Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978 Iþróttir þróttir mm „Gerðum nóg til að sigra —ekki meir” — sagði Gmoch, þjátfari pólska liðsins „Viö gerðum nóg til að sigra, ekkert meir,v sagði Gmoch, þjálfari pólska landsliðsins eftir 2—0 sigur Pólverja i Laugardal i gærkvöld. Hinn geðugi þjálfari lék á als oddi eftir leikinn, klæddur kakíjakka. „íslenzka liðið er gott, leikur hraða nótimaknattspyrnu — en inargt vantar vissulega. Ég er ánægður með sigurinn — það er langt siðan ísland hefur verið sigrað með tveimur mörkum hér i Reykjavik, ekki satt? Við erum nú að byggja nýtt lið eftir HM, ýmsir af leikmönnum er voru í HM eru ekki lengur með og við höfum b.vrjað vel. Sigraði i tveim fyrstu leikjum okkar — fyrst i Helsinki, 1—0, og nú hér í Reykjavik 2—0. Við munum bygg.ia upp nýtt, frægt lið — rétt eins og hið fyrra,” sagði Gmoch og brosti. F.n Pólverjar hafa risið hátt i hcimi knattspyrnunnar undanfarin ár. Urðu ólympiumeistarar 1972, hrepptu brons í HM í Munrhen ’74, silfur á ólympiuleikunum i Montreal og voru með eitt sterkasta liðið i Argentinu. En hverjir sigra í 2. riðli Evrópukeppni landsliða? „Polierjar aö sjálfsögðu, get ég sagt annað?” sagói Gmoch, þjálfari pólska liðsins að lokuir. „Egmungera breytingar” — sagði Youri llitschev eftirósigurinn „Eg er vonsvikinn, óánægður með fyrri háifleik, þá var haráttan i lágmarki, fjöldi mistaka í vörninni og leikmenn voru ávallt of seinir í tæklingu,” sagði Youri llitschev, þjálfari íslenzka landsliðsins eftir ósigurinn i Laugardal í gærkvöld. „Ég þarf að gera breytingar, við verðum að ná upp meiri hraða, lékum hægt eins og raunar öll islenzk lið. Hins vegar var ég ánægður með síðari hálf- leikinn, breytingar er gerðar voru á liðinu og taktik hjálpuðu til. Bæði mörkin voru slæm mistök, og við hefðum sjálflr átt að skora. Það sem fyrst og fremst þarf að gera er að styrkja miðjuna, þaðan ræðst leikurinn,” sagði Youri llitschev. „Sterkt pólskt landslið” sagði Jóhannes Eðvaldsson „Það var ákaflega erfitt að lcika gegn Pólverjum. Hreyfanleikinn í liði þeirra var mikill, ákaflega sterkir lcikmenn. Hins vegar var enginn hreyfanleiki i okkar liði i fyrri hálfleik og það virtist eitthvað svo vonlaust að sparka bara fram — knötturinn kom jafnharðan aftur,” sagði Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði islenzka liðsins eftir leikinn I gærkvöld. „Við bárum allt of mikla virðingu fyrir Pólverjunum og það varð okkur dýrkeypt. Hinu má ekki gleyma, að Pólverjar hafa á að skipa einu sterkasta landsliði hcims. Þeir hafa leikið saman 30 sinnum fleiri leiki en við — og svo | crum við bara liðlega 200 þúsund. Við áttum „downleik” í fyrri hálfleik en náðum betur saman í scinni hálfleik — en mörkin voru ódýr,” sagði Jóhannes Eðvaldsson. Tap Standard í Antwerpen — Antwerpen sigraði Standard 1-0, sjálfsmark Standard Standard Liege tapaði í Antwerpcn i 1. dcildinni í Belgiu í gærkvöld, 1—0. Fyrsti ósigur Standard í haust. Eina mark leiksins var sjáifsmark varnar- manns Standard en framlina liðsins er nú dauf. Helzti markaskorarinn i fvrra, Austurríkismaðurinn Riedl, var nýlega skorinn upp og Standard er nú á höttun- um eftir leikmönnum. Standard leitaði hófanna hjá Roger Davies, fyrrum Brugge er nú leikur með Leicester í 2. deild, en Davies vildi ekki fara frá Englandi. Anderlecht vann stór- sigur í gærkvöld á Charleroi, gamla liðinu hans Guðgeirs Leifssonar, 7—1. Þá sigruðu meistarar FC Brugge Beveren, er hefur leitað hófanna hjá Pétri Péturssyni. 