Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 22
22 Ð 19 000 Sundlaugarmorðið gWlMMIMGPOOL (La Piseine) ALAIN DELON • ROMY SCHNEIDER JANE BIRKIN e Spennandi og vel gerð frönsk litmynd, gerð af Jaques Deray. islenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýndkl. 3, 5.30, 8 og 10.40. -------salur B-------------- Sjálfsmorðs- flugsveitin Hörkuspennandi japönsk flugmynd i litum og Cinemascope. íslenzkur texti. Bönnuðinnan I2ára. Sýndkl. 3.05,5.05,7.05,9.05,11.05. Spennandi. djörf og athyglisverð ný ensk litmynd með Sarah Douglas og Julian Glover. Leikstjóri: Gerry O’Hara. íslenzkur texti. Bönnuðinnan 16 ára. Sýndkl. 3.10,5.10,7.10, 9.10og 11.10 ---------salur P Maður til taks Bráðskemmtileggamanmynd í litum. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. Stórfengleg og spennandi ný bandarisk framtiðarmynd. íslenzkur texti. Michael York Peter Lstinov. Bönnuð innan 12 ára. Sýndkl. 5,7.10 og 9.15. Flótti Lógans LEE MARVIN Brœður munu berjast Hörkuspennandi og viðburðahröð bandarísk litmynd. Vestri sem svolítið fútt er í með úrvals hörkuleikurum. íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3,5,7,9og 11. . Kvikmyndir ^ Kiiíiíí: ... AUSTURBÆJARBÍÓ: Léttlynda Kata (Catherine & Co.), aöalhlutverk: Jane Birkin og Patrick Dewaere. kl.,5.7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. GAMLA BIO: Flótti Lógans (Logan’s Run), aðalhlut- verk: Michael York, Jenny Agutter og Peter Ustinov, kl. 5,7.10 og 9.15. Bönnuð innan 12 ára. HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu HAFNARFJARÐARBÍÓ: Hryllingsóperan (The Rocky Horror Picture Show), kl. 9. HÁSKÓLABÍÓ: Framhjáhald á fullu, kl. 5,7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Þyrluránið (Birds of Prey), aðalhlutverk: David Jansen, Ralph Metcher og Elayne Heilviel, kl. 9. Bönnuð innan 12 ára. Eftirförin cndursýnd kl. 5, 7 og II. Alls ekki við hæfi barna, innan 16 ára. Nafnskirteini. NÝJA BÍÓ: Allt á fullu, kl. 5, 7 og 9. Bönnuö innan I4ára. RFGNBOGINN: Sjá auglýsingu STJÖRNUBÍÓ: Indíáninn Chata, aðalhlutverk: Thomas Moore, Rod Chamerson, Patricia Viterbo, kl. 5. Bönnuð innan 12 ára. Síðasta sendiferðin, kl. 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. TÓNABÍÓ: Hrópað á kölska (Shout At The Devil), leikstjóri: Peter Hunt, aðalhlutverk: Lee Marvin, Roger Moore, lan Holm, kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 16ára. BÆJARBÍÓ: Billy Jack i eldlinunni kl. 5 og 9. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA UMFERÐARPÁÐ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978. Útvarp Sjónvarp i Útvarp kl. 20.20: Á níunda tímanum Heimsókn á Hallærisplanið — á föstudagskvöldið Á niunda timanum verður á dag- skrá útvarpsins í kvöld kl. 20.20. Stjórnendur þáttarins, þeir Guðmund- ur Árni Stefánsson og Hjálmar Árna- son, brugðu sér 1 heimsókn á Hallæris- planið síðasta föstudagskvöld og könn- uðu ástandið þar. Að sögn Guðmund- ar Árna var á Planinu svokallaða tæp- lega 2000 manns þetta kvöld. Þeir fé- lagar gengu um með hljóðnemann án þess að krakkarnir vissu af en þegar fréttist að hljóðneminn færi um planið gerðust unglingarnir heldur rólegri en þeir höfðu verið. Lögreglan ætti því að geta róað unglingana niður með því að ganga um svæðið með myndavél og hljóðncma. Guðmundur og Hjálmar ætla í þættinum í kvöld að lýsa þvi sem fyrir augu þeirra bar þarna um kvöldið, auk þess sem þeir ræða við lögregluþjóna sem við störf voru á planinu og ennfremur ræða þeir við nokkra unglinga sem urðu á vegi þeirra. Krakkarnir voru sammála um að ekkert vandræðaástand ríkti af veru þeirra á planinu og bentu á að ekki væru margir sem væru undir áhrifum áfengis þarna. Ennfremur fannst unglingunum það mjqg skrýtið að fullorðið