Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIQ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978. 13 Enskur sigur í Kaupmannahöfn Englendingar sigruðu Dani 2—1 i landsleik u-21 árs sem fram fór i Kaupmannahöfn i gærkvöld. Danir höfðu yfir, 1—0, í leikhléi, Knud Sörensen skoraði úr viti á 44. minótu eftir að Bob Hazell, Wolves, felldi Klaus Bergren. En tvö mörk á jafnmörgum minútum i upphafi siðari hálfleiks nægðu Englendingum. Glenn Hoddles, Tott- enham, jafnaði 1—1 og Bob Hazell skoraði síðan sigurmark Englendinga aðeins minútu siðar. Uppselt á Idræts- parken íKhöfn Gifurlegur áhugi er nú i Danmörku á landsleik Dana og Englendinga i Evrópukeppni landsliða. Upp- selt er á Idrætsparken i kvöld — 48 þúsund miðar þeg- ar seldir en slikt hefur ekki gerzt i 10 ár i Danmörku. Danska liðið er gifurlega sterkt — Allan Simonsen, Nielsen, Borussia Mönchengladbach, Benny Nielsen og Birger Jensen, Anderlecht, Frank Arnesen og Sören Lerby, báðir Ajax, eru meðal leikmanna en liðið er skipað: Birger Jensen, Flemming Nielsen, Henning Munk Jensen, Per Rontved, Sören Lerby, Flemming Lund, Carsten Nielsen, Frank Arnesen, Allan Simon- sen, Benny Nielsen, Jörgen Kristensen. Enska liðið er skipað: Ray Clemece, Phil Neal, Dave Watson, Emlyn Hughes, Mick Mills, Ray Wilkins, Trevor Brooking, Steve Coppell, Kevin Keegan, Bob Latchford, Peter Barnes. íþróttir Belgar unnu Norðmenn Belgar sigruðu Norðmenn 4—0 í Malines I Belgíu er þjóðirnar mættust i landsleik u-21 árs, liður í Evrópukeppni landsliða. Belgar höfðu yfirburði i Malines, sóttu látlaust en skoruðu sitt fyrsta mark ekki fyrr en á 40. minútu, Erwin van den Bergh skor- aði. Norðmenn sóttu nokkuð I upphafi síðari hálfleiks en tókst ekki að nýta tækifæri og Belgar náðu yfir- höndinni. Ronny Matens, Andre Binet og Bernard Berheecke sökktu Norðmönnum, sem í raun áttu aldrei möguleika gegn sterku belgísku liði. Belgar mæta Norðmönnum i kvöld I landsleik i Evrópukeppni landsliðs — A-landsleik. Tarantini til Birmingham Birmingham festi i gærkvöldi kaup á argentinska HM-leikmanninum Alberto Tarantini. Barcelona hafði hug á að fá Tarantini, en hann gat ekki fellt sig við dvöl á Spáni — æfði með leikmönnum Birmingham i gær og ákvað siðan að skrifa undir samning. Tarant- ini lék með Boca Juniors og kaupvcrð fcans er 250 þús- und pund. Það er þó bundið i samninginn að Tarantini íái atvinnuleyfi á Bretlandi en það hefur ekki fengizt þó lið eins og Tottenham, Sheff. Utd. og Southampton hafi þegar erlenda leikmenn — utan EBE. Höness til Hamborgar Uli Höness, Bayern Miinchen var i gær seldur til Hamburger SV en kaupverð hans er um 150 milljónir króna. Höness hefur átt við meiðsli að striða tvö síð- astliðin ár en hann var fastamaður i v-þýzka landslið- inu áður, einn snjallasti leikmaður V-Þýzkalands. Sterkasta liði Islands stillt upp í Nijmegen — Sterkasta lið íslands í dag mætir silfurliði Hollands íNijmegeníkvöld Frá Halli Simonarsyni, Nijmegen, i morgun: „Við förum í alla leiki með því hugar- fari að sigra. Það gerum við einnig er við mætum Hollendingum í Evrópukeppni landsliða. Við höfum valið