Dagblaðið - 02.10.1978, Side 15

Dagblaðið - 02.10.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. 15 Tilbúnir tollpappírar í hljómplötuinnflutningi Fyrir nokkru var kveðinn upp dómur i einkamáli. sem hér var höfðað gegn hljómplötuinnflytjanda. Seljandinn. sem var bandarískur aðili. sætti sig ekki við andvirði hljómplötusendingarinnar. sem honum barst eftir bankaleiðum. Við nánari athugun kom i Ijós. að til voru tvenns konar viðskiptaskjöl um sömu sendinguna. Tókst kaupandanum islenzka að greiða samkvæmt þeim skjölunum.sem honum voru hagstæðari i augnablikinu. það er að segja þeini. sem sýndu mjög niiklu lægra verð en hið raunverulega. Meðal annars voru tollar Verðbólgan íalgleymingi: Þúsund króna f rímerki Gott dæmi um verðbólguna i landinu er að nú skuli hafa verið ákveðið að gefa ut frimerki að rrrrtl . . . . m« m w • 4» . »rSr»y ’ JÓN STEFÁNSSON- HRAUNTEIGUR VIÐ HEKLU ÍSLAND 1000 verðgildi 1000 kr.. en hæsta frímerkjaverðgildi í umferð nú er 250 kr. en það var gefið út í marz 1972. Hið nýja fri frimerki er með mynd af málverki eftir Jón Stefánsson. Hraunteigur við Heklu. í frétt frá Póst- og símamála- stjórninni segir að þegar 250 króna frimerkið hafi verið gefið út i marz 1972 hafi almennt burðargjald bréfa verið kr. 7.00. en nú sé samsvarandi burðargjald kr. 70.00. Þegar 50 kr. frimerki kom fyrst út. 1968. var framangreint burðargjald kr. 2.25 og þegar 100 kr. frímerki kom fyrst út var burðargjald kr. 4.50. Miðað við hlut fallið milli almenna bréfburðar- gjaldsins 1972 og 250 kr. frimerkisins ætti hæsta verðgildið nú að vera 2.450 kr. Miðað við sama hlutfall á árunum 1958 og 1965 hefði hæsta verðgildi ált aðvera 1.555 kr. -GAJ- Dúfnarán á Selfossi: Metum tjónið á 100 þúsund — segja strákarnir sem Heldur voru þeir niðurdregnir strákarnir Grímsi, Ingi og Valdi þegar þeir komu til min i gær og sögðu að brotizt hefði verið inn i dúfnakofann þeirra og öllum dúfunum stolið. Þetta voru um áttatíu stykki, sem strákamir mátu á ekki minna en hundrað þúsund krónur. Eitt ár er síðan þeir byrjuðu að fást við þetta og hafa kynbætur miklar staðið yfir að undanförnu, en strákarnir selja dúfurnar eftir tegundum frá sex rændirvoru hundruð upp i þrjú þúsund krónur hverja. Alveg Ijómuðu þeir er þeir sögðu frá hinuin ýmsu tegundum, elbinger, tunglingar, topparar og fl. og fl. Þeir báðu mig blessaðan að koma þessu í blaðið. og ef það kæmist þangað. að láta þá fréttina enda á því að biðja þá sem eitthvað vissu um dúfurnar að láta lög- regluna á Selfossi vita. Strákamir töldu það ólíklegt að einhver gæti aukið dúfnabú sitt án þess að aðrir dúfna- rektorar yrðu þess varir. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 og aðflutningsgjöld greidd samkvæmt þeim. Ekki var þá frágangurinn tryggilegri en svo. að seljandinn reyndist eiga kröfu á meiri greiðslum en hinum upphaflegu samkvæmt innflutningsskjölum. Þá er ekki vitað. hvort seljandinn var að einhverju leyti vitundarmaður um inn- flutningsaðferðina. Ekki nutu islenzkir plötukaupcndur góðs af framtaki innflytjandans. Voru plöturnar verðlagðar á íslenzkum markaði þannig, að innflytjandinn hagnaðist verulega i fyrsta unigang. enda eru álagningarreglur sveigjanlegar á þessari vörutegund. Voru þó lengi allir ánægðir nema erlendi seljandinn, sem þó fékk kröfu sina að minnsta kosti viðurkennda fyrir dómi. Nýlega cr hafinn rekstur á öðru máli út af hljómplötukaupum frá Banda- rikjunum. Að sögn seljandans er svipað yfirbragð yfir viðskiptunum i nýja málinu og hinu fyrra. sem frá var sagt. Ekki er þó talið að seljandinn i síðara málinu standi eins vel að vigi og með öllu óvísl hvort honum tekst að sanna