AFNARBÍÓ: Sjálfsmorðsflugsveitin afar spennandi og viðburðahröð ný japönsk litmynd um fífldjarfa flugkappa í síðasta stríði. Sýnd kl. 3, 5. 7, 9 og II Bönnuð börnum. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Kolbrjálaðir kórfélagar., kl.9. HÁSKÓI.ABÍÓ: Lífvörðurinn. kl. 5. 7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Spartacus. sýnd kl. 5 og 9. NÝJA BÍÓ: Allt á fullu. sýnd kl. 5. 7 og 9. Bönnuð innan I4ára. REGNBOGINN: A: Hrottinn. kl. 3. 5. 7. 9 og 11. B: Charro. kl. 3.05. 5.05. 7.05. 9.05 og 11.05. C: Tigrishákarlinn, kl. 3.10, 5.10. 7.10. 9.10 og 11.10. D: Valkyrjurnar. kl. 3.15.5.15.7.15.9.15 og 11.15. STJÖRNUBÍÓ: Flóttinn úr fangelsinu með Charles Bronsson. Robert Duvall og Jill Irland. sýnd kl. 5.7 og 9. TÓNABÍÓ: Hrópað á kölska. sýnd kl. 5, 7.30 og 10. ENDURSKINS-! MERKIERU ' NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA ! UMFERÐARRÁÐ ! Útvarp Sjónvarp 9 t. .... MÍN SKOÐUN Gunnlaugur A. Jónsson blaðamaður segir skoðun sína á útvarpi og sjónvarpi r r IÞROTTIRNAR BEZTA EFNIÐ \ Skoðun min á sjónvarpsdagskránni er í sem allra stytztu máli sú að dag- skráin er að því leyti ágæt að hún hefur ekki tekið of mikið af tima mínurn undanfarið. Er ég fletti yfir dagskrána vikuna 28. ágúst — 3. sept. kemur þó i Ijós að það er eitl og annað sem ég hef horft á i sjónvarpinu en minni timi hefur farið i útvarpið. Ef nefna skal þá þætti sem ég horfi eða hlýði á svona allajafnan þá verða fyrst fyrir mér fréttirnar og er ekkert nema gott um þær að segja. Þá reyni ég yfirleitt að hlusta á Daglegt mál Gísla Jónssonar. sem er ákaflega lær- dómsríkur þáttur og hefur þann stóra kost að vera það stuttur að ntaður hefur alltaf tima fyrir hann. Aðrir þættir sem ég læt helzt ekki framhjá mér fara eru íþróttirnar, enska knatt- spyrnan og sunnudagsguðsþjónustan. íþróttaþættir Bjarna Felixsonar i sjón- varpinu eru yfirleilt nokkuð góðir og mér lízt vel á þá nýbreytni hans að taka tíma í viðtöl við ýmsa iþrótta- kappa og forystumenn iþróttahreyf- ingarinnar. Þó má Bjarni gæta þess að hafa þessi viðtöl ekki of löng en honum hefur hætt nokkuð til þess. Íþróttaþættir Hermanns Gunnars- sonar í útvarpinu eru einnig góðir og Hermann sjálfur mjög léttur og 'skemmtilegur í þessum þáttum sínum. Um sunnudagsguðsþjónustuna er það að segja. að mér finnst hún vera alveg ómissandi hluti sunnudagsins og jafn- vel eins og maturinn bragðist betur Þessar upplýsingar komu frá leik- listardeild Rikisútvarpsins um leikritið i kvöld: Fimmtudaginn 7. september kl. . 20.10 verður flutt leikritið Dagur er liðinn eftir George Shiels. Leikstjóri cr Þorsteinn Ö. Stephensen og er hann einnig þýðandi leiksins. Flutningstimi er röskar tvær klukkustundir. Aðal- hlutverkið er leikið af Val Gíslasyni. eftir að hafa hlýtt á hana. Þó getur það brugðið til beggja vona og hin andlega fæða getur verið misjöfn að gæðum ekki síður en önnur fæða. En þetta er þáttur sem kannanir sýna að mikiðer hlustaðá. Mánudaginn 28. ágúst fylgdist ég með umræðuþætti i sjónvarpssal. Til leiks voru mættir ritstjórar morgun- blaðanna og ræddu um stjórnmála- ástandið. Ég