liöið, sem byrjar gegn Hollendingum, og það er að okkar áliti sterkasta landslið sem við eigum í dag. Landsliðsmenn fá ekki að vita valið fyrr en á morgun og þetta er því trúnaðarmál ykkar gagnvart leik- mönnum,” sagði Árni Þorgrímsson, for- maður landsliðsnefndar, á blaðamanna- fundi hér i Nijmegen i gær er hann til- kynnti íslenzka landsliðið. „Við gefum upp liðið við ykkur svo fréttir geti borizt heim, íslenzka lands- liðið er þannig skipað: Þorsteinn Bjarna- son, Janus Guðlaugsson, Jóhannes Eðvaldsson, Jón Pétursson, Árni Sveins- son. Tengiliðir: Atli Eðvaldsson, Karl Þórðarson, Ásgeir Sigurvinsson. Framherjar: Guðmundur Þorbjörnsson, Ingi Björn Albertsson, Pétur Pétursson. Þetta er sama lið og gefið var upp í DB nema Ingi byrjar — ekki Dýri. Á blaðamannafundinum sagði Youri Ilitschev, þjálfari íslenzka liðsins, að Dýri væri sér mjög í huga og farið hefði verið yfir sérstaka leikaðferð, þar sem Dýri er með. Þorsteinn Bjarnason var valinn i stað Árna Stefánssonar. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn USA á dögunum. Þor- steinn er aðeins 21 árs en hefur vakið at- hygli fyrir snilldar markvörzlu. Árni Stefánsson lék í islenzka markinu gegn Pólverjum, eftir þann leik voru menn ekki á eitt sáttir um frammistöðu hans. „Miðherji Hollendinga, Dick Nanninga, er leikur með Roda, er hávaxinn leik- maður. Ég reikna með að Hollendingar muni mikið nota háar sendingar inn i vítateig íslenzka liðsins og Þorsteinn er hærri en Árni og ætti betur að geta gripið inní i teignum. Úthlaup eru ein sterkasta hlið Þorsteins auk þess að vera snjall milli stanganna,” sagði Youri Ilit- schev, eftir valið. Liðið kemur engan veginn á óvart. Stórstígar f ramfarir hjá íslenzka liðinu — sagði Jan Zwartkruis þjálfari hollenzka liðsins í viðtali við DBb Frá Halli Slmonarsyni, I Nijmegen I morgun: „íslenzka liðið hefur tekið stórstígum framförum. Ég sá þá leika gegn USA og Póllandi og bilið milli íslenzka liðsins og liða hér á meginlandinu minnkar stöð- ugt. Auðvitað er ég ekki hræddur fyrir leikinn en knattspyrnan er óútreiknan- leg og stundum tapar sterkara liðið — við munum þvi ekki slaka á, heldur keyra á fullu,” sagði Jan Zwartkruis þegar blaðamaður DB náði tali af hon- um i Nijmegen i gær. Landsleikur íslendinga og Hollend- inga var mjög i fréttum hér í gær. Blöð eyddu miklu plássi í að skýra frá leikn- um, svo og útvarp og sjónvarp. Hol- lenzkir blaðamenn hafa haft viðtöl við Ellert B. Schram, formann KSÍ og Youri Ilitschev, þjálfara og á æfingum íslenzka liðsins voru Ijósmyndarar frá öllum stærstu blöðum Hollands. Skiljanlega er mestu púðri eytt á hol- lenzku leikmennina. Þetta er fyrsti leik- ur silfurliðsins frá Argentínu og Jan Zwartkruis bætti við, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hann hefði séð leikmenn sína frá Argentínu — á þriðjudag hér í Nijmegen. Hollenzka liðið er sterkt, 9 leikmenn frá úrslitaleiknum við Argent- inu. Piet Schrjivers, aðalmarkvörður liðsins í HM, gat ekki leikið úrslitaleik- inn við Argentínumenn en hann leikur með gegn íslandi. Þeir eru nýir, Wild- schut og La Ling, en báðir þekktir hér í Hollandi. La Ling, ákaflega leikinn, og fljótur er nú með markhæstu leikmönn- um í Hollandi. Það er Ijóst að Hollend- ingar slaka hvergi á — taka enga áhættu gegn Íslandi. eiginlega gefur sig sjálft. Það var aðeins spurning hvort Ingi Björn eða Dýri byrj- uðu leikinn. Dýri hafði greinilega vinn- inginn framan af hér í Hollandi. En síðan náði það yfirhöndinni að láta Pétur Pétursson og Inga Björn leika í fremstu víglinu og að vissu leyti Ásgeir Sigurvinsson. 