Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978. 2 r Allmiklar ritdeilur hafa risið I lesendadálkum DB að undanförnu milli áhangenda Vals og Akraness. Virðast þeir ekki á eitt sáttir um hvort liðið sé sterkara. DB-mynd Bjarnleifur. Ftll- ' mmm « T JmlUk' ’ fitT í 4 •þ : "4 „ IL. J l « l £ l JÁ j'Úl.J m - m mm ** ' 'fSm- i§|. iiii , j Ify* í IBYJ *• ■; 1 k V (fW- . 1 « |l §t JIjlB l ® w M ft w * M I w|| § ; t | ' , 1L H P CT W M m i'Tl Enn um Skagamenn og Valsmenn Skagamaður skrifar: Valsmenn eru mjög lagnir við að troða sér inn á íþróttasíður dagblaö- anna með alls kyns gort um liðið sitt' og virðast þar i fararbroddi vera Pétur' Sveinbjarnar og Árni Njálsson. Um þverbak keyrði þegar eitthvert mann- kerti, „Sívert" að nafni, ákafur unn- andi „Sláturfélags Suðurlands” (Vals), skrifar hlægilega, tilhæfulausa og nær óskiljanlega grein í Dagblaðið um „hreysti” Vals. Af tali Síverts má ráða' að Valsmenn séu haldnir þeim sér- staka sjúkdómi sem hann kallar meistaraheppni. Hvað þá með Skaga- menn? Er það meistaraóheppni, eða hvað? Sivert talar um að Valsmenn hafi unnið tvo leiki af þremur við lA. Það er jú rétt en í bæði skiptin voru það óverðskuldaðir sigrar svo ekki sé meira sagt. Allt tal Síverts um það að Skaga- menn komist ekki með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana et hreinn upp- spuni. Það er þýðingarlaust röfl hjá Sívert að segja að Valsmenn séu beztir. Sést það bezt með því að telja upp þá titla sem hvort lið um sig hefur unniðsérinnáárinu. Valsmenn hafa aðeins unnið eitt mót af fjórum sem þeir hafa tekið þátt í. Skagamenn unnu tvö af fjórum og þurfa aðeins 1 stig í einum leik sem þeir eiga eftir til að vinna það þriðja. Og er þess þó ógetið að Skagamenn eiga markakóng og bezta leikmann Islandsmótsins. P.S. Blaður Síverts einkenndist aug- Ijóslega af því að hann hélt sig ein- ungis við íslandsmótið, eina mótið sem Valur sigraði í. VILL SJA „THE DEEP” AFTUR Sjónvarpsáhorfandi í Keflavik hringdi: Ég vil þakka sjónvarpinu stórkost- legt framtak að taka til sýningar þátt- inn um gerð myndarinnar „The Deep”. Jafnframt vil ég mælast til þess að sjónvarpið endursýni þennan þátt sem fyrst. Það er ekki á hverjum degi sem sjónvarpið sýnir þátt um töku svo frábærrar myndar. yLokuðu fyrir kl. 6y — á bifreiðaverkstæðinu Frlðindi þingmanna og einkum þó ráðherra hafa verið mjög til umræðu upp á síðkastið. UM FRÍÐINDIÞINGMANNA Sveitamaður (4135—2477) hafði samband við DB. Sagðist hann hafa farið með bifreið sína í viðgerð á bifreiðaverkstæði Sveins Egilssonar hf. sl. miðvikudags- morgun. Þar hefði honum verið sagt, að hann mætti sækja bilinn fyrir kl. ó.OOþáumkvöldið. \ „Er ég kom rétt fyrir kl. 6.00 um kvöldið kom ég að luktum dyrum. Þrem klukkum bar saman að klukkan var ekki orðin 6.00, þar á meðal klukku eins starfsmannsins. Það sem mér fannst aðfinnsluvert var I fyrsta lagi það að verkstaeðinu var lokað fyrir þann tíma sem auglýstur var og i öðru lagi sá skiiningur sem kom fram i svari verkstæðisformannsins. Hann sagði að vinnutimi þeirra væri til kl. 6 og því tæki því ekki að vera að hleypa mönnum inn rétt fyrir kl. 6 því að það væri hvort sem er ekki hægt að Ijúka við að afgreiða þá fyrr en vinnutimi starfsmannanna væri lokið. Þetta þótti mér allóvenjulegur skilningur þar sem ég hef alls staðar vanizt þvi að Ijúka eigi við að afgreiða þá menn sem komnir eru inn i þjónustufyrirtækið fyrir lokunartíma.” Sveitamaður (4135—2477) vildi taka það fram.að hann hefði ekkert undan viðgerðinni sjálfri að kvarta. Hún hefði þvert á móti verið vel af hendi leyst. Tilgangur hans væri hins vegar sá að vara viðskiptavini þessa fyrirtækis við óeðlilegum lokunartima og jafnframt að benda fyrirtækinu á aðauglýsa réttan lokunartíma. Birgir Óskarsson, verkamaður, skrif- ar: Það er alltaf jafnmikið bió að horfa og hlusta á þessa blessaða þingmenn í sjónvarpi. Það bregzt ekki, sama hverjir eru við völd, að allir segja þeir að þjóðin eigi að spara og svo þiggja þeir hæstu launin (eða með þeim hæstu) plús öll friðindin, sem þeir fá, sem ábyggilega eru nokkuð mörg, t.d. niðurfelling tolla á bilum, bílastyrk o. fl. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvers vegna þeir (ráðherrarnir) fá þessi friðindi en ekki t.d. Rauði krossinn sem er að kaupa hjálpartæki, o.þ.h. Ég man eftir þvi að Rauða kross bilarnir voru ekki undanþegnir tollum þegar þeir voru keyptir. Skammast ráðherr- arnir sín ekkert fyrir þetta? Ég nelndi það hér að ofan að ráðherrarnir hafi sagt að þjóðin ætti að spara og lang- bezta ráðið fyndist mér að byrja á þvi að fella niður Lánasjóð islenzkra námsmanna og láta þessa bagga á.. þjóðfélaginu fara að vinna fyrir sér eins og annað fólk en halda þeim ekki uppi á rikisstyrkjum. Svo ættu þing- menn að þiggja lægri laun, borga sjálf- ir sínar ferðir suður og afsala sér öllum fríðindum. Út úr þessu öllu fengist mikil fjárhæð sem mætti nota I eitthvað viturlegt. Svo væri mjög gott ráð að þjóðnýta öll þessi einkafyrirtæki, alla þessa heildsala, sem grassera þarna I Reykja- vík. Eða er það ekki hægt vegna þess að þá missa ráðherramir gróðann af öllu útlenzka kexinu. Nei, ég held að ráðherrarnir ættu að skammast sín og hætta að tala um að þjóðin hafi lifað um efni fram. Fremur ættu þeir að líta i eigin barm og sjá um að þetta helv. gróðabrask verði stöðvað sem fyrst en ekki ráðast á verkafólkfc sem vinnur myrkranna á milli til þess eins að hafa fyrir brauði sínu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.