ólögmæta viðskiptahætti annars innflytjanda hljcmplatna. séu þeir þá yfirlcitt að. innsluverðir. •BS. „Eg gat aldrei notað neinn tízkuklœðnað, fyrr en ég uppgötvaði Ayds. ” ,.Eg held ekki að óhamingja stuðli neitt að þvi að þú megrist. Þv'ert á móti. ég borðaði aldrei meira en þegar ég var þunglynd. Þetta er algjör vítahringur. Þvi meira sem þú borðar þvi feitari verðurðu og því feilari sem þú verður eykst óhamingjan að sama skapi. Ég var i raun og veru ekki svo óhamingjusöm i byrjun. Mér líkaði bara ekki alls kostar við vinnu mina og þar sem ég hef alltaf verið gefin fyrir sælgæti var auðveld lausn að hugga sig með konfektkassa. Ég þyngdist smámsaman án þess að ég læki svo mikið eftir þvi. Ég þurfti að fá mér ný föt en engin af þeim fötum. sem. mig langaði i. klæddu mig. Skyndilega rann það upp fyrir mér að ég var þó nokkrum kilóum of þung. Vandamál mitt var að mér tókst ekki að halda neinn megrunarkúr. Ég skipti um vinnu til hins betra — ég vinn núna á gistiheimili fyrir ungar stúlkur — en það dugði ekki til að halda mér frá sælgætinu. Til allrar hamingju uppgötvaði ég Ayds. Ayds hjálpaði mér ekki bara til að halda út frábæran megrunarkúr. 1 hvert skipti sem mig langaði i sælgætismola með kaff- inu eða eftir máltið dugði að gripa til Ayds til að standast freistinguna. Mér hefur tekizt að losna við öll aukakilóin á sex vikum. Mér liður betur, ég lit betur út og get nú notað hvaða tizkuklæðnað sem er. Og allt er þetta Ayds að þakka." (Diane Powley) Hvernig Avds hefur áhrif. Visindamenn halda þvi fram að það sé hluti heilans sem hjálpi þér til að hafa hcniil á matarlystinni. Það á rætur sinar að rekja til magns glukosasykurs i blóðinu sem líkaminn notar sern orkugjafa. Þanmg að þegar magn glukosans minnkar byrjar þú að finna til svengdar og þetta á sér venjulega stað stuttu fyrir næstu máltíð, En ef þú tekur 1 Ayd (eða tvær) með hcitum drykk (sem hjálp- ar likamanum að vinna fljótar úr þeim) um það bil tuttugu minútum fyrir máltíð, eykst glukosinn í blóð- inu og þú finnur ekki til löngunar til að borða mikið. Með Ayds borðar þú minna af þvi að þig langar í minna. Einn kassi Ayds inniheldur eins mánaðar- skarnmt. Hvers vegna þú þarfnast Ayds — óháð því hver þyngd þin er. Ayds innihalda engin lyf, né eru þær til upp- fyllingar. Þær innihalda vitamin og steinefni — mjög mikilvæg til þess að vernda þá sem eru að megra sig og eru ekki vissir um að þeir fái næg vitamin. þegar Byrjaðu Ayds kúrinn á morgun og eftir mánuð gætir þú orðið nokkrum kílóum léttari. Mánaðar megrunarkúr í hverjum kassa. þeir borða mjög hitaeiningasnauða fæðu. Einnig finnst mörgu fólki erfitt að halda sig að skynsamlegu fæði. Ayds hjálpar þeim einmitt við það. Þær hjálpa þér við að endurhæfa matarlystina og halda þyngd þinni eftir það i skefjum — vandamál sem er það sama hvort scm þig langar til að missa 2 kg eða 20 kg. Þú missir liklega nokkur kiló tiltölulega fljótlega. en endurhæfing matarlystarinnar tekur alltaf nokkurn iima. Mál fyrir Ayds: 90 68 98, 66 kg. fatastærð 14, hæð 165 cm. Eftir Ayds: 87 61 92, 56 kg. fatastærð 12. hæð 165 cm. NB: F.f þú ert alltof þung(ur) skaltu ráðfæra þig við lækni þinn. áður en þú byrjar i megrunarkúr. Það er ekki mælt með Ayds kúrnum fyrir fólk sem þjáist af offitu vegna efnaskiptasjúkdóma. Sérhver Ayd inni- heldur 25 hitaeiningar i mola og sérhver únsa er bætt með: A vítamini 850 I.U., Bl vitamíni (Thiamine hydrocloride) 0,425 mg, B2 vitamín (riboflavin) 0,425 mg. nicotinic acid (niacin) 6,49 mg. calcium 216,5 mg. fosfór 107,6 mg.járn 5,41 mg. Ayds fæst í f lestöllum lyfjabúðum um land allt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.