Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978. " /™ ' 11 Hvers vegna skilur fólk? Nefna má ástæðurnar, sem dóm- stólar telja oftast upp: Óhófleg notkun áfengis, ómannúðleg framkoma annars aðila við maka sinn. ótryggð, kulnaðar tilfinningar og mismunur á skapgerð. En stundum eru ástæðurnar af dýpri rótum runnar. Í Sovétríkjunum þurfa menn varla að óttast atvinnuleysi, verðbólgu, fjár- hagsörðugleika vegna veikinda, eða slíkt. Þjóðartekjur tvöfaldast á 15 ára fresti. En þrátt fyrir þetta er talið, að ein af ástæðunum fyrir hjóna- skilnuðum ungs fólks i Sovétríkjunum sé tiltölulega veikur fjárhagsgrund- völlur. Ungt fólk þarf mjög oft að byrja búskap með tvær hendur tómar og vissir örðugleikár sem verða á vegi þeirra magnast oft vegna þess að þau kunna ekki að reka heimili á skynsam- legan hátt. Sovézkir visindamenn hafa bent á ýmsar leiðír til úrbóta. Til dæmis að veita ungum hjónum lán til að hefja búskap. Það er t.d. gert i Þýzka Alþýðulýðveldinu og Póllandi. Ennfremur að koma á fót sálfræði- þjónustu við fjölskyldur um allt land. En höfuðorsökin fyrir hinum tiltölulega tiðu hjónaskilnuðum i Sovétrikjunum er liklega fyrst og fremst misræmið sem ríkir milli stöðu konunnar í þjóðfélaginu og í fjölskyld- unni. Konur hafa bæði lagalegt og raun- verulegt jafnrétti í Sovétrikjunum. Þær hafa náð körlum á sviði æðri menntunar. Þriðji hver lögfræðingur og verkfræðingur er kona, annar hver tæknifræðingur er kona og 75% lækna og kennara eru konur. 475 konur hafa verið kosnar á þing Sovét- ríkjanna eða nær þriðjungur þing- heims. En innan fjölskyldunnar eimir eftir af gömlu misrétti. Meðal karlmanna „þróast vitundin hægar en ytri skil- yrði”. Oft vilja þeir ekki vinna hefðbundin kvenmannsstörf, þó að engin eða að minnsta kosti fá hefð- bundin karlmannsstörf vegi þar á móti i fjölskyldum í borgunum. Félags- fræðingar hafa komizt að raun um að i barnafjölskyldum eyði konur tvisvar sinnum meiri tíma í heimilisstörf en karlar. Óréttlát skipting heimilisstarfa hefur niðurbrjótandi áhrif á hjóna- bandið. Félagsfræðilegar rannsóknir benda allar í þá átt að þar sem konan vinnur svo til ein öll heimilisstörf séu mis- heppnuð hjónabönd algengari en velheppnuð hjónabönd. En þar sem hjónin skipta heimilisstöfunum jafnt á milli sin eru velheppnuð hjónabönd miklu algengari. Til þess að bæta úr þessu er nauðsynlegt að gera ýmsar ráðstafanir: i fyrsta lagi að skapa aðstæður sem gera konum kleift að samræma nytsamleg störf í þágu þjóðfélagsins og móðurhlutverk og heimilisstörf. Fyrir árið 1980 verður lögleitt leyfi fyrir konur til að sinna börnum sinum þangað til þau eru orðin eins árs. I þessu leyfi heldur hún hluta af launum sínum. Þetta bætist við það leyfi sem þær eiga nú rétt á í 112 daga á fullum launum kringum meðgöngutíma og fæðingu. Verið er að skapa konum sem eiga börn viðtækari möguleika á að vinna hluta úr degi eða hluta úr viku og enn fremur að taka störf með sér heim. Einnig er reynt að ná réttlátari skiptingu heimilisstarfa milli kvenna og karla á beinan hátt — með því að virkja karla í ríkara mæli til heimilis- starfa. Fullkomið jafnrétti og traustari grundvöllur hjónabandsins mun nást ef sambandið milli hjóna byggir á þessari grundvallarkenningu: Allir leggja sitt af mörkum eftir hæfi- leikum og fá i sinn hlut eftir þörfum, innan þeirra marka sem hver fjöl- skylda getur veitt. FERBAN FYRIRHEITS „Auðvitað myndaði ég stjórnina fyrir Ólaf Jóhannesson," segir