Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978. 17 Landgræðsla og beiting í senn: Féð streymir inn á ræktaða landið í gegnum hlið á afréttargirðingunni. Hliðið var opnað fyrir 3 vikum. DB-myndirDS. BÆNDUR OG FLUGMENN GRÆÐA LANDH) Að græða upp landið til þess síðan að nytja það á einhvern hátt hlýtur að vera óskadraumur allra sem stunda land- græðslu eða skógrækt. Landgræðsla rikisins hefur í síauknum mæli farið út á þá braut, og er svo komið að svæði á milli afrétta á Suðurlandi og byggðar hafa í miklum mæli verið grædd upp og eru notuð fil beitar seim á sumri og Á svæðinu sem friðað var I 40 ár sést varla nema eintaka brúskur, óliflegur þó. Stefán Sigfússon landgræðslufuiltrúi sýnir blaðamönnum. Olíuhöfn í stóru bæjarfólagi: „EKKI ÆSKI- LEGASTI HLUTUR- INN” — segja Almannavarnir „Jú, Almannavarnir ríkisins hafa gert áætlun hvernig við skuli bregðast ef þeir atburðir verða I Hafnarfirði sem venju- leg slysa- og öryggisþjónusta ræður ekki við,” sagði Hafþór Jónsson fulltrúi hjá Almannavörnum I samtali við DB. Tilefni samtalsins er bruninn í griska oliuskipinu í Hafnarfjarðarhöfn í fyrri viku. „Það er ekki æskilegasti hluturinn að olíuhöfn sé í miðju bæjarfélagi og þetta mál hefur verið rætt á fundum almanna- varnanefndar Hafnarfjarðar. Erlendur sérfræðingur sem hingað kom á sinum tima og gerði úttekt á íslenzkum almannavörnum benti einnig á olíuhöfn- ina i Hafnarfirði sem varhugaverða,” sagði Hafþór. Hafþór sagði að Almannavörnum ríkisins væri tiltölulega þröngur stakkur búinn lagalega og það væri I valdi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar að loka olíuhöfn- inni þar. Hafþór tók það fram að lokum að í neyðaráætlun Almannavarna um Hafnarfjörð væri gert ráð fyrir skjótum viðbrögðum ef þar yrði stórbruni, sprengingar, hópslys o.þ.h. Þá yrði allt fólk sem byggi á hættusvæði flutt brott. GM. snemma á hausti. Landgræðslan bauð á dögunum blaðamönnum austur i Þjórsárdal þar sem ræktað hefur verið upp um 200 hektara svæði þar sem kindur spranga nú um mettar af grasi. Landvernd og betra f é Tilgangur Landgræðslunnar með því að græða upp svona svæði fyrir neðan afrétti er aðallega tvenns konar. 1 fyrsta lagi er afrétturinn verndaður fyrir of- beit. Og i öðru lagi verður féð vænna og betra. Þegar líður á sumar sækir féð niður í byggð. En afréttargirðing verður þá á vegi þess svo það kemst ekki langt. Við girðinguna er því allt gras nagað niður í rót og kindurnar fá ekki næga næringu. Með þvi að hleypa fénu hins vegar inn á uppgróið Iand og leyfa því að vera þar i 3 vikur eða svo fær það næga næringu og þar fer vel um það svo það sækir ekki stift niður í byggð. Uppgróið land virðist þola þessa beit vel og er meira að segja haft á orði í Þjórsárdal að það eina sem vanti sé betri nýting á grasinu. 40 ár fyrir lítið Siðan 1938 hefur svæði efst í Þjórsár- dalnum verið friðað í þeim tilgangi að græða það upp. En útkoman er grátlega litil, nánast að segja engin. Upp úr sand- inum gægjast aðeins einstaka brúskar sem eru lítt lífvænlegir að sjá. En síðan 1973 hefur verið sáð I landskika og er þar orðin gróðurvin sem fénu þykir mikið til koma. Er svæðið orðið það vel gróið að ekki þykir lengur nauðsyn að bera á þaðá hverju ári. Bændur borga líka Landgræðslan hefur ekki staðið ein í uppgræðslunni. Bændur borga einn fjórða kostnaðar, hreppsfélög annan fjórðung á móti Landgræðslunni, sem borgar helming Hefur verið reiknað út að með þessu móti kosti hver fóðurein- ing (fóður fyrir eina á í einn dag) 48 krónur. Miða má við að fóðureining af kjarnfóðri kosti 70 krónur. Það virðist þvi margborga sig, að græða landið svona upp sé það reiknað frá land- búnaðarsjónarmiði eingöngu. Fegurð landsins fylgir svo með í kaupunum, alveg ókeypis. En að þetta skuli ekki vera dýrara byggist á því að Félag íslenzkra at- vinnuflugmanna hefur gefið alla vinnu sina við að sá og bera á með flugvélum Landgræðslunnar. 33 flugmenn flugu vélunum i sumar og tók enginn þeirra neitt fyrir vikið. Of margar kindur? Þeim spurningum hefur verið varpað fram í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi hvort það sé ekki sauðkindin sem á ein sök á þvi að landið er svo uppblásið að rækta verður það upp að nýju. Þessu voru landgræðslumenn ekki sammála. Auðvitað hafi sauðkindin valdið miklu en það hafi líka eldgos og slæm veðrátta gert. Búseta mannsins í landinu i heild er lika hluti af skaðanum. Þegar talað sé um að kindur séu of margar og að af- réttir séu ofbeittir sé ekki tekið tillit til þess að um helmingur sunnlenzks sauðfjár til dæmis komi aldrei á afrétti. Ekki sé heldur miðað við hin nýuppgrónu svæði. Hinu sé ekki að leyna að víða séu ofbeittir og fullbeittir afréttir, en að mála allt með svörtum lit séof mikið. •DS. Ólafur Dýrmundsson landnýtingar- ráðunautur Búnaðarfélags Íslands sýnir hversu þétt grasið er orðið á hinu sána svæði. NÚ BJÓÐUM VIÐ FLAUELSBUXUR VIiBB KB. 6.»««.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.