Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978
BIAÐIB
Utgefandi: Dagblaðiðlif. \
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kiistjánssorv
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuBtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar
Jóhannes Reykdal. iþróttir: Hadur Shnonarson. Aðstofarfróttastjórar. Atli Steinarsson og Ómar
Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pélsson.
BÍaöamenn: Anria Bjamason,~ Asge{f"T5masson, Bragl Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs-
son, Guðmundur Magnússon, HaHur HaHsson, Helgi Pétursson, Jón<|S Haraldsson, Ólafyr Geirsson,
Ólafur Jónsson^ Ragnar Lár., Ragnheiöur Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Péls^oru
Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur VHhjálmsson,-
Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þi rmóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfssoh. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjórn Síðumúia 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, augtýslngar og skrifstbfur Þverhohi 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun:
Áfvgkur hf. Skerfunni 10.
Menn með reisn
Samkomulag Begins og Sadats að '/g
undirlagi Carters er nánast of gott til að
geta verið satt. Það ber vitni um óvenju-
lega mikinn stjórnmálaþroska leiðtog-.
anna, sem að því stóðu. Nú er eftir að
vita, hvernig það reynist í köldum vind-
um þjóðahaturs.
Sadat Egyptalandsforseti hefur tekið stærsta áhættu í
samkomulaginu. Utanríkisráðherra hans hefur sagt af
sér í mótmælaskyni. Sýrlandsstjórn og samtök landflótta
Palesínumanna bölsótast.
Staða Sadats meðal ríkja Araba mundi batna, ef Cart-
er Bandaríkjaforseta og Vance utanríkisráðherra tekst
að sannfæra Hussein Jórdaníukonung og Fahd, krón-
prins Saudi-Arabíu, um kosti samkomulagsins. Á þessu
stigi er ekki unnt að spá um árangurinn.
Begin, forsætisráðherra ísraels, er í minni stjórnmála-
vanda heima fyrir. Stjórnarandstaðan í ísrael hefur hing-
að til verið friðsamari en hann. Þar á ofan hefur innan
stjórnar hans myndazt andstaða gegn lítt sveigjanlegri
afstöðu hans til samkomulags.
Samt er það Begin, sem hefur gefið meira eftir í hinum
langvinnu viðræðum í Camp David, sumarhúsi forseta
Bandaríkjanna. Flestir munu telja það eðlilega niður-
stöðu, því að fyrir fundinn var Sadat búinn að gefa meira
eftir.
Samkvæmt samkomulaginu mun ísrael smám saman
afhenda Egyptalandi yfirráð yfir Sínaí-skaga á næstu
þremur árum. Jafnframt munu ríkin taka upp stjórn-
málasamband á tímabilinu.
Egyptar segjast þó ekki undirrita friðarsáttmála fyrr
en nýleg byggð ísraelsmanna á hernumdu svæðunum
hefur verið lögð niður. ísraelsmenn vilja hins vegar ekki
ganga lengra en að lofa stöðvun á frekari útfærslu slíkrar
byggðar.
í samkomulaginu er gert ráð fyrir, að íbúar vestur-
bakka Jórdan-ár og Gaza-svæðisins geti stofnað sjálf-
stætt Palestínuríki eftir fimm ár.
Enn er óljóst, hver endanleg landamæri ísraels verða,
hver verður framtíð Jerúsalem og hvað gert verður til
að tryggja öryggi ísraels.
Hvort tveggja er ljóst, að mikill árangur hefur náðst á
einum fundi og að mikið vatn á enn eftir að renna til
sjávar, áður en Miðausturlönd hætta að vera púður-
tunna.
Niðurstaðan er í rauninni töluverður sigur Sadats. Það
var hann, sem olli þáttaskilum á sínum tíma, þegar hann
heimsótti Begin til ísraels. Hann átti á þann hátt frum-
kvæði að þeirri þróun, sem náði hámarki á fundinum í
Camp David.
