Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978.
Hemla- og pústviðgerðir
Varahlutir fyrir:
Sjálfskipta girkassa
Hemla- ogpústkerfi
Dempararíúrvali
J. Sveinsson & Co|
Hverfisgötu 116 — Pósthólf 5532
Reykjavík — Sími 15171.
Ertu reiðubúinn að mœta
vetrinum?
En bifreiðin?
Nú er rétti tíminn til að búa bifi
reiðina undir veturinn og kuld-
ann.
Fljót og góð þjónusta.
Brfreiðastillingin
Smiðjuvegi 38 Kópavogi, sími 76400.
Vitan
- blaðsölubörn
Vikuna vantar blaðsölubörn víða í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 27022.
Mikið úrval af
skólafatnaði
mommu
SéL
Midbœjarmarkaöi
Aðaistrœti 9. Sími 27340.
ATH.: SÉRHANNAÐAR H
SOKKABUXUR FYRIR
BARNSHAFANDIKONUR
Föðurlandsvin-
ir og vinnuþý
Nú fer loksins að verða gaman að
lifa er gjörvöll þjóðin býst til orustu
um lífsgildið. Um þetta hefur löngum
verið deilt og slegist frá örófi alda.
Vart mun þetta þó kallast orustur
lengi frameftir öldum, vinnuþýin urðu
að hlýða boðum og banni auðsins.
Væru einhverjir svo heimskir að
hreyfa mótmælum voru þeir
húðstrýktir, hengdir eða tunguskornir.
réttlætið hefur alltaf fylgt þeim ríku.
En allt er breytingum háð sem betur
fer, vinnuþýin eru farin að rétta úr
hálsinum og renna augum þangað sem
auðæfi hrúgast upp af tómu tapi og
allskonar óáran sem safnast á þessa
höfðingja sem troða veginn fram
berfættir og brókarvana. Þess sjást nú
glögg merki að þjóðin er að skiftast í
tvær fylkingar, föðurlandsvini með at-
vinnutækin og allt það er skapar
vinnu. Þar puða þessir úrvalsmenn
pungsveittir alla daga við sitt eilífa
tap. Hin fylkingin eru vinnuþýin, sem
skapa verðmætin, en hirða að sögn
yfirboðaranna allan arðinn. Svo
mögnuð er heimskan að þessi vinnuþý
vilja fara að taka þátt i þessu
botnlausa tapi, sjá að það er engu
verra að lifa góðu lifi af því en hinum
svonefnda gróða og benda til þeirra
sem stýra heila krami botnleysunnar.
Svo langt er gengið að höfðingja-
valdið er búið að tapa höfuðborginni
úr hendi sér og íhaldsflokkarnir flóa i
tárum yfir því að afætur eiga að fara
að stjórna málum þjóðarinnar. Það er
þvi engin undrun þótt burðarásar
þjóðarinnar búist til varnar. Þetta er
mikið lið og fritt, búið tækjum og
tölurn fyrir utan ráðsnilld og afburða
hæfileika.
1 broddi fylkingar eru hungraðir
heildsalar og kviðdregnir kramarar.
þessir undirsátar sem eru kannski ekki
hátt skrifaðir í kraminu, ráða þó yfir
mikilli reynslu bæði frá einokunar-
verslun dana og sporgöngumönnum
þeirra íslenskum kaupmönnum. Þetta
gekk vel þar til Þingeyingar brutu
isinn og stofnsettu kaupfélögin. Þau
eru nú ekki eins bráðsmitandi og fyrr
og virðast kroppa á sömu snöpuni og
heildsalar, hvort þau ganga I varnar-
samtökinskalósagt.
Nú fá okkar ágætu lögfræðingar
loks lífsafkomu. Hin nýju bráða-
birgðarlög munu skaffa þeim áralanga
vinnu velborgaða. Gulli mun verða
stráð á Alþingi að hugmynd Egils
gamla Skallagrimssonar. Hinir
skriftlærðu munu kunna sitt fag. Þeir
verða slípaðir og póleraðir svo þcir
vinni hvert mál eins ogkollegarþeirra i
Bandarikjununt, sem vcrja inál glæpa
hringanna og ganga með sigur af
hólmi. Einn hefur þegar knésett sjálf-
an fyrrverandi dómsmálaráðherra
vorn. 1 lögfræði gildir ekki einungis
rétt og rangt, heldur hitt að finna para-
graff, sem gildir til dóms. Þjóðin vissi
að ráðherrann hafði á réttu að standa.
en nennti ekki að standa í löngum
málaferlum og kaus heldur að sletta
sektinni í sækjanda, enda hefur verið
hljótt um þennan sigur ritstjórans.
Halldóri hefur sjálfsagt verið
kunnugt um réttlæti dóma í Banda-
ríkjunum þegar mikið lá við. Þar til
heyra mál tveggja ítalskra " inn-
flytjenda, sem teknir voru og sakaðir
um landráð. Menn þessir voru pindir í
fangelsum árum saman og fengu loks
lausn i rafmagnsstólnum. Löngu síðar
var sakleysi þeirra auglýst með smá-
letri, líkt og Bukarins.