1 gær rigndi talsvert hér 1 Nijmegen og í morgun var þungbúið. Spáð rigningu, en vonandi gerir hún ekki is- lenzku leikmönnunum erfitt fyrir I kvöld á NEC-leikvanginum í Nijmegen. „Ég hef oröið var við að það er tals- verð þreyta í strákunum eftir æfingarnar í gær, svo og hafa erfið ferðalög bætzt þar ofan á. Svo það verður aðeins létt æfing i dag,” sagði Youri Ilitschev, þjálf- ari islenzka liðsins í Nijmegen. Lands- liðsmenn æfðu fyrst i gærmorgun — allir saman, á æfingasvæði við NEC- leikvanginn. 1 gærkvöld var æft á vellin- um þar sem leikurinn fer fram i kvöld, á sama tíma og leikið verður í kvöld. Þar gafst tækifæri til að kynnast aðstæðum. Flóðljósin voru sett á og sömu aðstæöur fyrir hendi og i kvöld. Flestir leikmanna íslenzka liðsins hafa leikið hér i Nij- megen og þekkja því völlinn eftir HM- leikinnviðHolland. Þetta var þó nýtt fyrir Þorstein Bjarnason markvörð en hann leikur i kvöld I fyrsta sinn við flóðljós. Ekki ættu aðstæður að hafa áhrif á Þorstein, flóð- Ijósin hér eru góð og verða ekki sett á strax í byrjun. Þeir Jóhannes Eðvaldsson og Jón Pétursson léku ekki hér i HM, en báðir létu þeir vel af vellinum. Svipað og þeir eru vanir að leika við, þó völlurinn sé ef til vill í breiðasta lagi. „Við munum i dag fara yfir þrjú plön, um leikaðferðir, sem ég hef í' huga,” sagði Youri. „Tvö byggð upp við þá leik- menn, sem ég ætla að láta byrja. Hið þriðja er Dýri í myndinni,” sagði Youri ennfremur. Þegar ég ræddi við Youri Ásgeir Sigurvinsson, mikiö mæðir á honum i Nijmegen. Ilitschev, var á honum að heyra að hann myndi ekki láta Inga Björn byrja. Eftir æfingu i gærmorgun var Ingi Björn hins vegar með í byrjun á æfingum hans. „Það verður erfitt að leika við Hol- lendinga. Við munum gera okkar bezta, og það er mikilvægt hvernig Ásgeiri og Pétri tekst að ná saman. Ég færði Guð- mund Þorbjörnsson aftur á leikjunum við USA og Pólland og mun einnig gera það gegn Hollandi, sagði Youri Ilit- schev. Guðmundur var ekki á æfingu í gær — kom hingað í gærkvöld. HallurSímonarson íNijmegen Blikur á lofti fyrir leikinn í A-Þýzkalandi Hallur Simonarson I Nijmegen í morg- un: „Við hugsum aðeins um einn leik i einu. Evrópuleikur okkar í A-Þýzka- Ut ilif 9 GERÐIR GLÆSIBÆ SÍMI30350 Leikfimiskór úr striga, teygjuefm og leöri. — Stærðir frá 27—42. Verð frá kr. 990.- til 4120.