Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 4
DB á ne ytendamarkaði * VERIÐ VELKOMIN. NORRÆNA HÚSIÐ BlAÐl Afálsý ahíé Tyrknesk kjötsúpa Stella Þórðardóttir sendi okkur 'þessa uppskrift af tyrkneskri kjötsúpu, sem hún sagði að væri sérlega góð. 1 kg. lambalæri I litlum bitum (1.100 kr.) 1/2 bolli hveiti 3 tsk. matarolia 7 bollar vatn 2 meðalstórir laukar sem skipt er i 4 hluta __ 2 gulræturT snétðnm salt eftir smekk 1/2 tesk. svarturpipar 1 tsk. ca.vnne pipar 3 eggjarauður 2 tsk. sitrónusafi 1/4 bolli bráðið smjör 2 tsk. paprika 1/2 tsk. kanill 2 tsk. mint. Kjötinu er velt upp úr hveitinu og það steikt i olíunni. Vatninu er hellt yfir og suða látin koma upp. Lauknum og gulrótunum bætt út i. Einnig saltinu, piparnum og caynne piparnum (athugið að bragðið af caynne pipar er nijög sterkt og þeir sem eru óvanir því ættu jafnvel að nota minna af honum en gefið er upp). Þetta er soðið þar til kjötið er orðið meyrt. Eggjarauður eru settar í sér skál og sítrónusafa hrært saman við, einnig örlitlu af kjötsoði. Potturinn er tekinn af og kjötinu og soðinu hellt í skál. Eggjahræran er látin saman við og hrært duglega i. Að lokum er bráðna smjörinu sem kanil og papriku hefur verið blandað saman við hellt yfir og minti stráð þar yfir. Alls kostar þessi réttur í kringum 1500 krónur og er ætlaður fyrir 5. Hann kostar því 300 krónur á mann. -DS. geymt á köldum stað í 7 sólarhringa. Hrærtíeinu sinni á sólarhring með tré- sleif. Þá er allt hitaö upp að suðumarki og síðan látið i vel þvegin glös. Ekki sakar að láta rotvarnarefni út í, 1 msk. í lítra. Þetta geymist mjög vel, hiklaust í áreða meira. -DS. SÝRÐAR GÚRKUR — Einu sinni enn Kona ein hringdi og bað um að einu sinni enn yrði birt uppskrift sú af sýrðum agúrkum sem þegar hefur birzt tvisvar í blaðinu. Hún er svona. 15 agúrkur 1 litri edik 1/2 litri vatn 5 meðalstórir laukar 1 pk asíukrydd (gjarnan hálfur annar) 750 gr sykur 1 hnefi gróft salt Gúrkurnar eru flysjaðar og skornar i bita. Salti er stráð yfir þær og látið liggja yfir nótt. Þá er lögurinn útbúinn og hann hitaöur rétt til þess að sykurinn bráðni og kryddið látið út í. Leginum er hellt yfir gúrkumar og Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu Neytendasíðan rak augun i auglýsingu i einu dagblaöanna um helgina þar sem eitthvað var auglýst og nefnt sorpkvörn. Með því áhaldi skildist siðunni að ruslið yrði ger- samlega úr sögunni, menn þyrftu ekki annað en að henda því í vaskinn og þá hyrfi það á einhvern dularfullan hátt. Með það í huga að þarna væri sannarlega komin góð lausn mála var farið niður í verzlunina Heklu og sorpkvömin skoðuð. Sorpkvörnin gerir reyndar ekki ruslafötur óþarfar svona i einum hvelli.En með tilkomu þeirra ættu menn að geta sparað sér nokkrar ferðir út I tunnu. Kvörnin er sett i niður- fallið áeldhúsvaskinum og malar hún það sorp sem hent er i vaskinn. Ekki ræður hún þó við allt rusl, en venjulegar matarleifar að undan- teknum stórum beinum eru henni leikureinn. Sorpkvörnin er það stór um sig að í flestum vöskum þyrfti að stækka niðurfallið dálítið. Það sem upp úr vaskinum stendur er ekki fyrirferðar- mikið þvi aðalhluti kvarnarinnar er 'fyrir neðan vaskinn. Sá hluti sér um að mala úrganginn sem siðan fer út með vatninu. Sorpkvörnin gengur fyrir rafmagni og mönnum ráðlagt að hafa slökkvarann hvergi þar sem börn ná til. Því að þótt erfitt sé fyrir fullorðna að pota höndunum á sér niður i kvörnina geta börnin það og þá er ekki að sökum að spyrja. Á kvörninni er lok sem erfitt er fyrir litlar hendur að ná af og skyldu menn hafa það á milli þess sem þeir nota kvörnina. Sorpkvörnin kostar 43.100 og er frá General Electric. Hún fæst í Heklu og ef til vill viðar. -DS. Á morgun þriðjudag 3. október kl. 20:30. „Medborgare i Finland” Sænsk/finnsk Ijód og söngur Flytjendur: Östen Engström, Guillermo Michel frá WASA-leikhúsinu I Finnlandi. Norrœna húsið Raddir neytenda Allt ernú til S0RPKV0RNIVASKMN — fækkarferðum með ruslafötuna Skýringarmynd af innri hluta sorpkvarnarinnar. 1. Lok sem erfitt er fyrir börn að ná af. 2. Sá hluti sem stendur upp úr vaskinum. Hann er úr ryðfriu stáli og því auðvelt að þrlfa hann. 3. Gúmmlpakkning sem hindrað að kvörnin leiki mjög á lausu. 4. Gat til þess að tengja við uppþvottavél. 5. Innri hlutinn er allur úr ryðfriu stáli. 6. Sjálf kvörnin. Hún er samsett úr flugbeittum hnifum úr sérlega sterku stáli. 7. Armur sem ýtir sorpinu út i kvarnirnar það til það er malað nægilega. 8. Fínmalari. 9. Mótorinn er sérlega kraftmikill. 10. Auðvelt er að setja kvörnina i. Ekki þarf nein sérstök verkfæri og ekki heldur neina sérstaka vatnstanka við. Sorpkvörnin er æði fyrirferðarmikill en minnstur hluti hennar sést þegar hún er komin á réttan stað. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.