Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 7 Carterfærað ráða gasinu — mikill sigur hans í orkusparnaðarmálum Jimmy . Carter Bandarikjaforseti vann umtalsverðan sigur í orkumálum i gær er öldungadeild þingsins i Washington samþykkti meö yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða að ákvörðun um verð á^arðgasi skyldi hverfa úr höndun stjómSrinnar í Washington. Andstæðingar frumvarpsins geröu ár- angurslausa tilraun til að endursenda frumvarpið til fulltrúadeildar þingsins. Er talið að forsetinn hafi aldrei haft betra tækifæri til að koma miklum hluta orkumálastefnu sinnar til fram- kvæmda. Hefur honum hingað til gengið heldur erfiðlega að koma hug- myndum sínum óbrengluðum í gegn- um þingdeildirnar. Mun opinberu eftirliti með gasverði verða aflétt árið 1985. Lokaafgreiðsla málsins mun ekki verða í öldungadeildinni fyrr en 27. september næstkomandi. Búizt er við því að andstæðingar þess muni aftur reyna að koma í veg fyrir samþykkt þess en talið er sýnt að nægt fylgi sé til að það verði afgreitt. Haft er eftir formanni orkumála- nefndar öldungadeildarinnar Henry Jackson að hann telji að jarðgasfrum- varpið verði samþykkt þó munurinn verði kannski ekki eins mikill og í gær en þá var fellt með 59 atkvæðum gegn 39 að sCnda frumvarpið aftur til full- trúadeildarinnar. Sagði Jackson að ef ekki tækist að koma þessum hluta orkumálastefnu Carters forseta i gegn- um þingið, væri útséð um að nokkur árangur yrði af tilraunum hans til að draga úr oliunotkun í Bandaríkjunum. Carter hefur lagt mikla áherzlu á að draga verulega úr innflutningi olíu til Bandaríkjanna. Vill Carter forseti framkvæma þetta með þvi að auka notkun annarra orku- efna, svo sem kola og jarðgass. Einnig vill forsetinn auka nokkuð nýtingu olíulinda i Bandaríkjunum, auk þess sem olíuvinnsla í Alaska á að draga nokkuð úr innflutningsþörf þeirra. Meðal annars hefur Carter viljað leggja sérstakan skatt á hráoliu en litil von er talin til þess að það verði sam- þykkt í öldungadeildinni I Washing- ton. Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi í Reykjavík: Langholtshverfí 1 Langholtshverfí 2 Læki 3 Skipasund Skúlagötu Austurstræti, Hafnarstræti Lindagötu Hverfisgötu BIAÐW Smurbrauðstofan BJORNINN Njóísgötu 49 — Simi 15105 Fiskmatsfólk Somoza að náyfir- ráðum í öllum borgum Þjóðvarðliðar Somoza forseta Nicaragua hafa nú tekið Esteli í norð- urhluta landsins og munu þar með ráða öllum stærstu borgum landsins. Náðu þeir Esteli í gærkvöldi eftir að eldflaugum og flugvélum hafði verið beitt við skothríð á borgina. Fregnir bárust af bardögum i gær- kvöldi milli þjóðvarðliða og unglinga í Esteli, en að sögn fréttamanna voru þá ekki nema sex skæruliðar uppreisnar- manna í Esteli. Algjört útgöngubann er í borginni og þjóðvarðliðar skjóta á alla, sem hætta sér út á götur. Hafa þeir komið sér fyrir i kirkju í miðborg- inni og rústum vindlaverksmiðju, sem brennd var i bardögum í fyrri viku. Somoza forseti Nicaragua sagði í sjónvarpsviðtali, sem birtist í Banda- ríkjunum í gær, að hann ætlaði ekki að láta af embætti fyrr en annar hefði verið kjörinn í hans stað. Margir efast þó um þessa fullyrðingu hans. Benda þeir á að sonur hans sé um það bil að komast á þann aldur að hann geti tekið við völdunum i Nicaragua eins og Somoza, núverandi forseti, tók viðafföður sínum. Bretar brutu sjálfir olíubannið á Ródesíu Brezka stjórnin verður nú fyrir æ meiri þrýstingi um að gaumgæfileg opin- ber rannsókn fari fram á hvernig það mátti vera að brezk olíufyrirtæki seldu Ródesíu olíu I tíu ár eftir að viðskipta- bann var sett á. Bannið komst á sérstak- lega fyrir frumkvæði Breta sjálfra en var samþykkt á allsherjarþingi og í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Ródesía var áður brezk nýlenda en hvitir íbúar hennar lýstu einhliða yfir sjálfstæði, þegar ekki náðist samkomulag um fram- tíðarstjórn landsins. Oliufélögin BP, sem eru í eigu brezkra aðila, og Shell, sem hefur höfuðstöðvar í Hollandi en er að nokkru i eigu Breta, seldu Ródesíumönnum oliu I gegnum fyrirtæki sin i Suður-Afríku. Fyrir nokkrum árum voru uppi háværar ásakanir á hendur olíufélögunum um að þau seldu oliu til Ródesíu en þau báru stöðugt á móti þvi. Það sem Bretum finnst þó svivirðileg- ast er að oliusalan fór fram með þegj- andi samþykki einhverra áhrifamikilla aðila í brezka stjórnkerfinu. Wilson fyrr- um forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins hefur harðlega borið á móti þvi að honum hafi verið kunnugt um viðskipti þessi. Bent hefur verið á að á árunum fyrir og um 1970 var brezkt efnahagslif mjög veikburða sem oftar og þvi mögulegt að stjórnin hafi ekki viljað beita sér fyrir of harkalegum aðgerðum varðandi útflutn- ingsatvinnuvegina. Flest áhrifaríkustu blöð i Bretlandi hafa tekið undir kröfuna um opinbera rannsókn á því hvaða ráðamönnum hafi verið kunnugt um olíusöluna til Ródesíu. Vantar karl eða konu með fiskmatsrétt- indi í fiskihús vort nú þegar. Uppl. í síma 97—5132. Pólarsíld — Fáskrúðsf irði. MULNINGSVÉL TIL SÖLU Universa/ CSE 1024, ásamt sambyggðum mötunar- og hörpunarbúnaði. Upplýsingar hjá vóiadeiid Vegagerðar ríkisins á Reyð- arfirði og í Reykjavík. Skr'rfieg tiiboð berist skrifstofu vorri fyrir ki. 11.00 f.h. 3. okt 1978, merkt„Útboð nr. 2432/78". INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 1X2 1X2 1X2 4. leikvika — leikir 16. sept 1978 Vinningsröð: 1x1-212-1x2-122 • 1. vinningur: 1 lréttir — kr. 78.000.^ 40456(4/10) 41115(4/10) 40836(2/11,- 6/10) - 10 réttir — kr. 5.500,- 31277 32512+ 40492 41114 31590 32744(2/10) 40497 41134 31988+ 32939+ 40500(2/10) 32675 33559 40654 +nafnlaus 33704(2/10)- + 40993 Kærufrestur er til 9. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafi nafnlauss seðils verður að fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýs- ingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR - ÍÞRÚTTAMIÐSTÖÐIN - REYKJAVÍK 907 32961 31742(1/10) 33518 2. vinningur 468 3820 5099 + 968 4173 30034 1314 + 4373 30213 1485 5036 30306 2480 30858

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.