Dagblaðið - 20.09.1978, Side 24

Dagblaðið - 20.09.1978, Side 24
r Yfirlögregluþjónninn hættir um áramótin annars hefðu lögreglumennirnir hætt Allir lögregluþjónarnir á ísafiröi, fimm aö tölu, munu segja upp ef yfir- lögregluþjónninn á staðnum, Skarp- héðinn Njálsson úr Keflavik, hættir ekki störfum um næstu áramót. „Ég verð að játa að það hefur verið óánægja með hann innan lögreglunn- ar,” sagði Þorvarður Kjerulf Þor- steinsson, bæjarfógeti á Isafirði, i sam- tali við DB. Þorvarður sagði að Skarphéðinn Njálsson hefði verið settur yfirlög- regluþjónn til eins árs fyrr á þessu ári. Hann starfaði litla hríð á ísafirði, en var síðan kallaður suður til yfirheyrslu vegna svonefnds „handtökumáls” Hauks Guðmundssonar I Keflavík. Var Skarphéðinn fyrir sunnan i nokkra mánuði, en kom aftur til fyrri starfa á lsafirði fyrir nokkru. Sambúð yfirlögregluþjónsins við lögreglumenn og ýmsa bæjarbúa var ekki eins og bezt verður á kosið. Sauð loks upp úr og tilkynntu lögregluþjón- ar að þeir væru hættir ef Skarphéðinn yrði ekki látinn fara. Mun nú afráðið að Skarphéðinn láti af störfum við lögregluna á tsafirði um næstu áramót. „Ef ekki.þá munu lög- regluþjónarnir segja upp,” sagði Þor- varður Kjerulf bæjarfógeti. GM „Grundvölluraö merkum áfanga” — segir utanríkisráðherra „Á þessu stigi vil ég aðeins segja þetta:” sagði Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra í viðtali við DB. „Ég vil láta í Ijós von um að þetta samkomu- lag reynist veigamikill áfangi í þá átt að finna friðsamlega lausn á vanda- málum ísraels og næstu nágranna þess. Ástandið hefur verið hættulegt friði I heiminum og reynzt torleyst. Þetta ætti að verða grundvöllur að merkum áfanga i samkomulagsátt ef ekki grundvölluraðfullu samkomulagi." —HH. STJORNLAUS LÁNASJÓDUR Lánasjóður íslenzkra námsmanna er án stjórnar þessa dagana. Fulltrúar fjármála- og menntamálaráðuneytis i stjóm sjóðsins hafa sagt af sér og vilja með því gefa nýrri rikisstjóm kost á að koma sinum fulltrúum að. Þeir fulltrúar sem hér um ræðir em Jón Sigurðsson ritstjóri, Stefán Páls- son deildarstjóri og Árni Ólafur Lárus- son viðskiptafræðingur. Þess er að vænta að ný stjóm lána-. sjóðsins verði skipuð 1 næstu viku. Út- hlutun haustlána til námsmanna er- lendis hefst 1. október. —GM Létu leiðindaveður ekki á sig f á Mikill mannfjöldi, bæði fatlaðir og ófatl- ar frá Sjómannaskólanum að Kjarvals- aðir, tók þátt I jafnréttisgöngu fatlaðra i stöðum má m.a. sjá Magnús Kjartans- gær. Skiptu göngumenn þúsundum þrátt son fyrrverandi iðnaðarráðherra. fyrir leiðinlegt veður. Á myndinni hér að DB-mynd Ari. ofan, sem var tekin við upphaf göngunn- ÍSLENZKUM RÁÐA- MÖNNUM LÉZT VEL Á SÁH BEGINS OG SADATS — sjá einnig leiðara á bls. 10 Sadat forseti Egyptalands og Begin forsætisráðherra tsraels náðu í fyrradag samkomulagi um mikiivæg atriði við lausn erfiðra deiluefna sinna. Samkomu- lagið er nokkuð umdeilt, þótt þvf sé viðast fagnað. DB sneri sér til forsætisráð- herra og utanrikisráðherra og spurði þá álits