Samkvæmt samkomulaginu á Egyptaland að vinna
aftur sitt gamla land í eyðimörkinni. Ef þróunin verður í
samræmi við samkomulagið, hefur Sadat náð því við
samningaborðið, sem tapaðist á vígvellinum.
Enginn vafi er á, að Begin hefur verið undir miklum
þrýstingi á undanförnum mánuðum. Sadat var búinn að
ná samúð umheimsins, meðan Begin sætti vaxandi gagn-
rýni fyrir ósveigjanleika. Þessa þrýstings gætti í ísrael,
allt inn i raðir ráðherranna.
Orðstír Carters Bandaríkjaforseta hefur aukizt mjög
af samkomulagi Begins og Sadats. Það var Carter, sem
var sáttasemjari í þessari árangursríku lotu í Camp
David. Hann hefur nú tekið að sér að fylgja samkomu-
laginu eftir.
Um allan heim vona menn, að farsæld hans minnki
ekki í eftirleiknum. Þar verður við menn að eiga, sem
ekki hafa reisn og göfgi á borð við Begin og Sadat.
Indland:
DESAIHEFUR STAÐ-
IÐILLA í STÖDU F0R-
SÆTISRÁÐHERRA
Morarji Desai er enn forsætisráð-
herra Indlands. Það stafar ekki af
miklum leiðtogahæfileikum hans
heldur af því að ef hann færi frá völd-
um mundi það líklega verða banabiti
Janataflokksins. Hinir svartsýnu töldu
að stjórn Janataflokksins mundi
hanga við völd í hálft ár, er hún tók
við völdum eftir kosningaósigur
Indiru Gandhi i marz árið 1977.
Flokkurinn hefur nú verið við völd i
eitt og hálft ár eða nærri þrisvar sinn-
um lengur en spádómar hljóðuðu.
Hinir svartsýnu eru þó enn ekki sann-
færðir um að þessi stjórn eigi langa líf-
daga fyrir höndum.
Ekki hefur verið staðið við þau lof-
orð sem gefin voru, þegar stjóm Desai
tók við völdum. Flokkarnir fimm sem
mynduðu Janataflokkinn gátu
sameinazt um að koma Kongresflokki
Indiru Gandhi frá völdum. Sú ætlan
tókst en nú er komið í ljós að flokk-
arnir geta sameinazt um lítið annað og
mikil hætta er á klofningi í Janata-
flokknum eða réttara sagt flokkasam-
steypunni sem er mjög ósamstæð.
Kunnugum þykir sýnt að svo stóru
og margbreytilegu ríki sem Indland er
verði ekki stýrt af samsteypurikis-
stjórn. Að vísu er Kongresflokkurinn
einnig nokkurs konar samsteypa og
tókst þó að vera við völd í þrjátíu ár
samfleytt. Mismunurinn þykir hins
vegar liggja í því, að fyrstu tuttugu
árin hélt Nehru um stjórnartaumana
og síðan dóttir hans næstu tíu árin.
Bæði voru þau mjög stjórnsöm og
þóttu á stundum hreinlega valdasjúk.
Báðum tókst að stjórna flokknum eftir
eigin höfði og beina stefnu hans i þær
áttir.semþauóskuðu.
Desai núverandi forsætisráðherra
þykir skorta mjög þá stjórnsemi og
hæfileika til að laða að sér hinn al-
menna kjósanda, sem Nehru og Indira
dóttir hans sýndu á stjómartimabili
sínu. Honum hefur heldur ekki tekizt
að stjóma Janata-samsteypunni eins
og þau feðgin stjómuðu Kongres-
flokknum. Ekki þykir Desai vanta
valdafíknina fremur en Nehru og
Indiru. Kom það glögglega í ljós er
hann skyndilega ákvað að hefja kjarn-
orkuvopnatilraunir og einnig er hann
beitti sér mjög harkalega fyrir áfengis-
banni.