- Postsendum landi, 4 október í Halle, er því ekki til umræðu hér,” sagði Árni Þorgrímsson þegar blaðamenn reyndu að beina talinu að leik íslands og A-Þýzkalands. „Við höfum nóg að hugsa um, þó ekki sé farið að dreifa huganum með öðrum leikjum. í landsleik gegn Hollendingum er það eitt í huga íslenzku leikmannanna að gera sitt bezta. Raddir hafa verið uppi um að erfitt verði að velja gegn A- Þýzkalandi. Þeir Ásgeir Sigurvinsson og Jóhannes Eðvaldsson geta ekki leikið i Halle. Auðvitað verður reynt að fá þá en litlar líkur til að það takist. Ásgeir er tómt mál að tala um,” sagði Árni enn- fremur. „Við ætlum i sumarfri til Spánar eftir siðari leik lA gegn Köln, 27. september,” sögðu þeir Karl Þórðarson og Pétur Pét- ursson í viðtali við DB. Hvort tekst að breyta því, skal ósagt látið. Valsmenn leika siðari leik sinn við Magdeburg 27. september — siðan halda flestir leik- manna Vals í sumarfri til Ibiza. „Það verður aö taka í einhverja tauma í sambandi við leikinn í A-Þýzka- landi, svo við getum stillt upp frambæri- legu liði,” sagði Árni Þorgrimsson við blaðamann DB á mánudag. Joe Hooley í deilum við dómara — í Noregi. Sigurjón Jóhannsson skrifar frá Noregi Fyrir skömmu var enski þjálfarinn Joe Hooley, sem þjálfar norska toppliöið Lilleström, mjög til umræðu á iþrótta- síðum norsku blaðanna, þar sem hann hafði sagt á prenti að norskir dómarar væru yfirleitt lélegir. Þessu reiddust norskir dómarar og hafa tekið mátið upp innan norska knattspyrnusambandsins, enda þótt talsmaður þeirra hafi sagt að þeir tækju ekkert mark á manni eins og Joe Hooley. Þetta hefur vakið furðu norska íþróttafréttamanna, sem yfirleitt taka undir málstað Joe Hooleys. Isdal í Dagbladet segir m.a. „að það sé heimskulegt af norskum dómurum að taka ekki gagnrýni Joe Hooleys alvar- lega þar sem hann sé þjálfari bezta liðs Noregs f fyrra, og sennilega lika í ár. Liðsmenn Lilleström taki a.m.k. Joe Hooley alvarlega og hann eins og aðrir hljóti að mega gagnrýna norska dómara. Ég legg til að dómarafélagið f Osló bjóði Hooley að ræða málið nánar á félags- ■ Joe Hooley — ávallt umdeildur. fundi, þvi allir hljóti að græða á slikum umræðum, og kannski geti dómararnir sýnt Hooley fram á að þeir séu ekki svo lélegir þegar allt kemur til alls.” Erlendir þjálfarar eru annars umræðu- efni dagsins. Magnus Breili f Aftenpost- en heldur þvi fram að affarasælast sé að hafa norska þjálfara og bendir á að Bodö/Glimt hafi haft siæma reynslu af erlendum þjálfara. „F/n sannleikurinn er sá, heldur Isdal áfram, að það fékkst enginn norskur þjálfari til að flytja með fjölskyldu til Bodö. Svo gerði liðið Ifka þá skyssu að kaupa þjáifarann án þess að hafa nokkuð kannað hæfni hans eða starfsferil. Enginn vafi leikur á þvf að er- lendir þjálfarar hafa lyft undir framfarir I norskri knattspyrnu, en erlendir þjálfar- ar f Noregi eru að sjálfsögðu ekki þeir beztu, þvf þá þyrftu norsku liðin að borga miklu hærri upphæðir. Erlendum leikmönnum i norskum liðum fjölgar Ifka stöðugt og leikur vafi á hvort hér sé um rétta stefnu að ræða. Knattspyrnusambandið hyggst a.m.k. gera sitt til að hafa taumhald á þessari þróun og leggur til að hámarkið skuli vera tveir erlendir leikmenn í liði, og styð ég þá tillögu.” Tony Knapp, sem þjálfar liðið Viking, sagði nýlega í blaðaviðtaU, að hann gerði sér góðar vonir um að fá einn ónefndan íslending i Vikingsliðið, þá væntanlega Janus Guðlaugsson, og kæmi sá senni- lega til Noregs i haust til skrafs og ráða- gerða. Viking er nú i 3. sæti i I. deild, vann síðast Brann frá Bergen 4.