Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7.SEPTEMBER 1978. Skólarnirbyrjaðir: Tugþúsundir setj- ast á skólabekk Þúsundir reykvískra barna og unglinga mættu i skóla borgarinnar i gær til að staðfesta innritun sína, en kennsla hefst yfirleitt i dag. 1 Grunn- skólum Reykjavíkureru nú um 12.100 nemendur og á landinu öllu munu um 40.000 nemendur stunda nárn á grunnskólastigi. 1450 nemendur í Fellaskóla Blaðamenn DB hittu að máli Finnboga Jóhannsson skólastjóra Fellaskólans sem rnun vera fjölmenn asti grunnskóli borgarinnar með 1450 nemendur. Hann sagði okkur að skól- inn mundi starfa i vetur i 59 bekkjar- deildum. Hefur þeim verið fækkað nokkuð frá þvi í fyrra þrátt fyrir að nemendum hafi ekki fækkað heldur er nú fjölgað i bekkjardeildunum. Kennsla hefst á morgun, föstudag. kl. 8.10. Fellaskólinn er þrísetinn í öllum þeim stofum sem hægt er að koma þvi við. Hinni almennu kennslu er þó undantekningarlaust lokið kl. 4.45 en sérgreinar, t.d. teikning og leikfimi, geta staðið fram til kl. 6.30. Kennarar við skólann eru alls 70, þar með taldir stundakennarar. „Samræming fyrir aldamót" í framhaldsskólum borgarinnar mun kennsla ýmist vera hafin eða u.þ.b. að hefjast. Kennsla i Kennara- háskólanum er hafin og í Háskóla Íslands er kennsla hafin í Verkfræði- og raunvisindadeild en aðrar dcildir hefjast siðar, en allar fyrir 25. sept. Dr. Halldór Guðjónsson kennslustjóri H.Í. sagði að stefnt væri að þvi að samræma þetta þ.e. að allar deildir H.i. hefjist 15. sept. Átti hann von á að sú samræming væri orðin að veru- leika „fyriraldamót.” Öldungadeild við Fjölbrautaskólann Blaðamenn DB voru i gær viðstaddir setningarathöfn Fjölbrauta- skólans i Breiðholti sem haldin var í Bústaðakirkju. í ræðu sem sr. Guðmundur Sveinsson hélt við þá athöfn kom frani, að skólinn er nú settur i fjórða sinn og eru innrilaðir nemendur skólans nú 1130 talsins en voru 220 er hann hóf göngu sina. Námssvið í skólanum eru nú 7 talsins og skiptast i 26 námsbrautir. Flestir i « Þessar þrjár yngismeyjar voru að hefja nám i Fjölbrautaskólanum i Breið- holti. Þær eru Helga Dðra Stefáns- döttir, sem var að hefja nám á lista- sviði, Nina Stefánsdóttir á viðskipta- sviði og lngveldur Ólafsdóttir á heil- brigðissviði. DB-myndir Hörður. Nemendur f 7. bekk Fellaskóla hlýða á skólastjóra sinn, eru nemendur á viðskiptasviði eða 265. næst kemur almennt bókmennta- svið með 256 nemendur. Á tæknisviði eru 206, á heilbrigðissviði 167. á uppeldissviði 100. Fæstir eru nemendurnir á listasviði eða 73 og 70 á hússtjórnarsviði. I setningarræðu sr. Guðmundar kom einnig fram að miklar líkur væru á að öldungadeild verði stofnuð við skólann frá árs- byrjun 1979. Yrði þar um að ræða fjögur náms- svið: almennt bókmenntasvið, tækni svið. listasvið og viðskiptasvið. Sr. Guðmundur lauk ræðu sinni með% þessum orðum: „Komið heil til starfa. Verið heil í starfi.” GAJ Heitur matur brátt til aldraðra 20 Arum A eftir tímanum „Nei við urðum ekki hissa á neinu sem kom frá hinum Norðurlandabúun- um. En þeir áttu ekki orð til þess að lýsa undrun sinni yfir því hversu við erum aftur úr í öldrunarþjónustu. Eins og ég hef svo oft bent á erum við 20 árum á eftir þcini i Sviþjóð og enn meira á eftir Bretuni. sagði Þór Halldórsson yfir læknir. Þór hélt ræðu um fyrirbyggjandi aðgerðir í öldrunarþjónustu á fundi höfuðborgardeilda Rauða krossins sem haldinn var i Reykjavík um síðustu helgi. „Meðfyrirbyggjandi aðgerðum meina ég að reynrt sé að konta í veg fyrir að aldraðir fari inn á stofnanir of snemma. að fólk geti verið heima hjá sér sem lengst. Til þess þarf að tryggjáöldruðum margvislega þjónustu. Almenningur heldur oft að þegar verið er að ræða