Lúðvík Jósepsson í viðtali við Dagblaðið á mánudag. Við hinir héldum nú að Benedikt Gröndal hefði verið þama einhvers staðar með þeim, en það er kannske bara misskilningur. Lúðvik Jósepsson virðist kominn á raupaldur og er hreykinn af afrekum sinum. En eru þetta afrek? í sumar voru gerðar sex tilraunir til stjórnarmyndunar. Alþýðuflokkurinn gerði þau mistök, hvort sem hægt var að ráða við þau eða ekki, að vera þátt- takandi í öllum tilraunum. Alþýðubandalagið gaf þegar i upphafi þá yfirlýsingu að það ynni ekki með Sjálfstæðisflokknum. og það þrengdi möguleika svo, að ekki voru nema örfáir möguleikar til meirihluta- stjórnar. Sú rikisstjórn, sem loks var mynduð, var mynduð i skugga nýrrar verðbólguskriðu sem var að skella á fyrsta september. Innan Alþýðu- flokksins varð það sjónarmið ofan á að ábyrgð flokksins yrði of þung. ef hann sprengdi þessar viðræður, eftir það sem á undan var gengið. Þess vegna samþykkti flokksstjórnin. með hang- andi haus þó, að ganga til þessa stjórn- arsamstarfs. Nánast allir gera sér þó Ijóst, að stjórnin er byggð á siðferðilegum og efnahagslegum sandi. Stjórn, sem heldur áfram óbreyttri efnahagsstefnu fyrri rikisstjórnar og stefnir í 50— 60% verðbólgu á næsta ári er byggð á efnahagslegum sandi. Stjórn, sem afhendir framsóknarmönnum dóms- málaráðuneyti og þar sem umbætur til dæmis í skattsvikamálum hafa verið strikaðar út úr samstarfsyfirlýsingu á síðustu stundu er byggð á siðferðilegum sandi. Framsóknar- fnykinn leggur langar leiðir. Annað af tvennu gerist: Að þessi rikisstjórn kúvendir frá þvi sem þegar hefur verið skráð á btað, eða hún missir þingmeiri- hluta fyrren varir. Lúðvik Jósepsson heldur því fram. að Alþýðuflokkurinn sé þverklofinn. Þrir þingmenn Alþýðuflokksins greiddu atkvæði gegn þessu samstarfi. Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins i jafnstórum þingflokki greiddu einnig atkvæði gegn og einn sat hjá. Það virðist ekki skipta máli. Þar er enginn klofningur. Þessu er Lúðvík að segja frá. Af hverju á móti? Alþýðuflokkurinn vann i vor mesta kosningasigur í sögu lýðveldisins. Því er ekki að neita að sá kosningasigur hefur illilega forklúðrast nú um sinn. Hann hefur forklúðrast sennilega fyrst og fremst vegna þess að okkar foringi var of heiðarlegur, kurteis og bláeygur til þess að eiga pólitísk viðskipti við Ólaf Jóhannesson og Lúðvik Jóseps- son, leifarnar af pólitísku kerfi, sem er aðganga sér til húðar. t allt sumarog allt þar til stjórnin var mynduð var meðal annars um það deilt, hvort og með hverjum hætti ætti að láta baráttu gegn verðbólgu hafa forgang, og fórna þá öðrum markmiðum. Þetta var augljóst áhugamál Alþýðuflokksins og í beinu framhaldi af málflutningi fyrir kosningar. Lúðvik hafði ekki áhuga — og Ólafur Jóhannesson ekki heldur. Endirinn varð þó sá, að ekki varð þetta fest á blað, en Steingrimur Hermannsson og Ragnar Arnalds gáfu munnlegt loforð fyrir þvi, að þetta yrði bókað sem stefna rikisstjórnarinnar á hennar fyrstu fundum. Kjartan Jóhannsson lýsti þessu loforði á flokksstjórnar- fundi Alþýðuflokksins og sagðist taka það gilt. Það er mál út af fyrir sig að taka við munnlegum loforðum eftir það sem á undan er gengið. Aðrir þingmenn Alþýðuflokksins settu fyrir- vara um að þetta loforð stæði. Lúðvik er galvaskur að vanda. Ekkert slikt loforð hefur verið gefið. Ragnar Arnalds er ómerkur orða sinna. Það eru þessi vinnubrögð sem eru með þeim hætti, aðógeðfelld má kalla. Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa allar verið i þessa veruna. Bláeygir karlar hafa treyst einhverju sem óljóst má kalla heiðarleika og samstarfsvilja. Hinum megin við borðið sitja Lúðvik Jósepsson og Ólafur Jóhannesson! Vinstri stjórn Það hefur verið búin til goðsögn um það i landinu, að vinstri stjórn sé stjórn fólksins, hægri stjórn sé stjórn fyrirtækjanna. Þjóðviljinn hefur hamrað á þessari goðsögn. Þetta er argasta pip, eins og þjóðin á eftir að sannreyna á næstu mánuðum. Vinstri stjórnin svokallaða, sem hér sat 1971 —1974 kom að fullum sjóðum. Hún hafði fjármagn til þess að hefja byggðauppbyggingu og kaupa stórvirk fiskiskip. Þessi stjórn á við allt annars konar vandamál aðetja. Kjarni málsins er óðaverðbólga. Verðbólgan spillir og hún færir til fjár magn frá venjulegu fólki til þeirra sem hafa aðstöðu til þess að braska með fjármagnið. Til þess að vinna bug á þessu ástandi þarf að taka visitölubrjálæðið af. Fólk verður að skilja hvernig visitalan vinnur. Þegar hún var sett á 1939 var hún nauðvörn vinnandi stétta. i dag horfir þetta allt öðru vísi við. Rakarar fá launa- hækkun. Þá hækkar rakstur og þar með verður dýrara að lifa. Þá hækka laun. Þá hafa rakarar dregist aftur úr. Þeir fá hækkun. Raksturinn hækkar. 'Launin hækka. Engin verðmæti skapast. Enginn græðir. En verðbólg- an geysist áfram og flytur til verðmæti frá fólkinu í fiskvinnslunni, mannanna sem vinna við höfnina, og til þeirra sem hafa efni og aðstæður til þess að fá lán og græða á öllu saman. Þetta skilur ekki Lúðvík Jósepsson. Siðaprédikanir þær, sem átt hafa sér stað vegna verðbólgu undanfarinna ára hafa farið inn um annað eyra hans og út um hitt. Hann sér ekkert rangt við neikvæða vexti, við það, að lána- kerfi er ekki lánakerfi. heldur pólitískt styrkjakerfi. „Auðvitað myndaði ég stjórnina fvrir Ólaf ióhannesson,” segir karlinn hinn ánægðasti. Og kannske var það svo. Og rétt er það að í félagi hefur þeim í bili tekizt að gera kosningasigur Alþýðuflokksins þvi sem næst að engu. Það er auðvitað hryggilegt. Mér sýnist að Lúðvík Jósepsson hafi enga framtíðarsýn. Hann hefur nautn af því að plotta og pæla, en umfram það hefur hann ekki skoðanir á stjórnmálum. Hann lýsir markmiðum rikisstjórnarinnar sem tviþættum. Santningarnir frá því i feb.-maí fara í gildi. Þeir fara að visu ekki í gildi nema að hluta. Og koma i veg fyrir að fiskvinnslan stöðvist. Það er gert með því að fella gengið — sem hann þó djöflaðist gegn í þrjár vikur i sumar. Umfram þetta virðist framtíðarsýn ekki vera til. Og enda er þetta bráðabirgðastjórn — það fékk hann í gegn. Ég hafði ekki þekkt Lúðvík Jóseps- son nema af afspurn og geri ekki enn. En ég hefi séð nóg til þess að sjá að sú pólitik sem hann stendur fyrir er ómerkileg — og er raunar væntanlega að líða undir lok. „Við fengum einnig komið á skipun sérstakrar rannsóknar- nefndar um utanríkismál”, segir Lúðvík í DB-viðtalinu. Eflaust segir hann sinu fólki þetta. Aðrir vita þó að þetta er haugalygi. Þessi hugmynd er frá Benedikt Gröndal komin, og til þess hugsuð að stuðla að upplýstri umræðu um utanríkismál. en ekki til þess að verða áróðursmiðstöð fyrir Alþaníustjórn og Svövu Jakobsdóttur. „Viðfengum einnig........”