Desai hefur ekki tekizt að mynda þá
stefnu, sem allir flokkar í Janatasam-
steypunni hafa getað sætt sig við jafn-
hliða því að stjórna sjálfur með styrkri
hendi hvert stefna skal. Að vísu hefur
hann reynt að ná báðum markmiðun-
um. Hinu fyrra einbeitti hann sér að í
byrjun stjórnartíma síns en hefur
snúið sér að hinu síðara á síðustu mán-
uðum með hörmulegum árangri. Vin-
sældir hans minnka stöðugt meðal al-
mennings og flokksmanna og margir
óttast að Janatabandalagið sé að
bresta.
Enn verra þykir að Desai hefur
raskað mjög þvi jafnvægi sem tekizt
hafði að koma á fót milli stjórna ein-
stakra ríkja og stjórnarinnar i Nýju-
Delhi. Hafði tekið þrjátiu ár að koma
því jafnvægi sem náðst hafði en
Deasai virðist ætla að takast að brjóta
það jafnvægi niður á aðeins fáum
mánuðum.
1»
Vandamál i stjórnmálalifi Indlands
hafa leitt athygli heimsins frá gifurlegri
fátækt og vanþróun á flestum sviðum.
Mikil flóð að undanförnu vekja þó enn
einu sinni athygli á hinum mikla vanda
sem stjórnvöld á Indlandi þurfa að
berjast við.
Desai hefur ávallt gert sér grein
fyrir því að helzta vandamál hans væri
að halda saman hinum ósamstæðu öfl-
um, sem standa að Janatabandalag-
inu. Þegar þeim hafði sameiginlega
tekizt að losa sig við indiru Gandhi
uppgötvuðu flokkamir að þeim var
fátt annað sameiginlegt en hatur til
hennar. Vonirnar um bætt stjórnar-
far, þegar Janataflokkurinn tæki við
völdum, hafa algjörlega dáið, þegar í
ljós hafa komið þær innri andstæður
og innbyrðis barátta, sem þar hefur
ráðið rikjum.
Fullyrt er að hið eina sem haldi nú
Janatabandalaginu saman sé að Desai
haldist enn við völd. Ef hann færi frá
völdum sjálfviljugur eða tilneyddur er
talið víst að hin hatrama barátta, sem
þá hæfist um nýjan forsætisráðherra
og foringja mundi endanlega ganga af
Janatabandalaginu dauðu. Valdabar-
áttan í Janatabandalaginu hefur þegar
haft þær afleiðingar að einn áhrifa-
mesti samstarfsmaður Desai og lengst
af innanrikisráðherra hefur sagt af sér
embætti og er nú kominn i stjórnar-
andstöðu.
Það atriði, sem þó vekur mesta at-
hygli og undrun í stjómmálalífi
Indlands þessar vikurnar, er endur-
koma Indiru Gandhi í hina pólitísku
baráttu. Frá því að vera sigraður frá-
farandi forsætisráðherra, sem jafnvel
átti á hættu fangelsisvist fyrir brot á
lögum landsins í stjórnartíð sinni, er
langur.vegur i að vera orðinn óum-
deilanlegur foringi stjórnarandstöð-
unnar, sem ógnar völdum rikjandi
stjórnar. Það er Indira Gandhi orðin
nú án alls vafa. Vissulega eru enn
möguleikar á því að hún verði fyrir
áföllum vegna atriða frá stjórnarárum
hennar en sú athygli sem hún hefur
vakið og hve auðvelt hún virðist eiga
með að notfæra sér veikleika ríkis-
stjórnarinnar hefur ekki orðið til að
styrkja stöðu stjórnar Desais.
Indira hefur tekið þá stefnu að
svara öllum ásökunum með því að þar
séu á ferðinni rógberar sem reyni að
koma í veg fyrir að hún komist aftur
til valda. Hingað til hefur henni tekizt
það og þannig er hún stöðugur ógn-
valdur leiðtoga Janataflokksins.