urn öldrunarþjónustu sé eingöngu átt við byggingu elli og hjúkrunarheimila. Auðvitað er það mikill þáttur en skiptir ekki öllu máli.. Einn liðurinn í þjónust- unni við aldraða er að gera þeim kleift að fá heitan mat heini. Siðan þurfa þeir aðstoð við þrifnað og annað þess háttarauk félagsráðgjafar. Félagar okkar frá Norðurlöndum höfðu engan sérstakan áhuga á að ræða svona mál þvi þeir telja sig. að minnsta kosti Svíar og Danir. vera búna að lcysa öll svona vandamál. Norðmenn eru aftur nær okkur og eiga töluvert í land. Norðurlandamennirnir urðu alveg hissa þegar þeir fréttu að yfir helmingur allra stol'nana fyrir gamalt fólk á Íslandi heyri ckki undir rikið. þrátt fyrir að þessar stofnanir séu rcknar af almanna fé. Einn fulltrúanna, sem er fyrrverandi borgarstjóri i Kaupmannahöfn. átti ekki orð til þess að lýsa furðu sinni á þessu. i Danmörku og Svíþjóð er það þannig að enginn aldraður fer inn á svona stofnun án þess að metið sé áður hvort hann þarf á þvi að halda. og það sem nteira er. hvort hann á rétt á þvi. Ríkið hefur þannig hönd i bagga með hverjir nota þær stofnanir sent það leggur fé tii.” Eitt af þeim fyrirbyggjandi atriðum sem Þór nefndi var rætt sérlega itarlega á fundi Rauða krossdeildanna. Það að útvega öldruðu fólki heitan mat heint. Byrjað var á slíku fyrir nokkrum árum hér á landi en starfið lagðist fljótt niður vegna fjárskorts. 1 haust á hins vegar að reyna aðendurvekja þessa starfsemi. En með hvaða sniði hún verður er ekki ennþá ákveðið. Mestur áhugi er þó fyrir að færa gamla fólkinu matinn heini. hvar svo sem það býr i bænum. Að sögn Ragnheiðar Guðmundsdóttur læknis og formanns Reykjavikurdeilda Rauða krossins ber oft á þvi að ganialt fólk sem býr eitt þjáist af eggjahvítuskorti vegna þess að það velur sér ekki rétta fæðu. DS ... . . ............................... Getraun Flugleiða: 33 ÞUSUND LAUSNIR Flugleiðum bárust yfir 33 þúsund lausnir i fjölskyldugetraun þeirri er félagið efndi til í tilefni 5 ára afmælis sins. Dregið var úr svörunum í gær að viðstöddum borgarfógeta og þessir unnu: Þriggja vikna fjölskylduferð til Miami hlaut Pálnti Ólafsson. Laugar nesvegi 52. Reykjavik. Tveggja vikna fjölskylduferð til Alpafjalla hlaut Kristján B. Kristjáns son. Melhúsum, Bessastaðahreppi. Tveggja vikna fjölskylduferð til Parisar hlaut Jóhanna Eggertsdóttir. Framnesvegi 14. Keflavik. Farseðlar fyrir tvo á millilanda- leiðum Flugleiða hlutu: Jón Guðmundsson. Bogaslóð 12. Höfn. Hornafirði. Fjalar Sigurðarson, Bjarn- hólastig 19. Kópavogi. Kristján Einarsson. Enni. Viðvikurhreppi. Skagafirði. Gisli Rúnar Ma.gnússon. Syðra-Brekkukoti. Eyjafirði. Marteinn Jónasson. Kjalarlandi 17. Reykjavik. Hildur Hansen. Bárugötu 10. Dalvik. Sigrún Óladóttir. Sveintúni. Grimsey. Arnór Sveinsson. Hjaltabakka 10. Reykjavík. Þóra K. Magnúsdóttir. Hraunsmúla. Staðarsveit. Snæfells- nesi. Jón Geir Ágústsson. Hantragerði 21. Akureyri. Farseðla fyrir tvo á innanlands- leiðum Flugleiða hlutu: Hildur Ruth Gisladóttir. Sólvallagötu 6. Reykjavik. Skúli Skúlason. Ennisbraut 35. Ólafs- vik. Haukur Jónsson. Stekkjagerði 8. Reykjavik. Hans Hafsteinsson. Breiðvangi 32. Hafnarfirði. F.mhla Dis Ásgeirsdóttir. Sæviðarsundi 56. Reykjavik. Anna Steinunn Guðmundsdóttir. Bræðratungu 14. K'ópavogi. Sigriður Magnúsdóttir. Þykkvabæ. Rangárvallarsýslu. Hjördís Sigurðardóttir. Arnartanga 14. Mosfellssveit. Erlendur Magnús son. Sævargörðum 7. Seltjarnarnesi. Ólafur Va Idimarsson. Vorsabæ 19. Reykjavík. Ha saumaðir Leðurfoðraðir, frá hæl, í tá, Mjúkir leðurfóðraðir kantar Léttir oq sterkir Verð kr. 12.675. Litur: INIatur leður Stærðir: Nr. 35—46 Postsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.