Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978. Camp David samkomulagið: Jórdanir og Saudi Arabar óánægöir erfið byrjun ferðar Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna Camp David samkomulagið varð fyrir fyrsta áfallinu i gær, er bæði ráðamenn í Jórdaniu og Saudi-Arabiu lýstu yfir óánægju sinni með það. Saudi-Arabía sagði að þeir væru and- vígir öllu samkomulagi þar sem ekki væri tryggt að helgistaðir múhameðs- trúarmanna i Jerúsalem yrðu undi^r þeirra stjórn. Þó sögðu ráðamenn i Saudi-Arabiu að þeir væru ekki mót- fallnir því að Egyptar gerðu friðar- samninga við ísrael og fengju aftur þau landsvæði, sem þeir hafa glatað i fyrri styrjöldum. Hussein konungur Jórdaníu sagði eftir fund með ríkisstjórn sinni að sam- komulagiö sem þeir Sadat og Begin- gerðu I Camp David veikti mjög stöðu Arabaríkjanna. Sagðist Hussein áskilja sér allan rétt til aö andæfa gegn öllum samningum, sem gerðir væru að honum fjarstöddum. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandarikjanna kemur til Jórdaníu í dag og þykja yfirlýsingar stjórna Jórdaniu og Saudi-Arabíu heldur ógæfuleg byrjun á för hans. Utanríkis- ráðherranum var sérstaklega ætlað að vinna þessar tvær stjórnir til fylgis við samkomulagið í Camp David. Saudi-Arabar hafa einnig gagnrýnt að ekkert hafi verið tekið tillit til sjálfs- ákvörðunarréttar Palestínuaraba er rætt er um heimastjórn þeirra. Einnig sé ekki neitt minnzt á PLO, samtök Palestínuaraba, sem Arabaríkin öll hafi þó viðurkennt sem talsmenn þeirra. Vitað er að Hussein Jórdaníukon- ungur ræddi i gær við Fahd krónprins Saudi Arabiu, áður en fundur var haldinn I ríkisstjórn hans. Munu þeir hafa rætt um Camp David samkomu- lagið og hvaða afstöðu ætti að taka til þess. Hussein undirstrikaði í yfirlýsingu sinni í gær að fyrsta skilyrði fyrir friðarsamningum við ísrael væri, að her þeirra yfirgæfi arabísk landsvæði og viðurkenndi sjálfsákvörðunarrétt Palestínuaraba. Begin forsætisráöherra ísrael og Dayan utanrikisráðherra hans á göngu og virðast niðursokknir i viðræður um málin. Erlendar fréttir REUTER Danmörk: Kosninga- réttur 18 ára sam- þykktur Danir samþykktu i þjóðaratkvæða- greiðslu í gær að kosningaréttur og kjör- gengi skyldi hér eftir vera frá átján ára aldri. Aðeins um 64% kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Fylgjandi kosningarétti 18 ára voru 34,2% en 29,2% voru andvígir. Grænlendingar voru yfirgnæfandi fylgjandi lækkun kosningaaldurs en Færeyingar munu að meirihluta hafa verið andvigir frum- varpinu. Þó ekki svo að nægi til að fella frumvarp um þetta efni sem samþykkt var á danska þjóðþinginu. öll Efnahagsbandalagsrikin utan Belgía hafa nú ákveðið að kosningarétt- ur verði miðaður við átján ára aldur. Einnig er svo í Svíþjóð og Noregi. Danir hafa aftur á móti, einir þessara þjóða, ákveðið að kjörgengi verði einnig frá átján ára aldri. Heimsmeistaraeinvígið: Allar vinningslíkur eru hjá Kortsnoj —en sennilegt að Karpov haldi jöf nu 24. skákin i heimsmeistaraeinvíginu var tefld í gær og fór I biö eftir 41 leik. í biðstöðunni er liðsafli jafn, en Kortsnoj hefur fjarlægan frelsingja á a-linunni. Allar vinningslikur-eru því hans megin og Karpov má gera sig ánægðan meðjafntefli. Áskorandinn tefldi nú aftur Opna afbrigöið I Spánska leiknum eftir langt hlé, þar sem bryddað var upp á Pirc- vörn, Caro-Kann vörn og Franskri vörn. Hann hafði engan áhuga á að endurtaka siöustu skák þeirra i þessu afbrigði, sem Karpov vann örugglega, og breytti útaf þegar í 9. leik. Karpov hefur þó verið við öllu búinn, því fyrir einvigið var þetta einn af uppáhalds- leikjum Kortsnojs I stöðunni. Hann vék fljótlega út af troðnum slóðum, en uppskar ekki rikulega. Kortsnoj haföi að vísu stakt peð á d5, en það stóð traustum fótum. Hvitan skorti eigin- lega raunhæfa áætlun I stöðunni og fljótlega kom I Ijós, að það var svartur sem hafði frumkvæðið. Hvítur neydd- ist til að veikja drottningarvæng sinn og peð hans á a4 varð uppla'gt skot- mark fyrir svarta hrókinn. Að lokum féll peðið, en i staðinn náði hvítur d- peðinu. Stórfelld uppskipti fylgdu í kjölfarið og greinilegt var að svartur hafði betur I endataflinu. Þegar skákin fór i bið var hins vegar ekki Ijóst hvort honum tækist að nýta yfirburði sína til sigurs. 