Dagblaðið - 20.09.1978, Page 3

Dagblaðið - 20.09.1978, Page 3
Frá Húsavfk. Ef grannt er skoðað má sjá Kaupfélag Þingeyinga. Ljósmynd Mats. 3090—1375 skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um neytendamál undanfarið. Umræður þessar hafa fyrst og fremst miðazt við markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Mörgum höfuðborgarbúum yrði of- boðið hér á Húsavík ef marka má kvartanir og kröfur þær sem settar hafa verið fram i fjölmiðlum um mjólkurfernur og vöruálagningu í Reykjavík. Hér er nær öll verzlun og þjónusta einokuð af K.Þ. enda þarf ekki lengi að ganga á milli verzlana og þjónustu- fyrirtækja K.Þ til þess að verða þess áþreifanlega var. Skulu hér nefnd örfá dæmi sem mundu af flestum kröfuhörðum neytendum teljast nánast óþolandi. K.Þ. rekur kjötvinnslu og allar kjöt- vörur eru frá henni. Það sem kjöt- vinnslan framleiðir ekki er bara ekki á boðstólum, enda ekki í annað hús að venda. Fábreytileiki i kjötborðum K.Þ. er með eindæmum. Mjólkursala er öll frá Mjóíkurbúi K.Þ. svo og allar mjólkurafurðir, sem eru mjög einhliða framleiðsla, Ostar eru t.d. seldir svo nýir að þeir eru bragðlausir og aðeins er um tvær gerðir að ræða. Skyr er svo kekkjótt að meðeindæmum er. Vöruverð í K.Þ. er í hámarki enda er stjórn fyrirtækisins vægast sagt slöpp. Má i þvi sambándi benda á að i ákveðinni matvöruverzlun sem skrifar hjá viðskiptavinum (útvöldum) virðist vera alger óþarfi að gera upp reikninga, jafnvel svo árum skiptir. Það hefur svo I för með sér að hækka verður vöruverð, þar sem þess er kostur, til þess að fá upp í vörurýrnun vegna óinnheimtra reikninga. K.Þ. heimilar húsbyggjendum að taka út byggingarvörur í mánaðar- reikning. Skv. áreiðanlegum heimildum eru sumir (útvaldir) undan- þegnir mánaðarlegu uppgjöri reikninga þessara og skulda jafnvel hundruð þúsunda til margra ára, sem að sjálfsögðu rýrna i verðbólgu- þjóðfélagi, K.Þ. til skaða en viðskipta- vinum i hag. Fólk á ekki að láta bjóða sér svona þjónustu og viðskiptahætti, þó svo ég sé sannfærður um að ástandið sé svona viða. Góð þjónusta Rafiðjunnar Húsmóðir i Kópavogi hringdi: „Ég keypti mér grillofn i Rafiðjunni i Kirkjustræti sl. föstudag, rétt fyrir lokun. Þegar ég kom heim og ætlaði að fara að prófa ofninn þá reyndist hann bilaður. Ég átti von á gestum þarna um kvöldið og þurfti því nauðsynlega á ofninum að halda. Ég hringdi þvi strax niðureftir (um kl. 7.30 . Allt afgreiðslufólkið var farið en maður einn kom í símann og lofaði að koma um kl. 9 og lita á ofninn. Ég var ekki fyrr búin að leggja tólið á en að maðurinn birtist með nýjan ofn. Þetla kalla ég góða þjónustu og vil ég hér með koma á framfæri þakklæti minu.” LEIKARA MA EKKI OFNOTA J.B.skrifar: Undirritaður vill taka undir það hrós sem Ævar R. Kvaran hefur fengið fyrir frábæran flutning á sögu Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar. Ég vil jafnframt benda á að íslendingareiga marga frábæra leikara en þeir eru margir hverjir ofnotaðir. Þulir með fræðslumyndum sjónvarps eru misgóðir en margir frábærir. Því fyndist bréfritara það ennfremur of- notkun á leikurum yrðu þeir notaðir sem þulir með fræðslumyndum. Hins vegar mætti jafnvel setja íslenzkt tal á kvikmyndir sjónvarps. Þar myndu leikarar okkar eflaust nýtast hvað bezt eins og í leikritum. Læknirinn skellti á Elín Tómasdóttir, Selfossi hringdi: „Ég vil koma á framfæri sögu af reynslu minni fyrir skömmu. Ég þurfti á læknisaðstoð að halda og hringdi kl. 12.30 um nótt í vakthafandi lækni, sem var héraðslæknirinn á staðnum. og bað hann um að koma heim út af sjúklingi sem var kvalinn. Svarið sem ég fékk frá lækninum var að hann væri búinn að vinna fullan vinnudag og hvað væri verið að ónáða sig svona um miðja nótt. Þetta væri bara neyðarsími. Svo skellti hann á. Þetta þótti mér heldur skritin framkoma og þætti mér gaman að heyra álit annarra á sliku." CASIO fx-120 r_ INV -] o Vo O 1/X X ’ LmJ o log 10X O ln e* o x> XX> o o * t tt hyp O sitr' cos ’ tair’ 1 1 ab/c X m (t > • • 6 • • • )J o o V M m 11 0' >; MR O n * SAC - Up_R_J X OEL CASIO - umboðið Bankastræti 8 - Sími 27510 3 Spurning dagsins Hefur þú farið í réttir? Friðrik Karl Friðriksson, 9 ára: Já, ég fór i gær með skólanum. Við fórum með rútu og kennaranum okkar. Þegar réttirnar eru fara bændurnir með kindurnar i dilka og svoleiðis. Ásthildur Guðmundsdóttir, 6 ára: Nei, ég hef aldrei farið. Það fóru nokkrir krakkar í gær og við fengum ekki að fara. Mér finnst kindúr sætar og falleg- ar. Bændurnir eiga líka að þekkja sínar kindur og fara með þær heim. J Ylfa Jakobsdóttir, 7 ára: Nei, aldrei. Ég veit alveg hvað réttir eru. Það er þegar bændurnir fara upp á fjall og sækja þær og koma með þær í bæinn. Villi Vilhjálmsson, 7 ára: Eg hef aldrei farið þangað. Þegar farið er í réttir fer fólkið upp á fjall og sækir kindurnar. Siðan er farið með þær í réttirnar og þær merktar. Þær fara líka í fjósið. Helena Karlsdóttir, 11 ára: Já, en það er dálitið siðan. Mér fannst ofsalega gaman. Mér fannst ekkert ógeðslegt að sjá þegar var veriðað rýja kindurnar. Kristbjórg Helgadó iir,!2ára Já.éghef einu sinni farið. Þaö var i Kaldárseli. Mér fannst svakalega ganian að sjá þetta. Við krakkarnir vorum aðallega að leika okkur i réttunum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.