2—1. Beringen náði aðeins jöfnu gegn Berchem, 0—0 á heimavelli og missti þar sitt fyrsta stig. Beringen og Waregem, er sigraði Courtrai 3—1, eru nú efst með 5 stig. Standard Liege hefur hlotið 3 stig en neðst er nú Molenbeek — hefur ekki hlotið stig, tapaði i gærkvöld fyrir Waterschei, 0—2. Swansea lagði Tottenham! —3. deildarlið Swansea sigraði Totten- ham 3-1 íLundúnum ídeildabikarnum Tottenham mátti í gærkvöld lúta ! lægra haldi gegn 3. deildarliði Swansea j undir stjórn John Toshack, fyrrum leikmanns Liverpool, 1—3 I Lundúnum. j Þessi ósigur fylgir í kjölfar 0—7 ósigurs ITottenham á Anfleld, gegn Liverpool — ] salti núið í sár Tottenham. John Toshack skoraði fyrsta mark leiksins og kom Swansea yfir. Jeremy | Charles bætti við öðru marki fyrir leikhlé en Tottenham náði að minnka muninn á 56. mínútu. Snjall leikur þeirra GlenHoddle ogOsvaldo Ardiles Ardiles sendi knöttinn til landa sins. I Ricardo Villa sem skoraði með góðu skoti. En Adam var ekki lengi i Paradis. Tottenham náði ekki neiitni pressu og Alan Curtis tryggði Swansea öruggan sigur. 1 —3 með góðu ntarki. Tottenham j er enn án sigurs í deild og bikar. Úrslit i deildabikarnum i gærkvöld | urðu annars: I Leeds-WBA Hereford-Northampton Nottingham Forest—Oldhant Tottenham-Swansea 0-0 0-1 4-2 1-3 Leeds og WBA léku markalaust jafn- liefli á Elland Road, þrátt fyrir fram- lengingu náðust úrslit ekki fram. Loks skoraði Nottingham Forest, en það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að leikmenn meistára Forest fóru af stað — David Necham náði forustu fyrir Forest á 49. minútu, sex mínútum siðar bætti Kenny Burns við öðru marki. Tony Woodcock skoraði þriðja markið á 61. mínútu og loks skoraði John Robertsson fjórða mark Forest á 64. minútu. Oldhant skoraði tvívegis í lokin. Alan Young og Vic Halxon skoruðu. A-Þjóðverjar sigruðu Tékka A-Þjóðverjar sigruðu Evrópumeistara Tékka 2—1 i vináttulandsieik þjóðanna í Leipzig. A-Þjóðverjar náðu forustu á 20. min. er Pommerenke skoraði upp úr hornspyrnu. Tékkar sóttu meir í síðari hálfleik en þrátt fvrir það náði Eigendorf að auka forustu A-Þjóðverja á 66. minútu. Miðvörðurinn Ondrus náði að minnka muninn sjö minútum fyrir leiks- lok með góðu skoti af löngu færi. * *ttre» nm mmirnmnpsi Janus Guðlaugsson hefur betur i skallaeinvfgi við pólska varnarmenn, gnæflr yflr en POLSKUR SIGUI Pólver jar sigruðu íslendinga 2-0 í Evrópi ísland varð i gærkvöld að lúta i lægra haldi fyrir sterku pólsku landsliði i Evrópukeppni landsliða í Laugardal, 0— 2. Það fór aldrei á milli ntála hvort liðið væri sterkara. Pólverjarnir voru lengst af með undirtökin — þaulæfðir atvinnu- menn í baráttu við áhugamcnn islenzka liðsins. En ágætur leikur islenzka liðsins á köflum í síðari hálfleik setti póisku vömina i vanda og ísland hefði átt að skora en leikmenn voru ekki á skot- skónum, frekar en i fyrri landsleikjum Isiands undir stjórn Youri llitschev. íslenzka liðið hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Youri llitschev — tvö jafn- tefli. eitt tap. Ekkert niark skorað . 