! Lúðvík er ómerkilegur í pólitiskum viðskiptum . Svo ómerkilegur, að í annars konar viðskiptum héti hann svindlari. Samt er það svo að margir dást að kallinum. Fyrir mína parta hef ég horft á hann úr nokkurri nálægð. Ég dáist ekki. Það er satt að segja aðrar kenndir sem maður finnur fyrir. Alþýðuflokkurinn vann kosninga- sigur vegna þess að hann ætlaði að ráða bug á verðbólgu með gerbreyttri efnahagsstefnu. Þessi ríkisstjórn markar ekki gerbreytta efnahags- stefnu. Frambjóðendur Alþýðuflokks- ins I vor vörðu raunvexti og þjóðhags- visitölu. Hvorugt er til vinsælda fallið samkvæmt gömlu skrumformúlunum. En fólkið sá og skildi óg kaus Alþýðu- flokkinn. Alþýðuflokkurinn barðist fyrir þéttriðnu neti af umbótum, upp- skurði gegn skattsvikum og neðan- jarðarhagkerfi yfir höfuð að tala. umbótum, dómskerfi og atlögu gegn cfnahagslegum afbrotum. Þessa sér enn ekki merki. Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson skilja þetta ekki. En þeir vilja ná sér niðri á Alþýðu- flokknum, þó ástæðurnar séu ólikar. Og vissulega hefur þeim tekizt það i bili. Hvað gerist? Gallinn við þessa rikisstjórn er að i almennum efnahagsmálum er hún Kjallarinn VilmundurGylfason eins og sú fyrri, hvorki betri eða verri. Kosturinn er að hún er betur mönnuð frá hendi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, hefur ferskari og hreyfanlegri einstaklinga, sem líklegri eru til einstaklingsafreka i sínum ráðuneytum. Þaðer allt og sumt. Það sem getur orðið henni til bjargar er að þingflokkur Alþýðu- flokks er ekki keyrður í klafa flokks- hlýðni eins og þingflokkar Framsóknarflokks og Alþýðubanda- lags virðast vera. Þingtlokkur Alþýðu- flokks samanstendur af fólki, sem kom inn með stuðningi þúsunda í prófkjör- um og þarf að standa sína plikt gagn- vart þessu fólki fyrst og fremst, en ekki fámennum flokksvélum. Þingið í vetur verður að skera úr með þetta. Þing- flokkur Alþýðuflokksins getur kannske þrýst stjóminni frá bullinu úr Lúðvík, sem hann nú telur afrek og inn á hreinlegri brautir. Auðvitað er það pólitískt djók, að Ólafur Jóhannesson og litli, spillti mið- flokkurinn skuli standa að stjórnar- myndun eftir kosningarnar i vor. Auðvitað er það djók að hefðbundin ágreiningsefni Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, eins og land- búnaðarmál og dómsmál, skuli lenda hjá litla spillta miðflokknum. En um þetta voru þeir sammála, Ólafur Jóhannesson og Lúðvik Jósepsson. Þessi pólitíski djók leiðir hugann að öðru. Ég hef á tilfinningunni að sagan eigi eftir að dæma svo, að þessi stjórnar- myndun sé ekki upphaf tímabils, heldur endir tímabils. Kynslóð hafta kalla hefur tekizt að mynda sína síðustu stjórn. hversu lengi sem hún varir. Skynsemin sigraði i kosningun- um, en refsskapurinn sigraði í eftir- leiknum. Það er auðvitað helv. hart, en staðreynd eigi að siður. En gengur þingræðiskerfi okkar upp? Ég held varla, eftir þetta grín. Auðvitað var vandinn sá, að þó að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafi sigrað í kosningum, þá höfðu þeir ekki nema 28 þingmenn. Þeir urðu að vinna með öðrum hinna til þess að geta myndað meirihluta. Og svona fór það. En er ekki tímabært að huga að enn frekari breytingum á stjórnarskrá. Að kjósa framkvæmdavaldið sérstak- lega. Að kjósa forseta eða forsætisráð- herra sérstaklega, sem síðan velur sér ríkisstjórn.og kjósa siðan löggjafann sérstaklega. Ég hygg, að þessar stjórnarmyndunarviðræður séu undir- strikun þess, að þessi breyting er nauðsynleg. Eftir kosningaúrslitin í vor á þjóðin ekki skilið ríkisstjórn sem er siðferðilegt áfall. En þessi rikis- stjórn er vissulega siðferðilegt áfall. Vilmundur Gylfason -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.