fólk væri að tala um áfengi og vandræði á planinu, þegar það sjálft sæti inni á finum ve.tinga- húsum og hvolfdi í sig áfengi þangað til það væri orðið útúrdrukkið og að- eins til vandræða. Svo væri þetta full- orðna fólk að tala um Unglingana sem væru flestallir bláedrú úti á götu. því þeir hefðu engan annan stað til að fara á. Vildu unglingarnir kalla planið skemmtistað þeirra þar sem þeir gætu hitzt. Einnig sögðu krakkarnir að þeim fyndist alls ekki rétt að vera að brjóta rúður eða gler, enda væri það bara einn og einn sem slikt gerði. Þó sáu Guðmundur og Hjálmar dreng einn kasta ölflösku i götuna og brjóta. Gengu þeir strax til drengsins til að spyrjast fyrir um af hverju hann væri að brjóta gler úti á miðri götu. Dreng- urinn svaraði því strax og það svar fá- um við að heyra í þættinum í kvöld. Guðmundur Árni sagði að mikið fjör heföi verið hjá krökkunum, en ekki urðu þeir félagar varir við mikla ölvun né að vandræðaástand ríkti á planinu. Aldurinn á planinu sagði Guðmundur Árni að væri svona frá 13 ára og upp til tvítugs. Skemmtilegt ætti að vera að hlusta á þáttinn og heyra hvað fólk hefur um Hallærisplanið að segja en ekki hefur verið svo litið umtalað i allt sumar það vandræðaástand sem þar hefuráttað ríkja. Að sjálfsögðu verða þeir Guð- mundur og Hjálmar með föstu punkt- ana sína eins og topp 5 og leynigest- inn. í síðasta þætti var það Björgvin Halldórsson sem var gesturinn en ekki var ennþá búið að ákveða hver yrði valinn í kvöld er DB hafði samband við Guðmund Árna. Á milli atriða af Hallærisplaninu ætlar Jóhann Briem, eftirherman góða, að koma með nokkrar góðareftirhermur. Þátturinn Á níunda tímanum er fjörutíu min. langur 1 kvöld, eins og reyndar alltaf. Unglingarnir á „Planinu” svokallaða vilja ekki kannast við að vandræðaástand riki þar heldur á vínveitingahúsum borg- arinnar, þar sem fullorðið fólk kemur saman og drekkur áfengi. / Sjónvarp kl. 20.30: NYJASTA TÆKNI r 0G VISINDI Nýjasta tækni og vísindi er á dag- skrá sjónvarpsins i kvöld kl. 20.30. Að þessu sinni er það örnólfur Thorlacius sem er umsjónarmaður þáttarins. í þættinum I kvöld verða sýndar þrjár ameriskar myndir og fjallar sú fyrsta um kol. Myndin heitir Framtíð kola- vinnslu og fjallar um hvemig hægt verður að nýta kol þegar olían er þrot- in. Litið er til af olíu en mikið af kolum og þess vegna er nú reynt að finna út hvemig nýta má kolin þegar olian er búin. Ýmsar aðferðir eru notaðar við tilraunirnar og má nefna að reynt hefur verið að breyta kolum í bensín. Var búið til mjög gott bensín en það er ennþá of dýrt í framleiðslu. Ennþá eru allar þessar rannsóknirá tilraunastigi en visindamenn búast við að olian verði búin á næstu öld og verði þá e.t.v. farið að nota kolin meira. Önnur myndin heitir Leikföng handa fötluð- um og fjallar um þroskaleikföng fyrir börn sem hafa fengið heilaskemmd við fæðingu eða hafa fæðzt fyrir tímann og hlotið einhverja hreyfilömun. Er sýnt i þeirri mynd hvernig hægt er að hjálpa bömum til að halda jafnvægi i sambandi við leikföngin. Þriðja myndin fjallar um lax. Hún heitir Fiskirækt i sjó. Sýnt er hvernig laxinn er ræktaður þar sem hann hefur verið ofveiddur í Kyrrahafi. Er úú reynt að bæta úr því með þvi að rækta laxinn. Ekki er stöðin ólík þeirri sem við höfum I Kollafirði en niiklu stærri i sniðunt og meiri. Stöð þessi sem sýnd er i myndinni er í Oregon riki i Bandarikjunum. Mikil tækni er í Örnólfur Thorlacius menntaskóla- kennari, umsjónarmaður þáttarins Nýjasta tækni og vísindi. þessari frantleiðslu og eru fiskarnir bæði merktir og bólusettir svo hægt sé að fylgjast betur með þeim. Þátturinn Nýjasta tækni og vísindi er tuttugu og fimm mín. langur. ELA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.