1 sjálfu sér ekki afleitt en islenzka liðið skorti ncista. baráttuneista i gærkvöld. sér í lagi i fyrri hálfleik. i siðari hálfleik var islenzka liðið mun ákveðnara nánast sem annað lið væri á vellinum. en í raun var það um seinan. Pólska Knötturinn á leið yfir Áma Stefánsson markvörð og I mctra færi. netinu hafnaði hann, fyrra mark Pólverja var staöreynd, skorað af 30 DB-mynd Sveinn Þormóðsson. liðið hafði náð að skora i fyrri hálfleik, — og hinir reyndu pólsku leikmenn gátu þvi leikið upp á að halda fengnu forskoti. Ef við lítum á leikinn þá fóru bæði lið sér hægt i byrjun. rétt eins og þau væru að þreifa fyrir sér. Leikmenn islenzka liðsins áttu i erfiðleikum með að halda kneltinum. eldfljótir Pólverjar voru umsvifalaust komnir á þá. og undir pressu misstu Ieikmenn knöttinn, eða röng sending. Greinilegt að dagskipun Pólverjanna var. — leikið fast og gefið ekki þumlung eftir. Fyrsta hættulega tækifæri leiksins kom á 16. mínútu er hinn eldfljóti miðherji pólska liðsins. Lata. kom knettinum franthjá Árna Stefánssyni en Gisli Torfason var á réttunt stað. bjargaði er tveir pólskir framherjar sótlu að honunt. Á 23. minútu náðu Pólvcrjar forustu. alveg óvænt. Marek Kusto átti i höggi við tvo varnarntenn íslcnzka liðsins út við vinstri hliðarlinu. þá íiisla Torfason og Hörð Hilmarsson. Hann komst frarn hjá þeim og lék upp að vita- teigshorninu. þrentur metrum utan vita- teigs skaut hann þruntuskoti aö marki. Árni Stefánsson átti i erfiðleikum frá upphafi — knötturinn fór i sveig yfir hann. þrátt fyrir örvæntingarfulla til- raun náði hann ekki til knattarins og i netinu hafnaði hann. Pólsku leik- mennirnir fögnuðu innilega. áhorfendur setti hljóða, óvænt mark. Skot Kusto var firnafast og vel heppnað en engu að siður verður að skrifa nrarkið á reikning Árna Stefánssonar markvarðar. íslenzku leikmennirnir virtust missa nokkuð nióðinn, deyfð var yfir íslenzka liðinu. Á 30. minútu niunaði litlu að Pólverjar ykju forustu sína. Hinn ávallt hættulegi Lato átti sendingu á Blancho í eyðu. en Árni Stefánsson bjargaði vel af 'fótum hans. Á 34. minútu fengu íslend ingar sitt eina tækifæri i fyrri hálfleik. Karl Þórðarson tók hornspymu frá hægri. sendi vel fyrir. Jóhannes Eðvalds- son hafði betur I skallaeinvígi við pólskan varnarmann, skallaði að marki fyrir fætur Guðmundar Þorbjörnssonar, sem sneri frá marki. Guðmundur spyrnti áfram en vippaði yfir. Á 43. minútu átti Boniek skalla yfir og á siðustu minútu fyrri hálfleiks skallaði Blancho framhjá — 0—1 i leikhléi. Youri Uitschev setti Inga Björn Albertsson inn fyrir Hörð Hilmarsson i leikhléi og það var greinilegt að Youri hafði lesið yfir sínum mönnum í leik-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.