Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978. 5 Ovenjulegur fengur Snorra Sturlusonar: FÁNIBREZKA SJÓHERSINS HEKK í SPORDIÞORSKSINS Skipverjar á skuttogaranum Snorra Sturlusyni fengu óvenjulegan feng í vörpuna er togarinn var á veiðum á Halamiðum á dögunum. Fengurinn var fáni, greinilega brezkur, en jró voru skipverjar ekki vissir um það hverjum fáninn tilheyrði því ekki var um brezka þjóðfánann að ræða. Fáninn var hvítur með rauðum krossi og í efra horninu var brezki fáninn. Að sögn Valdimars Sigþórssonar bátsmanns á Snorra Sturlusyni hékk fáninn í sporði þorsks og hafði borizt þannig inn i vörpuna. Nokkuð ljóst var að þorskurinn hafði synt nokkurn tíma með fánann því fiskurinn var nokkuð skorinn og illa farinn. Fáninn hefur legið nokkurn tíma í sjó þvi sjávargóður var tekinn að festast á honum. DB hafði samband við Brian Holt, ræðismann Breta hérlendis og lýsti fyrir honum fánanum. Hann þekkti þessa gerð óðar, hér var kominn fáni brezka sjóhersins. Brian sagði að stærð fánans benti til þess að hann væri af freigátu og því væru allar líkur á því að fáninn hefði prýtt einhverja freigátu hennar hátignar i undangengnum þorska- striðum Breta og tslendinga. -JH. Fáni brezka sjóhersins sem upp kom á Halamiðum. Valdimar Sigþórsson báts- maður heldur á fánanum til hægri og félagi hans, Kárí Sigurðsson, til vinstri. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Aðstoð bæjarins nauðsynleg — við að ná hinu strandaða færeyska skipi út f rá Ólafsfirði — Ólafur Jónsson sem keypti skipið á strandstað Bæjarstjórinn á Ólafsfirði lét hafa eftir sér í DB í gær að Ólafur Jónsson, sem keypti hið strandaða flutninga- skip á Ólafsfiröi, hefði litið reynt til þess að ná skipinu af strandstað. Ólafur hafði samband við DB vegna þessa og sagði hann að nú væru froskmenn að kanna skemmdirnar á skipinu. Það væru forsendur þess að hægt væri að draga skipið ofar til þess að gera við skemmdirnar. Ólafur sagði að nauðsynlegt væri að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld til þess að möguleiki væri að koma skipinu burt af strandstað. Fram að þessu hefur bærinn aðeins gert kröfur um það að skipið yrði fjarlægt, eins og það sé möguleiki að skipinu sé stungið í vasann og það flutt á brott. „Ég hef ekki strandað þessu skipi hér,” sagði Ólafur, „og get ekki lagt i viðamikinn kostnað við að fjarlægja skipið með þvi að hluta það í sundur. Slikt myndi kosta um 12 milljónir króna. Ef bærinn virkilega vill losna við skipið, verð ég að fá góða aðstoð bæjarins og annarra, sem ráða yfir vinnuvélum. Finna verður hentuga lausn á málinu þar sem menn leggjast á eitt um að leysa vandann. Þá hafa veriö unnar skemmdir sem tefja björgunaraðgerðir, m.a. mokað ofan af ankerum sem tengd voru við skipið og fest uppi í land. Ýmsar skemmdir hafa einnig verið unnar á skipinu sjálfu og er augljóst mál að þar hafa engin börn verið að verki. Ólafur lét þess að lokum getið að samkomulag hefði náðst við björgunarsveitina á Ólafsfirði um greiðslur frá þvi að sveitin vann við björgun er skipið strandaði. .jh. Greinargerð BSRB um kjaramáh Nýja launataflan byggir á niður- greiðslu vöruverðs — rétt mynd af launabreytingum fæst ekki nema samanburður sé gerður á sama grundvelli Mikil skrif hafa að undanförnu orðið í blöðum vegna launataxta opinberra starfsmanna og hafa breytingarnar vegna bráðabirgðalaga rikis- stjórnarinnar frá 8. sept. sl. ýmist verið kynntar sem veruleg