Dagblaðið - 02.10.1978, Page 7
HJÁLP! ÞAÐ ER KVIKNAÐ Í!
,9M\ nmtn 'áö t mommm xmÁJsoMi
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978.
HLAÐAN STÓD í
BJÖRTU BÁLI
Mikið tjón af eldi að Arnarstöðum íFlóa
Elds varð vart í hlöðu að Arnar- rafmagnsperu. Hafði hey verið sett í
stöðum í Hraungerðishreppi rétt fyrir hlöðunafyrrumdaginnúrgöltum.
klukkan hálfátta á laugardagskvöldið. Var heyið því laust og ótroðið og því
Var slökkvilið þegar kallað á staðinn. betri eldsmatur en ella.
Þegar það kom á vettvang logaði upp Talið er þarna að hafi brunnið 3—'
úr hlöðinni og hey i henni alelda. Varð 500 hestar af heyi og er tjónið af þvi
ekki við þann eld ráðið og brann oghúsumerbrunnumikið.
einnig hesthús sem áfast er við Að Arnarstöðum er ekki búskapur í
hlöðuna. Menn eða skepnur sakaði eiginlegri merkingu. Húsráðandi
ekki. stundar mikið aðra atvinnu en hefur
Nokkuð er talið vist að eldurinn samhliöa nokkurt hrossabú, að þvi er
hafi kviknað í heyinu út frá óvarinni DB var tjáð. ASt.
Tjón í Kópavogi af
völdum stormsins
Fjórir fóiksbflar skemmdust af f júkandi drasli
Fyrsti verulegi hauststormurinn
sem gekk yfir Suðvesturland aðfara-
nótt sunnudags olli m.a. tjóni á fjórum
fólksbilum í Kópavogi. Þrír bílanna
stóðu í nýja iðnaðarhverfinu sem er í
uppbyggingu. Fuku á þá járnplötur
og ýmiss konar drasl sem olli á þeim
rispum og dældum. Fjórði bíllinn sem
skemmdist var utan við iðnaðar-
hverfið nýja.
Eins og oft vill verða eru
byggjendur ekki undir fyrstu haust-
veðrin búnir. Ýmiss konar drasl, sem
fokið getur og valdið stórskemmdum,
liggur laust. Eru það tilmæli lögregl-
unnar í Kópavogi að byggjendur sem
og aðrir hugi nú vel að málum og komi
I veg fyrir að svona fjúk á lausum
hlutum geti átt sér stað.
Viða i nýbyggingum fuku upp
hurðir og smátjón varð víða af þessum
fyrsta næturstormi haustsins. ASt.
Slökkviliðið var tvívegis kallað út í
gær er kveikt var í öskutunnum við
Siðumúla 8. Má eiginlega segja að
slökkviliöið hafi heimsótt DB og sýnt
hvernig farið er að, því öskutunnu-
húsið má sjá úr gluggum blaðsins.
Reyk lagði út um dyr og glugga
öskutunnuhússins, sem er aðskilið frá
aðalhúsi. Er slíkt til fyrirmyndar því
öskutunnubrunar í kjöllurum húsa
valda oft miklum reykskemmdum á
efri hæðum.
Þetta varð auðvelt verkefni hjá
slökkviliðinu og tjón ekki teljandi. Þá
var einnig kveikt i timbri í Hálsaseli á
laugardag. Tjón varð lítið.
-ASt.
/ “ \
Flug og gísting
Akranes:
Barizt við
Kára
Ein heild á lækkuðu verði.
— og dansgestir fiýttu
sérheim
Smábátaeigendur á Akranesi áttu i
miklu basli lengi nætur aðfaranótt
sunnudags. Veðurofsinn sem yfir gekk
olli miklu sjóróti í höfninni og voru
bátar lengi i alls kyns hættum. Sameigin-
legt átak bátseigenda mun þó að mestu
eða öllu hafa forðað bátunum frá
skemmdum. Sjór komst í einn smábát en
alvarlegt tjón varð ekki af.
Að venju voru dansleikir á Akranesi
en eftirköst fylgdu þeim engin, því vegna
veðurofsans fékk hver maður ærið
viðfangsefni við að koma sér heim. Ekki
er vitað til að slys hafi orðið.
ASt.
Snjóflóð
lokuðu vegi
til
Flateyrar
Snjóflóð féll tvivegis á veginn milli
Ísafjarðar og Flateyrar aðfaranótt
sunnudags. Er vegurinn nú með öllu
lokaður.
Snjóflóðin ollu að því er bezt er vitað
engum skemmdum á mannvirkjum.
Féllu þau bæði í svokallaðri Kinn.
Snjór er enn ekki ýkja mikill á Isafirði
og Inndjúpinu en eitthvað meiri á
útnesjum.
vðl
'íða um land eru vel búin hótel.
Þú getur farið í helgarferð með flugfélaginu
í hópi, með fjölskyldunni, eða bara þið tvö.
Hringdu og spurðu um verð á helgarlerð.
ASt.
FLUGFÉLAC /SLAJVDS
INNANLANDSFLUG