Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978. 9 Ungir f ramsóknarmenn: Naf nbirting á skattsvikurum? Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna samþykkti í fyrradag að skora á ríkisstjómina að standa við fyrirheit um að vinna gegn skatta- brotum og benti á nokkrar leiðir til þess. Skattrannsóknadeild rikisskatt- stjóra þyrfti að efla, segir SUF, og þyngja viðurlög við skattsvikum. Þar á meðal kæmi til greina að birta nöfn þeirra sem gerzt hafa sekir um alvarleg skattabrot. Þá ætti að herða eftirlit með innheimtu söluskatts og kanna meðal annars hvers vegna samvinnuverzlun virðist skila ríkissjóði hlutfallslega meiri söluskatti en einkaverzlun. Einnig þyrfti að einfalda skattalög og fækka frádráttarheimildum til þess að koma í veg fyrir svonefnd „lögmæt skattsvik”. Stjórnin lýsir stuðningi við nýgerðar ráðstafanir ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálum. Hún segir að skattlagning aftur I tímann sé óæskileg en hún hafi verið nauðsynleg eins og á stóð. Þeir sem hneykslist á afturvirkni skatta ættu fremur að huga að þvi meini sem hefur grafið um sig í islenzku þjóðlifi, skattsvikunum. Ef allir hefðu talið samvizkusamlega fram hefði ekki þurft að grlpa til viðbótarskattlagningar í ár heldur hefði verið unnt að lækka skatta almenntá launamönnum. -HH. ÍFjórða starfsár Fjalakattarins hafið: MEÐALVERÐ A 1 SÝNINGU AÐEINS 162 KRÓNUR — Chaplin, Borgari Kane, Amin hershöfðingi og fjöldi annarra mynda á dagskrá Valgarður Guðjónsson og Barði Valdimarsson, framkvæmdastjórar Fjalakattarins, ásamt Guðmundi Þorbergssyni og Baldri Hjaltasyni sem sæti eiga I stjórn klúbbsins. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. W .. -> Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanna, hefur fjórða starfsár sitt fimmtudaginn 21. september með sýningu á kvikmyndinni Höfuð ætt- arinnar (Padre Padrono) eftir Paoli og Vottorio Taviani. Kvikmynd þessi fékk verðlaun á hátíðinni í Cannes 1977. Í lok september sýnir Fjalakötturinn fjórar stuttar myndir eftir Chaplin. í október verður nýjasta mynd Robert Bresson, Ef til vill djöfullinn, sýnd. Nóvembermánuður verður helgaður spænskri kvikmyndagerð og verða þá m.a. sýndar myndirnar Andinn í býflugnabúinu eftir Victor Erice og Böðullinn eftir G. Berlanga. Kvikmyndagerð Indverja verður og kynnt með sýningu þriggja indverskra mynda. Af öðrum myndum sem Fjala- kötturinn sýnir í vetur má nefna Borgari Kane eftir Orson Welles, Karin Ingimarsdóttir eftir Victor Sjöström, ™ Amin hershöfðingi eftir Barbet Schröder, Sléttuúlfurinn eftir Fred Haines o. m. fl. Þá verður sýnd tónlistarmyndin Popp- hátiðin i Monterey. Dagblaðið mun síðar í vetur gera nánari grein fyrir kvikmyndum þeim sem Fjalakötturinn sýnir. Sýningarskrá er ekki enn komin út en væntanleg einhvern næstu daga. Sýningar Fjalakattarins eru í Tjarnar- bíói. Sýnt er á fimmtudögum kl. 21, laugardögum kl. 17, og sunnudögum kl. 17. 19.30og22. Þarsem um klúbber að ræða verða menn að kaupa sérstakt félagsskirteini sem gildir á allar sýningar vetrarins. Kostar það 5500 krónur. Sýningar verða 34 þannig að meðalverð á sýningu er aðeins 162 krónur. Félagsskírteini eru seld í framhalds- skólunum, Bóksölu stúdenta, Bókabúð Máls og menningar og í Tjarnarbíói sjálfu á sýningartima. -GM. , Innan skamms er þess að vænta að lokið verði við annan áfanga Húss verzlunarinnar I nýja miðbænum svonefnda. Í öðrum áfanga felst uppsteypa á bílastæðum og kjallara hússins. Nokkrar tafir hafa orðið á byggingu hússins en hafizt verður handa við þriðja og síðasta áfanga strax og uppgjöri vegria annars áfanga er lokið. Þorvarður Élíasson hjá Verzlunar- ráðinu kvaðst ekki vHja fullyrða neitt um hvenær byggingu hússins lyki en taldi hugsanlegt að Ijúka framkvæmd- um eftir tvö-þrjú ár. •GM. Hassyfirheyrslur á Seyðisfirði Yfirheyrslur í hassmáli hafa farið fram að undanförnu á Seyðisfirði. Jónas Hallsson rannsóknarlögreglu- maður i Reykjavík stjórnaði yfir- heyrslum yfir nokkrum unglingum á staðnum á aldrinum 17—20 ára. Unglingarnir hafa haft hass umleikis undanfarið en það virðist þó ekki hafa verið mikið. Að sögn Jónasar Hallssonar upplýstist málið i þessum yfir- heyrslum. -JH. Fyrstu tveim áföngum Húss verzlunarinnar er nærri lokið. DB-mynd Kristinsson. TflFlR A BYGGINGU INNAR ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.