saknaði þess nokkuð að sjá ekki ritstjóra síðdegisblaðanna með i þessum þætti en á móti kom að þátt- takendurnir voru ekki of niargir. Til þess að slíkir þættir geti orðið skemmtilegir mega þátttakendur helzt ekki verða fleiri en fjórir. Mér fannst Styrntir Gunnarsson, ritstjóri Mbl.. komast einna bezt frá þættinum og sérstaklega tókst honum vel upp i þeirri augljósu ætlan sinni að ala á biturleika milli Árna Gunnarssonar og Kjartans Ólafssonar. í heild var þetta ninn skemmtilegasti þáttur og mætti sjónvarpið bjóða upp á fleiri slika. Á þriðjudag hefur ekkert freistað min. hvorki i sjónvarpi eða útvarpi. Þó kemur fyrir að ég horfi á Kojak sem er að mínum dómi miðlungsgóður saka- málaþáttur. Á miðvikudaginn horfði ég á Dýrin mín stór og smá. Þann þátt reyni ég yfirleitt að horfa á enda er hann léttur og mjög fyndinn á köflum. Bretar eru hreinir snillingar í gerð slíkra þátta og ekki vildi ég skipta á brezku þáttununt ogskandinaviskum. Aðrir sem fara með stór hlutverk i leiknum eru: Ævar Kvaran, Helga Stephensen, Sigurður Skúlason, Rúrik Haraldsson og Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir. en auk þess koma þar fram i minni hlutverkum þessir leikarar: Flosi Ólafsson, Sigurður Karlsson. Þórhallur Sigurðsson og Karl Guð- mundsson. Á fimmtudag heyrði ég útvarpið annað slagið og þá með öðru eyranu. Upplestur Ævars R. Kvaran á rnið- degissögunni er með miklum ágætum og gætu umsjónarmenn Áfanga mikið lært af honum. Nýlega gagnrýndi Þórarinn Þórarinsson skólastjóri þessa sömu pilta fyrir lélegt málfar. Mér finnst upplestur þeirra ekki siður ámælisverður og einkennist hann af þvi sérislenzka fyrirbæri sem lestónn nefnist. Það væri ekki úr vegi að út- varpið skyldaði alla þá er sjá um út- varpsþætti til að fara í nám i framsögn hjá Ævari Kvaran. Á þvi sýnist ærin þörf jafn slæmur og upplestur í út- varpi er oft á tiðunt. Ég hef annað slagið hlýtt á þætti Jónasar Jónas- sonar og bara haft gaman af. Jónas er hreinasti snillingur i gerð slíkra sam- talsþátta og tekst honum oft á tíðum að gera litið áhugavert efni að hrein- asta skemmtiefni. Á föstudag var ekkert efni sem dró mig að sjónvarpinu og á laugardag voru það einungis íþróttirnar sem heilluðu. Á sunnudag var svo Gæfa eða gjörvileiki á dagskrá. Slikir fram- haldsmyndaþættir eru mjög vinsælir en þessi finnst mér heldur fyrir neðan meðallag. Þegar á heildina er litið er ég bara ánægður með sjónvarps- og útvarps- dagskrána þessa dagana og styrkleiki hennar felst ekki livað sizt í því að hún tekur ekki of mikinn tima frá manni. - GAJ * Höfundurinn George Shiels er irskur að ætterni og hefur skrifað all- mörg leikrit og eru flest þeirra i léttum stil. Írsk gamansemi virðist honum i blóð borin og hann sér broslegu hlið- ina i fari flestra persóna sem koma fram í leikritum hans. Þetta leikrit ætti því að verða góð kvöldskemmtun fyrir þá sem á það hlýða. Útvarp í kvöld kl. 20.10: Dagur er liðinn Tveggja tíma langt leikrit Þýðandinn og leikstjórinn Þorsteinn Ö. Stephensen með aðalleikaranum Val Gíslasyni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.