kjarabót eða bein kauplækkun í neðstu og efstu launa- flokkum. DB hefur nú borizt greinargerð um þessi efni frá skrifstofu BSRB. Kveðst bandalagið vilja sýna i tölum hvað raunverulega hafi gerzt en leggi ekki að sinni dóm á réttmæti einstakra ákvæða bráðabirgðalaganna né svari brigzlyrðum i garð forustu stéttarfélaga. „Samningana í gildil" „Kjarasamningur ríkisstarfsmanna var gerður 25. okt. sl. og var hann staðfestur í allsherjaratkvæðagreiðslu þar sem 67,7% atkvæðisbærra rikis- starfsmanna greiddu atkvæði og 4600 eða 75,5% þeirra samþykktu hana, en fjármálaráðherra undirritaði f.h. ríkis- sjóðs. Þremur máhuðum síðar var svo þessum samningum rift meó lögum, þar sem fyrir er mælt að 1. mars 1978, 1. júní 1978, 1. september 1978 og 1. desember 1978 skuli kaup aðeins hækka um helming þeirra verðbóta sem vísitalan mæli. Samkvæmt þessu voru siðan birtar launatöflur fjármálaráðuneytis sem sýndu t.d. í júní-ágúst að tæplega 12% skorti á að staðið væri við samningana. Skömmu fyrir borgarstjórnarkosning-' amar, eða 24. mai sl. gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög þar sem dregið er úr kjaraskerðingu I lægri launaflokkum með sérstökum verðbótaviðauka sem bætti að fullu upp I neðsta launaflokki en síðan hélzt sama krónutala upp I 22. launaflokk. Fyrsta verk nýju ríkisstjórnarinnar var að gefa út bráðabirgðalög 8. sept. sl, þar sem numin eru úr gildi frá 1. september lögin frá því í febrúar og maí, þó með þeirri undantekningu að fullar verðbætur séu einungis greiddar upp i 15. launaflokk en þar fyrir ofan gildi vísitöluþak, þ.e. greidd skuli þar sama krónutala og í 15. launaflokki. Ný launatafla hefur verið reiknuð út samkvæmt nýju lögunum og gildir hún frá 11. september 1978 hjá þeim sem fá fyrirframgreiðslu, en frá þeim tíma var farið að framkvæma niðurgreiðslu vöruverðs þannig að niður félli þá 8,1% vísitöluhækkun, sem koma átti á laun um siðustu mánaðamót. Ruglingur sá sem fram hefur komið i blöðum varðandi þá breytingu sem leiðir af nýju lögunum stafar sennilega af því að ekki hefur neins staðar verið birt launatafla sem miðuð er við niður- greiðslur vöruverðs á sama hátt og nýja launataflan frá 11. sept. Rétt mynd fæst ekki nema samanburður sé gerður á sama grundvelli,” segir i skýrslu BSRB. -GM. Verðiagsstjóri: pp|ýsingarnar að mestu rangar” —Georg Ólafsson verðlagsstjóri hyggst birta greinargerð • vegna deilna um samnorrænu verðkönnunina „Upplýsingarnar sem DB hefur fengið um samnorrænu verðkönnun- ina eru að mestu leyti rangar,” sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri í viðtali i gær. í frétt blaðsins var það haft eftir áreiðanlegum heimildum að verð- könnunin hefði náð til tvöfalt fleiri vörutegunda en verðlagsstjóri greindi frá á blaðamannafundi sínum síðla í ágúst. „Fjöldi þeirra vörutegunda, sem ákveðið var að kanna í upphafi var 45,” sagði Georg. „Síðan duttu út ýmsar vörur vegna þess að vörurnar voru ekki til i öllum löndunum og því ekki hægt að gera samanburð. Það voru þvi rúmlega 30 vörutegundir sem voru kannaðar. Það er alrangt að þær hafi verið tvöfalt fleiri. Það er einnig rangt að magnafslátt- ur hafi mikið að segja í þessari könn- un,” sagði verðlagsstjóri. Á þessu stigi málsins get ég ekki sagt meira um þetta mál enda er ég ný- kominn frá útlöndum,” sagði Georg. „Ég er í frii þessa viku, en ég mun birta greinargerð vegna þessa máls.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.