-0. Viking á að leika aftur gegn Brann I undanúr- sUtum bikarkeppninnar og spáir Aften- posten Brann sigri, þrátt fyrir 4:0 tapið. Brann er það lið, sem hefur eftir 17 umferðir i deildakeppninni dregið til sin flesta áhorfendur er liðið leikur á heima- veUi, eða i tölum: 99 þúsund á heimaveUi og 47.500 á útivelli i 17 leikjum. Lille- ström hefur aftur á móti dregið til sin flesta áhorfendur á útivelli, eða 81.800, en 55.500 á heimavelli. Þrátt fyrir þessar háu tölur á okkar mæUkvarða, er aðsókn Liðin, sem mœtast I Nijmegen í kvöld: HÖLLAND: Piet Schrjivers (Ajax) Jan Poortvliet Ernie Brandts RuudKrol Piet WUdschut (PSV) (PSV) (Ajax) (Twente) WimJansen WillyKerkhof Arie Haan (Feyenoord) (PSV) (AnderL) Tscheu La Ling Dick Nanninga Rob Rensenbrink (Ajax) (Roda) (Anderlecht) Pétur Pétursson (lA) Karl Þórðarson (lAI ISLAND: Guðmundur Þorbjörnsson (Val) Ásgeir Sigurvinsson (Standard Liegc) Á mi Sveinsson Jóhannes F.ð valdsson Jón Pétursson (lA) (Celtic) (Jönköping) Þorsteinn Bjarnason flBK) Ingi Bjöm (Val) Atli Eðvaldsson (Val) Janus Guðlaugsson (FH) þó verulega minni í heild en i fýrra. Frammámenn í norskri knattspyrnu kenna aðaUega tvennu um: 1) Norsku liðin spila ekki nógu skemmtilega eða góða knattspyrnu sem stendur. Setja verður markið hærra og þá munu fleiri áhorfendur koma þvf fólk hefur almennt mikinn áhuga á knatt- spyrnu. 2) Eftir HM í knattspyrnu og aUa HM sjónvarpsleikina hefur almenningur I Noregi lagt nýtt mat á knattspyrnu, en blaðamenn verða að vara sig á að skrifa of neikvætt um norska knattspyrnu, þvi þrátt fyrir allt er að finna þar marga ijósa punkta. Tom Lund, sem leikuf með Lille- ström, 28 ára, er markahæstur eftir 17 umferðir með 12 mörk, þar af gerði hann 4 mörk er Lilleström lék síðast I deilda- keppninni. Þetta vakti að sjálfsögðu at- hygU, en meiri athygU vakti þó, er Tom fór með liði sfnu að keppa við Linfield I Belfast i Evrópubikarkeppninni sl. þriðjudag (Leiknum lauk með jafntefli 0:0). Ástæðan er sú að Tom hefur verið svo flughræddur að sl. þrjú ár hefur hann ekki keppt með Uði sinu eða landsliðinu nema hann hafi komizt á áfangastað I öðrum farartækjum en flugvél. Nú kom upp sú staða að hann varð að fara vegna meiðsla og annarra frátafa I liðinu. Von- ast menn nú eftir þvi að Tom hafi unnið bug á flughræðslunni, þvi maðurinn er slyngur knattspyrnumaður. OlslóarUðið Skeid keppti hér á UUevál á miðvikudaginn við pólska liðið Szombierki, gott 1. deildarlið. Pól- verjarnir sigruðu 6:2 og er það I sjálfu sér ekki i frásögur færandi heldur hitt að það mætti 281 áhorfandi! Þetta var óskaplegur fjárhagslegur skellur fyrir Skeid, sem hefði sloppið ef „aðeins” 1200 hefðu mætt til að horfa á leikinn. Þetta sýnir kannski bezt hvaða vanda norsk knattspyrnuUð eiga við að gUma f dag. Tom Lund, Lilleström. 1 l I I 38. tbl. 40. arg. 21. sept. 1978 Verð kr. 530. „Leiklist er ekkert fyrir fáaútvalda, húnerfyrir þá, sem vilja” Viðtal við Árna Pétur Guðjónsson leikara

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.