Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 15 Fjórfalt brúð- kaup og fjór- föld skím Fyrir stuttu var haldið mjög svo óvenjulegt brúðkaup i Danmörku. Það voru fjögur systkini sem giftu sig sama dag.t leiðinni léu þau skira sitt barnið hvert. Brúðkaup þetta og skírn vakti gífurlega athygli i Danmörku, enda ekki á hverjum degi sem svo stór viðburður gerist. 1200—1500 manns stóðu fyrir utan kirkjuna til að sjá öll þessi brúðarpör samankomin. í veizluna voru boðnir 235 gestir og var stiginn fjórfaldur brúðardans á gólfinu. Móðir systkinanna sagði að dagurinn væri sá mesti hamingjudagur sem hún hefði lifað. Siðan steig hún dansinn við einn af nýju tengdasonunum. M Fjögur brúðhjónin með skírnarbörn- unum en eldrí sonur eins parsins situr á gólfínu. ROD OG NYJA VINKONAN Söngstjarnan Rod Stewart hefur sennilega gleymt fyrrverandi konu sinni, Britt Ekland, þvi að hann sást i för með nýrri vinkonu nú ekki alls fyrir löngu. Sú stutta heitir Alana Hamilton, en hún er einmitt hin glæsilega eiginkona glaumgosans George Hamilton. Ekki virðist þetta fræga fólk úti I heimi skipta sér af því þó það birtist I blöðum með hinum og þessum, þó harðgift sé. En fólk verður að sjálfsögðu ekkert frægt ef það gerir ekkert sem kemur því i blöðin. Hvað sem því líður hlýtur eitthvað að vera að hjónabandinu hjá þeim Hamiltonhjón- um, því varla væri manneskjan annars að ferðast með Rod Stewart, en þau voru einmitt á lciðinni saman til Spán- ar þegar þessi mynd var tekin. " 4 A b: WARREN BEATTY MEÐ EINNIVINKONUNNIENN Vinsælasti piparsveinn í Hollywood, leikarinn Warren Beatty, sást ekki alls fyrir löngu i fylgd með enn einni nýrri vinkonu. Sú heitir Diane Keaton, en ekki fylgir sögunni hvað hún starfar, blessunin. Þau skötuhjú sáust saman i bió en eftir myndunum að dæma er Beatty ekkert alltof spenntur að horfa á hana. Beatty er nú um þessar mundir a leika í tveim kvikmyndum „The life of John Reid" sem fjallar um ameriskan blaðamann sem gerist kommúnisti i Kremlin. Og svo er Beatty einnig að leika Howard Huges í kvikmynd sem fjallar um líf hans. Heyrzt hefur að Woody Allen ætli að fá Beatty til að leika i einni af hans myndum. sem verður byrjað á í vetur. Warren Beatty hefur sézt með hinum og þessum leik- konum upp á siðkastið og nú fyrir stuttu var hann á ferð með Kate Jackson, leikkonunni sem getið hefur sér gott orð upp á síðkastið í leynilög- reglumyndum. Einnig hefur Beatty sézt í fylgd qjpð leikkonunni ensku, glæsilegri piparsveinaíbúð í Julie Christie, hvað svo sem til er i Hollywood. Warren Beatty á sér þeim söguburði. Sagt er að Beatty lifi óteljandi kvenaðdáendur, víðs vegar mjög svo rómantísku lífi og láti engan um heiminn, og fær mörg þúsund ást- kvenmann plata sig. Hann býr í arbréf dag hvern.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.