24. Einvlgisskákin Hvítt; A. Karpov Svart: V. Kortsnoj Spánski leikurinn 1. e4e5 Kortsnoj býður nú upp á Spánska leikinn eftir langa hvíld. Hann sá sið- ast dagsins Ijós i 14. skákinni, en þar fékk Kortsnoj slæma stöðu eftir byrj- unina og tapaði um síðir. Nú hefur hann hins vegar haft nógan tima til að huga að endurbótum og ætti ekki að verða skotaskuld úr því, að hrista eitt- hvaðskynsamlegtfram úrerminni. 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-0 Rxe4 6.d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Þannig varð framhaldiö einnig i 14. skákinni. 1 8. skákinni, fyrstu sigur- skákinni i einvíginu, lék Karpov 9. Rbd2, en Kortsnoj náði siðan að endurbæta taflmennsku sína í 10. skákinni. 9. — Be7! Fyrr í einvíginu hafði Kortsnoj ávallt leikið 9. — Bc5. Hann hefur greinilega ekki fundið neitt svar við taflmennsku Karpovs I 14. skákinni (10. Rbd2 0-0 11. Bc2 Bf5 12. Rb3 Bg4 13. h3 Bh5 14. g4!) og beinir því skák- inni innáaðrarslóðir. 10. Bc2 Rc5 Ekki er ólíklegt að Karpov hafi frek- ar búist við 10. — 0-0, en það lék Kortsnoj oft á árunum 1962—66, m.a. tvívegis gegn Bronstein. 11. h3 Beinir skákinni inn á nýjar brautir. Eftir 11. Be3 kemur upp algeng staða í þessu afbrigði, sem í dag er talin frekar hagstæð hvítum. 11.-0-012. Hel Dd7 13. Rd4 Rxd4 14. cxd4 Rb7 15. Rd2c5 Kortsnoj hugsaði i 25 mínútur um þennan sjálfsagða leik. Svartur losnar nú við bakstæða peðið á c-linunni, en á móti kemur að nýr veikleiki mynd- ast, peðið á d5. I staðinn fær svartur hins vegar aukið athafnafrelsi fyrir menn sína. 16. dxc5 Rxc5 17. Rf3 Mikilvægasti reiturinn á borðinu er d4-reiturinn. í framhaldinu reynir Karpov þvi að ná sem bestum tökum á honum. 17. -BÍ5! Þvingar fram uppskipti á sínum verri biskupi. 18. Bxf5 Dxf5 19. Dxd5? gengur nú ekki vegna 19. — Hfd8 og svartur fær allt of hættulegt frum- kvæði. 18. Be3 Hac8 19. Hacl Bxc2 20. Hxc2 Re6! Á e6 stendur riddarinn eins og best verður á kosiö. 21. Hd2 Hfd8 22. Db3 Hótunin var 22. — Bb4 22__Hc4 23. Hedl Db7 24. a3 g6 Svörtu mennirnir eru Ijómandi vel staösettir. Hvítur virðist ekki hafa nein tök á að notfæra sér veikleika staka peösins á d5 og hefur i rauninni enga haldgóða áætlun. Svartur hefur aftur á móti I hyggju að leika a5-a4. ásamt b4 o.s.frv. og þjarma illilega að hvítum á drottningarvægnum. 1 framhaldinu reynir hvitur að sporna við þessari áætlun, en í staöinn mynd- ar hann sína eigin veikleika á drottn- ingarvæng. 25. Da2 a5 26. b3 Hc3 27. a4 bxa4 28. bxa4 Hc4 Þessi leikur kom „sérfræðingunum” mjög á óvart, sem frekar höfðu búist við 28. — Ha3. vel má vera að það sé sterkari leikur, en Kprtsnoj hefur sennilega leikið því fyrsta sem honum datt I hug. Hann átti nefnilega aðeins lOmínútureftir! 29. Hd3 Kg7 Eins og Fischer sagði að Tarrach hafi skrifað: „Þegar þú veist ekki hverju þú átt að leika, skaltu bíða eftir að andstæðingurinn fái hugmynd — hún verður örugglega röng!”. 30. Dd2 Hxa4 31. Bh6+ Kg8 32. Hxd5 Hxd5 33. Dxd5 Dxd5 34. Hxd5 Bf8 Svartur hefur nú losnað við staka peðið á d5 og hefur fjarlægan frels- ingja á a-línunni. Hann hefur því greinilega betri möguleika, þó vinning- urinn sé enn langt undan. í augnablik- inu er helsta áhyggjuefni hans — klukkan! 35. Bxf8 Kxf8 36. g3 Ke7 37. Hb5 Rc7 38. Hc5 Re6 39. Hb5 Rd8 Ekki vill Kortsnoj sætta sig við jafn- tefli með 39. — Rc7 40. Hc5 o.s.frv. Hann hyggst tefla áfram og nota frí- peðið til hins ýtrasta. 40. Kg2h641.Rd2Hal Hér fór skákin I bið og lék hvitur biðleik. Svartur hefur betri möguleika vegna fripeðsins á a-línunni, þó vafa- samt sé að hann geti notfært sér það til sigurs. Til frekari glöggvunar skal þess getið, að tilraun til áð vinna peðið með 41. Rb3? strandar einfaldlega á 41.— Hbl, sem leppar riddarann. Biðskákin verður tefld áfram i dag og kemur þá væntanlega í Ijós hvor aðstoðar- mannaflokkurinn hefur unnið heima- vinnuna betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.