á samkomulaginu. „SKYNSAMLEG LAUSN” —segirforsætis ráðherra „Ég fagna því, að þetta samkomu- lag hefur náðst,” sagði Ólafur Jóhann- esson forsætisráðherra í viðtali við DB. „Þetta gæti orðið áfangi á leiðinni til friöar.” „Öllum hlýtur að vera áhugamál að þessum deilum linni sem gætu orðið aðstærrieldiogstríði.” „Að svo miklu leyti sem ég get um dæmt virðist þetta vera skynsamleg lausn. Maður hefur aö vísu heyrt að ýmis Arabaríki séu annarrar skoðunar og þori ég ekki um þeirra rök að dæma.” HH f Meira en helmingi minni síldveiði nú en var í fyrrahaust „Veiðin er meira en helmingi minni ið lengst af vertíðinni. Virðast einhver en í fyrra það sem af er vertíðinni en ytri skilyrði valda þvi að síldin er ekki við sem fáumst yið sjávarafla erum þó gengin á vanalegar slóðir. Ekki vildi síður en svo farnir að örvænta um ver- Egill spá neitt hvaða skilyrði það væru tiðina enn,” sagði Egill Jónasson yfir- aðsvostöddu. verkstjóri hjá hraðfrystihúsi Kaupfé- .Mikil uppgrip hafa verið í síldarsölt- lags Austur-Skaftfellinga í viðtali viö un á Höfn undanfamar vertíðir, en nú DB í morgun um síldveiðamar. má segja að síldarævintýrið þar sé ekki Ekki hefur gæftaleysi þó valdið enn komið i gang. þessu, þvi allgott veiðiveður hefur ver- —G.S. frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 20. SEPT. 1978. Minni olía f rá Sovét — en vaxandi kaup frá Portúgal ístaðinn í síðustu samningum Islendinga og Sovétmanna er gert ráð fyrir minnkandi bensín- og brennslu- olíukaupum frá Sovétríkjunum frá því sem áður var. Ástæðan er væntanlegur innflutningur frá Portúgal á þessari vöru. Hinn 8. september var undirrit- aður samningur íslenzka viðskipta- ráðuneytisins og olíusölustofnunar Sovétríkjanna um kaup á 184 þús. tonnum af gasoliu, sem er 16 þús. tn. minna en í fyrra, 130 þús. tonnum af fuelolíu og 82 þús. tonnum af bensíni, sem er 8 þús. tn. minna en i fyrra. Kaupverðið er 14.700 milljónir króna mið- að við núgildandi verðlag og gengi. Eins og áður hefur viðskipta- ráðuneytið framselt olíukaupa- samninginn til íslenzku olíufélag- anna. BS. Engin breið þotukaup á döfinni Nýlega barst Flugleiðum tilboð að kaupa DC-10 breiðþotu á kaup- leigusamningi, sem mun vera að- gengilegasta breiðþotutilboð, sem Flugleiðum hefur borizt til þessa. í viðtali við blaðið í gær sagði Sigurður Helgason, forstjóri, að engin breiðþotukaup væru hins vegar á döfinni þótt stöðugt væri • verið að kanna þau mál. Starfs- fólk Flugleiða í New York var boðið að skoða slíka vél frá Boeing á dögunum, en þar var að þvi er virðist aðeins um að ræða venju- lega sölumennsku, en enda þótt sumir starfsmanna teldu að samn- ingar væru á næsta leiti. —-G2S. 'Sérkennileg mynd af breiðþotu frá Olympus tekin i Grikklandi fyrir nokkru af islenzkum ferðalang. Að visu er hún misheppnuð, þvi ekki var flug þotunnar á neinn hátt óeðlilegt. Sumarmynd DB — Þorvaldur Geirsson /yKaupio * TÖLVUR f I* OG TÖLVUUI BANKASTRÆTI8 ^11276^-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.