Ég get ekki stillt mig um að minnast
hér á samtal Eyjalíns lögmanns og
Snæfríðar í Islandsklukkunni. Þar
Kjallarinn
Halldór Pjetursson
kemur skáldið inn á refilstigu lög-
fræðinnar.
Á Þingvelli talast þau við Eyjalín
lögmaður og Snæfríður urn mál
Magnúsar i Bræðratungu. Snæfríður
býður eið um að Magnús fari með rétt
mál i kærubréfi sínu. Eyjalín varekki
blár á görnum þrátt fyrir allt, hann
þekkti hinar jurdisku þrætur og svarar
á þessa leið.
„Þó Arnas Arnæus gæti með þér
friðan svein. og ekki aleinasta hefði
dómkirkjupresturinn og griðkonur
staðið hann að verki heldur og svo
biskupinn og biskupsfrúin, þá mundi
sá maður ekki láta við numið fyrr en
hann hefði aflað sér úrskurðar frá
kjörfurstum, og keisurum og páfum að
þú hefðir átt barnið með húsgangs-
drussa.”
Seðlabankinn
Hann var stofnaður til að vera
hinn stóri heili þjóðarinnar, en likast
til hafa þar einhver mistök átt sér
stað, þvi sköpunin bendir meira til litla
heilans. Ekki er hér með sagt að allt
hafi verið ógáfulegt er þaðan hefur
borist.heldur virðist á því stimpill Sam-
einuðu þjóðanna, sem oft ber fram
mótmæli gegn einhverri óhæfu, en lítt
fylgt á eftir og endar ævina i bréfa-
körfunni. En eitt gerði Seðlabankinn,
hann hyggst byggja höll yfir
skuldirnar sem byrgir fegurstu útsýn
borgarinnar. Þetta er mjög snjöll hug-
mynd því hvað á almenningur að vera
að glápa á fegurð í fjarska. sem getur
kannski slegið inn. Hér er ekki allt
talið banka þessum til vegs. Einn vara-
bankastjóri bankans, Sveinn Jónsson
hefur skrifað skeleggja grein í
Moggann um skattaálögur og skatt-
píningu. Þar er áætlað að árið 1977
hafi 15—20 miljörðum verið skotið
undan skatti, en hvað munar oss um
þann kepp í sláturtiðinni.
Sveinn er maður sem taka verður
mark á, einn innsti koppur í keitubúri
kippilykkjunnar. Talið er að hann ætli
að segja upp stöðu sinni i bankanum
og helga sig því hlutverki að verja hin
15—20 miljarða sveltimenni. Þetta er
að kunna vel til vigs, var kveðið um
nafna hans dúfu, og æpi menn svo að
enginn eigi hugsjón. Mér kemur i hug
i þessu sambandi orustan i Lauga-
skarði. Þar var barist um frelsi þjóðar.
Óvinirnir höfðu búið um sig i skarði
þessu og hinum féllst hugur. Þá gekk
fram aldraður almúgamaður og mælti
svo: Ég skal ráðast til uppgöngu gegn
þvi að þið sjáið konu minni og börnum
farborða. Siðan mundaði hann
sverðið. gekk hiklaust gegn ofureflinu
og arnhvöss augu hans horfðu aðeins
fram
Það var sem herfjötur gripi óvinina.
er þeir sáu för þessa manns og hinir
fylgdu fast eftir og unnu frækilegan
sigur. Kannski er þetta þjóðsaga. en
falleg er hún og hefur geymst á
bókum. Mér finnst ekki nenia sjálfsagt
að Seðlabankinn láti Svein njóta söniu
hlunninda. þvi mér þykir líklegt að
hann vinni þarna i guðsþakkarskyni.
Vinni hann orustuna mun fáni verða
dreginn að húni á Alþingishúsinu og
þar skráð: Skattsvikin lifi. landið er
frjálst. „Við biðum og sjáum hvað
setur / hvort sumurn tekst ekki betur /
sem eru nteð rándýrs kjapt og klær / og
kvæsa sumar og vetur / Við biðum og
sjáum hvaðsetur.”
Fundurinn
í sjónvarpinu
Fyrir skömmu mættu þar hinir nýju
valdamenn og liðsoddar stjórnarand-
stöðunnar. Þar rættist að nokkru það
sem ég hefi haldið fram að ekki tókst
að siga stjórnarmönnum saman, þrátt
‘fyrir veí valdar spurningar. Jón B.
Pétursson er gæfulegur maður, en
virðist ekki nógu vel sprautaður, eða
hafi i sér móteitur. Þorsteinn geislaði
af sjálfssælu og helst leit út fyrir að
Kortsnoj hefði sent honunt gleraugun
frægu. Maður þessi er nijög smart og
finn i tauinu og bar öll einkenni hins
borgaralega aðals. En til ganians skal
þess getið hvað manni getur dottið
vitlaust i hug. Mér datt i hug gömul
saga um vissa persónu, sem breyttist í
Ijósengilsmynd.
Halldór Pjetursson,
rithöfundur.
Styrkið og fegríð Ukamann
&
Nýtt 4ra vikna námskeið hefst 3. október.
Herraleikfími
í hádeginu, þriðjudaga og fimmtudaga.
Hjónatímar
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 21.30.
Innritun og upplýsingar alla virka daga kl.
13—22 í síma 83295.
Sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd
Júdódeild Armanns
Armú/a 32